Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 47
Karólína Söebeck ab lesa bókina Friðrik Söebech beykir, bóndi í
„Sálin vaknar“ eftir Einar H. Reykjarfirði.
Kvaran.
æskustöðvar, heim í fagra norðlenska dalinn, sem hún unni svo
heitt, þó örlögin bæru hana þaðan í fang fjarða og nesja. En hún
var þannig gerð, að rætur festi hún þar sem lífssaga hennar, sem
fulltíða konu gerðist, enda var starfssviðið nægilegt, víða var þörf
hughreystandi orða og líknandi handa og hvorutveggja hafði
hún hlotið í vöggugjöf í ríkum mæli, flestir fóru léttari í huga af
hennar fundi en þeir komu, en ef til vildi með eilítið þyngri mal.
Hún var fyrsta lærða ljósmóðirin í Arneshreppi og stundaði það
starf meðan heilsa og þrek entist.
Nú heyrist það æ oftar að ungir og aldnir eigi ekki samleið.
Vissulega breytast tímarnir og mennirnir með, má eflaust segja,
en er það víst að eðli barnssálarinnar sé ekki líkt og það hefur
verið, ómótaður skír málmur, sem veldur miklu um hver á
heldur. Er ekki lengur hughreystandi fyrir ungar sálir að koma
með brotnu gullin sín og leggja þau í kjöltu ömmu, sem er vísust
45