Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 23
MESSUR 23á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Arnarbæli í Ölfusi | Útimessa í Arnarbæli kl.
14, á þeim forna kirkjustað. Kirkjukór Hvera-
gerðis- og Kotstrandarsókna leiðir safnaðar-
söng, prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Ef
veðrið bregst verður messað í Kotstrandar-
kirkju.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Ung-
lingur staðfestir skírnarheitið og fermist. Fé-
lagar úr kór Árbæjarkirkju syngja og Krisztina
Kalló Szklanér organisti leikur á orgelið. Sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari.
ÁSKIRKJA í Fellum | Kvöldmessa sunnudag
kl. 20. Prestur Þorgeir Arason. Organisti er
Drífa Sigurðardóttir. Meðhjálpari er Bergsteinn
Brynjólfsson.
Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garðakirkju
alla sunnudaga klukkan 11. Ástjarnarkirkja
tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja
hér á síðunni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag
kl. 20. Jónas Þórir og félagar úr kór Bústaða-
kirkju leiða tónlistina. Messuþjónar og sr.
María annast þjónustu.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur
er Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar er organ-
isti og félagar úr Dómkórnum syngja.
FELLA- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Sr.
Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.
Hulda Jónsdóttir syngur einsöng. Organisti er
Arnhildur Valgarðsdóttir. Kaffisopi eftir stund-
ina.
GARÐAKIRKJA | Sr. Jónína Ólafsdóttir þjón-
ar. Ræðukona er fjölmiðlakonan Olga Björt
Þórðardóttir. Um tónlistina sér Guðmundur Sig-
urðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju.
Að lokinni messu verður boðið upp á tónlistar-
dagskrá og kaffisopa í hlöðunni á Króki. Ung
söngkona, Birta Dís Gunnarsdóttir, meðlimur í
unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, mun syngja og
spila.
Sumarsunnudagaskólinn er eins og ávallt á
sínum stað í vinnustofunni á safninu Króki.
Messan verður í beinu streymi á facebook.-
com/sumarmessur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 8.
ágúst kl. 11 verður kaffihúsamessa. Kaffi-
húsamessurnar eru sumarmessur og verða á
sunnudögum kl. 11 út ágústmánuð. Forsöngv-
ari, prestur, organisti og kirkjuvörður annast
þjónustuna. Kaffi og meðlæti.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
María Guðrúnar Ágústsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum. Antonía Hevesi leikur á hljóð-
færið og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng.
Þriðjudagur 10. ágúst: Kyrrðarstund kl. 12.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grundar.
Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimili-
sprestur. Félagar úr Grundarkór leiða söng
undir stjórn Kristínar Waage organista.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar í Hall-
grímskirkju. Tónleikar laugardag kl. 12. Kjartan
Jósefsson Ognibene leikur á orgelið.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt Grétari
Einarssyni. Messuþjónar aðstoða. Forsöngvar-
ar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti er
Matthías Harðarson.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju,
syngja. Organisti er Arngerður María Árnadóttir.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sumar-
messa í Ytri-Njarvíkurkirkju kl. 20. Sjá Ytri-
Njarðvíkurkirkju hér á síðunni.
LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessa kl. 11,
sameiginleg messa safnaðanna við Laugardal.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar
ásamt Magnúsi Ragnarssyni oganista. Félagar
úr kór Langholtskirkju syngja. Kaffi í safnaðar-
heimilinu að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Íhugunarguðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Sr. Hjalti Jón Sverrisson
leiðir stundina og organisti er Magnús Ragn-
arsson.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr
kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn
Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prest-
ur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Yngsta
kynslóðin fær blöð og liti.
Hressing á Torginu eftir guðsþjónustu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sum-
armessa í Ytri-Njarvíkurkirkju kl. 20. Sjá Ytri-
Njarðvíkurkirkju hér á síðunni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik
Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr
Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garða-
kirkju alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumar-
messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11.
Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sumarmessa í Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 20. Sr. Baldur Rafn Sigurðs-
son þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja
undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organ-
ista.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Seyðisfjarðarkirkja
Áhugavekjandi
samtal (Motivational
Interviewing) er sam-
talsaðferð sem upp-
haflega var þróuð til
að hjálpa fólki með
fíknivanda til að átta
sig á og virkja eigin
vilja til breytinga.
Seinni tíma rann-
sóknir hafa sýnt að að-
ferðin hentar vel á
mörgum öðrum sviðum, m.a. til að
auðvelda sjúklingum í líknarmeðferð
að ræða um dauðann við heilbrigð-
isstarfsfólk, sem er oft forsenda þess
að geta undirbúið aðstandendur undir
dauða sjúklings. Virðing fyrir mörk-
um fólks er grundvallaratriði í slíku
samtali.
Siðfræðin
Undanfarin ár hefur athyglin
beinst að siðfræðilegum álitaefnum
varðandi samtöl í vinnu með sjúklinga
í líknar- og lífslokameðferð, þar sem
markmiðið er að fá leyfi sjúklings til
að upplýsa aðstandendur um yfirvof-
andi dauða viðkomandi. Forsenda
fyrir því að eiga opið samtal um yf-
irvofandi dauða sjúklings er að taka
tillit til eftirfarandi aðstæðna: Hafi
aðstandendur of skamman tíma til að
aðlagast og meðtaka þá staðreynd að
að ástvinur þeirra sé að deyja, hefur
það oft í för með sér langtímavanlíðan
eins og þunglyndi og kvíða. Treg tjá-
skipti milli heilbrigðisstarfsfólks og
sjúklings varðandi yfirvofandi dauða
sjúklings tengjast skömmum aðlög-
unartíma aðstandenda, vegna þess að
heilbrigðisstarfsfólk þarf leyfi sjúk-
lings til að upplýsa aðstandendur,
nema sjúklingur sé ófær
um að tjá sig.
Íhlutun
Raunprófaðar og sið-
fræðilega réttlætanlegar
aðferðir til að opna um-
ræðu milli heilbrigð-
isstarfsfólks og sjúklings
varðandi yfirvofandi
dauða, eru aftur á móti
líklegar til að auka líkur á
því að sjúklingur opni
augun fyrir þeim veru-
leika sem hann stendur frammi fyrir,
opni fyrir þessa umræðu við ástvini
sína og veiti heilbrigðisstarfsfólki leyfi
til að undirbúa ástvini sína tímanlega.
Íhlutun sem miðar að því að auðvelda
samtal um dauðann í líknarmeðferð,
byggð á aðferðum áhugavekjandi
samtals, hefur gefið góða raun, sér-
staklega fyrir karlmenn, en gagnast
bæði körlum og konum. Aftur á móti
er alltaf hætta á að meðferðaraðili
gangi yfir mörk sjúklings og leiði
sjúkling inn í umræðu sem hann vill í
raun ekki taka þátt í, því þarf að fara
varlega.
Niðurstöður
Niðurstöður siðfræðirýninnar voru
þó að það sé þrátt fyrir allt réttlæt-
anlegt að nota markvissa samtal-
stækni, þar sem markmiðið er að opna
fyrir umræður um yfirvofandi dauða, í
stað ómarkvissrar. Þó er það að því
gefnu að aldrei sé farið lengra en sjúk-
lingurinn sjálfur vill. Þó meginþorri
rannsókna á sviðinu séu tengdur
krabbameinsmeðferð, er engin
ástæða til að ætla annað en niðurstöð-
urnar eigi líka við um aðra sjúkdóma.
Færni í að ræða um viðkvæm tilfinn-
ingaleg mál eins og dauðann, krefst
mikillar þjálfunar og því ekki á færi
nema þeirra sem hafa þjálfun, hand-
leiðslu og viðamikla klíníska reynslu.
Það er því mikilvægt að fræðsla og
handleiðsla fyrir fagfólk sé aðgengi-
leg hvar sem er á landinu. Þar getur
Krabbameinsfélagið aðstoðað.
Heimildaskrá
Black, I. og Helgason, A. R. (2018). Using mo-
tivational interviewing to facilitate death talk
in end-of-life care: An ethical analysis. BMC
Palliat Care, 17(1), 51.
Forsberg, L., Kallmen, H., Hermansson, U.,
Berman, A.H. og Helgason, A.R. (2007). Cod-
ing counsellor behaviour in motivational int-
erviewing sessions: Inter-rater reliability for
the Swedish Motivational Interviewing Treat-
ment Integrity Code (MITI). Cogn Behav
Ther, 36(3), 162-169.
Forsberg, L., Forsberg. L. G., Lindqvist, H. og
Helgason, A. R. (2010). Clinician acquisition
and retention of motivational interviewing
skills: A two-and-a-half-year exploratory study.
Subst Abuse Treat Prev Policy, 13(5), bls. 8.
Hauksdottir, A., Steineck, G., Furst, C. J. og
Valdimarsdottir, U. (2010). Long-term harm
of low preparedness for a wife’s death from
cancer – a population-based study of wido-
wers 4-5 years after the loss. Am J Epidemio,
172(4), 389-396.
Hauksdottir, A., Valdimarsdottir, U., Furst,
C. J., Onelov, E. og Steineck, G. (2010).
Health care-related predictors of husbands’
preparedness for the death of a wife to cancer
– a population-based follow-up. Ann Oncol, 21
(2), 354-361.
Miller, W. R. og Rollnick, S. (2013). Motivatio-
nal interviewing: Helping people change (3.
útgáfa). New York: Guilford Press.
Pollak, K. I., Childers, J. W. og Arnold, R. M.
(2011). Applying motivational interviewing
techniques to palliative care communication.
J Palliat Med, 14(5), 587-592.
Skulason, B., Hauksdottir, A., Ahcic, K. og
Helgason, A. R. (2014). Death talk: Gender
differences in talking about one’s own imp-
ending death. BMC Palliat Care, 13(1), 8.
Valdimarsdottir, U., Helgason, A. R., Furst,
C.-J., Adolfsson, J. og Steineck, G. (2004). Aw-
areness of husband’s impending death from
cancer and long-term anxiety in widowhood:
A nationwide follow-up. Palliat Med, 18(5),
432-443.
Siðfræði samtala
í lífslokameðferð
Eftir Ásgeir R.
Helgason
» Virðing fyrir
mörkum sjúklings
er grundvallaratriði í
slíku samtali.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði og
sérfræðingur hjá Krabbameins-
félaginu.
asgeir@krabb.is
Þegar sá er þetta rit-
ar skrifaði sína fyrstu
grein í Morgunblaðið
aðeins tvítugur að aldri
fyrir þrjátíu og sjö ár-
um var ég upptendr-
aður af því og þakklátur
fyrir að fá óverðskuldað
að eiga ómetanlega en
vaxandi, síunga, ferska
og lifandi vináttu frels-
arans Jesú Krists vísa.
Frá þeim tíma er mikið vatn runnið
til sjávar og þjóðfélagsbreytingar og
tækninýjungar orðið með marg-
snúnum og nánast ólíklegasta hætti.
Ráðamenn hafa komið og farið sem
og straumar og stefnur. Og sjálfur
hef ég gengið í gegnum mína ævidaga
og safnað lífsreynslu og minningum
sem ég get heilt yfir ekki verið annað
en þakklátur fyrir, jafnvel þrátt fyrir
að hafa þurft að lifa með ólæknandi
krabbameini núna síðastliðin átta ár.
Óendanlega þakkarverð
samfylgd
Öllum þessum árum síðar segi ég
enn og aftur; að þiggja það að fá að
eiga Jesú að daglegum vini í gegnum
þykkt og þunnt upp á hvern dag ævi-
göngunnar er það dýrmætasta sem
nokkrum getur hlotnast.
Því að eiga Jesú að sem bróður og
vin og leiðtoga lífs síns felst ekki í því
að kunna eitthvað, vita hvað verður,
skilja, geta eða vita eitthvað yfirhöf-
uð. Það felst heldur ekki í því að
standast einhverja skoðun og vera
samþykktur. Eða í því að blíðka ein-
hverja Guði eða anda. Og það felst
heldur ekki í því að aðhyllast ein-
hverjar fyrirframniðurnjörvaðar
trúarhugmyndir eða
skoðanir. Eða kyngja
einhverjum kenningum
sem standast illa tímans
tönn og troðast illa nið-
ur. Í því felst ekki held-
ur að gera endilega eitt-
hvað á ákveðnum
tímum. Það er ekki eins
og að fylgja eða kjósa
stjórnmálaflokk eða
halda með einu íþrótta-
félagi umfram annað.
Að fá að fela Guði líf
sitt sem Jesús birtir okkur og vill fá
að gefa okkur með sér er í eðli sínu
heldur ekki einhverjir siðir eða til-
burðir, ritúal eða venjur. Þótt siðir,
mildur kærleiksagi og venjur geti að
sjálfsögðu verið af hinu góða.
Tilboð um fyrirgefningu,
frið og sátt
Að vera kristinnar trúar er í raun
og veru að þiggja raunverulega vin-
áttu og samfylgd Jesú Krists, okkar
lifandi frelsara og eilífa lífgjafa, og lifa
meðvitað og ómeðvitað í auðmýkt í
náð hans og miskunn þar sem þú ert
samþykktur eins og þú ert í ljósi hans.
Kristin trú er nefnilega í eðli sínu
útréttur armur frelsarans sem býður
uppörvandi vináttu sína, skilning á
eðli okkar og samfylgd sem aldrei
bregst eða trosnar. Vináttu sem varir
ekki aðeins ævinlega heldur eilíflega.
Jesús er nefnilega gjöf Guðs til
okkar. Hún er eins langt frá því að
vera ítroðsla eða þvingun eins og
suðrið er frá norðrinu.
Þú verður ekki að þiggja hana. Þitt
er valið. Þú mátt það ef þú vilt.
Kristin trú er nefnilega ekki ein-
hver formúla eða kerfi sem þú fékkst
í arf og verður að viðhalda til að verða
ekki þjóð þinni eða ætterni til
skammar. Hún er ekki dauður laga-
bókstafur eða kenning sem ekki virk-
ar. Heldur samfélag við lifandi frels-
ara sem elskar þig út af lífinu. Tilboð
um að þiggja óverðskuldaða kær-
leiksgjöf Guðs. Tilboð um fyrirgefn-
ingu og sátt. Persónulega vináttu og
samfylgd, líf og frið.
Kristin trú virkar nefnilega sem
heimska fyrir þeim sem ekki vilja
þiggja hana sem gjöf. En fyrir þeim
sem taka vilja á móti er hún náð-
argjöf. Kraftur Guðs sem varir til ei-
lífs lífs.
Ef þú vilt forðast hana skaltu sann-
arlega vara þig á henni, því hún er
smitandi. Hún nefnilega á það til að
berast frá hjarta til hjarta, manni til
manns, kynslóð eftir kynslóð með
persónulegum vitnisburði, tilbeiðslu
og jafningjafræðslu.
Siðir og venjur
Siðir, hefðir og viðteknar venjur
kunna að koma og fara. Lög og regl-
ur, menning og viðmið breytast. En
dæmisögur Jesú, kærleikur og fyrir-
heit, friður, orð, ást og verk munu
áfram halda velli og ferskleika sínum
um ókomna tíma. Vekja til umhugs-
unar um lífið, mannkærleika og það
sem skiptir máli. Svo lengi sem ver-
öldin stendur. Þrátt fyrir allt og alla
strauma og stefnur.
Guðs ríki er nefnilega nær okkur
en við kunnum að halda. Það getur
nefnilega leynst innra með okkur. Ef
við bara viljum opna fyrir því, sjá með
hjartanu og koma auga á það.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Ómetanleg, lifandi
sífersk vinátta
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Guðs ríki er nær okk-
ur en við kunnum að
halda. Það getur leynst
innra með okkur. Ef við
bara viljum opna fyrir
því og koma auga á það.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Atvinna
Umræðan