Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 16
gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti upp- byggingin þurfi að styðjast við styrk af opinberu fé, svo að unnt verði að áætla stíka styrki með löngum fyrirvara; er þá von um betri árangur. Því meiri sem líkurnar eru til þess að grundvallar- atriði hinna nauðsynlegu umbóta komist í fram- kvæmd, þeim mun öruggari verða áætlanirnar um tilflutning fólksins, enda flýta umbæturnar vitan- lega fyrir því, að lrann geti orðið sem æskilegast- ur. Hvernig inna bœjarfélög okkar lilutverk sitt af liendi? Við höldum áfram og víkkum sjóndeildarhring- inn. Það er augljóst, að híbýlaáætlun verður að nokkru leyti að byggjast á ágizkunum um þró- un atvinnulífsins, sem er grundvöllur hvers bæj- arfélags. Vegna þeirrar óvissu, sem nú ríkir á mörgum sviðum atvinnulífsins, er vitanlega erfitt að gera sér ákveðna luigmynd um framtíðina, en mikill styrkur getur eigi að síður verið að slíkri athugun, og ég vil leggja áherzlu á það, að ekki tjáir að gera áætlun um þróun atvinnulífs í bæjarfélagi á óvirkum grundvelli einum saman. Tími er nú til kominn, að tekin verði upp virkari afstaða til framtíðar bæjarfélaganna en verið hef- ur; við þurfum að vinna markvisst að því að beina þróuninni í rétta átt. Menn eru nú æ meir farnir að rniða áætlanir sínar við ákveðið takmark í stað þess að láta sér nægja að byggja þær á líkunr einum. Það er sannarlega ástæða til að spyrja, hvernig bæjarfélögin inni hlutverk sitt af hendi. Menn Ieggja sig í h'ma til þess að skipuleggja einkafyrir- tæki sem allra haganlegast. Á síðustu árum er skipulagning iðnaðar orðin heil vísindagrein. En lrvað gerum við til þess að skipuleggja þessi stærstu fyrirtæki okkar, bæjarfélögin, svo að rekst- ur þeirra og uppbygging verði sem hagkvæmust? Hér er þó ekki einvörðungu um fjárhagsatriði að ræða, heldur engu síður það, sem meira er um vert: mannleg og menningarleg verðmæti. Hin ytri skilyrði, sem þjóðfélagið lætur þegnunum í té, hafa ómetanleg áhrif á líferni þeirra og liam- ingju. Hvað þetta snertir eru hinar félagslegu rannsóknir enn á byrjunarstigi. Það er alveg óhætt að fullyrða, að sú þróun, sem hingað til hefur átt sér stað, hefur haft í för með sér ískyggilegar misfellur. Það brakar i vélbákni stórborgarinnar Við skulum ekki hika við að skyggnast betur inn í vandamálin. Á þróunin að leiða okkur eða við hana? Stórborgirnar draga til sín megnið af þeim fólksstraumi, sem liggur rir dreifbýlinu í þétt- býlið. En stórborgin er ólán. Frá sjónarmiði rekstrarins getur hún aldrei orðið hæfilega stór, hún verður alltaf dýrt og óhentugt bákn. Það þarf ekki annað en að benda á hið geysimikla og kostn- aðarsama umferðakerfi, sem stöðugt þarf að vera til taks til þess að flytja menn og vörur fram og aftur um borgina og umhverfi hennar. Því meir, sem borgin stækkar, þeim mun meiri verður umferðin. Þegar hún er að því komin að sprengja hið gamla gatnakerfi borgarinnar, sem upp haf- lega var ætlað fáeinum ökutækjum, er óhjá- kvænrilegt að gera á því umfangsmiklar breyting- ar. Slíkar breytingar eru gífurlega kostnaðarsam- ar sökunr dýrra lóða, sem oft þarf að kaupa upp. í stærstu borgunum, eins og t. d. Stokkhólmi, neyðast menn því til þess að leggja umferðaleiðir neðanjarðar, og þær eru þá heldur ekki gefnar. Og lrversu vel, sein um hnrrtana er búið, þá verð- ur aldrei hjá því komizt að nrikill hluti íbúanna þurfi að leggja á sig alltof langar ferðir til og frá vinnustaðnum. Slíkt étur upp frístundirnar og slítur taugununr. Stórborgin er orðin óskapnaður, sem ekki verð- ur mældur á mannlegan mælikvarða. í risavöxn- unr verksmiðjum og skrifstofulrverfum vinnur fjöldi nranrrs eins og smáhjól í vélbákni, sem þeir botna ekkert í. Þetta skapar óánægju. í umhverfi heimilisins er einstaklingurinn einnig nafnlaus og óþekktur og hann finnur ekkert til skyldleika við mannhafið í kringum sig. Það skapar unr- komuleysiskennd. Jafnvel þótt takast mætti að greina hin stóru íbúðalrverfi í smærri heildir um- hverfis menningarmiðstöðvar og skapa þannig nreiri tómstundaþægindi, þá er ókleift að búta sundur iðjuhverfi borgarinnar á sama hátt. Mörg- unr iðnaðar- og verzlunarfyrirtækjum er það lífs- nauðsyn að hafa aðsetur nálægt miðbiki borgar- innar, svo að hjá því verður ekki komizt, að mik- ill hluti íbúanna verði framvegis að búa langt frá vinnustað. Þetta hefur ekki aðeins óþægindi í för nreð sér, heldur einnig ýmsa erfiðleika sál- fræðilegs eðlis. Slík togstreita milli íbúðahverfis og vinnustöðva verður tæpast til þess að auka vellíðan nrannanna. 54 S Y R P A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.