Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 64

Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 64
Valdasteinsstöðum. Hann mun hafa verið greindur og glað- lyndur maður. Þegar ég var 8 ára var ég sendur til Borðeyrar að sækja brennivín. En svo stóð á því að maður vestan úr Saurbæ kom að Pálsseli og var á leið til Borðeyrar að sækja vín í brúðkaupsveislu. Hann þekkti Gísla og fór þess á leit við hann að senda mig eftir víninu, en sjálfur ætlaði hann að slá í túninu með fóstra mínum á meðan ég færi ferðina, því þetta var um túnasláttinn. Ég var víst ekki lengi í ferðinni, því mér var hælt fyrir hvað ég hefði verið fljótur. Ef það kom fyrir að ég væri sendur til Búðardals, þá kveið ég fyrir þeirri ferð, en hlakkaði alltaf til þess að fara til Borðeyrar. Mér fannst Hrútfirðingar vera viðkunnanlegir menn, glað- lyndir og greiðviknir. Þó ég sæi marga Hrútfirðinga á þessum árum, þá kynntist ég ekki nema fáum. Lýður Sæmundsson í Bakkaseli reisti baðstofuna í Pálsseli fyrir fóstra minn, þegar hann byggði bæinn árið 1910. Eg kunni vel við Lýð. Hann var skrafhreifinn og var alltaf að segja frá einhverju, þó hann væri að vinna. Lýður var fyrst og fremst bóndi, en hann vann mikið að smíðum bæði heima hjá sér og annars staðar. Hann var sérstaklega kunnur fyrir rokkasmíði, en þá seldi hann í mörg ár víða um landið. Þegar ég kom í pakkhúsið á Borðeyri varð mér alltaf starsýnt á Eið Jónsson sem afgreiddi kornvöruna. Hann bar tunnusekkina eins og þeir væru fis. Eiður var maður sver og samanrekinn. Hann var greindur maður og töluvert lesinn á þeirra tíma mælikvarða. Hann var sérstaklega kunnur fyrir sín hnittnu til- svör sem mörg lifa enn i dag. Guðmundur Ögmundsson í Fjarðarhorni var greindur maður, en mjög sérkennilegur í útliti og tilsvörum. Guðmundur bjó samfellt í Fjarðarhorni í 56 ár. Hann rak þar stórbú með miklum dugnaði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann var mikill fram- kvæmdamaður, og var að því leyti brautryðjandi á mörgum sviðum. Hann reisti íbúðarhús úr steinsteypu árið 1914 og var það annað íbúðarhúsið, sem reist var úr því byggingarefni í Bæjarhreppi. Símstöðvarhúsið á Borðeyri var komið áður, en 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.