Syrpa - 01.06.1948, Síða 4

Syrpa - 01.06.1948, Síða 4
Rabbað við Göggu Lund Á fyrstu árum þessarar aldar var lítil telpa að alast upp í húsinu á horni Kirkjustrætis bg Tlior- valdsenstrætis, þar sem almenningur getur nú fengið sér að borða í matsölunni. Á þeim árum gat almenningur fengið sér meðul í þessu húsi. Apótekið var þar. Og litlá telpan var dóttir apó- tekarans; — og henni fannst enginn dagur full- kominn nema hún hefði farið suðrá Seltjarnar- nes, útá Eiðisgranda, sem þar hét þá, að horfa á fuglana. Slíkar voru að minnsta kosti kröfur þær, sem litla telpan gerði um fullkomnnn daganna, rneðan kona, sem ég þekki, hafði það starf að gæta hennar. Þetta var um tveggja ára skeið, 3. og 4. árið í ævi litlu telpunnar. Konan, sem ég þekki, var þá unglingur um fermingu. Það var sama ltvernig viðraði; litla telpan fékkst aldrei til að sleppa þannig degi, að hún Iiefði ekki farið útá Eiðisgranda. Oftast liafði hún með sér brauðmola að gefa fuglunum; stund- um fleygði hún til þeirra gómsætum kökubita; og samt hafði liún margreynt, að fuglar Eiðis- granda voru ekki nándar nærri eins upprifnir yfir bakkelsinu og lítil telpa, fjögurra ára gömul. Hún fékkst ekki til að trúa því, að ýmislegt, sem við mennirnir álítum part af æðri sælu, er hé- góminn helber í augum máfanna við Eiðisgranda — og öfugt. Hún vildi votta þessnm fuglum þakk- ir fyrir kunningsskapinn með því að bjóða þeim uppá ofurlítinn kökubita hinnar æðri sælu, þeir hlytu fyrr eða síðar að læra að meta trakt- eringarnar. Stundum að vetrarlagi var bylurinn svo harð- ur í fangið á litlu telpunni og fermingartelp- unni, sem fylgdi henni, þegar þær voru á leið út á Eiðisgranda, að sú eldri vildi endilega snúa við: enda væri ástæðulaust að berjast alla leið í svona veðri; fuglar Eiðisgranda hlytu að hafa neyðzt til að draga sig í ltlé. En sú yngri hélt alltaf jafn fast við áætlun sína. — Maður á heldúr ekki að vantreysta svo vinfestu náungans, að mað- ur svíki stefnumót á þeirri forsendu, að náung- inn hljóti að svíkja það. Enda þótt hinn daglegi Eiðisgrandaleiðangur væri þannig oft og tíðum alltannað en skemmti- reisa fyrir vinkonu mína, sem gætti litlu telp- unnar, geymir hún síðan minninguna um eitt yndislegasta barn, sem hún hefur kynnzt. — Hútt ségir, að litla telpan hafi verið sérkennilegt barn fyrir fleiri hluta sakir en að framan greinir. Hún var einstaklega ljúf og góð, þó skapmikil og táp- mikih — Litla telpan grét miklú sjaldnar en önn- ur börn; — en grátnr hennar var líka miklu sterkari og stærri en grátur annarra barna. * Ég hitti Göggu Lund heima hjá ritstjóra þessa blaðs fyrir skemmstu. Hún var að koma úr kvöld- verðarboði lijá Páli Isólfssyrni, þar sem hún hafði fengið saltkjöt og baunir og meira að segja soðkökur; — og áður en hún fór úr kápunni, byrjaði hún að lýsa því fyrir okkur, hvað hún og forseti íslands hefðu verið heppin, að þau voru á göngutúr frameftir Álftanesi, einmitt þegar fyrstu kríurnar komn þangað í vor. Þan sáu fyrstu kríurnar koma á Álftanes. — (Gagga Lund dvelst í sumar að Bessastöðum. Hún er systur- dóttir forsetafrúarinnar.) — Og svo fór hún að lýsa því, hvernig endurnar og aðrir fuglar Álfta- ness liggja á eggjum sínum í næsta nágrenni ntannanna, en sjá ekki ástæðu til að flýja og fela hreiður sín eins og reynsla þeirra af mönnunum ætti þó eðlilega að gefa tilefni til. Bessastaðaland er nefnilega friðað land. Og þessvegna getur Gagga Lund gengið þar um og leitað kunnings- skapar við fuglana án þess hjá þeim vakni ástæðu- laus tortryggni. Og það var auðheyrt, að Gagga Lund unir vel á þessum stað, þar sem fugl- arnir bera traust til mannanna. En okkur lék ekki svo mjög forvitni á að vita um framgang fuglalífs á Álftanesi, heldur vildum við fá að heyra ofurlítið um ævi þéirrar konu, sem margir telja merkustu þjóðlagasöngkonu heimsins; — og Gagga Lund lét tilleiðast að tala nú dálítið um sjálfa sig, en gerði samt þá athuga- semd, að hún teldi fuglana í Bessastaðalandi 42 S Y R P A

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.