Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 54

Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 54
stóð á sjávarbakkanum. Skammt sást þetta litla ljós, svo var þokan dimm. Mamma gekk seint til rekkju og gekk illa að sofna sem von var. Líklega hefur hún gleymt sér síðari hluta nætur, því að hún hrökk upp við það að pabbi kom inn í baðstofuna. Frásögn pabba var á þessa leið: Þegar þeim Sigfúsi þótti mál að halda heim, fleytan orðin sigin, drógu þeir færin upp og reru til lands. Hugðust þeir róa í vestur og ætluðu að koma að land- inu hjá Borgum og damla svo inn með, að Hvalsá. Eftir hæfi- legan tíma komu þeir að landi, en þekktu brátt að þeir höfðu lent að Bálkastöðum, austan fjarðar, í stað þess að lenda hjá Borgum, svo sem ætlað var. Jóhann bóndi á Bálkastöðum tók þeim félögum tveim hönd- um, og bannaði þeim að leggja frá landi og gengu þeir pabbi og Sigfús til bæjar og tóku gistingu. Beina fengu þeir góðan á Bálkastöðum þá sem oftar. Um nóttina leit pabbi út og sá að eitthvað hafði þokunni létt. Vakti hann Sigfús og bað hann fara hljóðlega. Gengu þeir til sjávar og hrundu á flot. Við lendingu var sjávarhús. Kveiktu þeir á lukt og létu þar sem hún sást vel og reru frá landi. Veður var nú eins nema þokan var léttari. Gekk þeim ferðin greiðlega og reru þeir all rösklega yfir fjörðinn og komu heim áður en fólk var vaknað. Mátti segja að vel rættist úr slæmri villu. Nú er öldin önnur. Sími kominn á hvern bæ, en nú er ekki bátur í hverri vör, enda veiðist ekki fiskur á færi áratugum saman. Lax gengur nú í hverja sprænu og rækja veiðist í firðin- um. Það láta bændur ekki trufla sig frá bústörfum, en yrkja jörðina og stækka túnin sumar hvert. Eg sakna þess að sjá ekki lengur bát undir segli á bláum firði. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.