Syrpa - 01.06.1948, Qupperneq 26
eftii' nýár 1946. Hefur hann starfað undir hennar
umsjá í tæp þrjú misseri. í tóvinnuskólanum
hennar læra ungar stúlkur að vinna úr ullinni frá
byrjun. Þær taka ofanaf, hæra, kemba, spinna,
t efa og prjóna.
Þetta er skapandi þjóðnytjastarf. Togmiklu
ullarreyfi er breytt í mjúkan dúk eða hlýja flík,
fallegan refil, ábreiðu eða sessu.
Sænsku konurnar, sem ég átti tal við sumarið
1946, lögðu mikla áherzlu á að kenna vefnað í
sem flestum skólum, jafnvel í barnaskólunum.
Vefnaðarkennsla væri nauðsynlegur þáttur í upp-
eldinu, sökum þess að vefnaður væri skapandi
starf, sögðu þær. —
Geturn við ekki tekið í sama streng og lært af
Svíum? Væri okkur ekki liolt að leggja meiri rækt
vð gömlu handavinnuna okkar, tóskapinn, en við
gerum? Nægilegt efni er fyrir liendi í landinu til
að vinna úr. — En hér má ekki sitja við orðin
tóm. —
Hulda Á. Stefánsdóttir.
KARLADÁLKUR
Jón Jónsson skrifar mér eftirfarandi:
Ég er í hálfgerðu klandri eins og stendur, og vegna þess að
ég hef ekki í mörg hús að venda með vandræði mín, þá sný
ég mér til þin í þeirri von, að þú sért fær um að ráða mér
heilt. Svo er mál með vexti, að elzti strákhvolpurinn minn
verður átján ára í vor, og nú linnir hann ekki látum, en heimt-
ar bíl. Drengurinn er í nokkurs konar gagnfræðaskóla, og við
foreldrar hans gerum jafnvel ráð fyrir því, að hann taki
minniháttar stúdentspróf eftir fimm eða sex ár, ef vel gengur
að fá kennara til að troða í hann heima og hægt verður að
halda honum annað slagið í stúku, svo að okkur finnst
strákkvölin eiga það skilið að fá pínulítinn bíl. En nú vill
svo bölvanlega til, að við, kerlingin mín og ég, eigum sitt
trogið hvort, svo að mér finnst það hálfgerð áníðzla að fara
að sækja um leyfi fyrir þriðja bílinn, þó að slíkt sé náttúrlega
ekkert einsdæmi, að sama fjölskyldan eigi minnst þrjá bíla, og
má með sanngirni segja að það sé alveg nauðsynlegt, þar sem
vel getur komið fyrir að einn meðlimur fjölskyldunnar fari
vestur í bæ, annar upp í bæ og sá þriðji ofan í miðbæ. Nú er
mér sagt, og það af mjög trúverðugum mönnum, að þessi svo-
kallaða Viðskiptanefnd sé ekkert lamb að leika sér við núna
upp á síðkastið, og hafi meira að segja kveðið svo ramrnt að,
að þeir hafi jafnvel neitað sínum nánustu vinum og vanda-
mönnum um innflutningsleyfi fyrir meira en einum bíl í einu
Það er meira að segja sagt, að það litla, sem þeir hafa úr að
spila, hrökkvi varla fyrir fargjaldi handa þessum aumingja
fjölskyldum, sem eru svo bágar til heilsunnar, að þær þola
ekki íslenzkt loftslag nema stund og stund í einu. Auðvitað
á ég fáeina dollararæfla vestur í Ameríku, og gæti því auð-
veldlega borgað bilinn þar, og fengið hann svo sendan eins
og í góðgerðarskyni frá einhverjum óþekktum útlendingi.
En svo er bara hitt, hvort hinir þröngsýnu valdhafar hér vildu
þá leyfa ntér að taka við lítilræðinu. Ef til vill finnst þér lang
hægast fyrir mig, að neita bara stráknum um bílinn, en það
er ekki því láni að fagna að það sé mögulegt. Það vill svo
óheppilega til, að strákboran hefur komizt á snoðir um smá
frxlystingar, sent ég hef látið eftir mér í vetur, og sem ég, ýmsra
orsaka vegna, vil helzt ekki að berist til eyrna móður hans,
því að okkar á milli sagt þá á ég ekki alltaf upp á háborðið
hjá þeirri gömlu. Það er eins og hún sé farin að finna svo
ári mikið til sín síðan ég hætti bílakeyrslunni og startaði
heildsölufirmanu. Svo er hún líka farin að umgangast alfxn-
ustu dömur þessa bæjar og ekki hefur sá félagsskapur lækkað
x henni rostann. Ég veit að það er heimskulegt af mér, að
vera að lepja allt þetta í þig, Gróa mín, en einhvern veginn
finnst mér það léttir, að geta trúað einhverri miskunnsamri
sálu fyrir áhyggjum mínum. Ég vil helzt ekki að þú svarir
mér í blaðinu, en væri aftur á móti afar þakklátur ef þá vildir
senda mér nokki r huggunarorð í pósti; væri þá réttast að
koma bréfinu í póst núna í vor, og ætti ég þá að öllu forfalla-
lausu að fá það í haust eða einhverntíma næsta vetur, þú kann-
ast við samgöngurnar í Kleppsholtinu. Fyrirgefðu svo til-
skrifið.
Þinn einlxegur vinur,
Jón Jónsson.
Ég hef þegar sent þessum góða vini mínum svar með heil-
ræðum. Ef hann hagar sér dálítið skynsamlega, trúi ég ekki
öðru en að hann geti lierjað trogið út.
Gróa.
☆
Það er ekki ein báran stök
fyrir „Syrpu“. Hún hóf útkomu sína á ný eftir pappírs-
leysið með þeirn fasta ásetningi að leggja kapp á reglubundna
útkomu; helzt viidi hún geta fest sér ákveðinn mánaðardag til
litkomu og láta aldrei út af bregða. En slíkt er órúlegxim
erfiðleikum bundið hér á landi og ber margt til þess, ekki
sízt annríkið í prentsmiðjunum. í þetta skipti voru þó horfur
góðar á því að blaðið kæmist út í tæka tíð, — þangað til
prentmyndasmiðaverkfallið skall á. Þá var megnið af mynda-
mótunum ógert eða hálfgert í prentmyndastofunni. Síðan
hefur eigandinn unnið xneð einum nemanda á vinnustofunni,
svo að ekki er að furða þó að töfin yrði löng. Vonandi verður
þessi deila til lykta leidd áður en næsta „Syrpu“-hefti verður
á pijónunum.
64
SYRPA