Syrpa - 01.06.1948, Qupperneq 36
mannfjöldanum sitjandi í lausu lofti með kross-
lagða fætur. Og í von um, að þeir, sem orðið
hefðu sjónarvottar að afleiðingum illverknaðar-
ins, létu sér það að kenningu verða og vöruðust
að svipta nokkra veru lífi, þá tók liann að útlista
lögmálið með hljómskærri röddu:
„Ef mennirnir létu sér skiljast, að fæðingin
í þennan heinr hlýtur ætíð að vera þjáning-
um bundin, þá yrði enginn annars bani;
því að hvern þann, sem annan deyðir, munu
örlögin slá.“
Þannig uppfræddi Bodhisatta fólkið og ógnaði
því með dvalarstað hinna vondu. Og þeir, sem á
hann hlýddu, óttuðust afleiðingar illra verka og
forðuðust að verða nokkurri skepnu að fjörtjóni.
En Bodhisatta hélt áfram að útlista lögmálið og
hvetja fólkið til þess að halda boðorðin; síðan
féllu honum í skaut þau örlög, sem hann hafði
til unnið. Og fólkið festi sér í minni heilræði
hans, vandaði líferni sitt, gaf ölmusur og hlaut að
lokunr vistarvernr í hinum himnesku bústöðum.
Sagan af skjaldbökunni,
sem ekki kunni að þegja
Forðum daga, þegar Bralimadatta var konung-
ur í Benares, þá var Bodliisatta í lreiminn borinn
í fjölskyldu eins ráðherrans. Þegar liann var orð-
inn fulltíða maður, gerðist liann ráðgjafi kon-
ungsins í andlegum og veraldlegum efnum. Þessi
konungur var ákaflega málgefinn, og kvað svo
ranrnrt að því, að enginn nraður fékk að koma að
orði, þegar hann var farinn að tala. Bodhisatta
langaði um franr allt til þess að venja hann af
þessum ósið, og hann var oft að velta því fyrir sér,
hvernig Irann ætti að finna ráð til þess.
Um þessar mundir átti skjaldbaka nokkur
heima í stöðuvatni nálægt Himalayafjöllunum.
Tvær ungar gæsir voru oft á þessum slóðum að
leita sér fæðu. Þær komust í kunningsskap við
skjaldbökuna og brátt varð hann að órjúfandi
vináttu. Einn daginn sögðu þær við skjaldbök-
una: „Systir góð! Við eigum lieinra í gullna hell-
inum í Cittakutafjallinu í Himalaya. Það er
yndisfagur staður; þú ættir að koma þangað nreð
okkur.“ „Hvernig í ósköpunum ætti ég að kom-
ast þangað?“ sagði skjaldbakan. „Við skulum
konra þér þangað,“ sögðu gæsirnar, „en þú verður
að lofa því að þegja eins og steinn alla leiðina.“
„Ekki skal mér verða skotaskuld úr því,“ sagði
skjaldbakan, „blessaðar lofið þið nrér nreð ykk-
ur.“ „Þá er allt eins og það á að vera,“ sögðu gæs-
irnar, og svo létu þær skjaldbökuna bíta utan um
spýtu, tóku sjálfar sinn endann hvor í nefið og
flugu svo af stað upp í loftið.
Nú sáu börnin í þorpi einu til ferða þeirra og
lrrópuðu: „Nei, sko, þarna fljúga tvær gæsir, og
þær bera skjaldböku á milli sín á priki.“ Þá
ætlaði skjaldbakan að fara að kalla: „Hvað varðar
ykkur um það, krakkakjánar, þó að vinir mínir
beri mig á priki?“ En í því hún sleppti prikinu
til þess að tala, þá vildi einmitt svo til, að gæsirn-
ar voru að fljúga yfir Benares, svo að hún datt
beint niður í garðinn konungsins og brotnaði
þar í tvennt. Það varð uppi fótur og fit og fólkið
hrópaði hástöfum: „Það datt skjaldbaka ofan úr
loftinu, lnin liggur í garðinum og er brotin í
tvennt.“ Konungurinn fór með Bodhisatta og
öllum ráðherrunum til þess að skoða skjaldbök-
una. Hann sneri sér að Bodhisatta og spurði: „Þú
vitri maður, hvað hafði skjaldbakan gert fyrir sér,
svo að hún þyrfti að verða fyrir þessu?“ Bodhis-
atta hugsaði með sér: Ég hef lengi verið að leita
að tækifæri til að uppfræða konunginn. Þessi
skjaldbaka hefur auðvitað verið vinkona gæsanna;
þær hafa ætlað með liana til Himalaya, látið hana
bíta í prikið og flogið með hana upp í loftið. En
svo hefur hún heyrt einhvern segja eitthvað og
ekki staðizt mátið, heldur sleppt prikinu til þess
að leggja orð í belg. Þannig hefur það orsakazt,
að hún datt niður og lét lífið. Og hann sagði við
konunginn: „Já, mikli konungur, svona fer fyrir
þeim, sem aldrei geta þagað, þeir hljóta að lenda
í ógæfu fyrr eða síðar.“ Og hann mælti af munni
fram:
Skjaldbaka þessi hafði ekki taumhald á tungu
sinni.
Henni var í lófa lagið að lialda lífi, en mælgin
v'arð henni að bráðum bana.
Lát þér víti hennar að varnaði verða, þú hinn
voldugasti meðal manna.
Mæl þú fátt eitt og gott á rétturn stað og stund.“
Konungurinn skildi þegar, að spekingurinn átti
við sjálfan hann, og hann sagði: „Áttu við mig,
vitri maður?“ Og Bodhisatta svaraði til enn frek-
ar skýringar: „Mikli konungur! Hvort sem ég á
við þig eða aðra, þá festu þér þetta í rninni: Hver,
sem mælir óþörf orð, mun verða ógæfunni að
bráð eins og þessi skjaldbaka." Konungurinn lét
sér þetta að kenningu verða, hann vandi sig af
mælginni og varð fámáll upp frá þessu.
H. G. íslenzkaði.
74
SYRP \