Syrpa - 01.06.1948, Side 7
sónu; hinsvegar nazistaflokkurinn, sem boðaði
öllum þjóðum liatui', menningu þeirra tortím-
ingu, óvinur allra þjóða, — sjálft bróðurmorðið
orðið æðsta hugsjón.
*
En það, sem einkum orsakaði hatur nazista á
Göggu Luncl, voru að sjálfsögðu Gyðingalögin,
sem hún túlkaði af svo miklum skilningi og inn-
sæi. Þarna stóð jressi kona og flutti þýzku fólki
þann boðskap með töfrum söngsins, að Gyðingar
geymdu menningarverðmæti, sem stóðu flestu
framar um fegurð og yndisleik; en á sama tíma
hafði verðandi valdaflokkur landsins það efst á
stefnuskrá sinni, að hinir sömu Gyðingar skyldu
útþurrkast með öllu, því að tilvera þeirra væri
sjálf höfuðsyndin.
Eitt dæmi af mörgum skal hér nefnt um það,
hvernig nazistar sýndu í framkvæmd hug sinn til
Göggu Lund: Það var árið 1931. Félagsskapur
tónlistarunnenda í Núrnberg hafði beðið hana að
halda söngskemmtun á sínum vegum. Stjórn fé-
lagsins tók á móti ltenni á járnbrautarstöðinni og
sýndi henni nýjasta blaðið af Stúrmer (en það var
gefið út í Núrnberg undir stjórn Gyðingahatar-
ans Streichers). Aðalgreinin fjallaði um Göggu
Lund og þar var henni hótað dauða, ef hún
leyfði sér að syngja Gyðingalög í Núrnberg. —
„Þegar ég heyri orðið menning, spenni ég gikk-
inn á skammbyssunni minni,“ er einliversstaðar
haft eftir nazistaforingja. — — Og það lröfðu
borizt bréf, þar sem stjórn félagsins allri var
einnig hótað dauða, ef Gagga Lund leyfði sér að
syngja Gyðingalög í Núrnberg. — Stjórn félagsins
grátbað hana að hætta við Gyðingalögin. Gagga
vildi þá hætta við söngskemmtunina með öllu.
En fyrir þrábeiðni þessa fólks lét hún þó tilleiðast
að halda hana. A skránni voru samt eingöngu
þýzk þjóðlög og norræn. Gagga Lund \ ildi ekki
láta Gyðingalögin ein sæta útilokun.
*
Þegar nazistar höfðu náð völdum, var ekki
lengur pláss fyrir Göggu Lund né lífsviðhorf
hennar í Þýzkalandi. Síðan hefur hún lengstaf
dvalizt í Englandi, en jafnframt verið mikið á
ferðalagi, m. a. farið tvisvar í söngleikaför til
Ameríku. Seinna verður kannski hægt að segja
dálítið frá þessu tímabili í ævi konunnar, senr
liefur gengið, og mun ganga, útá Eiðisgranda
mannlífsins, — hvernig sem viðrar, — til að hitta
vini sína.
Jónns Árnasion.
FJÖLNISMENN SÖGÐU...
,,. . . Eigi nokkurt rit að vera fagurt, verður
fyrst og fremst málið að vera svo hreint og
óblandað eins og orðið getur, bæði að orðum og
orðaskipun, og þar sem nýjar hugmyndir koma
fram og þörf er á nýjum orðum, ríður á, að þau
sjeu auðskilin og málinu sem eðlilegust. Það er
ljósara en um þurfi að tala, hvað joað er áríðandi
að hafðar sjeu gætur á málunum, hvort sem þau
eru skrifuð eða töluð. Með þeim hefir mannlegt
frjálsræði afrekað meira en nokkrum öðrum hlut.
Málið er eitt af einkennum mannkynsins, og æðsti
og ljósasti vottur um ágæti þess, og málin eru
höfuðeinkenni þjóðanna. Engin þjóð verður fyrri
til en hún talar mál út af fyrir sig, og deyi málin,
deyja líka þjóðirnar, eða verða að annari þjóð;
en það ber aldrei við nema bágindi og eymd sjeu
komin á undan. Því hróðugri sem íslendingar
mega \æra að tala einhverja elstu tungu í öllum
vesturhluta Norðurálfu, er ásamt bókmenntum
íslendinga og fornsögu þeirra er undirstaða Jreirra
þjóðheiðurs; og því heldur senr reynslan ber
vitni um, livað hægt er að verja liana skenundum;
því ágætari sem hún er, og hæfari til að auðgast
af sjálfrar sinnar efnum — þe^s heldur ættu menn
að kosta kapps um að geyma og ávaxta Jrennan
dýrmæta fjársjóð, sameign allra þeirra, sem heit-
ið geta íslendingar . . .“
(Fjölnir, 1. dr. Inngangsorð bls. 11.)
s YRPA
45