Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 64

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 64
Valdasteinsstöðum. Hann mun hafa verið greindur og glað- lyndur maður. Þegar ég var 8 ára var ég sendur til Borðeyrar að sækja brennivín. En svo stóð á því að maður vestan úr Saurbæ kom að Pálsseli og var á leið til Borðeyrar að sækja vín í brúðkaupsveislu. Hann þekkti Gísla og fór þess á leit við hann að senda mig eftir víninu, en sjálfur ætlaði hann að slá í túninu með fóstra mínum á meðan ég færi ferðina, því þetta var um túnasláttinn. Ég var víst ekki lengi í ferðinni, því mér var hælt fyrir hvað ég hefði verið fljótur. Ef það kom fyrir að ég væri sendur til Búðardals, þá kveið ég fyrir þeirri ferð, en hlakkaði alltaf til þess að fara til Borðeyrar. Mér fannst Hrútfirðingar vera viðkunnanlegir menn, glað- lyndir og greiðviknir. Þó ég sæi marga Hrútfirðinga á þessum árum, þá kynntist ég ekki nema fáum. Lýður Sæmundsson í Bakkaseli reisti baðstofuna í Pálsseli fyrir fóstra minn, þegar hann byggði bæinn árið 1910. Eg kunni vel við Lýð. Hann var skrafhreifinn og var alltaf að segja frá einhverju, þó hann væri að vinna. Lýður var fyrst og fremst bóndi, en hann vann mikið að smíðum bæði heima hjá sér og annars staðar. Hann var sérstaklega kunnur fyrir rokkasmíði, en þá seldi hann í mörg ár víða um landið. Þegar ég kom í pakkhúsið á Borðeyri varð mér alltaf starsýnt á Eið Jónsson sem afgreiddi kornvöruna. Hann bar tunnusekkina eins og þeir væru fis. Eiður var maður sver og samanrekinn. Hann var greindur maður og töluvert lesinn á þeirra tíma mælikvarða. Hann var sérstaklega kunnur fyrir sín hnittnu til- svör sem mörg lifa enn i dag. Guðmundur Ögmundsson í Fjarðarhorni var greindur maður, en mjög sérkennilegur í útliti og tilsvörum. Guðmundur bjó samfellt í Fjarðarhorni í 56 ár. Hann rak þar stórbú með miklum dugnaði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann var mikill fram- kvæmdamaður, og var að því leyti brautryðjandi á mörgum sviðum. Hann reisti íbúðarhús úr steinsteypu árið 1914 og var það annað íbúðarhúsið, sem reist var úr því byggingarefni í Bæjarhreppi. Símstöðvarhúsið á Borðeyri var komið áður, en 62

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.