Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hótel B59 í
Borgar-
nesi hefur
átt í stappi við
stjórnvöld vegna
fasteignamats.
Eigendum hótelsins fannst
matið óhóflega hátt miðað við
mat á öðrum hótelum í sama
sveitarfélagi og hótel á Suð-
urlandi í svipaðri fjarlægð frá
Reykjavík.
Í fyrstu neitaði Þjóðskrá að
lækka matið til samræmis við
keppinauta hótelsins. Þá
kærði eigandi B59 hótels mat-
ið til yfirfasteignamats-
nefndar. Niðurstaða nefnd-
arinnar var sú að húsið hefði
ekki verið rétt metið og í
þokkabót orkaði tvímælis að
beiting matsaðferðarinnar
væri í samræmi við lög. Fór
því málið fyrir Þjóðskrá að
nýju.
Þetta gerðist í fyrravor.
Loks nú, rúmu ári síðar, hef-
ur Þjóðskrá komist að niður-
stöðu. Fasteignamatið var
lækkað um þriðjung. Það þýð-
ir endurgreiðslu upp á um 3,7
milljónir króna fyrir 2020 og
eitthvað lægri upphæðir fyrir
árin á undan, eins og rakið
var í Morgunblaðinu í gær.
Fasteignamatið er dular-
fullt fyrirbæri. Aðferðin við
að reikna það út virðist valda
mörgum heilabrotum. Ef vel
ætti að vera ættu fyrirtæki og
einstaklingar að geta áttað
sig á því með einföldum hætti
hve mikið matið geti hækkað
(eða lækkað) hverju sinni, en
það er hægara sagt en gert.
Mat á fasteignum fer fram
árlega og niðurstaðan er not-
uð við álagningu fasteigna-
gjalda. Algengt er að matið
hækki verulega, sem leiðir til
þess að fasteignagjöld hækka
langt umfram verðlag og vísi-
tölu. Eigandi fasteignar verð-
ur ekki var við
þessa hækkun í
veskinu nema í
hærri gjöldum.
Afgreiðslan á
máli B59 hótels er
svo kapítuli út af fyrir sig.
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra sagði í viðtali
við Morgunblaðið fyrir
nokkrum misserum að hann
vildi breyta viðhorfinu innan
hins opinbera kerfis þannig
að þegar fólk hefði samband
með erindi væri fyrsta spurn-
ingin: Hvað get ég gert fyrir
þig?
Þessi brýning hefur greini-
lega ekki borist inn á Þjóð-
skrá. Fyrst er erindi hótel-
eigandans einfaldlega hafnað
alfarið. Það er mjög undar-
legt þar sem matið á hótel-
byggingunni í Borgarnesi
lækkaði um heilar 262 millj-
ónir þegar málið var skoðað
að nýju. Hvernig stendur á
því að þetta ofmat blasti ekki
við þegar erindið barst fyrst
frá hótelinu?
Þegar yfirfasteignamats-
nefnd rekur málið til baka
hefði mátt ætla að brugðist
yrði hratt við til að þetta
ranglæti yrði leiðrétt sem
fyrst. Öðru nær. Það tók rúmt
ár. Þetta er ekki eðlileg
tregða.
Full ástæða er til að fara of-
an í saumana á fasteigna-
matinu og spyrja hvers vegna
það getur verið svona handa-
hófskennt. Þá vekur líka
spurningar að yfirfasteigna-
matsnefnd komst að því að
svo gæti verið að aðferðin við
að beita matinu hefði ekki
staðist lög. Í fyrsta lagi þarf
að fá fram hvort matinu sé
beitt með ólöglegum hætti. Í
öðru lagi er rannsóknarefni
hvort fasteignamat hafi verið
rangt reiknað í fleiri tilvikum.
Ekki er eðlilegt að
skeikað geti þriðj-
ungi í fasteignamati}
Tregðulögmál
Svo er komið að
nú flytjast
fleiri frá höfuð-
borgarsvæðinu en
til þess. Bjarni
Reynarsson skipu-
lagsfræðingur fer ofan í saum-
ana á þessari þróun í grein í
Morgunblaðinu á fimmtudag.
„Flutninga frá höfuðborg-
arsvæðinu til nágranna-
byggða má að stórum hluta
rekja til húsnæðis- og skipu-
lagsstefnu höfuðborgarsvæð-
isins,“ skrifar hann. „Þar hef-
ur verið umtalsverður lóða-
skortur um árabil sem leitt
hefur til mikillar hækkunar á
fasteignaverði þannig að
margir hafa kosið
að flytja út fyrir
höfuðborgar-
svæðið þar sem
húsnæði er á við-
ráðanlegu verði.“
Eftir lestur á grein Bjarna
er erfitt að komast að annarri
niðurstöðu en að fólk sé ein-
faldlega farið að hrekjast
burt. Á þessari þróun bera
ráðamenn í Reykjavík mesta
ábyrgð. Ráð væri að skipu-
leggja í samræmi við óskir
íbúa, en þar sem engra við-
horfsbreytinga er að vænta á
þeim bæ má búast við að
áfram muni fólk hrekjast úr
höfuðborginni.
Ráð væri að skipu-
leggja í samræmi við
óskir íbúanna}
Flótti úr höfuðborginni S
óttvarnareglur á landamærum hafa
tekið breytingum í takt við þróun
heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Frá og með 1. júlí síðastliðnum var
sýnatökum hætt hjá þeim sem
framvísuðu gildum vottorðum um bólusetn-
ingu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evr-
ópu og/eða WHO hafa viðurkennt, og hjá
börnum fæddum 2005 eða síðar. Þessi sami
hópur þurfti ekki heldur að framvísa nei-
kvæðu PCR-prófi við komuna til landsins.
Þetta var ákveðið í samræmi við tillögu sótt-
varnalæknis. Áfram þurftu þau sem ekki gátu
framvísað gildum vottorðum um bólusetningu
gegn Covid-19 eða fyrri sýkingu að framvísa
neikvæðu PCR-vottorði við byrðingu og á
landamærum, undirgangast skimun með
PCR-prófi við komu til landsins og dvelja í
sóttkví í 5 daga og undirgangast seinni skimun.
Frá og með 27. júlí var sóttvarnareglum á landamær-
um breytt, þar sem fjöldi smita hafði borist hingað til
lands yfir landamærin, einkum með fullbólusettum ein-
staklingum. Þessi smit urðu þess valdandi að ný bylgja
faraldurs Covid-19 hófst innanlands. Til þess að bregðast
við þessari stöðu var ákveðið í samræmi við ráðgjöf sótt-
varnalæknis að allir bólusettir einstaklingar, eða þau
sem höfðu staðfesta fyrri sýkingu, og kæmu til Íslands
þyrftu að framvísa ekki eldra en 72 klst. gömlu neikvæðu
Covid-prófi við byrðingu erlendis. Eins og áður þurftu
óbólusettir einstaklingar að framvísa PCR-vottorðum
sem væru ekki eldri en 72 klst. gömul, auk
þess að fara í tvær PCR-skimanir með 5 daga
sóttkví á milli skimana.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, 7. ágúst,
var svo ákveðið að gera þær breytingar, að
tillögu sóttvarnalæknis, að bólusettir farþeg-
ar með tengsl við Ísland munu þurfa, frá og
með 16. ágúst, að fara í sýnatöku innan 48
klukkustunda frá komu til landsins. Þau sem
teljast með tengsl við Ísland eru íslenskir rík-
isborgarar, fólk með búsetu á Íslandi, fólk
með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur
um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Ís-
landi. Áfram verður gerð krafa um framvísun
neikvæðs Covid-prófs á landamærum en tvö-
föld sýnataka með nokkurra daga millibili
hefur reynst vel í faraldrinum. Þessi sýna-
taka verður gjaldfrjáls.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti sóttvarnalæknis
hafa um 90% þeirra einstaklinga sem greinst hafa með
Covid-19 frá 1. júlí íslenska kennitölu. Mikilvægt er að
tryggja varnir gegn nýjum afbrigðum veirunnar og því
er þessi ákvörðun tekin.
Eftir sem áður tökum við í ríkisstjórn Katrínar Jak-
obsdóttir ákvarðanir um viðbrögð við Covid-19-
faraldrinum í samræmi við bestu mögulegu þekkingu og
rannsóknir. Þannig hefur okkur gengið best og þannig
munum við vinna áfram.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Bólusett með tengsl við Ísland í
sýnatöku á landamærum
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
T
ilkynnt hefur verið um
áform bresks félags,
Hydrogen Venture Limited
(HVL), um uppbyggingu
metanólverksmiðju á Reykjanesi.
Orkufyrirtækið HS Orka býr sig und-
ir að tryggja framleiðslu fyrir-
tækisins þá 30 MW framleiðslu sem
ætlunin er að fást muni úr nýju
stækkunarferli Reykjanesvirkjunar.
Áætlað er að þeim stækkunarfasa
ljúki árið 2023. Í sameiginlegri yfir-
lýsingu fyrirtækjanna segir að fyrsti
áfangi uppbyggingarinnar, sem kalli
á notkun allrar þessarar orku, muni
nema um 100 milljónum evra, jafn-
virði um 15 milljarða íslenskra króna.
Hins vegar sagði í yfirlýsingu frá
fyrirtækjunum að vonir stæðu til
þess að verksmiðjan yrði stækkuð til
muna í framhaldinu og þótt ekkert sé
gefið upp um hvert umfangið gæti
orðið má lesa úr orðum fulltrúa HS
Orku að þar gæti jafnvel verið um
þreföldun að ræða, jafnvel meira.
Að sögn sérfræðinga sem Morg-
unblaðið ræddi við gæti verksmiðja
sem nýta myndi megavöttin 30 frá
Reykjanesvirkjun geta framleitt um
17 þúsund tonn af metanóli á ári
hverju.
Þegar tilkynnt var um hin miklu
áform, sem stefnt er að að verði að
veruleika á næstu tveimur til fimm
árum og tengjast muni starfseminni
sem nú er byggð upp í Auðlindagarði
á Reykjanesi, var upplýst að HVL
væri samstarfsverkefni tveggja
breskra fyrirtækja, Climate Change
Venture (CCV) og Wellington Street
Partners (WSP). Segir þar að sér-
þekking fyrirtækisins liggi í „fjár-
mögnun, nýjum tæknilausnum,
grænum lausnum og stefnumörkun
stjórnvalda og fyrirtækja“.
Nýtt af nálinni
Samkvæmt gögnum frá yfir-
völdum í Bretlandi var HVL stofnað
hinn 4. febrúar síðastliðinn og hefur
aðsetur í Barry House við Worple
Road í London. Samkvæmt sömu
gögnum eru stjórnendur fyrir-
tækisins fimm talsins og virðast þeir
koma úr ranni beggja fyrirtækja,
CCV og WSP.
CCV er fjármálafyrirtæki sem
stofnað var árið 2016 og hefur m.a. að
markmiði að byggja upp og reka fjár-
festingarsjóði sem ætlað er að stuðla
að orkuskiptum. Í kynningu á fyrir-
tækinu frá því í fyrra stefnir það að
því að vera komið með einn milljarð
sterlingspunda í slíka stýringu fyrir
árið 2026.
Framkvæmdastjóri CCV er
Horacio Carvalho, Portúgali með
gríðarlega reynslu að baki þegar
kemur að fjárfestingum í orkugeir-
anum. Hann hefur m.a. verið leiðandi
við innleiðingu markaðsskipulags í
Evrópu með útblástursheimildir. Hjá
CCV virðast, samkvæmt heimasíðu
fyrirtækisins, starfa þrír og þá hefur
fyrirtækið á að skipa þriggja manna
ráðgjafarráði.
Ráðherra í stjórn Browns
WSP var stofnað árið 2011 og er
fyrirtækið að eigin sögn ráðgjafar-
fyrirtæki um stjórnmál og viðskipti.
Er á heimasíðu fyrirtækisins tekið
fyrir þá skilgreiningu að það sinni
hagsmunagæslu en nýti sér fremur
„reynslu og tengsl til þess að kort-
leggja pólitíska áhættu sem mæti við-
skiptavinum fyrirtækisins og veiti ráð
og stuðning til að takast á við hana“.
Stofnendur fyrirtækisins voru
þrír menn sem allir höfðu á fyrri tíð
setið á breska þinginu. Það voru þeir
Philip James Woolas, sem sat á þingi
fyrir Verkamannaflokkinn, Paul
Keetch, sem sat á þingi fyrir Frjáls-
lynda demókrata, og sir Sydney
Chapman, sem kjörinn var á þing fyr-
ir Íhaldsflokkinn. Takmarkaðar upp-
lýsingar eru veittar opinberlega um
umsvif fyrirtækisins en starfsmenn
þess virðast vera fjórir og er Phil
Woolas sá eini í hópi upphaflegra
stofnenda sem enn er þar um borð.
Hann á að baki merkilegan og á
margan hátt skrautlegan stjórn-
málaferil. Hann var m.a. umhverf-
isráðherra í ríkisstjórn Gordons
Browns en þá gegndi hann síðar emb-
ætti ráðherra innflytjendamála og
stóðu þá spjótin gjarnan á honum í
bresku pressunni. Þingmannsferill
hans spannaði 13 ár, frá 1997 til 2010.
Fjárfestar með sterkt
pólitískt tengslanet
Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu CCV hyggst Hydrogen Ventures Ltd.
sækja fjármagn til uppbyggingarinnar á Reykjanesi með útgáfu grænna
skuldabréfa sem seld verði til sveitarfélaga, opinberra sjóða og einkaaðila í
Bretlandi. Verður það gert á grundvelli þeirrar sýnar að metanól verði í
auknum mæli nýtt til að knýja almenningssamgöngur og stærri farartæki
sem eru í þjónustu sveitarfélaga.
Phil Woolas segir í þessu samhengi að „sveitarfélög og samgöngu-
yfirvöld muni leiða þróun í átt til vetnis/metanólknúinna samgangna þar
sem þau séu af þeirri stærðargráðu að þau geti rutt brautina til þeirra um-
skipta“. Ítrekar hann að þátttaka sveitarstjórnaryfirvalda í fjármögnun af
þessu tagi hafi nýverið verið auðvelduð með nýju regluverki þar í landi.
Sækja fjármagn víða
SKULDABRÉF VEGNA METANÓLVERKSMIÐJU
Morgunblaðið/RAX
Reykjanesvirkjun Aukin umsvif þar á bæ tryggja orku til verkefnisins.