Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 17

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 17
Stórborgin: Vcl, sem er alltof eyðslufrek á fé og taugaró mannanna. Hve stórir cettu bœirnir nð vera? Jafnframt því sem gera má ráð fyrir örum vexti stórborganna, svo framarlega sem ekkert er að gert, má ganga út frá því sem gefnu, að mörg hin smærri bæjarfélög standi í stað eða gangi saman. í því sambandi er rétt að spyrja: Hve stór á bærinn að vera til Jress að hann geti þróast eðli- lega og boðið íbúum sínum góð lífsskilyrði? Um Jretta er vitanlega ekki hægt að setja algildar regl- ur. Þó er óhætt að fullyrða, að stærstu borgir okkar, svo sem Stockkhólmur, Gautaborg og ef til vill Málmey eru nú orðnar svo stórar að þær ættu ekki að stækka rneira, Og svo framarlega sem gerð er sú sjálfsagða krafa, að bærinn geti borið uppi þær menningarstofnanir og verklegu framkvæmdir, sem drepið hefur verið á hér að framan, þá er einnig nokkurn veginn hægt að setja lágmark um fólksfjöldann. I stórum drátt- urri má segja, að færri en 5000 megi íbúarnir helzt ekki vera, til þess að'geta risið undir slíkum fram- kvæmdum. Samt er því þannig farið, að í um 1100 af h. u. b. 1200 bæjum okkar eru íbúarnir undir 5000. Stefna ber að því, að þau þessara bæjarfé- laga, sem tilverumöguleika Iiafa á annað borð, fái að ná hæfilegum vexti. — Verði ekki tekið í taumana, munum vér að lokum sitja uppi með nokkur ofviða borgarbákn, tiltölulega fá hæfilega stór bæjarfélög og fjöldan allan af alltof litlum kyrrstöðubæj um. Handahófsdreifing byggðarinnar Annar galli er sá, að mörg byggðarlög eru al- gerlega utan við alla skipulagningu. Það þarf ekki langt að fara í þessu landi til þess að ganga úr skugga um þetta. Umhverfis borgir og iðnað- arhverfi og meðfram þjóðvegum er hrúgað niður húsum af handahófi, nokkrum kofum á stangli hér og þar. Slíkt handahóf hefur í för með sér mikinn óþarfa kostnað í sambandi við leiðslur, vegalagningar, strætisvagna og fjöldamargt ann- að. Og oftast verður einnig langt að ganga í skóla, langt að fara í búðir, langt á skemmti- og fundar- staði; í stuttu máli: aðstaðan verður í senn örðug og kostnaðarsöm. Það er mikill vottur um menn- ingarskort, að okkur skuli ekki hafa tekizt að halda þessum býlum í skefjum innan vébanda skipulagningar, í stað þess að láta Jrau komast upp með að álpast út um allar trissur eins og hrædda unga. Röng hhitföll Ein vandræðin stafa af Jrví, að víða skortir jafnvægi milli íbúanna og atvinnugreinanna. At- vinnuvegirnir eru oft alltof einhliða. Allmörg stór bæjarfélög hafa t. d. aðeins einn atvinnuveg, sem meira að segja er mjög háður markaðssveifl- um. Afleiðingar fyrir íbúana eru langir atvinnu- leysistímar og stöðug óánægja og óvissa. I sumum bæjarfélögum er Jrannig ástatt, að atvinnufyrir- tækin jmrfa liér um bil eingöngu á vinnukrafti karla að Iialda og í öðrum er aðallega sótzt eftir vinnukrafti kvenna. Ibúahlutfallið er skakkt, fjöl- skyldumyndun fer út um þúfur. Slíkt misræmi er stórskaðlegt fyrir Jrjóðarbúskapinn og þjóðstofn- inn. Kemur shipulagning að gagni. — á núverandi srundvelli? Hvað er þá hægt að gera? Er lrægt að lagfæra Jressar misfellur bæjarfélaganna og komast hjá sams konar villum í framtíðinni? Það er eðlilegt að spurt sé: Er hin ágæta skipulagningarlöggjöf okkar ekki fullnægjandi til Jiess að halda Jressum málum í réttu horf? Þar er meðal annars svo fyrir mælt, að jafnskjótt og útlit er fyrir að byggð sé að hefjast á einhverjum stað, skidi gerður skipu- lagsuppdráttur eða a. m. k. ákveðnar reglur settar um tilhögun bygginga á svæðinu. Á þetta ekki að geta fyrirbyggt handahófsdreifinguna? Sannleikurinn er sá, að löggjöfin nægir ekki einu sinni til þessa. Reglan er sú, að hverjum landeiganda er heimilt að nota land sitt og selja byggingarlóðir eftir eigin geðþótta og algerlega SYRPA 55

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.