Syrpa - 01.06.1948, Page 20
bæjarfélaganna? í þeim efnum ætti að vera auð-
veldara að komast að samkomulagi, þar sem um
svo mörg sameiginleg hagsmunamál er að ræða.
Ríkisvaldinu hlýtur að vera það hið mesta
kappsmál, að sem bezt verði búið í haginn fyrir
framtíðaruppbyggingu bæja og þorpa^, meðal
annars vegna þess, að það eykur líkurnar fyrir
skynsamlegri notkun þess fjármagns, sem ríkis-
sjóður veitir til húsabygginga. Markviss þjóðar-
búskapur verður að byggjast á markvissri skipu-
lagningu þéttbýlis. Grundvallaratriði í félags-
málaumbótum ætti að vera viðleitni til þess að
koma jafnvægi á hin röngu hlutföll milli atvinnu-
greinanna og þjóðfélagsstéttanna. Ríkisvaldið
ætti að gera ráðstafanir til þess að fram yrði látin
fara rannsókn á þeim atriðum, sem ég lief vikið
hér að, og að framtíðarumbætur félagsmálanna
yrðu byggðar á árangri þeirra.
Bcejar- og sveitafélögin hljóta að sjá hag sinn
í þessum umbótum vegna eigin skipulagningar,
sem annars svífur svo að segja í lausu lofti, vegna
verklegra framkvæmda sinna, sem áætla þarf í
ljósi framtíðarinnar og vegna byggingamála sinna.
sem þetta fyrirkomulag veitir nýja og trausta
undirstöðu. Bæjarfélagi, sem hefur við einhliða
iðnað að búa og hlutfallsskekkju meðal íbúa, er
það hollt að gera sér grein fyrir vanköntunum og
fá tækifæri til að bæta úr þeim með því að laða
til sín þær iðngreinar, sem bezt lienta.
Launþegunum hlýtur að vera það stórkostlegt
áhugamál m. a., að atvinnugreinunum sé eins
hfganlega niður raðað og mögulegt er, að at-
vinnulífið sé sem fjölbreyttast og að byggðarlag-
ið sé sem miunst háð markaðssveiflum.
Atvinnurekendum er það mikilsvert, t. d. þeg-
ar um byggingu nýrrar eða flutning gamallar
verksmiðju er að ræða, að geta átt aðgang að
skýrum upplýsingum um fyrirkomulag bæjarins,
áætlunum um framtíðarþróun hans og útreikn-
ingum um íbúafjölda o. fl. Rétt hlutföll milli
stéttanna innbyrðis ættu einnig að vera atvinnu-
rekandanum áhugamál. Hinir víðsýnustu at-
vinnurekendur eru nti farnir að gera sér það ljóst,
að afkastageta verkamanna er ekki síður undir því
komin að vel sé að þeim búið félagslega, heldur
en hinu, þó uppfundin séu ráð til þess að endur-
bæta einhverja vélina í verksmiðjunni. Hið hag-
fræðilega sjónarmið á þessum málum er smátt og
smátt farið að víkja fyrir hinu sálfræðilega. Þetta
ætti m. a. að geta orðið til þess, að fyrirtæki, sem
mest þarf á vinnukrafti kvenna að halda veldi sér
ekki aðsetursstað í bæ, þar sem skortur er á
konum til vinnu. Vonandi er óhætt að
gera sér vonir um það, að sálfræðiathuganir þær,
sem nú fara frarn í sambandi við stóriðnaðinn
eigi eftir að leiða til skilnings á því, að það væri
einnig til hagsbóta fyrir rekstur risafyrirtækj-
anna sjálfra, að skipta þeim í smærri heildir og
flytja þau til smærri bæja. í Ameríku er þegar
fengin reynsla, sem gefur góða von um árangur
af þessu fyrirkomulagi. Horfurnar á dreifingu
iðnaðarius mundu stórum aukast, ef unnt reynd-
ist að koma upp menningarstöðvum í þorpum og
byggðarlögum og gera þau á þann hátt aðiaðandi
til innflutnings.
Reynslan verður vitanlega að skera úr því, að
hve miklu leyti takmarkinu um vel skipulögð
bæjarfélög verður náð með frjálsri samvinnu og
að hve miklu leyti með þvingunarráðstöfunum.
Það væri of mikil bjartsýni að gera ráð fyrir því,
að einkaframleiðendur gengju lengra í samvinnu-
áttina, heldur en þeir teldu henta eigin hag. Þess
verður ennig að gæta, að til eru skammsýnir at-
vinnurekendur, sem aðeins líta á stundarhagnað
og gleyma því, að afleiðingarnar geta komið sjálf-
um þeim í koll ekki síður en þjóðfélaginu. Bar-
áttan fyrir umbótum þessara mála ætti því ætíð
að vera tvíþætt: Annars vegar og í lengstu lög
frjáls samvinna á grundvelli áætlunarbúskapar,
er hefur velferð heildarinnar eina fyrir augum,
og hins vegar heimild til þess að taka í taumana,
þegar heill almennings er í veði.
Mergurinn málsins
er í stuttu máli þessi: Húsnæðisáætlanir og skipu-
lagningu verður að sameina í allslierjar uppbygg-
ingarácetlun á alhliða félagslegum grundvelli.
Nýjar hugmyndir um lausn þessara vandamála
eru nú óðum að vakna, rnenn eru að átta sig á
hinni aðkallandi þörf á búhyggindum í opinber-
um rekstri. Myrkfælnin við samvinnu liinna ó-
skyjdu hagsmunastétta þjóðfélagsins er smátt og
smátt að réna, iðjuhöldarnir og bæjarstjórnirnar
eru að koma auga á það, að leiðirnar liggja í raun-
inni saman.
En allt þetta stoðar lítið, ef skilning og áhuga
almennings skortir. Því hvað sem öðru líður, þá
er það fyrst og fremst undir fjöldanum komið,
hvort við eigum eftir að bera gæfu til þess að
skapa okkur þann samfélagshátt, sem einn væri
þess umkominn að bjarga menningunni eftir
þetta stríð, sem sé SKIPULAGT LÝÐRÆÐI
58
SVRP A