Syrpa - 01.06.1948, Qupperneq 22

Syrpa - 01.06.1948, Qupperneq 22
Anna Stína bauð mér upp á te hjá sér og var í þann veginn að ,,hella“ í bollann minn, er við heyrðum ömmu lirópa: „Óli er vaknaður. Komið og sjáið hann.“ Henni var mikið niðri fyrir. Móðirin og ég þutum strax inn í barnaher- bergið. Þarna stóð Óli uppi í rúminu sínu, ekki vel stöðugur á fótunum, og hélt sér fast í rimlana með annarri hendinni, meðan hann sveiflaði hringlu sigri hrósandi með hinni. Hann ljómaði af gleði. Allra augu beindust að honum, og hann fann, að nú var hann miðdepillinn. Skyndilega þaut stór bolti gegnum herbergið og lenti beint á bringu Óla litla. Hann valt um koll. Við litum við eldsnöggt, og sáum þar aðra Önnu Stínu en við liöfðum hingað til þekkt: Augnaráðið logaði af reiði. Móðir hennar gekk til hennar: „Óli er svo ósköp lítill, að við verðum að vera nærgætnar við hann,“ sagði hún rólega. Hún reyndi að taka í litlu höndina hennar, sem var kreppt af geðshræringu, en Anna Stína hristi hana af sér og þeytti bangsanum sínum í Óla. Hún hitti ekki í þetta sinn. Móðirin talaði enn- þá rólega til liennar. En Anna Stína svaraði því með því að kasta kubb í áttina til Óla. Óli rak upp hljóð. En til allrar hamingju lenti kubbur- inn í rúmstokknum, svo að Óla sakaði ekki. Móðirin og amman litu báðar samtímis á mig. Þær vissu, að það var mitt hlutverk að leysa vandamál barna. Ég lagðist á hnén við hlið litlu stúlkunnar, svo að ég varð álíka há og hún. Ég tók utan um liana blíðlega og sagði það fyrsta, sem mér datt í hug til þess að sefa hana: „Óli er svo lítill, að hann dettur um koll, ef við hendum einhverju hörðu í hann. Eigum við ekki lieldur að kasta einhverju mjúku í staðinn? Við getum allar þrjár kysst þig og svo sendir þú Óla kossinn.“ Að svo mæltu kyssti ég á litlu fingurna. Það glaðnaði strax yfir henni. Hún sendi bróður sínum kossinn, og hann hætti strax að gráta og stóð upp. í þetta sinn datt hann ekki aftur. Síðan tóku amman og mamman þátt í þess- um nýja leik. Eftir dálitla stund settumst við aftur að tedrykkju, en létum dyrnar á barnaher- berginu standa opnar til þess að fylgjast með börnunum, sem voru nú niðursokkin í að leika sér. „Ég var dauðhrædd," sagði amman. „Ég hef aldrei séð hana fyrr í þessum ham.“ „Við höfum verið ákaflega nærgætin við hana,“ sagði móðirin. „Þetta er í fyrsta skipti, sem geng- ið befur verið fram hjá henni.“ „Einasta ráðið til þess að skilja háttalag lienn- ar,“ sagði ég, ,,er að reyna að setja sig í hennar spor. Ef við fyndum eins sárt til og hún hlýtur að hafa fundið til, myndi okkur skiljast, að við hefðum hagað okkur nákvæmlega eins og hún. Fyrst var ,,teboðið“ hennar eyðilagt, þar sem hún var miðdepillinn í öllu. Við þutum inn í barna- herbergið, hraðar en litlu fæturnir gátu borið liana. Og í barnaherberginu beindist athygli okk- ar öll að litla bróður — ekki eitt augnatillit, ekki ein hugsun var aflögu handa henni, og þarna stóðum við þrjár allt í kringum rúmið og skyggð- um á, svo að hún sá ekkert, hvað fram fór. Hver var orsök alls þessa? Það var enginn annar en Óli. Vitanlega \arð hún reið, því skyldi hún ekki verða það? Hún er stórlynd. Hún getur barizt fyrir rétti sínum. Hún gat ekki athafna- og orða- laust sætt sig við að vera óhamingjusöm." „Öhamingjusöm?" endurtók amman. ,,Það skil ég ekki. Reið, já — en óhamingjusöm?" „Hræðilega óhamingjusöm, og ég skal segja ykkur, hvernig ég veit það.“ Ég skýrði út fyrir þeim, hvernig sérhvert „óþekkt" barn er undir niðri fyrst og fremst óhamingjusamt. Því finnst allt og allir vera á móti sér. Það kann að vera hreinasti misskilningur. En á þessu þroskaskeiði er allt satt í augum barnsins, sem því „finnst“. Þó að óþekktin virðist tilgangslaus, þá er hún þó það úrræði, sem barnið grípur til í von um að bjarga sér úr óbærilegu ástandi." „En það er ekki óþekkt,“ skaut móðirin inn í „að reyna að koma jafnvægi á líf sitt með þeim ráðum, sem fyrir hendi eru.“ „Fyrir mitt leyti,“ sagði ég, „dáist ég að „óþekku" smábörnunum, sem ráðast gegn vanda- málunum og reyna að leysa þau, í stað þess að ala óánægju sína með sér.Hlægið, ef þið viljið, en ég lít á þau sem hugrakka hermenn, enda þótt þau liafi farið ranglega að ráði sínu. Hvað Önnu Stínu snertir, þá höfðum við gleymt henni augna- blik. Það er að segja: Okkur virtist það vera augnablik, en henni fannst það vera fyrir fullt og allt. Mistök hennar áttu rætur að rekja til þessa misskilnings. Hvernig vorum við svo á svip- inn, þegar við veittum Itenni loksins athygli? Henni hefur sjálfsagt fundizt við vera að bregðast sér enn meir en áður, þegar hún sá fátið og undrunarsvipinn á okkur. Strax og við höfðum náð okkur eftir þennan augnabliks æsing, áttaði 60 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.