Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 18

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 18
, ICHtLK* 4 i ; íjE J X 000 600 «0 0 ?Ó0 kokv R. AtotR _AL0ER_ Linurit af fólksfjölgunaráœtlun, er gerÖ var i Svíþjóð, um árabilið 1940—1960. Sýnd eru Jiin röngu hlutföll milli kynja og aldursflokka. Arið 1940 var það þegar orðið áberandi Jiversu miklu fœrri konur voru en karlar á aldrinum 20—40 ára. Aœtlunin um árið 1960 er miðuð við sömu Jilutföll meðaJ innflytjenda eins og var árin 1930—40. Þróunin, eins og hún er nú, bendir til mjög rangra hlufalla eftir 20 ár. Skortur á vinnuafli kvenna til sveita spáir ekki góðu um það, að þetta lagist „af sjálfu sére<, þvi að úr sveitinni kem- ur mest af innflytjendunum til bœjanna. Það er ekki nóg aðgera áuctlanir um þróun, við þurfum að beina henni i rétta átt. 60-65 50-55 «0-*S 50-55 *)-?5 •0-iS 4r «960. 600 bho oho án tillits til heildarhags. Það er ekki hægt að hindra þetta til lengdar, nema með því móti að bæjar. eða sveitarfélagið taki landið eignarnámi. Nú tíðkast það, að rokið er til að gera skipulags- uppdrátt þegar í stað af hverju því svæði, sem út- lit er fyrir að ætli að fara að byggjast. Yfirvöld okkar standa í þeirri trú, að því stærri svæði, sem tekin séu undir hvert byggðar- lag, þeim mun glæsilegri verði árangurinn. Þess vegna er það. að skipulagsuppdrættirnir ná oft marga ferkílómetra út fyrir það svæði, sem raunverulega er byggt. Venjulega er hér aðeins að ræða tun minniháttar skipulagsuppdrætti, svokallaðar byggingaáætlanir. Hver verður svo árangurinn? Að vísu er þeirri byggð, sem þannig er að rísa upp, markað rúm, svo að hún falli inn í liina fyrirhuguðu bygging- aráætlun. En er þá víst að nokkuð verði úr.þess- ari uppbyggingu? Nei, því að með þeirri stöð\ un, sent nú virðist vera á fólksfjölgun og þeim \ ex-ti, sem óhætt mun vera að gera ráð fyrir í ýmsum öðrum byggðarlögum, fer ekki hjá því, að bygg- ing margra þessara nýju hverfa stöðvist algerlega; hinar strjálu handahófsbyggingar fá að standa um aldur og ævi. Því lengur sem haldið verður áfram að skipuleggja þessi miklu landflæmi, þeint mun meiri brögð verða vitanlega að vandræðunum. Og vafalaust verður haldið áfram á þessari branc. því að engin merki sjást þess, að frá henni muni verða vikið af sjálfsdáðum né heldur fyrir ánrif aukinnar upplýsingar. Það er eithvað bogið við þá skipulagningu, sem kernur á harðahlaupum á eftir uppbyggingunni, hvenær og hvar sem henni þóknast að skjóta upp kolli, og rennir undir hana listilegum teikning- um. Hér hefur einhverjum dottið í hug að byggja......Byggingar- r.efndin og héraðsarkitektinn koma hlaupandi með stóran og fallegan skipulagsuppdrátt ... Svona verður árangurinn eftir 10—20 ár: Nokkur hús á siangli hafa bœtit við. Megnið af gamla götukerfinu komst aldrei nema á blaðið. Skipulegt samfélag myndaðist ekki. Hin glrrsilega áeetlun varð aldrei annað en fallegur draumur, vegna pess að hún kvað aðeins á um pað, hvar og hvernig byggja skyldi en ekki i hverri röð. Lóðabraskið verður að stöðva Eigi raunverulega að vera hægt að ráða bót á þessu ástandi, þá er nauðsynlegt að hætt verði að leyfa sölu byggingarlóða, þar sem illa hentar frá sjónarmiði heildarinnar. Þetta virðast ef til 56 S Y R P A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.