Syrpa - 01.06.1948, Page 13
Ég verð að segja, að mér hefur aldrei fallið
hinn sameiginlegi titill giftra kvenna og ógiftra,
Fr., sem Samband danskra kvenna hefur kontið
á........Hið gamla og tigna oíð lierra eða lir.
væri ólíku virðufegra.
Orðið herra hefur þann mikia kost sem sam-
eiginlegur titill, að áhættulaust er að nota hann
um ókunnugt fólk, þó að maður viti ekki, hvort
konur eru eða karlar. Ég hef fengið fjölda bréfa
frá útlandinn með utanáskriftinni Hr. Dr. Lis
Jacobsen, vegna þess að titillinn doklor er ennþá
í hugum fólks tengdur við karlkynið...........
Þessar boflaleggingar ættu að geta orðið nokk-
ur sálubót þeirn fjölmörgu konum í Danmörku,
sem ekki hafa kunnað að meta ávarp hinnar kon-
unglegu hátignar. Veitum þessum titli viðtöku
og látum hann auka hróður vorn.“
Þess er skannnt að minnast, að flutt var á al-
þingi frumvarp um það, að allar konur, giftar
sem ógiftar, skyldu bera titilinn frú. Fram að
þessu hafa aðeins giftar konur borið þann titil,
en í rauninni hefur alltaf lent í mesta basli að
titla ógifta konu. Ætla mætti, að konur hefðu lát-
ið þetta mál nokkuð til sín taka. En sú varð þó
ekki raunin á. Þær virtust taka því mjög þurrlega
og allt að því fjandsamlega, hvað sem valdið
hefur. Ef til vill hefur svo dauflega verið undir
málið tekið vegna þess, að þingmaðurinn, sem
varð til að flytja það, er ekki lengur „móðins“.
Frumvarpið mun Iiafa sofnað í nefnd, og síðan
hefur rnálið lítið eða ekkert verið rætt.
Af grein þeirri, sem birtist hér að framan, er
sýnt, að titlar kvenna geta orðið ágreiningsmál
víðar en á íslandi. Vel þótti þess vert að láta grein-
ina koma fyrir sjónir íslenzkra lesenda, vegna þess
að lausn sú á vandamálinu, sem höfundur ber
fram, er ærið nýstárleg og djarfmannleg. Hér
skal ósagt látið, hvort Islendingar gætu leyst mál-
ið á nákvæmlega sama liátt sem Danir, ef þeir
færu að tillögu dr. Lis facobsen, og titlað alla,
konur sem karla, herra. Þó skal ekki þvertekið
fyrir það. En jafnvel þótt það reynist ókleift,
er innsti kjarni greinarinnar samt athyglisverður:
Allir þegnar þjóðfélagsins skulu bera sama titil
án tillits til kynferðis eða afstöðu til hjónabands.
Ef orðið herra sem slíkur titill verður mönnum
þyrnir í augum, má vera, að finnist annað hent-
ugra orð, sem allir sætta sig við og tekið verður
upp. — Mætti þá segja, að frúin hafi ekki til
einskis komið konungi sínum til aðstoðar, er
honum fataðist í nýársræðunni.
Veigalitlar mótbárur eru það gegn orðinu
herra sem kvennatitli, að Jrað sé karlkynsorð.
Orð eins og svanni, sprakki og kvenmaður sýna,
að þess gerist ekki þörf, að ávallt fari saman mál-
fræðilegt og náttúrlegt kyn. Hver er sá karlmað-
ur, sem vill ekki nefnast lietja, enda þótt orðið sé
kvenkyns? Minna má á, að konur, sem prófi
ljúka í einhverri iðn, eru sveinar lögum sam-
kvæmt (sbr. Sveinafélag liárgreiðslukvenna).
Mundi ekki kona, sem taka kynni prestsvígslu hér
á landi öðlast titilinn séra? Annað kærni vart til
greina að mínum dómi. Ef til vill er þess ekki
langt að bíða, að kona taki sæti í ríkisstjórn hér á
landi. Myndi hún ekki nefnast rAðherra? Svo
mætti lengi telja.
Þess skal að loktun getið, að lýsingarorðið, sem
orðið herra er dregið af, er hið sama að stofni
og íslenzka fýsingarorðið hár(r) = gráhærður,
sbr. Hávamál: Að hárum þul hlæ þú aldregi.
Merkingarbreytingin, sem orðið hefur, minnir
talsvert á þróunina í suðræna titlinum signor,
sem hér var talsvert notaður um hreppstjóra fyrr
meir (fr. seigneur, ít. signore). Hann er runninn
af latnesku orði, senior, sem merkir eldri.
Höfundur greinarinnar er dönsk menntakona
og málfræðingur, dr. phil. Lis Jacobsen, Flestir
Islendingar munu þekkja hana að illu einu, sem
sé af skrifum hennar í dönsk blöð um handrita-
málið og næstum enn hastarlegri skrifum íslend-
inga um þau skrif. En f því máli mun hún hafa
snúið að okkur sinni lakari hlið. Hún er ágætur
málfræðingur og nýtur í þeim efnum trausts
landa sinna. Sem dæmi um það má nefna, að hún
hefur gegnt mikilvægum störfum við hina miklu
dönsku orðabók, sem kennd er við Verner Dahle-
rup og er enn að koma út, orðin um 30 bindi.
Og drjúgan þátt átti hún í miklu riti, sem nýlega
er komið út, um danskar rúnaristur.
Þess er vænzt, að þessi grein hins danska mál-
fræðings verði tíf að hleypa af stað skynsamlegum
umræðum um málið.
Bjarni Vilhjálmsson.
s v r r A
51