Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 54

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 54
stóð á sjávarbakkanum. Skammt sást þetta litla ljós, svo var þokan dimm. Mamma gekk seint til rekkju og gekk illa að sofna sem von var. Líklega hefur hún gleymt sér síðari hluta nætur, því að hún hrökk upp við það að pabbi kom inn í baðstofuna. Frásögn pabba var á þessa leið: Þegar þeim Sigfúsi þótti mál að halda heim, fleytan orðin sigin, drógu þeir færin upp og reru til lands. Hugðust þeir róa í vestur og ætluðu að koma að land- inu hjá Borgum og damla svo inn með, að Hvalsá. Eftir hæfi- legan tíma komu þeir að landi, en þekktu brátt að þeir höfðu lent að Bálkastöðum, austan fjarðar, í stað þess að lenda hjá Borgum, svo sem ætlað var. Jóhann bóndi á Bálkastöðum tók þeim félögum tveim hönd- um, og bannaði þeim að leggja frá landi og gengu þeir pabbi og Sigfús til bæjar og tóku gistingu. Beina fengu þeir góðan á Bálkastöðum þá sem oftar. Um nóttina leit pabbi út og sá að eitthvað hafði þokunni létt. Vakti hann Sigfús og bað hann fara hljóðlega. Gengu þeir til sjávar og hrundu á flot. Við lendingu var sjávarhús. Kveiktu þeir á lukt og létu þar sem hún sást vel og reru frá landi. Veður var nú eins nema þokan var léttari. Gekk þeim ferðin greiðlega og reru þeir all rösklega yfir fjörðinn og komu heim áður en fólk var vaknað. Mátti segja að vel rættist úr slæmri villu. Nú er öldin önnur. Sími kominn á hvern bæ, en nú er ekki bátur í hverri vör, enda veiðist ekki fiskur á færi áratugum saman. Lax gengur nú í hverja sprænu og rækja veiðist í firðin- um. Það láta bændur ekki trufla sig frá bústörfum, en yrkja jörðina og stækka túnin sumar hvert. Eg sakna þess að sjá ekki lengur bát undir segli á bláum firði. 52

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.