Morgunblaðið - 07.08.2021, Page 4

Morgunblaðið - 07.08.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Athygli er vakin á því, að sjóðurinn veitir ekki styrki til tækjakaupa né til aðmæta ferðakostnaði. Umsóknir skulu staðfestar með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef einhverjir eru. Umsóknarfresturertil31.októbern.k.ogberaðsendaumsóknir í pósthólf 931, 107 Reykjavík, merktar„Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember n.k. Ath. styrkir verða aðeins veittir til verkefna á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma.og öldrunarsjúkdóma. Esther Hallsdóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir Aðgerðir til að efla viðbragðsþol heilbrigðiskerfisins, þá helst Land- spítalans, í baráttunni við kórónu- veiruna koma til framkvæmda á allra næstu dögum. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra að loknum ríkisstjórnar- fundi fyrr í gær. „Þetta eru aðgerðir sem lúta að mönnun og tækni og líka að þessum útskriftarvanda og stuðningi ann- arra stofnana í kring við bæði fólk sem er tilbúið til að útskrifast, þá aldrað fólk, og líka möguleika til að styðja við Landspítalann varðandi legusjúklinga. Við erum komin af stað með þetta nú þegar og sumar af þessum aðgerðum eru komnar í virkni,“ segir Svandís. Spurð um aðgerðir sem taka sér- staklega á mönnunarvanda spítalans nefnir hún meðal annars að kalla fólk fyrr inn úr sumarfríum, nýta bak- varðasveitir heilbrigðiskerfisins, þar sem heilbrigðisstarfsfólk sem er komið á lífeyri hefur meðal annars skráð sig, sem og „ýmsar stærri og minni aðgerðir sem geta haft áhrif og stutt við“. Alls greindust 103 kór- ónuveirusmit eftir sýnatöku mið- vikudags, en niðurstöðurnar voru birtar í gær. Þar af voru 40 í sóttkví við greiningu eða rúmlega 38%. Alls eru nú 1.421 í einangrun og 2.315 í sóttkví. Tuttugu og einn er á sjúkra- húsi með veiruna, en þeir voru átján í gær. Af jákvæðum sýnum í gær greindust 90 í einkennasýnatöku og 13 við sóttkvíar- og handahófsskim- anir. Svandís segir smittölur ekki gefa skýrustu myndina af stöðunni heldur miklu frekar hversu margir veikjast og hversu alvarlega veikir þeir eru. Komið sé í ljós að bólusetningarnar veiti afar góða vörn gegn veikindum. „Við sjáum af þessari reynslu sem er komin núna að það eru fyrst og fremst þau sem eru óbólusett sem verða veik og þau verða veikari held- ur en þau sem eru bólusett. Þannig að við sjáum það þarna eins og alls staðar annars staðar að bólusetning- in er að gefa okkur gríðarlega mikla vörn sem hjálpar okkur til við að reyna eins og nokkur er kostur að halda samfélaginu gangandi.“ Áhyggjuefnið sé fyrst og fremst inn- viðir heilbrigðiskerfisins. 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 225 300 426 625 725 937 992 1.087 1.205 1.216 1.232 1.293 1.351 1.413 1.434 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 103 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 1.148 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 2.315 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 8.613 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí* *Engar tölur fyrir 24.-25. júlí *Tölur fyrir 5. ágúst vantar Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 30. júlí 2021 154 smit 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 1.434 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 45 af þeim sem eru undir eftirliti flokkast sem gulir en enginnsem rauður 22 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 43 hafa alls lagst inn á LSHmeð Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins Um þriðjungur þeirra eru óbólusettir Um tveir þriðju bólusettir 3 einstak- lingar eru á gjörgæslu Boða aðgerðir til stuðnings LSH Morgunblaðið/Unnur Karen Ráðherrar Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eftir fundinn í gær. - Mæta mönnunarvanda með að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum og virkja bakvarðasveitir - Ráðherra segir smittölur ekki gefa skýrustu myndina - Aðgerðir innanlands kynntar í næstu viku „Vegna þess að þessi faraldur er að koma niður á ólíkum hóp- um með ólíkum hætti þá er mik- ilvægt að hafa heildarhagsmuni undir og vega og meta annars vegar sóttvarnaráðstafanir og álag á heilbrigðiskerfið, en síð- an líka áhrif á samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að færast nær ákvörðun um takmarkanir innanlands segir Katrín: „Það mun örugglega skýrast í næstu viku.“ Takmark- anir sem nú eru í gildi innan- lands gilda til 13. ágúst, föstu- dagsins næstkomandi, en ríkisstjórnin hefur gefið út að reynt verði að láta skólastarf fara fram með eðlilegum hætti. Skoðað í heild sinni FORSÆTISRÁÐHERRA Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Allt sem verið er að gera núna kall- ar á aukinn mannafla,“ segir Sig- urgeir Sigmundsson, yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Ekki er búið að útfæra hvernig nýj- um reglum á landamærunum verður framfylgt. Tilkynnt var í gær um breytingar á tilhögun skimana á landamærum og munu bólusettir farþegar með tengsl við Ísland frá og með 16. ágúst þurfa að fara í sýnatöku innan 48 klukkustunda frá komunni til landsins. Bólusettir ferðamenn með tengsl við Ísland þurfa því þannig að fara í tvöfalda skimun án sóttkvíar á milli, fyrst áður en komið er til landsins og síðan eftir komuna. Nær þetta til íslenskra rík- isborgara, ein- staklinga sem bú- settir eru hér á landi, ein- staklinga með at- vinnuleyfi á Ís- landi auk umsækjenda um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Frávísunarheimildir „Það á bara eftir að útfæra þetta,“ segir Sigurgeir, spurður hvernig lögreglan hyggst taka á þessu nýja verkefni. Hvað með hælisleitendur sem neita að fara í sýnatöku, verður þeim vísað aftur heim? Auðvitað eru frávísunarheimildir til staðar í reglunum eins og þær eru en við höfum nægan tíma til þess að útfæra þetta. Tíminn til 16. ágúst er frekar langur miðað við það sem við höfum haft,“ segir Sigurgeir. Hann tekur fram að reglurnar séu sprottnar frá lögreglunni í Keflavík, ríkisstjórninni og vinnuhópum á vegum stjórnvalda. Þá munu umræddir farþegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til nið- urstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að farþegar fari annað hvort í hraðpróf eða PCR- próf, en nánara fyrirkomulag verður unnið í samráði við sóttvarnalækni. Óljóst hvernig nýjar reglur á landamærum verða útfærðar Sigurgeir Sigmundsson - Bólusettir farþegar með tengsl við Ísland verða skimaðir ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.