Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. fram. „Þegar ég spyr um viðurlög varðandi það að setja niður hýsið í leyfisleysi er fátt um svör,“ segir Oddur. Tilfinningalegt gildi umhverfis „Það er eins og það gildi aðrar reglur fyrir borgarland en þann ná- granna sem þarf að lifa við þetta. Það er enginn á skrifstofu sem sér um borgarland sem þarf að búa þarna. Þá er spurningin: gilda aðrar reglur fyrir borgarland en íbúann?“ segir Sverrir og nefnir að verið sé að brjóta jafnræðisreglur ef garðhýsið fær að standa. „Ég reikna nú með að byggingar- fulltrúi skilji það vel að umhverfið hafi tilfinningalegt gildi. Við erum mörg hér sem höfum búið hér til margra ára. Hýsið breytir mynd göt- unnar og fellur mjög illa að umhverf- inu að okkar mati,“ segir Sverrir. Að sögn hans liggur málið nú á borði umhverfis- og skipulagssviðs, sem sér um rekstur og umhirðu borg- arlands. „Ég held að það sé miklu betra að vera ekki að bíða eftir nið- urstöðu um leyfisveitingu. Íbúar geta kært ákvörðun um leyfis- veitingu en mér skilst að leyfi verði veitt, sama hvað, þar sem það er ein- ungis formsatriði. Við þurfum að reyna að vera á undan eiganda skúrsins. Það er verra að bregðast við eftir á,“ segir Oddur. að þar sem umrætt smáhýsi væri nær lóðamörkum en þremur metr- um hefði eiganda verið gert að leggja fram skriflegt samþykki lóð- arhafa aðlægra lóða, sem er í þessu tilfelli skrifstofa reksturs og um- hirðu borgarlandsins, þar sem um borgarland er að ræða. Borgarland er samheiti yfir allt það landsvæði sem tilheyrir Reykja- víkurborg: götur, gangstéttir, stíga og opin svæði. Byggingarfulltrúi staðfesti síðan í samskiptum við Odd að afgreiðsla fyrir leyfi á hýsinu hefði ekki farið Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Kurr er í íbúum Grjótaþorpsins í Reykjavík þar sem áberandi garð- hýsi situr nú í garði eins af elstu hús- um þorpsins, Hákots við Garða- stræti. Garðhýsið er viðbygging sem var flutt frá Akureyri og færð í Grjótaþorpið í byrjun júlí. Að sögn Sverris Guðjónssonar og Odds Björnssonar, íbúa í þorpinu, fengust upplýsingar um komu garð- hýsisins með litlum fyrirvara. „Það er skotið fyrst og spurt svo. Ég hef talað við flesta í þorpinu. Það er sam- staða um vilja til að láta fjarlægja hýsið. Við erum hreinlega í upp- námi,“ segir Sverrir og bætir við að íbúar hafi strax sent erindi til bygg- ingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Sett niður í leyfisleyfi „Við fáum í raun engin svör fyrr en tæpum mánuði síðar. Það gekk mjög erfiðlega að fá einhver við- brögð frá borginni, sem er óþægilegt af því það þarf að bregðast skjótt við þessu,“ segir Sverrir og nefnir að vöntun hafi verið á grenndarkynn- ingu. „Það hefur yfirleitt verið lögð mikil áhersla á slíkar kynningar þeg- ar á að breyta umhverfi í nágrenni við íbúa.“ Mánuði eftir að íbúar sendu bygg- ingarfulltrúa erindi bárust þau svör Morgunblaðið/Unnur Karen Grjótaþorp Sverrir Guðjónsson og Oddur Björnsson segja garðhýsið frá Akureyri falla illa að umhverfinu. Grjótaþorpið í upp- námi yfir garðhýsi - Vilja láta fjarlægja hýsið - Sein svör frá borginni Morgunblaðið/Unnur Karen Garðhýsi Hýsið stendur við Hákot í Garðastræti í Grjótaþorpinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er verið að vinna á fullu við und- irbúning skólastarfs eftir áætlunum en það á eftir að koma endanlega í ljós hvernig upphaf skólastarfs verð- ur,“ segir Eva Bergþóra Guðbergs- dóttir, teymisstjóri samskiptasviðs hjá Reykjavíkurborg. Áform um að yngstu bekkir í Foss- vogsskóla fái kennslu í nýjum kennslueiningum á lóð skólans munu ekki ganga eftir. Ljóst er að um- ræddar kennslueiningar verða ekki tiltækar þegar skólinn verður settur. Ástæðan er sú að skipulagsferli á svæðinu vegna þeirra stendur enn yfir. Skólinn verður settur mánudag- inn 23. ágúst en grenndarkynning vegna kennslueininganna stendur til 25. ágúst. Tillaga um skipulag skólastarfs Fossvogsskóla meðan á framkvæmd- um vegna rakaskemmda stendur í húsakynnum hans næsta vetur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur 22. júlí. Börn í 5.-7. bekk munu fá kennslu í Korpuskóla en börn í 1.-4. bekk eiga að fá kennslu í tíu kennslu- stofum á lóð skólans og í húsnæði Frístundar í Útlandi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nú til skoðunar að nýta annað tiltækt húsnæði í nágrenninu þar til leyfi fæst fyrir skólastofum á lóð skólans. Eva Bergþóra segir að vonast sé til þess að hægt verði að upplýsa foreldra um hvernig kennslu verður háttað eftir helgina. „Við er- um að leita leiða til að hefja skóla- starf í Fossvogsdalnum þótt það verði ekki í þessum einingum strax,“ segir hún og bætir við að öll undir- búningsvinna fyrir komu eininganna sé á áætlun. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hafa framkvæmdir vegna rakaskemmda og myglu í Fossvogs- skóla, sem staðið hafa yfir með hléum í tvö ár, ekki skilað tilskildum ár- angri. Allar þrjár byggingar skólans verða nú gerðar upp. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla, hafði ekki heyrt af því að skólastofur yrðu ekki til taks á lóð skólans við setn- ingu hans. „Síðustu skilaboð sem við fengum voru að húsin yrðu afhent 23. ágúst og á fundi með umhverfis- og skipulagssviði var ekkert talið því til fyrirstöðu að skólinn gæti hafist í haust í dalnum. Þetta eru mikil von- brigði ef rétt reynist.“ Hann segir að það sé furðuleg stjórnsýsla ef það komi fólki á óvart hve langan tíma tekur að fara í gegn- um grenndarkynningu. „Auk þess sem það að koma þessum skilaboðum ekki strax til skólasamfélagsins er ekki í anda þeirra bóta á upplýsinga- flæði sem þau ætluðu að viðhafa. Fólk missir trúna á að kerfið sé að vinna fyrir börnin okkar við svona ítrekaðan skort á upplýsingaflæði.“ Engar stofur við skólasetningu - Tíu kennslueiningar sem setja á upp á lóð Fossvogsskóla eru enn í skipulagsferli - Unnið að lausn fyrir yngstu bekki skólans - Vonast til að geta notað annað húsnæði í nágrenninu - „Mikil vonbrigði“ Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Færanlegar skóla- stofur verða settar upp á lóðinni. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Mikilvægt er að upplýsa almenning um stöðu mála á Landspítalanum. Þetta segir Theódór Skúli Sigurðs- son, formaður Félags sjúkrahús- lækna, inntur eftir viðbrögðum við skilaboðum sem deildarstjóri sam- skiptadeildar spítalans sendi á stjórnendur Landspítalans í mið- vikudagskvöld, þar sem stjórnendur á spítalanum voru beðnir um að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. „Þetta er svolítið áhugavert orða- lag sem hann notar í þessum skila- boðum,“ sagði Theodór í samtali við mbl.is í gær. „Það má lesa milli línanna að það eigi kannski að einhvern veginn að hlífa fólki við áreiti fréttamanna en hingað til hef ég ekki orðið var við að fréttafólk sé að hringja að óþörfu. Svo er bara ofboðslega mikilvægt að upplýsa almenning um stöðu mála á spítalanum.“ Aðspurður telur Theodór ólíklegt að umrædd skilaboð hafi verið send í samráði við Pál Matthíasson, for- stjóra Landspítalans. „Þegar ég hef verið að skjóta á umræddan deildarstjóra þá hefur hann alltaf sagst vera að fylgja fyr- irmælum og vinna vinnuna sína en ég veit ekkert um þetta mál. Ég bara trúi því ekki að forstjórinn eigi frum- kvæðið að þessu. Mér finnst það alla vega mjög ólíklegt.“ Skrattakollar „Ég vil því biðja ykkur að vísa allt- af og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum – á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni,“ sagði deildarstjórinn Stefán Hrafn Hagalín í skilaboðum sínum til stjórnenda. Þá sagði hann það einnig ágætis reglu að svara alls ekki bein- um símtölum fjölmiðla, sem kallaðir eru skrattakollar í tölvupóstinum. Páll svaraði ekki er reynt vara að hafa samband við hann í gær. Telur fyrirmælin ekki koma frá Páli - Ekki orðið fyrir áreiti fréttamanna Upplýsir Theódór segir fjölmiðla- fólk ekki hringja að ástæðulausu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.