Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 53
Hermann Búason:
Bátur undir seglum
Þar sem Vestfirðirnir klofna frá Norðurlandinu, gengur
fjörður inn í landið. Sá heitir Hrútafjörður. Ekki fara margar
sögur af frægð hans né fegurð, svo mér sé kunnugt.
Þegar Ingimundur gamli fluttist norður í Vatnsdal, kom hann
að óbyggðum firði, þar sem fyrir honum urðu tveir hrútar og gaf
hann firðinum nafn af þeim. Það hefur haldizt, að þar eru
landkostir góðir, og ekki munu vænni dilkar á haustdögum, en
þeir eru lagðir eru inn hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri.
En þrátt fyrir vænleik fjárins var bátur á hverjum bæ, að heita
mátti og róið til fiskjar hvert sumar, a.m.k. þrjá fyrstu áratugi
aldarinnar. Á þorra eða góu var lagt fyrir hrognkelsi, en er á leið
sumarið gekk þorskurinn inn allan fjörð og stundum inn fyrir
Borðeyri. Það var þó sjaldgæft.
Kaupstaðarferðir fóru menn jöfnum höndum á sjó og landi.
Mátti því oft sjá bát á siglingu á firðinum.
Þeim sem aka um Hrútafjörð að sumarlagi, þykir oft hvimleitt
er þoku leggur inn og byrgir útsýn. Algengt er þetta í norðanátt.
Þó getur þetta einnig gerzt í logni.
Haust eitt reri faðir minn, Búi Jónsson bóndi á Litlu-Hvalsá
og Sigfús Sigfússon bóndi á Stóru-Hvalsá. Þeir reru í norðaustur
frá Hvalsá, á mið, sem lágu um miðjan fjörð milli Bálkastaða og
Borga. Veður var kyrrt, en þoka og dimmdi er á daginn leið.
Þetta kvöld komu tveir menn að Litlu-Hvalsá og báðust gist-
ingar, voru þeir á leið til Borðeyrar með sláturfé. Þegar kom fram
á vöku þótti ekki einleikið að sjómennirnir voru ekki komnir að
landi. Setti ugg að fólki og bað móðir mín gestina að ganga út og
hóa. Gerðu þeir það, en án árangurs. Ljós var látið loga í hjalli er
51