Morgunblaðið - 07.08.2021, Page 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
F
yrir meira en 100 árum
skoraði Pólverjinn Akiba
Rubinstein á heimsmeist-
arann Emanuel Lasker í
einvígi um heimsmeistaratitilinn. Af
einvíginu varð ekki því að fyrri
heimsstyrjöldin braust út. Rub-
instein gleymdist ekki og var oft
nefndur í sömu andrá og Capa-
blanca, Lasker eða Aljékín. Síðan þá
hafa Pólverjar eignast marga frá-
bæra skákmenn en engan sem ógn-
að hefur þeim allra bestu eða þar til
nú að hinn 23 ára gamli Jan Krzysz-
tof Duda slær Magnús Carlsen úr 4-
manna úrslitum heimsbikarmótsins í
Sotsji og bætir svo um betur með
því að leggja Sergei Karjakin í úr-
slitaeinvígi keppninnar, 1½:½. Hann
er því sigurvegari heimsbikarkeppni
FIDE og fær keppnisrétt í næsta
áskorendamóti.
Sigur Duda yfir Carlsen vakti
mikla athygli en seinni at-skák
þeirra réð úrslitum en jafntefli hafði
orðið í báðum kappskákunum og
fyrri at-skákinni. Fyrirfram var bú-
ist við sigri Magnúsar sem hafði
hvítt í lokaskákinni en hann valdi
meinlaust afbrigði sikileyjarvarnar
og lenti snemma í varnarstöðu. Und-
ir lokin náði hann upp jafnteflisstöðu
en umhugsunartíminn var af skorn-
um skammti og keppnisharka Duda
skilaði vinningi i land. Norðmað-
urinn tefldi því um um þriðja sætið
við Rússann Fedoseev og vann báð-
ar skákirnar með tilþrifum.
Vignir Vatnar
stóð sig vel í Serbíu
Hinn 18 ára gamli Vignir Vatnar
Stefánsson er sá íslenskur skákmað-
ur er greinilega er í mikilli framför.
Þrjú alþjóðleg mót í Serbíu bera
þess merki. Vignir stóð sig vel í
fyrsta mótinu og því þriðja en lenti í
talsverðum mótbyr í móti númer tvö
er hann tapaði fjórum síðustu skák-
um sínum. Reis upp aftur í því
þriðja og komst í efsta sætið eftir
sex umferðir með 4½ vinning. Hann
tapaði að vísu í 7. umferð og féll við
það niður í 3.-4. sæti, og er ½ vinn-
ingi á eftir efstu mönnum fyrir síð-
ustu umferð. Vignir stefnir leynt og
ljóst að stórmeistaratitli og reynslan
hefur sýnt að þátttaka í mótum á
þessum slóðum er gott veganesti.
Greinarhöfundur hefur rennt yfir
skákir Vignis frá þessum mótum og
það er ljóst að skilningur hans hefur
dýpkað og leiktæknin er góð eins og
eftirfarandi skák sýnir ljóslega:
Akva Gold 3 – 2021; 6.umferð:
Vignir Vatnar Stefánsson – Mi-
roslav Markovic
Pirc-vörn
1. d4 d6 2. e4 g6 3. Rc3 Bg7 4. f4
Ein hvassasta leiðin gegn Pirc-
vörninni.
4. … Rc6 5. Bb5 a6 6. Bxc6+ bxc6
7. e5 Rh6 8. Rf3 0-0 9. 0-0 Hb8 10.
Hb1 f6 11. De2 Kh8?
Alltof hægfara. Hér var best að
leika 11. … Bg4.
12. h3 Rf5 13. Hd1 Dd7?
Einkennilega leikið. Hví ekki 13.
… fxe5 strax?
14. g4 Rh6
15. e6!
Besti kosturinn.
15. … Dxe6 16. Dxe6 Bxe6 17.
He1 Bd7 18. Hxe7 Hf7 19. He1 f5
Enn gat svartur losað um sig með
c6-c5.
20. g5 Rg8 20. Bd2 Re7 22. b3
Kg8 23. a3 Kf8 24. Kf2 He8 25.
Ra2!
Víkur fyrir biskupinum sem er á
leið til a5.
25. … Bc8 26. c4 Bb7 27. Ba5
Rc58 28. Rc3 Hfe7 29. Hxe7 Hxe7
30. c5 Hd7 31. He1 Kf7 32. Re2
Re7?
Gáir ekki að sér en svarta staðan
var þröng og erfið viðureignar.
33. Bxc7! dxc5 34. Be5 cxd4 35.
Bxg7 Kxg7 36. Rexd4 Rd5 37.
Re6+ Kg8 38. Rc5 Hc7 39. Kg3 Bc8
40. Re5 Kg7 41. h4 a5 42. Rc4 Ha7
43. He8!
Snyrtilegur lokaleikur. Svartur
getur sig hvergi hrært án þess að
tapa liði. Hann gafst því upp.
Pólverjinn Duda vann
heimsbikarmót FIDE
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða FIDE
Hetja Pólverja Duda (t.h.) vann seinni at-skákina gegn Magnúsi Carlsen og
komst í úrslitin. Dómarinn, Omar Salama, fylgist grannt með viðureign þeirra.
Í lögum um lífeyr-
issjóði er ákvæði sem
heimilar sjóðfélögum að
semja við maka sína um
gagnkvæma og jafna
skiptingu áunninna
lífeyrisréttinda. Þessi
möguleiki hefur verið
fyrir hendi í lífeyr-
issjóðalögum á þriðja
áratug og oft verið
kynntur í blaðagrein-
um, viðtalsþáttum og samfélags-
miðlum. Margir vita samt ekki af
lagaheimildinni og því nærtækt að
benda annað slagið á hana en vísa
jafnframt á vef Landssamtaka lífeyr-
issjóða, lifeyrismal.is, þar sem ít-
arlegri upplýsingar er að finna.
Lögin kveða á um þrjá möguleika í
samningum hjóna og fólks í sambúð;
a) að skipta áunnum lífeyris-
réttindum, b) að skipta framtíðar-
réttindum (iðgjaldinu) og c) að skipta
greiðslum þegar taka lífeyris er hafin.
Þetta eru möguleikar sem vert er
að fólk í hjúskap eða sambúð kynni
sér og leiti ráða hjá starfsfólki lífeyr-
issjóða sinna. Sjálf starfaði ég áður að
réttindamálum hjá Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins og aðstoðaði
sjóðfélaga við tilheyrandi samnings-
gerð. Rak ég mig þá gjarnan á þann
misskilning að sumir litu á skiptingu
lífeyrisréttinda sem skilnaðarúrræði.
Þannig er lagaákvæðið hins vegar
alls ekki hugsað heldur sem jafn-
réttis- og sanngirnismál. Ég rak mig
líka á tilvik þar sem beint lá við að
ráðleggja viðkomandi að hugsa sinn
gang áður en lengra væri farið því að-
stæður fólks geta verið þannig að
samningar um réttindaskiptingu
væru beinlínis óskynsamlegir. Hér er
með öðrum orðum margs að gæta.
Því hefur verið varpað fram í um-
ræðum að fólk í hjúskap og sambúð
eigi ekki að þurfa að semja sérstak-
lega um að jafna lífeyrisréttindi sín
því jafnaðar- og sanngirnismál af
þessu tagi eigi að ganga sem næst
sjálfkrafa fyrir sig. Hér kunna skoð-
anir að vera skiptar
enda lífeyrisréttindi
persónubundin og nán-
ast heilög í lagalegum
skilningi. Um þau er
ekki hægt að semja,
nema með fram-
angreindum hætti, og
þau eru hvorki fram-
seljanleg né aðfar-
arhæf. Lífeyrisréttindi
verða ekki veðsett og
þau eru tekin út fyrir
sviga við gjaldþrot.
Lífeyrissjóðalögin veita sem sagt
þá einu undanþágu frá meginregl-
unni að hjón og sambýlisfólk geti
jafnað lífeyrisréttindi sín sem falla til
á meðan hjúskapur eða óvígð sambúð
varir eða hefur varað. Slíkir samn-
ingar verða að vera gagnkvæmir og
jafnir. Þeir geta einungis tekið til líf-
eyrisréttinda og eftirlauna úr lífeyr-
issjóðum en ekki til makalífeyris eða
örorkulífeyrisréttinda. Slíka samn-
inga þarf að gera fyrir 65 ára aldur og
áður en taka ellilífeyris hefst. Þá er
jafnframt lagaskilyrði að heilsufar
samningsaðila dragi ekki úr lífslíkum
þeirra.
Samningar um skiptingu lífeyris-
réttinda eru tiltölulega fátíðir, ein-
hverra hluta vegna. Lagaheimildin er
vissulega til staðar og hefur lengi ver-
ið. Hjón og sambúðarfólk ætti að
kanna málið og leita ráða hjá starfs-
fólki lífeyrisjóða sinna. Þá er leiðbein-
ingar, samningseyðublað og upplýs-
ingar um verkferla og fleira að finna á
lifeyrismal.is.
Hjón og fólk í sambúð
velti fyrir sér að skipta
lífeyrisréttindum
Eftir Þóreyju S.
Þórðardóttur
» Lagaákvæðið um
skiptingu lífeyris-
réttinda er alls ekki
hugsað sem skilnaðar-
úrræði heldur sem
jafnréttis- og
sanngirnismál.
Þórey S. Þórðardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Sigurbergur Elísson fæddist
7. ágúst 1899. Hann var atvinnu-
bílstjóri í Reykjavík og verk-
stjóri í Gatnagerð borgarinnar.
Sigurbergur var formaður
Knattspyrnufélagsins Fram ár-
ið 1951-52 og stýrði fram-
kvæmdum á fyrsta knatt-
spyrnuvelli félagsins 1945, auk
þess að eiga stóran þátt í bygg-
ingu félagsheimilis Fram í Skip-
holti ári síðar. Sigurbergur varð
heiðursfélagi Fram á 60 ára af-
mæli félagsins árið 1968.
Fræg varð saga af samskipt-
um Sigurbergs við Jónas Jónas-
son frá Hriflu árið 1929, þegar
árekstur varð á mjóum vegi inni
við Elliðaár. Samkvæmt heldur
grínaktugri grein í Ísafold 17.7.
1929 segir að Sigurbergur hafi
lagt úti í kanti, en vegurinn ver-
ið svo mjór að ráðherradrossían
lenti á malarbílnum, enda hafði
lítt verið dregið úr hraða. „Þeg-
ar vegirnir voru lagðir … var
sem sje eigi tekið tillit til þess,
að Jónas frá Hriflu yrði dóms-
málaráðherra og notaði vegina
til þess að aka eftir þeim í sjer-
stökum ríkisbíl með alveg sjer-
stökum aðferðum.“ Sagt er að
Jónas hafi hótað Sigurbergi
tugthúsvist, en Sigurbergur
ekki tekið hótanirnar alvarlega.
Lauk málinu enda með því að
Hjörtur Ingþórsson, bílstjóri
Jónasar, studdi málstað Sigur-
bergs og málið var látið niður
falla.
Sigurberg lést 2.10. 1969.
Merkir Íslendingar
Sigurbergur
Elísson
Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herbergja íbúð á annari hæð í húsi fyrir eldri borgara í Njarðvík
Reykjanesbæ, í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla.
Töluvert endurnýjuð eign á eftirsóttum stað.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 37.500.000 Birt stærð eignar er 81,8 m2