Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurvaldís fæddist 19. júní 1927 í Reykjavík. Hún lést 13. júlí 2021 á dvalarheim- ilinu Mörk. Sigurvaldís var dóttir hjónanna Lárusar Finnboga Björnssonar kaup- manns og Sigur- bjargar Sigríðar Sigurvaldadóttur konu hans. Lárus og Sigurbjörg voru bæði Húnvetningar. Björn faðir Lárusar var lengst af bóndi í Hnausum í Húnaþingi, sonur Kristófers Finnbogasonar á Stóra-Fjalli í Borgarfirði og konu hans Helgu Blöndal. Móðir Lárusar, Ingibjörg Þorvarð- ardóttir, var Vestur-Húnvetn- ingur í báðar ættir. Sigurbjörg kona Lárusar var dóttir Sig- urvalda Þorsteinssonar frá Gauksmýri í Línakradal og Ólaf- ar Sigurðardóttur konu hans. Hallbergsson, f. 21. maí 1957. Börn þeirra eru tvö: a) Íris Sif, f. 16. desember 1987. Sambýlis- maður Bjarki Fannar Atlason, f. 15. desember 1982. Sonur Bjarka Funi Freyr Fanndal Bjarkason, f. 1. júní 2005. b) Ein- ar Hallberg, f. 9. ágúst 1991. Sambýliskona Halldís Una Hreiðarsdóttir, f. 26. október 1993. 2) Sigurbjörg Guðríður, f. 1. desember 1962. Maki Vil- hjálmur Örn Gunnarsson, f. 14. nóvember 1963. Börn: a) Tómas Þórarinn Magnússon, f. 14. maí 1981. Faðir hans er Magnús Þór- arinn Gissurarson, f. 5. apríl 1958. Sonur hans er Francis Mosi Tómasson Pollock, f. 7. júlí 2009. b) Ómar Örn, f. 13. október 1990. Dætur hans eru tvær: Cel- ina Emily, f. 11. ágúst 2015. Móð- ir Celinu er Camilla Schnuchel. Gaia Elizabeth, f. 19. september 2019. Sambýliskona Ómars og Móðir Gaiu er Gry Vejen Wexö. c) Kristófer Jökull, f. 13. nóv- ember 1992. Áður hafði Sigur- valdís eignast Ólöfu Sif, faðir hennar er Gunnar J. Jóhanns- son, d. 1966. Maki hennar er Benedikt Sigurðsson. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurvaldís Guð- rún var næstyngst fjögurra dætra þeirra Sigurbjargar og Lárusar: elst var Sigurrós, þá Ingi- björg Kristín og yngst Hulda Birna. Árið 1954 giftist hún Tómasi Ólafs- syni, f. 3. júlí 1924, d. 27. júlí 1980, frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Ingibjörg Tómasdóttir frá Barkarstöðum í Fljótshlíð og Ólafur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð. Tómas var mjög laginn og góður vélsmiður og vann alla tíð við það. Hann vann í Vélsmiðjunni Héðni, síðar hjá Jarðýtunni sf. og um tíma hafði hann verkstæði heima við. Síðustu árin starfaði hann hjá Ísal. Dætur Sigurvaldísar og Tóm- asar eru: 1) Ingibjörg, f. 12. febr- úar 1957. Maki Ragnar Werner Nú að leiðarlokum skrifa ég nokkur orð til minningar um móður mína, Sigurvaldísi Guð- rúnu Lárusdóttur. Hún var oftast kölluð Valdís. Foreldrar hennar reistu sér hús á Fjölnisvegi 20 í Reykja- vík 1929 og ólst hún þar upp, ásamt systrum sínum, Sigur- rós, Ingu og Birnu. Þótti henni alla tíð afar vænt um foreldra sína, systur og svo systrabörn- in og afkomendur þeirra. Mjög gestkvæmt var á heim- ilinu, margir komu að norðan og gistu. Á sumrin dvöldu þær systur oft hjá Guðríði móður- systur sinni í Vestmannaeyj- um. Átti mamma góðar minn- ingar þaðan, enda Gidda frænka alveg einstök. Á unglingsárum kynntist mamma Guðbjörgu Jóhanns- dóttur, vinátta þeirra entist ævilangt og mundi hún eftir Guðbjörgu lengur en flestum öðrum. Mamma fór í Húsmæðra- skóla á Laugalandi. Skólasyst- urnar stofnuðu saumaklúbb og héldu sambandi meðan líf og heilsa leyfði. Árið 1948 eignaðist hún Sif. 1954 giftist hún Tómasi Ólafs- syni frá Vestmannaeyjum. Þau hófu búskap í Kópavogi og byggðu sér hús við Þinghóls- braut í kringum 1960. Þar var gott að búa og góðir nágrann- ar, sem þau bundust vináttu- böndum. Þar bjuggu þau, þar til pabbi lést 1980. Um 1990 flutti hún upp á Ártúnsholt og bjó þar þar til hún fór á Hjúkrunarheimilið Mörk 2017. Árið 1957 eignuðust þau Ingu og svo Sirí 1962. Mamma vann á Kópavogshæli árin sem þau voru að byggja, en gerðist síðan heimavinnandi. Hún sat ekki auðum höndum; bakað flesta laugardaga, saumað, prjónað, mottur hnýttar og sokkaskór heklaðir. Oft litu ættingjar, vinir og nágrannar í kaffi, sumir gistu. Svo voru það myndakvöldin, tjaldið dregið niður úr stofu- loftinu, Lieseganginn settur í samband og skoðaðar lit- skyggnur, kvöldkaffi og með því. Það var aldrei drama, ekki skammir né hávaði. Fátt bann- að, aðeins bent á hvar hættur gætu leynst. Yrði okkur eitt- hvað á var það rætt í rólegheit- um. Hún var boðin og búin að hjálpa vinum og vandamönnum ef passa þurfti börn. Eigum við skemmtilegar minningar um lítil kríli, sem hreiðruðu um sig í fanginu á henni. Árum saman þjáðist hún af magaverkjum en eftir að hún losnaði við þann kvilla dreif hún sig út á vinnumarkaðinn. Hún hóf störf hjá Trygginga- stofnun og var oft send út á land að endurskoða. Einnig vann hún nokkur ár á Kópa- vogshæli. Þegar hún fór á eft- irlaun varð hún fasti punkt- urinn í lífi barnanna minna og kattanna, alltaf reiðubúin að létta undir. Hún heimsótti Birnu systur sína til Los Angeles, ferðaðist með Birnu og Sævari manni hennar víða um vesturströnd- ina og einnig suður til Mexíkó. Eftir að Sirí flutti til Dan- merkur fór hún þangað í heim- sóknir og naut þess að hitta fólkið sitt. Síðustu árin voru erfið. Alz- heimer herti sífellt tökin og við sáum hana hverfa okkur. Und- ir það síðasta þekkti hún okkur ekki og gat ekki tjáð sig. Það var sárt að fylgjast með en geta ekkert gert. Meðan hún átti heimangengt var það gamla hverfið sem heillaði; allir bíltúrar enduðu á að keyra fram hjá Fjölnisvegi 20, löturhægt, þá ljómaði hún. Nú er þessari vegferð lokið, en eftir lifa góðar minningar um góða móður. Ingibjörg Tómasdóttir. Valdís hefur verið hluti af minni fjölskyldu frá því ég man eftir mér. Hún var konan hans Tomma móðurbróður míns og uppáhaldsfrænda. Þau voru alltaf nefnd í sömu and- ránni, Tommi og Valdís. Fyrstu minningarnar eru frá heimsóknum þeirra til Vest- mannaeyja á Þjóðhátíð þegar ég var krakki. Á hverju sumri fórum við foreldrar okkar „upp á land“ og ferðuðumst um landið og alltaf var dvalið hjá Tomma og Valdísi á Þinghóls- brautinni í nokkra daga. Þau tóku á móti okkur af mikilli gestrisni. Minnisstæð er nóttin sem Heimaeyjargosið hófst 23. jan- úar 1973. Tommi og Valdís voru mætt á bryggjuna í Þor- lákshöfn til að taka á móti okk- ur flóttamönnunum. Við bjugg- um síðan hjá þeim í nokkrar vikur áður en húsnæði fannst fyrir fjölskylduna. Húsið þeirra á Þinghóls- brautinni fannst mér spenn- andi og flott. Blómabrekkan sú flottasta sem ég hafði séð og skemmtileg leiktæki á lóðinni smíðuð af Tomma. Valdís varð ekkja 53 ára gömul þegar Tommi dó í kjöl- far veikinda. Hún seldi húsið á Þinghólsbrautinni nokkrum ár- um seinna og flutti fyrst á Ný- býlaveg og síðar í Árkvörn í Reykjavík. Hún leitaði stund- um ráðlegginga hjá mér ef framkvæmdir stóðu fyrir dyr- um og var mér ljúft að rétta henni hjálparhönd. Valdís kom í öll barnaafmæli og aðra viðburði í okkar fjöl- skyldu á seinni árum á meðan heilsan leyfði. Ég heimsótti hana lengi í aðdraganda jóla og sé eftir að hafa ekki gert meira af því að heimsækja hana í annan tíma. Gengin er góð og hlý mann- eskja sem vildi öllum vel, jafnt mönnum sem málleysingjum. Okkur þótti öllum vænt um Valdísi. Ég sendi dætrum hennar og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur Hermannsson. Hálfrar aldar gamlar bjartar bernskuminningar koma í hug- ann um langferðir frá Fjöln- isvegi 20, alla leið á Þinghóls- brautina í Kópavogi; framandi slóðir holótts malarvegar með timburljósastaurum. Erindin voru heimsóknir til Valdísar frænku, uppáhaldsmóðursyst- urinnar, sem nú er fallin frá södd lífdaga eftir strembna glímu við erfiðan sjúkdóm síð- ustu árin. Þær voru nánar systur Val- dís og Ingibjörg móðir mín og alltaf gleðiefni þegar farið var í heimsókn eða hún kom við á Fjölnisveginum þar sem við bjuggum en hún hafði áður slitið barnsskónum á næstu hæð fyrir neðan með foreldr- um sínum og þremur systrum, tveimur eldri, Sigurrós og Ingibjörgu, og einni yngri, Birnu. Ef lýsa á helstu lyndisein- kunnum Valdísar kemur glettni fyrst í hugann, það að sjá broslegu hliðina á hlutum og komast kankvíslega að orði án þess þó að hafa menn og málefni í flimtingum. Lundin var enda oftar en ekki léttari eftir samfundi með Valdísi, hvort sem það var í æsku eða síðar á fullorðinsárum. Á þeim síðari tímum varð það til dæmis siður í símtölum okkar að ávarpa ætíð með fullu nafni í upphafi símtals í glettnistón. Meira kvað þó að hennar nafni enda sýnu hljómmeira þegar kveðið var að öllum at- kvæðum þess, „komdu blessuð og sæl, Sigurvaldís Guðrún!“ – og síðan goldið í sömu mynt af hennar hálfu. Valdís hafði líka sérstaklega góða nærveru og hlýju í mannlegum sam- skiptum sem samferðamenn nutu. Þegar á reyndi bjó Valdís líka að þrautseigju á erfiðum stundum því ekki var tilveran alltaf einföld. Til að mynda þegar eiginmaður hennar Tómas Ólafsson slasaðist al- varlega í vinnuslysi, nánast í árdaga hjónabands þeirra, og síðar er hann féll frá á besta aldri, 56 ára, eftir erfið veik- indi. Þá erfiðleika tókst Valdís á við af æðruleysi og lagaði sig að breyttum aðstæðum. Valdís gat líka verið föst fyrir þegar á þurfti að halda og var þannig til dæmis ekki á því að láta viðsjárverða bygg- ingaverktaka selja sér köttinn í sekknum er hún keypti sér síðar á lífsleiðinni íbúð í Ár- túnsholti. Sínu þurftu þeir að skila með rentum, komust ekki upp með moðreyk þótt við ekkju á sjötugsaldri væri að etja. Íbúð þessa keypti Valdís svo kostur væri á meiri nálægð við barnabörnin sem í höfuð- borginni bjuggu, henni og þeim til mikillar ánægju og gagns en þeim var hún til halds og trausts eftir skóla meðan foreldrarnir sinntu störfum og útréttingum. Meðan heilsan leyfði bjó Valdís í Ártúnsholtinu ásamt ketti sínum og þangað var allt- af gaman að koma, þar mætti gestum ekki barlómurinn, heldur glettni, kímni, sem var ekki laust við að kötturinn væri líka búinn að tileinka sér. Og svo kvatt með hlýju og bros á vör. Úr heimsókn frá Valdísi var alltaf haldið léttari í lundu, alveg eins og frá holóttu Þing- hólsbrautinni forðum daga. Björn L. Bergsson. Sigurvaldís Guðrún Lárusdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,...Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, TORDIS ANNIE KRISTJÁNSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 30. júlí. Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju í Vík í Mýrdal laugardaginn 14. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni og hægt er að nálgast það á: www.mbl.is/andlat. Magnús Kristjánsson Einar Magnússon Birna Viðarsdóttir Róbert Magnússon Ása Sigurdís Haraldsdóttir Þórir Magnússon Agnes Viðarsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLÍNA JÓHANNESDÓTTIR, Lína, Sólvangi, lést laugardaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 13. Sigurvin B. Guðfinnsson Dagfríður Guðrún Arnardóttir Gísli Rafn Guðfinnsson Edda Guðrún Guðfinnsdóttir Magnús Ívar Guðfinnsson Guðrún Soffía Björnsdóttir Birgir Guðfinnsson Guðlaug Björk Karlsdóttir og ömmubörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Vesturbergi 77. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakotsspítala fyrir hlýhug og góða umönnun. Anna Marie Georgsdóttir Steindór Steinþórsson Sigurjón Georgsson Reynir Georgsson Eyrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ERLINGSDÓTTIR, Imba, Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ, lést sunnudaginn 1. ágúst eftir stutt veikindi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 13. Bjarni Þór Einarsson Mekkín Bjarnadóttir Magnús B. Matthíasson Einar Bjarnason Linda Sveinbjörnsdóttir Erlingur Bjarnason Ásta Ben Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og unnusta, BÁRA KEMP hárgreiðslumeistari, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 1. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fríkirkju Reykjavíkur 18. ágúst klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana verður athöfninni einnig streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Ingi M Magnússon Heiða Kristín Víðisdóttir Logi Makan Ingason Jökull Makan Ingason Hörður Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.