Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 46
Telma Matthíasdóttir er þekkt fyrir sína bragðgóðu og hollu heilsurétti, ekki síst fyrir heilsudrykki og -sjeika. sjofn@frettabladid.is Telma hefur þjálfað og unnið sem heilsuráðgjafi í fyrirtæki sínu Fitu- brennsla.is í 22 ár. Hún er eigandi Fitfood ehf. ásamt Bjarna unnusta sínum og saman reka þau Bæti- efnabúlluna. „Ég hef alltaf haft áhuga á íþrótt- um og heilsu þótt ég hafi ekki sinnt henni alla tíð. Ég er uppalin á Ólafsfirði og ávallt mjög iðin, en skíðaganga og fótbolti voru mínar helstu íþróttagreinar. Ég byrjaði að þjálfa og hjálpa öðrum að bæta heilsuna fyrir 22 árum og er hvergi nærri hætt. Í dag er ég Iron Man og Ultra runner og elska að setja mér krefjandi markmið.“ Margt hefur áhrif á heilsu okkar og að mati Telmu er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. „Sofa vel, hlakka til að fara í hreyfingu og borða mat sem okkur líður vel af og finnst bragðgóður. Vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini, eiga sér áhugamál. Við verðum að búa til rútínu og hefðir og megum alls ekki troða okkur inn í ramma sem hentar öðrum. Hlustum á eigin þarfir. Góð heilsa er á eigin ábyrgð og ferlið byrjar og endar hjá okkur sjálfum. Kunnum okkur hóf og berum virðingu fyrir líkama okkar og heilsu, það er heljarinnar vinna að byggja hana upp aftur ef hún hrynur,“ segir Telma og það þekkir hún á eigin skinni. „Við þurfum ekki að vera í neinu ákveðnu formi til að byrja, það geta allir gert eitthvað.“ Hreint náttúrulegt mataræði Þegar kemur því að hugsa um heilsuna finnst Telmu mataræði skipta öllu máli. „Næringin skiptir öllu máli. Líkaminn byggir okkur upp og gerir við sig með þeim hráefnum sem við setjum ofan í hann. Svo það er eins gott að vanda valið. Það er ástæða fyrir því að við eigum að borða fjölbreyttan mat, hann stuðlar að því að við fáum þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Samsetning matarins skiptir gríðarlega miklu máli upp á blóðsykur og heilsuna.“ Nú er alls konar mataræði sem fólk tileinkar sér, er eitthvert mataræði sem er betra fyrir líkama og sál en annað? „Sem mest hreint mataræði, það sem náttúruna gefur okkur. Við ættum öll að borða meira úr jurtaríkinu og borða miklu minna af sykri. Hrein fæða nærir heilann og allar frumurnar og gefur því meiri orku og úthald fyrir daginn, við sofum betur og hvílumst því betur.“ Hver er hinn gullni meðalvegur þegar kemur því? „Það þarf ekki að gera stórar breytingar, margt smátt gerir eitt stórt, en það þarf að gefa sér tíma, prófa sig áfram. Það tekur ekki nema eitt ár að rústa heilsunni en það tekur þrisvar sinnum lengri tíma að vinna hana til baka.“ Mataræðið er mín lækning „Mér finnst gott að borða góðan mat og ég hef tileinkað mér holla næringu sem mest úr jurtaríkinu. Við erum það sem við borðum Vertu ávallt besta útgáfan af sjálfum þér Til halda líkamanum hraustum og sterkum þarftu að tileinka þér lífsstíl sem virkar á hverjum degi, segir Telma. MYND/AÐSEND Gullkorn frá Telmu inn í nýja árið: n Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. n Ekki gefast upp því vel- gengni í lífinu er langhlaup. n Vertu ávallt besta útgáfan af sjálfum þér. og mataræðið er mín lækning. Ég veiktist illa fyrir 13 árum og síðan þá hef ég þurft að vanda mig betur. Ég kýs að lifa lífinu full af orku og í andlegu jafnvægi og þess vegna hef ég fórnað mörgu úr mataræðinu sem lætur mér líða illa. Það sem virkar fyrir mig þarf samt ekki að virka fyrir aðra, þess vegna legg ég mikið upp úr því að við hlustum á þau boð sem líkaminn er að gefa okkur.“ Þú hefur þróað heilsudjúsa og -sjeika, meðal annars fyrir Lemon, hvaðan færðu innblásturinn? „Ég er búin að gera mér prótein- sjeika í 25 ár.“ Njótið án þess að fá samviskubit Telmu finnst mikilvægt að hafa þetta í huga, jólavikuna sem nú er senn að líða. „Ekki dæma þig harkalega fyrir að hafa borðað þig sadda/n um jólin, dottið ofan í konfektkassann, klárað allar jólakökurnar og legið uppi í sófa alla dagana. Þessi vika sem hátíðin stendur yfir er ekki ástæða fyrir þínu heilsuleysi. Það eru allar hinar vikurnar á árinu sem ráða því hvernig heilsan þín er.“ Ekki eitt árið enn „Flestir eru búnir að fá alveg nóg af jólasukki og eru tilbúnir til að þrengja sultarólina í botn á nýja árinu. Fasta, enginn sykur, engin kolvetni, ekki borða á kvöldin, æfa tvisvar á dag, fara í kalda karið, gufu, festa á sig blóðsykursmæli, líma fyrir munninn fyrir svefn og svo framvegis. Þetta er það sem margir sjá á samfélagsmiðlum, hjá reyndum heilsugúrúum sem hafa unnið hörðum höndum í mörg ár að því að bæta sína heilsu. Ég segi bara stopp! Ekki æða af stað enn eitt árið án þekkingar. Flestir komast ekki yfir fyrstu hindrun og falla svo harkalega að þeir standa ekki aftur upp fyrr en ári seinna með sömu látum, þetta verður vítahringur. Oftast endar kapphlaupið við rásmarkið. Fáum faglega aðstoð. Eitt skref í einu. Göngum hægt um gleðinnar dyr og njótum þess til fulls að hafa kraft til að takast á við eigin áskor- anir með vilja og gleði að vopni.“ n Telma deilir hér með lesendum sínum uppáhalds heilsudrykk. Hulk 250 ml möndlumjólk 2 kubbar frosið grænkál 50 g mangó 50 g banani 50 g avókadó 1 msk. engifer 1 msk. hampfræ Limesafi eftir smekk 30 g 100% Pure Whey próteinduft, vanilla Við verðum að búa til rútínu og hefðir og megum alls ekki troða okkur inn í ramma sem hentar öðrum. Hlustum á eigin þarfir. Góð heilsa er á eigin ábyrgð og ferlið byrjar og endar hjá okkur sjálfum. Matseðillinn á venjulegum degi: Máltíð 1: Fæ mér smoothie- skál eftir æfingu. Grunnur: Frosin hindber, banani, pró- teinduft, möndlumjólk. Toppa hana með bláberjum, hamp- fræjum, Atkins muesli og slettu af Salty Caramel sósu. Máltíð 2: Próteinrík vefja eða kínóaskál með alls konar grænmeti, eggjum, avókadó, hampolíu og bragðbætt með Fansy Carlic sósu. Máltíð 3: Protein pancake og epli eða annar ávöxtur og væn skeið af hnetusmjöri eða Hulk sjeikinn. Máltíð 4: Ég elska fisk, bleikan eða þorsk, sætar kartöflur og risastórt salat með fræjum og sprettum og spírum. Snarl: Alla daga fæ ég mér trít með kaffibollanum, oftast eitthvert sykurlaust Atkins- nammi.Ef þú ert orðin/n leið/ur á að hefja nýtt ár með nýjum fyrirheitum og mistakast stöðugt þá gætir þú verið að glíma við matarfíkn. Meðferðir við sykur/matarfíkn eru okkar sérfag! Við hefjum 16 vikna námskeið með helgarnámskeiði 3.2.22. Einnig verður í boði 40 klst. námskeið með Dr. Guttorm Toverud, sérfræðingi á heimsvísu í þerapískri notkun 12 sporanna til lífstílsbreytingar, sem hefst 4.3.22. Möguleiki að taka þessi tvö námskeið saman. Endilega kíkið á síðuna okkar og skoðið dagskrána! Matarfíkn er líffræðilegur sjúkdómur sem veldur tilfinningalegu, huglægu og andlegu ójafnvægi FRÁ MATARFÍKNIMIÐSTÖÐINNI: Esther Helga Guðmundsdóttir MSc., Anna María Sigurðardóttir MA. og Dr. Guttorm Toverud MFM MIÐSTÖÐIN, Síðumúla 33, 108, Reykjavík esther@mfm.is • 699 2676 • www.matarfikn.is 24 kynningarblað 30. desember 2021 FIMMTUDAGURHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.