Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 72
eftirfarandi kvæði um föður minn, sem þá mun hafa verið
þriggja til fjögurra ára gamall.
Agnar Jónsson, endurborinn
yngismaður, nokkuð smár.
Löng og fögur lukkusþorin
leiði þig drottins máttur klár.
Menntun, vinsœld góðra guma,
gefist þér á hinsta kvöld
rými böisins reyðarþruma,
rökum studd, þú hafir völd.
Yfir hegðun allri þinni,
æskunnar á morgunstund,
líði ei neinn sem lasta kunni
lukkusaman korðaþund.
Vilja þinn og velsœld stoði,
vötnin, loftið, grundir, fjöll.
Enginn harmur hjá þér loði,
Hetja vertu, mjög ráðsnjöll.
Agnar Jónsson, endurheitinn,
œttarblómi’ og heiður lands,
við þér brosi bragna sveitin
brosi þér vitra meyja krans.
Ráðhög, starfsöm reflananna,
rétti þér trausta vinar hönd,
afl það nái ekkert banna,
eða slíti tryggðahönd.
Móðurforeldrar mínir, Guðlaugur Jónsson og Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, áttu heima á Eyru við Ingólfsfjörð á fyrstu bú-
skaparárum sínum. Eitt sinn, er Tómas víðförli gisti hjá þeim,
70