Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 31

Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 31
skapa, þá vakir vorið í vitund okkar, og við vitum að með hverjum degi sem líður erum við að færast nær því. Þessi von okkar og vissa, gerir okkur því léttara um þau störf og þá erfið- leika, sem vetrartíð á vori skapar okkur. Eitt af fyrstu minnum mínum í þessu lífi er um ís eða hafís, að því er ég held. Ég var þá á fjórða ári. Foreldrar mínir voru þá að flytja búferlum á milli dala. A þeirri leið fórum við fyrir fjarð- arbotn og þar sá ég ísjaka á fjörum og grunnsævi. Eg man hinsvegar að fjörðurinn var auður. Ég tel mig muna nokkuð glöggt eftir þessum degi. Það var hlýtt veður og gekk á með smáskúrum. Þetta mun hafa verið í fardögum, en þeir eru sem kunnugt er fyrstu dagana í júnímánuði. Ég man ekki eftir að ég tæki eftir neinum snjó, en liturinn á ísjökunum stendur mér fastur í minni, því seinna þegar ég sá hafís, þá bar það alveg saman, þessi bláhvíti litur, sem er svo hreinn og tær og ég hef ekki séð á neinum ís nema hafís. Annað frá þessum degi man ég ekki og ég held að ég eigi ekki nema eina minningu eldri þessari, en hún er frá þeim, þá nýliðna vetri, en um hana ætla ég ekki að ræða nú. Flestir erum við Islendingar þann veg gerðir, sem og fleiri norrænar þjóðir, að við höfum árstíðaskiptin í okkur, ef svo má segja. Allir hlakka til vorsins og sumarsins, allt frá barninu til öldungsins. I fylgd vorsins er maðurinn ungur, þó gamall sé að árum. Á sama hátt og á sama tíma og gróður jarðar brýst upp úr moldinni til þess að dafna og blómstra, og til þess að auka kyn sitt, þá lifnar yfir mönnum og málleysingjum. Bjartsýnin eykst, en bölsýninni þokar bak við, sé hún einhver fyrir. Vorið hefur töfra og seiðmagn, við finnum kraft þess og mátt samfara ilmblæ og blíðu. Við værum heldur ekki norræn þjóð, ef þetta litla en hlýja orð „Vor“ snerti okkur ekki. Jú, það léttir vissulega yfir öllum við vorkomu. Við elskum sól og birtu. Öll þekkjum við vorhug barnanna, þó að ekki sé nema til þess að vera sem lengst úti að kvöldlagi og njóta þannig vorblíðunnar við ærsl og leik. Mikið hefur verið ort um vorið og vorkomu, svo og þrá manna eftir vori og sól. Fá munu þau skáld, sem ekki 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.