Syrpa - 01.06.1948, Side 33

Syrpa - 01.06.1948, Side 33
„Nei, ég gat ekki komið því við.“ „Það var alveg afleitt, Jóhannes," sagði hann. „En það er nú sama. Eg er hérna með dálítið handa þér.“ Nú gengn allir inn í húsið, og Friðrik læknir leit með vanþóknun til Jóhannesar og sneri við honum bakinu. Á meðan læknirinn fór að búa sig undir að skrifa vottorð inni í skrifstofunni, fór Kalli að bogra yfir fiskikörfu úti í horni. Svo dró hann upp tvo feita urriða, vafði þeim inn í dagblað og sagði: „Eg ætlaði þér þá þessa, Jó- hannes. Ég fékk fjóra í morgun á klukkutíma." Svo bætti hann við: „Ég skal segja þér þetta allt betur á eftir, ef þú vilt doka við. Ég á svolítið ógert hérna ennþá, og svo þarf ég að hafa fata- skipti.“ Jóhannes varð lækninum og blaðamönnunum samferða út á götuna. Hann hafði silunginn í dagblaðinu undir hendinni. Þegar þeir kornu út fyrir hliðið, gat Jóhannes ekki betur fundið, en að læknirinn og blaðamennirnir hliðruðu sér hjá því að standa nálægt honum. Litla mannþyrping- in, grá af göturyki, þokaðist í áttina til þeirra, og læknirinn sagði: „Nú er ykkur bezt að fara lieim, piltar mínir. Þetta er búið.“ ,Hvar er lögreglustjórinn?“ hrópaði einhver. „Við bíðum eftir böðlinum,“ æpti annar. Læknirinn fór leiðar sinnar einsamall. Jóhann- es stóð stundarkorn hjá hinum blaðamönnunum og lézt kæra sig kollóttan eins og þeir, en þegar hann fann vínþef leggja af þeim, fór honum að þykja minna til þeirra koma. Þeir voru að skrafa eitthvað sín á milli, svo hurfu þeir inn í mann- fjöldann og Jóhannes stóð einn eftir. Loks entist hann ekki til að standa lengur frammi fyrir þcssu fólki, sem hann var svo nauðakunnugur, svo að hann mjakaði sér líka inn í mannþyrpinguna. Þegar lögreglustjórinn kom út ásamt böðlinum og tveim fangavörðum, þá liöfðu þeir það af að komast hálfa leiðina út að bifreiðinni áður en hent var í þá gömlu stígvéli. Lögreglustjórinn skauzt inn í bifreiðina um leið og stígvélið lenti á öxlinni á lionum, og fangaverðirnir smokkuðu sér inn á eftir honum. Böðullinn stóð eftir einn og ráðþrota á gangstéttinni. Mennirnir í bifreið- inni héldu víst í fyrstu, að böðullinn væri líka kominn inn, því að bíllinn þaut af stað og skildi liann eftir einsamlan á gangstéttinni. Fólkið grýtti í liann smásteinum og spýtum, og þegar bifreiðin ók aftur á bak í áttina til hans, æpti það hástöfum að honum. Það kom steinn í höf- uðið á honum. Blóð tók að vætla niður eftir ann- arri kinninni, og hann liorfði varnarlaus á æstan múginn. Jóhannesi flaug í hug, að svona hefði hann verið á svipinn í gærkvöld, þegar hann sat og horfði sneyptur ofan í vatnið. Svo skimaði hann snöggvast angistarlega í kringum sig eins og í von um hjálp. Jóhannes mjakaði sér aftur á bak lengra og lengra inn í þvöguna og sárskamm- aðist sín í hverju spori. Samverustundirnar frá kvöldinu áður stóðu lionum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Hann fann, að hann var að bregð- ast Kalla hróplega. „En það kemur þessu máli ekkert við, það kemur þessu máli ekki nokkurn hlut við,“ sagði hann við sjálfan sig aftur og aft- ur og ríghélt silungnum í handarkrika sínum. Kalli tók stökk í áttina að bifreiðinni, en j)á liljóp heljarmikill sjómaður til og brá fyrir hann fæti, svo hann skall á höfuðið og lá marfíatur á jörð- inni. Sjómaðurinn fór að litast um eftir einhverju til að lienda í hann og kallaði til Jóhannesar: „Grýttu liann, maður, grýttu hann.“ Jóhannes hristi höfuðið. Honum var orðið ó- glatt. „Hvað er að þér, Jóhannes?“ „Ekkert. Maðurinn hefur ekkert gert mér.“ Sjómaðurinn tók nú að steyta lmefana út í loftið. „Ég á bara við, að hann kemur mér ekkert við,“ flýtti Jóhannes sér að bæta við. Sjómaðurinn beygði sig nú niður, losaði stein úr götunni og fleygði honum af alefli í böðulinn. Svo hrópaði hann: „Hvað er þetta, sem þú ert með undir liend- inni, Jóhannes? Fiskur? Fleygðu honmn í liann. Hana, fáðu mér hann þá.“ Og í ofsanum þreif hann silungana og fleygði þeim hvorum á fætur öðrum í litla manninn, einmitt í því hann var að bisa við að rísa upp úr götunni. Silungarnir komu niður rétt fyrir framan hann og þyrluðu upp dá- litlum rykstrók. Kalli starði agndofa á fiskinn og svo var engu líkara en að hann hætti að sjá múginn. Svipbrigðin á andlitinu, þegar hann kom auga á silunginn, fengu svo á Jóhannes, að hann roðnaði af blygðun og fór að reyna að brjót- ast út úr þvögunni. Kalli hélt höndunum yfir höfði sér til þess að verjast grjótkastinu og mannfjöldinn æpti: „Grýt- um dónann, út í vatn með óþokkann.“ Lögreglu- stjórinn dró hann inn í vagninn. Bíllinn þaut af stað og hvarf í þykkum rykmekki. (J. K. þýddi.) S Y R P A 71

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.