Syrpa - 01.06.1948, Side 35
Börnin góð! Ef þið hafið lesið indversku ævin-
týrin í tveimur síðustu heftunum af ,,Syrpu“, þá
getið þið áttað ykkur á skrítnu sögunum, sem
þið fáið nú að heyra. Annars ættuð þið að fletta
þeim upp, áður en þið farið að lesa þessar. Gam-
an væri líka fyrir ykkur að ryfja um leið upp
það sem þið hafið lært um Indland í mannkyns-
sögunni og landafræðinni.
Hrúturinn, sem hló og grét
Fyrr á tíðum, þegar Brahmadatta var konung-
ur í Benares, átti þar heima nafntogaður fræðari,
sem þekkti allar kenningar hinna þriggja helgu
bóka út í æsar. Hann ákvað eitt sinn að færa hin-
um framliðnu einhverja fórn. Lét.hann því færa
sér hrút og sagði við lærisveina sína: „Vinir mín-
ir. Farið með þennan hrút ofan að ánni, laugið
hann, hengið blómsveig um háls honum, merkið
liann sem fórnardýr með fimm fingraförum,
skrýðið hann og færið mér hann aftur.“ Læri-
sveinarnir fóru með hrútinn eins og fyrir þá var
fagt, lauguðu hann og skreyttu og létu hann
standa á árbakkanum. Hrúturinn sá nú allt í
einu fyrir hugskotssjónum sínum allar fyrri at-
hafnir sínar, og varð það ljóst, að á þessum degi
mundi hann verða leystur frá öllum þjáningum.
Þá varð hann yfirmáta glaður og rak upp skelli-
hlátur; það var að heyra líkast brothljóði í leir-
krukku. En í sömu andrá varð hann gagntekinn
af meðaumkun með kennaranum og tók til að
gráta hástöfum, því að hann hugsaði sem svo:
„Þegar þessi kennari hefur ráðið mér bana, verð-
ur hann fyrir öllum hörmungunum, sem ég hef
orðið að þola.“ Þá spurðu lærisveinarnir: „Hrút-
ur góður. Fyrst hlærðu hástöfum og síðan græt-
urðu sáran. Að hverju varstu að hlæja, og af
hverju fórstu að gráta?“
„Því nrun ég svara, þegar við komum til kenn-
arans,“ anzaði hrúturinn. Þeir héldu nú til læri-
föður síns og sögðu honum upp alla söguna.
Þegar hann hafði heyrt málavöxtu spurði hann
hrútinn: „Hvers vegna hlóst þú og hvers vegna
grétst þú?“ Og af því að hrúturinn var þeirri gáfu
gæddur að geta munað öll sín fyrri æviskeið, þá
sagði hann kennaranum þessa sögu:
„Fræðari! Áður fyrr var ég frægur kennimaður
eins og þú ert nú. Einu sinni ákvað ég að færa
hinum framliðnu fórn og slátraði hrút í því
skyni, og vegna þess að ég varð einum bekra að
bana, þá hef ég orðið að missa höfuðið fjögur
hundruð níutíu og níu sinnum. Þetta er finnn
hundraðasta æviskeið mitt og hið síðasta. Ég átt-
aði mig á því, að í dag væri þessi reynslutími
minn útrunninn, og þess vegna gjaddist ég og hló.
En grátur minn kom til af því, að ég hugsaði
sem svo: Vegna þess, að ég sálgaði einum einasta
hrút, þá varð ég að missa höfuðið fimm hundruð
sinnum. í dag verð ég leystur frá þessum þraut-
um, en þegar þessi maður hefur tekið mig af lífi,
þá á hann hið sama í vændum: höfuð hans mun
verða höggvið af honum fimrn hundruð sinnum.
Það var því af meðaumkun með þér að ég grét,“
„Vertu óhræddur," mælti kennarinn. „Ég mun
ekki taka þig af lífi.“
„Við hvað áttu, fræðari? Hvort sem þú tekur
mig af lífi eða ekki, þá fæ ég ekki umflúið dauð-
ann í dag.“
„Vertu óhræddur, hrútur! Ég skal fylgja þér
hvert fótmál og vernda þig frá öllu i 11 u.“
„Vernd þín, lærifaðir, verður létt á metunum.
En illverk mitt var mikið og máttugt.“
Þá lét fræðimaðurinn hrútinn lausan og mælti:
„Leyfum engum að verða þessari skepnu að
bana,“ og hann fylgdi hrútnum eftir ásamt læri-
sveinunum. F.kki var hrúturinn fyrr orðinn frjáls
ferða sinna en hann hljóp til og teygði höfuðið
eftir viðargrein, senr óx í klettaskoru, og fór að
bíta af blöðunum. í sama vetfangi sló eldingu
niður í klettinn og sprengdi úr honum stóran
stein, sem féll niður á háls hrútnum svo að af tók
höfuðið. Múgur og margmenni safnaðist þar að.
Bodhisatta var þá í heiminn borinn og hafðist
við sem andi í tré nokkru á þessum slóðum. Hann
neytti nú hins guðdómlega máttar síns og birtist
73
SYRPA