Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 68
Sjónvarpið hefur verið velkomin dægra- stytting í heimsfar- aldrinum. Bandaríski grínistinn George Gobel sagði fyrir mörgum áratugum að ef ekki væri fyrir rafmagnið værum við öll að horfa á sjónvarpið við kertaljós. Grínið er sígrænt og sjónvarpið er enn merkingar- miðjan í tilveru fjöldans og á þessu ári varð þörfin nauðsyn sem brugðist var við með gríðarlegu úrvali af nýju afþreyingarefni. ninarichter@frettabladid.is Sjónvarpið hefur verið velkomin dægrastytting í heimsfaraldri og þessi afþreyingarmiðill, þrátt fyrir slæmt orðspor síðustu áratugi, er orðinn jafnvígur kvikmyndinni sem frásagnarform. Heimsfrægir leikarar hika ekki lengur við að taka að sér hlutverk í sjónvarpi til jafns við kvik- myndir og framboðið á fjölbreyttu efni hefur aldrei verið meira. n Kötlugos, Bítlar og kóresk ádeila Íslenskt sjónvarp Það var af nógu að taka í íslensku sjónvarpi á þessu viðburðaríka ári og hér skal stiklað á stóru. Í júní sendi Baltasar Kormákur frá sér Kötlu, þar sem einvalalið íslenskra leikara túlkaði vísindaskáldsögu í skugga eldfjallsins. Ófærð 3 kom einnig úr smiðju leikstjórans, seinna á árinu. Systrabönd Silju Hauksdóttur voru frumsýnd í mars og önnur þáttaröð af æv- intýrum Stellu Blómkvist hitti aðdáendur í hjartastað í september. Spennuþættirnir Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z fóru svo í loftið á jóladag, sama dag og leik- og framleiðsluhópurinn Vesturport frum- sýndi períóðuna Verbúðina á RÚV. Í brennidepli á árinu: Squid Game Leiknir þættir sem fjalla um keppni milli 456 leikmanna sem allir eru í miklum fjárhagserfiðleikum. Þau leggja líf sitt í hættu í mótaröð sem byggir á þekktum barnaleikjum, með möguleika á að vinna gríðarlega há peningaverðlaun. Þeir sem tapa eru teknir af lífi. Titill þáttanna vísar til samnefnds kóresks barnaleiks. Þættirnir eru vinsælir fyrir margar sakir. Í grunninn eru þeir fjölskyldusaga. Þá eru þeir í senn sterk líking, ádeila á hagkerfi heimsins og vonleysi skulda- fjötraðra einstaklinga. Þættirnir koma á hárréttum tíma, þegar heimili um allan heim berjast í bökkum vegna heimsfar- aldurs og því er andleg streita, fjármála- áhyggjur og vonleysi sögupersónanna eitthvað sem margir geta tengt við. Succession Þriðja þáttaröð gaman-dramans Succ- ession hratt af stað eins konar æði hér á landi, og varla var þverfótað fyrir tilvitnunum og umræðu um þættina á samfélagsmiðlum. En hvers vegna eru þættirnir svona vinsælir? Þættirnir fjalla um Roy-fjölskylduna, gersamlega vanhæfa eigendur alþjóð- legu fjölmiðlasamsteypunnar Waystar RoyCo. Sögupersónur berjast um yfirráð í fyrirtækinu, í skugga nagandi óvissu vegna hrakandi heilsu ættföðurins. Tónninn í þáttunum er kaldhæðnis- legur. Sögupersónurnar eru moldríkar og að mati flestra gersamlega óþolandi. Samtölin eru skemmtilega skrifuð og svo að vitnað sé í fræga ræðu persónunnar Tom Wambsgans í þáttunum: „Að vera ríkur er æðislegt. Það er eins og að vera ofurhetja, nema betra. Þú getur gert hvað sem þér sýnist. Yfirvöld geta ekki snert þig. Þú færð að vera í búning, en hann er hannaður af Armani.“ Þættirnir hafa hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal BAFTA, Golden Globe og Emmy-verðlaun. Get Back Úr smiðju stórmyndavölundarins Peters Jackson kom átta klukkustunda löng stuttsería um gerð Bítlaplötunnar Let it Be, sem kom út árið 1970, en vinnutitill verkefnisins var Get Back, sem þættirnir draga nafn sitt af. Í þáttunum er notast við 55 klukku- stundir af efni frá Michael Lindsay-Hogg, sem vann að heimildarmynd um gerð plötunnar árið 1970, sem einnig bar titilinn Let it Be. Hluti af efninu í nýju myndinni hefur aldrei birst áður. Tónninn í mynd Jacksons er sú kenning að samstarf Bítlanna hafi verið gott á loka- metrunum, ólíkt því stirða og erfiða and- rúmslofti sem fyrri myndin dregur upp. Netflix Þetta var mikið framhaldsþáttaraðaár hjá Netflix, þar sem vinsælum þáttaröðum var fylgt eftir með nýjum seríum. Sex Education, Emily in Paris, The Witcher, Outer Banks, You og Superstore fengu öll seríu í safnið, svo fátt eitt sé nefnt. Af nýju efni ber kóresku spennuþætt- ina Squid Game hæst. Þeir slógu líka í gegn á Íslandi. Meira að segja hjá þeim sem voru of ungir til að mega horfa á þættina. Málið olli slíkum usla að fjallað var um skaðleg áhrif þáttanna á börn í sjónvarpsfréttum RÚV. Kvikmyndin We Can be Heroes var í fyrsta sæti listans yfir vinsælasta efni ársins á heimsvísu á Netflix. Grínmyndin Red Notice fylgdi síðan fast á eftir. Squid Game vermdi toppsætið yfir mest streymdu Netflix-þætti ársins á heims- vísu. Spennuþættirnir Lupin og Money Heist áttu annað og þriðja sætið. Í toppsætinu á Netflix innanlands var fjölskyldumyndin Mitchelles vs. The Machines. Netflix bauð áskrifendum upp á íslenska talsetningu, sem gæti útskýrt vinsældirnar að einhverju leyti. Bandarísku löggu-grínþættirnir Brook- lyn Nine-Nine frá NBC vermdu toppsætið yfir vinsælasta sjónvarpsefni landans enda höfða þessir margverðlaunuðu þættir til breiðs aldurshóps. Disney+ Teikni- og söngvamyndin Moana frá 2016 hafnaði á toppi íslenska vinsældalistans hjá Disney+ streymisveitunni. Hinar sívin- sælu teiknimyndir um systurnar í Frozen I og II fylgdu þar fast á eftir. Vinsælustu sjónvarpsþættirnir hér- lendis á Disney+ voru gömlu góðu þætt- irnir um Simpson-fjölskylduna. Næst á listanum var klassíska læknadramað Grey’s Anatomy, úr smiðju Shondu Rhimes, og í þriðja sæti þættir um Klúbb Mikka músar, sem einnig hafa verið að- gengilegir á RÚV. Á RÚV eru þættirnir með íslenskri talsetningu sem hefur heldur skort hingað til á Disney+. Athygli vekur að uppáhaldsþættir landsmanna á Disney+ eru ekki nýir af nálinni, heldur einmitt sú tegund efnis sem er aðgengilegt í mörgum þátta- röðum og hentar vel fyrir sjónvarpsmara- þon. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 28 Lífið 30. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ SJÓNVARPSANNÁLL 30. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.