Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
✝
Ingibjörg Sig-
urðardóttir
fæddist á Njálsgötu
23 í Reykjavík 12.
júlí 1928. Hún lést á
Grund 28. júlí 2021.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjónin
Sigríður Daníels-
dóttir, f. 1903, d.
1996, og Sigurður
Breiðfjörð Jónsson,
f. 1902, d. 1976.
Systkini Ingibjargar eru Una, f.
1929, Margrét, f. 1932, og Gunn-
ar, f. 1938, d. 2004.
Fyrri eiginmaður Ingibjargar
var Eggert Ólafsson, f. 24.11.
1926, d. 10.12. 1969. Foreldrar
hans voru Vilborg Magn-
úsdóttir, f. 1892, d. 1983, og
Ólafur Kristinn Teitsson, f.
1891, d. 1974.
Seinni eiginmaður var Glúm-
ur Björnsson, f. 9.2. 1918, d.
14.12. 1991. Foreldrar: Margrét
Magnúsdóttir Stephensen, f.
1879, d. 1946, og Guðmundur
Björnsson landlæknir, f. 1864, d.
1937.
Börn Ingibjargar og Eggerts:
1) Sigríður, f. 1949. Fyrsti eig-
inmaður var Snorri Hörgdal
Óskarsson, f. 1946, d. 1974. Syn-
ir: Eggert Hörgdal, f. 1968, maki
Sesilía Myrna Alota, f. 1975,
Ingibjörg, f. 1983. Hún á Úlfar, f.
2015, og Heklu, f. 2019, með
Rasmusi Petersen, f. 1978.
Seinni eiginmaður Hildar er Sig-
urður R. Guðjónsson, f. 1949.
Dóttir þeirra Hulda, f. 1993, sem
á Hörpu, f. 2021, með Ryan
Cobain, f. 1994.
5) Ólafur, f. 1957, d. 1974.
6) Ingibjörg, f. 1959. Eig-
inmaður Stefán Skjaldarson, f.
1956. Dætur: Birta, f. 1993, og
Gréta, f. 1995.
7) Hlöðver, f. 1962. Eiginkona
Brynja Davíðsdóttir, f. 1966.
Dóttir: Vilborg, f. 1985. Eig-
inmaður Birgir Örn Ólafsson, f.
1979. Synir: Sindri, f. 2009,
Andri, f. 2014, og Bjarki, f. 2019.
8) Hulda, f. 1964. Fyrri eig-
inmaður Kristján Rúnar Krist-
jánsson, f. 1962. Börn: Eggert, f.
1989, Tinna, f. 1992, sem á Kar-
ítas Rós, f. 2017, með Jóhannesi
Guðmundssyni, f. 1989, og
Tryggvi, f. 1999. Seinni eig-
inmaður Ketill Gíslason, f. 1967.
Ingibjörg ólst upp í Reykjavík
en fluttist 1952 með Eggerti
manni sínum að Kvennabrekku í
Dölum þar sem hann starfaði
sem prófastur til æviloka. Hún
var í kvenfélaginu og kirkju-
kórnum en sinnti einnig ýmsum
trúnaðarstörfum, var m.a. í
stjórn félags sjálfstæðiskvenna
og í prófkjörsframboði 1970.
Hún fluttist svo til Reykjavíkur
1976 og bjó í Hátúni 4 fram í
febrúar 2020 en fór þá á Grund.
Útförin verður gerð frá
Kvennabrekkukirkju í Dölum í
dag, 7. ágúst 2021, klukkan 14.
börn Jóhannes, f.
2009, og Viktoría, f.
2009; Þór, f. 1971.
Hans börn eru Sig-
ríður Ragna, f.
1995, og Snorri
Hörgdal, f. 2006.
Annar eiginmaður:
Þórður Helgi Berg-
mann, f. 1945. Son-
ur: Helgi, f. 1983.
Þriðji eiginmaður:
Stefán Egill Þor-
varðarson, f. 1948, d. 2016.
2) Vilborg, f. 1950. Sambýlis-
maður Jóhannes Benediktsson,
f. 1950, d. 1999. Börn: Birgir, f.
1971, Ólafur, f. 1975, Sunneva, f.
1981, og Benedikt, f. 1983. Hans
sonur er Jóhannes, f. 2008.
3) Margrét, f. 1953. Fyrrver-
andi eiginmaður Bergur Jóns-
son, f. 1950. Sonur: Brynjar, f.
1979. Maki Anna Lísa Hilm-
arsdóttir, f. 1975. Börn: Ida
María, f. 1997, sem á Ylfu Lísu, f.
2019, með Eysteini Stefánssyni,
f. 1993, Þórður, f. 2001, Bergur,
f. 2008, og Daði, f. 2014. Dóttir
Brynjars með Birnu Ólafsdóttur,
f. 1979, er Katrín Vera, f. 1998,
hún á dóttur, f. 2021, faðir Tóm-
as Kristinsson, f. 1993.
4) Hildur, f. 1954. Fyrri eig-
inmaður Benedikt Jónsson, f.
1951. Börn: Guðjón, f. 1980, og
Hvað bindur vorn hug við heimsins
glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka.
(Einar Benediktsson)
Við brottför móður okkar,
Ingibjargar Sigurðardóttur, úr
þessum draumaheimi sækja að
óteljandi minningar. Íbba, eins
og hún var oft kölluð, var ótrú-
legur persónuleiki sem mótaðist
af margháttaðri reynslu í gegn-
um sitt lífshlaup. Þessi unga fal-
lega stúlka af Laugaveginum
giftist föður okkar 1948 og tók
sér það hlutverk að gerast hús-
móðir í Dölum vestur sumarið
1952, algjörlega reynslulaus af
öllum sveitastörfum. Með bjart-
sýni og hugrekki hinna ungu
held ég að foreldra okkar hafi
aldrei órað fyrir hvaða hlutverk
og áskoranir biðu þeirra. Það
var ævintýri líkast að eiga þess
kost að alast þar upp, með öllu
því stússi og umstangi sem
fylgdi.
Sveitin, fólkið, dýrin og nátt-
úran var lífið sjálft.
Kvennabrekka varð að nokk-
urs konar félagsheimili sveitar-
innar, fólk kom til að láta skíra,
giftast eða ýmislegt annað sem
fram fór inni á heimilinu, þar að-
stoðaði Íbba Eggert og söng oft-
ar en ekki viðeigandi sálma við
undirleik hans á litla ferðaorgel-
ið. Þar var heimilið lánað fyrir
erfidrykkjur, messukaffi var
alltaf fyrir kirkjugesti, þar fóru
fram þorrablót, spilakvöld, jóla-
böll fyrir börnin og taflmót, svo
eitthvað sé nefnt. Það gefur
augaleið að það þurfti að halda
utan um þetta allt en það varð
líka til þess að fólk átti miklu
meira samneyti við sveitunga
sína, sem var ómetanlegt.
Eftir 17 ára dvöl og átta börn
varð hún ekkja við sviplegt frá-
fall föður okkar Eggerts 1969,
aðeins fimm árum síðar lést
Ólafur sonur hennar af slysför-
um. Það var farið að hrikta í öll-
um stoðum.
Það urðu kaflaskipti í lífi
hennar eftir að hún kynntist
seinni manni sínum, Glúmi
Björnssyni, skrifstofustjóra hjá
Orkumálastofnun, og flutti suð-
ur með yngstu börnin. Glúmur
hlýtur að hafa verið kjarkmikill
maður að láta sér detta í hug að
taka að sér konu með svo stóran
barnahóp, því sá böggull fylgdi
skammrifi.
Íbba og Glúmur komu iðulega
vestur í Búðardal og Glúmur
hjálpaði og kenndi Jóhannesi
vini sínum að tölvuvæða bókhald
og launaforrit fyrir fyrirtæki
hans, ásamt því að innleiða epla-
tölvuna sem það besta sem til
væri.
Glúmur féll frá í desember
1991 eftir langvarandi veikindi.
Ingibjörg vann árum saman
hjá Íslenskum heimilisiðnaði og
seinna sem sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum.
Sérstakar þakkir færum við
systrunum frá Akranesi, þeim
Birtu og Grétu Stefánsdætrum,
sem önnuðust hana af mikilli
umhyggju, natni og snilld, töfr-
uðu fram veislumat og kökur
eins og enginn væri morgundag-
urinn.
Hugur Íbbu stóð samt alltaf
til Dalanna og fólksins sem áttu
hug hennar allan og þar vildi
hún hvíla við hlið feðganna sem
biðu þolinmóðir eftir henni,
handan tíma og rúms.
Það er ekki öllum gefið að
skilja að aðgát skal höfð í nær-
veru sálar, það veit hún núna.
Elsku Íbba okkar, ástarþakk-
ir fyrir allt og allt.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið
(Jónas Hallgrímsson)
Vilborg, Margrét og
Ingibjörg Eggertsdætur.
Ingibjörg tengdamóðir mín er
borin til grafar í dag. Þegar ég
hugsa til hennar kemur upp í
hugann stórbrotin kona sem
fólk bar virðingu fyrir.
Hún ólst upp í Reykjavík en
giftist tvítug Eggerti Ólafssyni,
sem útskrifaðist sem cand. the-
ol. 1952. Þau fluttu þá til
Kvennabrekku í Miðdölum þar
sem Eggert þjónaði til dauða-
dags, 10. des. 1969. Í líkræðu yf-
ir séra Eggerti kom fram að
mesti gæfudagur hans hafi verið
giftingardagurinn, 11. okt. 1948:
„Stóð hún [Ingibjörg] við hlið
hans í námi og störfum til hinztu
stundar hans, var hún honum
ávallt mikil stoð og stytta og
e.t.v. aldrei meir en síðustu árin,
er hann þarfnaðist þess mest.“
Fyrstu árin voru erfið, því ekk-
ert var rafmagnið og ýmis að-
staða önnur frumstæð. Þau voru
bæði alin upp á mölinni en með
góðra manna hjálp byggðu þau
upp búið og voru komin með 250
fjár og fjórar kýr um 1960. Þá
voru 12 manns í heimili, þar af
sex eigin börn, þannig að í mörg
horn var að líta. Ingibjörg sagði
sjálf að henni hefði eiginlega
aldrei fundist sérlega erfitt að
flytja í sveitina, hana hefði alltaf
langað að komast í sveit. Fannst
þetta koma svona allt af sjálfu
sér. Húsið á Kvennabrekku var
með svolitlum sal í kjallaranum,
en það þýddi að alls konar fé-
lagsstarf sveitarinnar fluttist
þangað, því hið eiginlega sam-
komuhús var óupphitað. Hún
minntist á að þar hefðu verið
samkomur kvenfélagsins, þorra-
blót, veislur og dans. En einnig
spilakvöld, taflmót og svo auð-
vitað erfidrykkjur. Þá kom einn-
ig farkennari og 6-8 börn að
Kvennabrekku í hálfan mánuð í
senn.
Jafnvel þótt þetta hafi verið
erfiður tími hafa þetta eflaust
verið hennar mestu hamingjuár,
enda talaði hún alltaf vel um
þennan tíma, sem og sveitunga
sína og Dalina. Þangað vildi
hún líka fara síðustu ferðina.
Þegar ég kynnist Ingibjörgu
var hún búin að búa í Reykjavík
í 15 ár. Mér varð það strax ljóst
að þar færi mikil kjarnakona
enda gerði minn betri helming-
ur það ljóst að ég skyldi halda
mig á mottunni! Hún reyndist
hafsjór af fróðleik um lífið í
Reykjavík á uppvaxtarárunum
og vissi m.a. vel af pabba mín-
um en hann bjó um árabil á
Skólavörðustígnum. Síðustu 30
árin var Ingibjörg ein í Hátúni
4 en á stundum bjuggu mörg
barnabörnin hjá henni í lengri
eða styttri tíma.
Við hjónin fórum með Ingi-
björgu, ásamt dóttur okkar,
umhverfis landið sumarið 1999
og þá reyndist hún sannkölluð
heimskona. Hvar sem við
stoppuðum var hún komin í
hrókasamræður við fólk um
landsins gagn og nauðsynjar,
eða þá ættfræði, eftir stuttan
tíma. Við dvöldum í vikutíma í
húsi Vilhjálms Einarssonar á
Egilsstöðum og skoðuðum
marga staði fyrir austan sem
hún hafði aldrei séð. Á Stöðv-
arfirði spjallaði hún við Petru
um hannyrðir eins og þær væru
gamlar vinkonur. Þegar stopp-
að var í Skógum var sama upp á
teningnum; Þórður á Skógum
var eins og gamall bekkjarbróð-
ir! Mér fannst ljúft að við skyld-
um hafa farið þetta, enda lenti
frúin meira í amstrinu en ég.
Við eigum eftir að sakna
Ibbu ömmu, en hún var yfirleitt
miðpunkturinn á mannamótum.
Takk fyrir samveruna og hvíldu
í friði, elsku Ibba!
Sigurður R. Guðjónsson.
Ég er of ungur til að vera
meðvitaður um það, en græni
frakkinn minn er of stór á mig.
Ég er nýstiginn út úr Vest-
fjarðaleið og kominn á umferð-
armiðstöðina BSÍ. Glúmur og
Ibba amma sækja guttann sem
fékk að dvelja hjá þeim ótal
sinnum á efstu hæðinni í Há-
túni. Ég man hvernig framandi
hljóðin frá borginni héldu fyrir
mér vöku, svo lengi að þegar
amma vakti mig sofnaði ég jafn-
harðan yfir barnaefninu.
Hátúnið hjá ömmu var um-
ferðarmiðstöð fyrir allar kyn-
slóðir í fjölskyldunni. Amma
veggfóðraði umhverfi sitt með
myndum af ættingjum og fylgd-
ist vel með. Hún var 93 ára þeg-
ar hún lést, en síðustu tvö árin
voru henni erfið vegna veik-
inda.
Síðast þegar ég sá ömmu, þá
gleymdi hún hárspennu í bíln-
um mínum og í eftirsjá grunaði
mig að þetta væri í síðasta
skiptið sem ég hitti hana. Þegar
ég var gutti í helgarheimsókn
hjá ömmu fékk ég að leika laus-
um hala. Ég áttaði mig ekki á
því fyrr en seinna hversu vel
amma passaði upp á mig. Hún
hummaði á meðan ég sveif um
íbúðina, gekk niður Laugaveg
og til baka.
Þegar ég greip hana ein-
hvern tíma í bíltúr vestur í Dali,
þá man ég vel eftir hversu mik-
ið hún vissi um sveitirnar og
ættkvíslir. Hún vissi allt um
allt, ég ekki neitt um neinn. Ég
datt út í sífellu þegar hún var
að reyna fræða mig, slíkur var
hraðinn, það eina sem ég náði í
hverri lotu var endirinn; „…
voru systkinabörn“.
Elsku amma. Núna ert þú
komin yfir landamærin. Ég skal
passa upp á hárspennuna þína.
Takk fyrir allt ástin mín.
Ólafur (Óli litli).
„Við brottför þína brugðu
fjöllin lit, og blámi himins varð
að mistri gráu.“ (Írskt tregróf í
þýð. Hermanns Pálssonar)
Ég minnist nú ömmu minnar
og vinkonu, hennar Íbbu. Við
barnabörnin kölluðum þig
„drottninguna“ okkar á milli.
Íbúðin í Hátúninu var mér sem
annað heimili, ég var þar oft í
pössun sem barn, auk þess sem
ég bjó þar bæði sem unglingur
og fullorðinn.
Þú ræktaðir ást mína á bók-
um og man ég ennþá rúntinn
eins og við fórum hann þegar
ég var lítill hjá þér í pössun:
Bókabúðin Hlemmi, Mál &
menning og loks Eymundsson í
Austurstræti. Þú skoðaðir
dönsku blöðin á meðan ég kíkti
á teiknimyndabækurnar. Svo
leið tíminn. Við fórum að ræða
bækur og ég komst að því að þú
hafðir sérstakt dálæti á ljóða-
bókum. Ég fór að gera mér
ferðir í Hátúnið með bókapoka
af góðgæti handa þér. Í hvert
sinn sem ég kom í pössun bað
ég um ýsu í raspi sem þú eld-
aðir handa mér. Svo leið tíminn.
Við bjuggum saman í Hátúninu
og ég eldaði handa þér. Eftir
okkar bestu stundir saman lá
stór hlaði af bláum Capristubb-
um og tómar ísskálar á stofu-
borðinu. Við furðuðum okkur á
að nokkur maður væri eftir á
lífi í Bretlandi eftir alla glæpa-
þættina sem við horfðum á.
Ég mun sakna þess að heyra
þig tala um gamla tímann, upp-
vaxtarárin á Laugavegi 43 og
hvernig það var fyrir Reykja-
víkurmær að flytja í Dalina. Þú
þuldir upp ættartölur allra fyrir
vestan og áttir bara eftir að
vísa í Dalamannabækurnar
heilögu með blaðsíðutali.
Nú skal hætta, andinn er
eins og þrotinn lækur,
ætti ég allt að þakka þér,
þyrfti ég hundrað bækur.
(Ólína Andrésdóttir)
Nú ertu komin vestur aftur
og í Sumarlandið. Ef eitthvað
er spunnið í handanheiminn þá
veit ég að þar bíður þín góður
bókakostur. Ég þakka þér órofa
vináttu og svo ótalmargt annað.
Eggert Kristjánsson.
Það er komið að kveðju-
stund. Ibba, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, litla ljóshærða hnátan
á Laugavegi 43, hefur kvatt
jarðlíf sitt. Þær streyma fram
minningarnar góðu sem við eig-
um um Ibbu og Eggert móð-
urbróður okkar, heimsóknir á
Skólavörðustíginn hvar þau
áttu sitt fyrsta heimili ásamt
elstu dætrunum tveimur hjá afa
og ömmu. Í hugann kemur
bjartur ágústdagur 1952 þegar
Eggert hlaut vígslu til Kvenna-
brekkuprestakalls í Dölum
vestur.
Gestrisni og höfðingsskapur
var þeim í blóð borinn og nut-
um við systur þess ásamt fjöl-
skyldum okkar. Reyndum
kannski af bestu getu að taka
þátt í sveitastörfunum og þá
var hátíð í bæ. Frændfólk okk-
ar á Kvennabrekku var stór
þáttur í tilveru okkar og þaðan
eigum við fallegar minningar.
Eftir ótímabært lát Eggerts
brá Ibba búi og flutti til
Reykjavíkur. En litla ljóshærða
Reykjavíkurhnátan saknaði
ætíð Kvennabrekkuáranna og
að Kvennabrekku verður hún
til moldar borin, við hlið Egg-
erts og Ólafs sonar síns.
Á Reykjavíkurárum Ibbu
hinum síðari vildi svo skemmti-
lega til að hún og Glúmur
bjuggu í sama húsi og foreldrar
okkar. Það kom sér vel nú á
seinni árum þegar fróðleiksþor-
stinn um gömlu dagana var að
bera okkur systur ofurliði, þá
var leitað til Ibbu. Hún vissi
nefnilega ýmislegt og kunni líka
að koma frá sér þannig að oft
hlógum við dátt og í kjölfarið
fylgdu skemmtilegar frásagnir
af fjölskyldunni fyrr og nú.
Frændfólki okkar og fjöl-
skyldum þeirra sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Þorbjörg, Margrét
og fjölskyldur.
Ingibjörg
Sigurðardóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
SIGURÐUR ÞÓR ELÍASSON,
Hlaðbæ 2, Reykjavík,
lést mánudaginn 26. júlí.
Útför hans fer fram frá Grensásskirkju
þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 15.
Alda Ármanna Sveinsdóttir
Jón Júlíus Elíasson Ásta Björk Sveinsdóttir
Margrét Elíasdóttir Ólafur Sigtryggsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn,
HLÖÐVER HALLGRÍMSSON,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 4. ágúst á
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Númadóttir og fjölskylda
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ARNÓR GUNNARSSON
frá Glaumbæ í Skagafirði,
er látinn. Útför hans fer fram frá
Glaumbæjarkirkju laugardaginn 14. ágúst
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Streymt verður frá athöfninni.
Ragnheiður Sövik
Óskar Arnórsson
Atli Gunnar Arnórsson Kristvina Gísladóttir
Leó, Lydía og Arnór Gísli