Syrpa - 01.06.1948, Side 15
Likan af vel skipulögðu ibúð-
arhverfi í útjaðri stórbaijar.
(Kaupmannahöfn). Efst sést að-
ulumferðarœðin, sem liggur inn
til borgarinnar (til vinstri
handar). Mismunandi húsa-
gerðir skiptast á: Margra hccða
hús, sambyggð og sérstæð ein-
býlishús. Þvert i gegnum hverf-
ið er opið svccði með skemmti-
görðum, ipróttavöllum o. þ. h.,
og á pvi er einnig barnaskóli,
ýmiskonar samkomuhus o. m.
fl. Þetta er menningarmiðstöð
hverfisins. Leikskólar og barna-
leikvellir eru á við og dreif i
ibúðarhverfunum. Séruerzlanir
eru aðallega á einum stað, i nánd við aðalceð umferðarinnar
(á hcegri hlið myndarinnar). Nýlenduvöruverzlanir eru i ibitð-
arhverfunum.
'
iHS
? -i t : ' a-v'
Wi
.. J '
‘ c>''
\s 'V s ) *
S S & \ * //
J
) \ f
I)\) j) •
á grundvelli þeirra atiiugana leitast við að áætla
framtíðar eftirspurn og þróun húsnæðismálanna,
Slík híbýlaáætlun er sérstaklega æskileg vegna
þess, að enginn iðnaðar- né framleiðslugrein
bindur jafnmikið fjármagn til jafnlangs tíma eins
og liúsbyggingar. Skipulagsleysi eða léleg skipu-
lagning liefur óhjákvæmilega í för með sér liáska-
lega og ótímabæra fjárfestingu, þegar um slík
fyrirtæki er að ræða.
Mikill eðlismunur er þó á framleiðsluáætlun
iðnfyrirtækis og híbýlaáætlun bæjarfélags. Iðn-
fyrirtækin eru rekin í hagnaðarskyni, en bæjar-
félagið á að hafa hagsmuni almennings eina fyrir
augum. Annað er gróðafyrirtæki einstaklings, iiitt
félagsmál. (Hitt er svo annað mál, að rnargir frant-
sýnir iðnleiðtogar hafa samt sem áður séð sér hag
í því að koma á margvíslegum félagslegum um-
bótum á vinnustöðvum sínum, t. d. í sambandi
við híbýli og samkomustaði verkamannanna).
Skipuleggjendurnir mega því aldrei missa sjónar
á skýru, félagslegu markmiði.
Og hverjar eru þá þær umbætur til handa íbú-
unum, sem stefnt skal að? Á hve löngum tíma á
t. d. að rýma hinar lélegu íbúðir bæjarins? Hversu
mikið á að stækka smáíbúðirnar, og hve langur
tími er áætlaður til þeirra umbóta? Þetta eru
tvær helztu spurningarnar, sem svara þarf.
Og hvað liggur næst fyrir? Auðvitað að róa að
því öllum árum að miða híbýlakost hverfisins sem
allra mest við þarfir íbúanna, með fullu tilliti til
hinna margvíslegu heimilishátta og fjölskyldu-
stærða. Innbyrðis aldurshlutföll, fjölmenni og
efnahagur heimilanna breytast þegar tímar líða
frain, og þessar sveiflur þarf að reyna að áætla
nokkuð fram í tímann. Sama máli gegnir um hí-
býlakostinn.
Svo og sso margar íbúðir hverfisins eru ónot-
hæfar, aðrar eru alltof þröngar handa þeim
fjölskyldum, sem í þeim búa. Þetta og fjölmargt
annað þarf að bæta smátt og smátt. Ekki er ein-
hlýtt að setja sér fyrirfram fastar reglur um um-
bæturnar, heldur er nauðsynlegt að kynna sér
jafnframt allar hinar sérstöku aðstæður, sem við
er að fást á hverjum stað. í þessu efni dugar ekk-
ert annað en stefnuviss skipulagning langt fram
í tímann.
Hvernig á þá að gera slíka híbýlaáætlun? Hér
er ekki vettvangur fyrir nákvæma greinargerð um
það, en ég vil aðeins drepa á eftirfarandi: Það er
auðvelt að gera tiltölulega öruggar áætlanir um
framtíðarfjölgun og fækkun íbúanna. Fæðingar,
dauðsföll og lífsvenjur fólksins taka ekki mjög ör-
um breytingum. Örðugra er að áætla fólksflutn-
inga til og frá, sem vitanlega eru háðir þróun at-
vinnuveganna. Torveldast er að áætla íbúðafjöld-
ann, er koma þarf upp. Þetta stafar af því, að þó
að vandalítið sé að vísu að slá því föstu, hvernig
réttast væri og hagkvæmast að haga tilflutningi
fólksins, t. d. úr gömlum íbúðum í nýjar eða úr
þröngum íbúðum í aðrar rúmbetri, þá er allsendis
óvíst, hvað fólkinu sýnist sjálfu um það, þegar til
kemur.
Hér kemur fjárhagshliðin einnig til greina. Hí-
býlaáætlunin verður að samrýmast ágizkunum
um byggingarkostnað og kaupgetu hinna ýmsu
fjölskyldutegunda. Með slíkri samræmingu má
S Y R P A
53