Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 35
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er fyrir löngu orðið tímabært að taka út feril Frosta Jónssonar sér- staklega en hann hefur verið stöðugt að og stöðugt við þegar kemur að ís- lenskri raftónlistarmenningu í meira en áratug. Bæði sem Bistro Boy, en hann hefur gefið út slatta af plötum undir því nafni, og sem einn eigenda og rekstraraðila Möller Records, sem hefur verið ein af helstu raftónlistar- útgáfum Íslands undanfarinn áratug. Þá stofnsetti Frosti á dögunum Urð Músík, fyrirtæki sem heldur utan um störf hans á sviði hljómjöfnunar og hljóðblöndunar og þau allra handa störf sem hann hefur sinnt á sviði tón- listarinnar fyrir aðra listamenn – og sjálfan sig líka. Urð Músík gefur t.a.m. út nýjasta verk hans, Drifting, sem verður gert að umtalsefni hér ásamt öðru. Frosti hefur sinnt tónlist að ein- hverju marki svo gott sem alla sína ævi og er píanóleikari að upplagi. Raf- tónlistarsmíði hefur hann stundað í u.þ.b. kvartöld en fyrsta eiginlega sólóplatan, og þá undir nafninu Bistro Boy, kom út 2012 og ber heitið Sól- heimar. Að einhverju leyti ber platan atarna með sér mörg einkennis- merkja Frosta sem raftónlistar- manns. Sterkar rætur í sveimi t.d., þar sem lög opnast og umhverfast með hægð bæði og þægð. Rólegheit og reisn, lúmskar melódíur – fagur- lega mótaðar – og melankólísk undir- alda á köflum. Síðasta mars kom svo út platan Drifting, á margan hátt poppaðasta verk Bistro Boy til þessa og var hún unnin þannig meðvitað, þó að raf- tónlistin lægi undir sem nokkurs kon- ar styrktarbiti. Nokkrir gestasöngv- arar koma og við sögu, þeir PETE (Jess McAvoy), Bjartmar Þórðarson, Jason Robert Goldberg og einarIndra (Einar Rafn Þórhallsson). „Ég var með nokkuð skýra sýn varðandi þessa plötu og var búinn að ramma inn „söguþráðinn“ á henni áð- Fokið í fallegt skjól Matráðurinn Frosti Jónsson gefur út tón- list undir listamanns- nafninu Bistro Boy. ur en ég byrjaði að fullvinna hana,“ sagði Frosti pistilritara í stuttu netspjalli. Platan sé rökrétt framhald af síðustu verkum og hann leiti með- vitað uppi nýjar áskoranir. „Partur af því er að taka hljóðheiminn sem er grunnurinn að svo mörgu sem ég hef gert lengra, t.d. með því að kafa dýpra í það sem snýr að möguleikum raftónlistarinnar, forrita og skapa eitthvað nýtt – en líka að vinna meira með lifandi hljóðfæri og þá ekki síst píanóið sem er hjartað í öllu sem ég geri. Annars trúi ég því að raftónlist sé ekkert minna lifandi en önnur tón- list, þetta er allt saman spurning um einhvers konar samhengi.“ Eins og segir í inngangi hefur Frosti verið afkastamikill undanfarið sem Bistro Boy. Mikilvæg plata, Evolve, kom þannig út í ársbyrjun 2020. Uppgjörsplata með stóru U-i, tilfinningaþrungin mætti segja hvar ýmsum málum var lagt með til- stuðlan tónlistar. Síðasta haust kom svo út platan Ambient theory of dreaming hvar sveimið var í for- grunni (eða öllu heldur, „bakgrunni“). Og í maí á þessu ári gaf Frosti út PNO, plötu sem inniheldur saman- tekt á ýmsum píanósmíðum sem hann hefur látið frá sér á undanförnum ár- um. Hann vinnur þá um þessar mund- ir að verkefni með tónlistarmanni frá Slóvakíu þar sem klassík og raftónlist er brædd saman, dálítið „kvikmynda- legt“ ferðalag eins og Frosti orðar það og unnið er með lifandi hljóðfæri í bland við verkfæri raftónlistarinnar. Nóg að gera í bistróinu! » Rólegheit og reisn, lúmskar melódíur – fagurlega mótaðar – og melankólísk undiralda á köflum. Frosti Jónsson notast við listamannsnafnið Bistro Boy. Raftónlist hans hefur verið af ýmsum toga í gegnum tíðina en undanfarin misseri hefur útgáfa af hans hendi verið óvenjutíð. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Framleiðslufyrirtæki Warner Brothers International TV (WBITVP) í Þýskalandi hefur tryggt sér réttinn á glæpasögum Ragnars Jónassonar rithöfundar um lögreglumanninn Ara Þór Ara- son. Um er að ræða sex bóka röð sem kennd er við Siglufjörð og verður hún útfærð fyrir sjónvarp en frá því var greint í Variety í gær. „Það er ævintýri líkast að fá að vinna að þessu verkefni með Warn- er Bros., framleiðanda sem á sér svo langa og farsæla sögu. Ég hlakka mikið til samstarfsins og til að sjá bækurnar um Ara Þór lifna við á skjánum,“ er haft eftir Ragn- ari Jónassyni í tilkynningu. Bækur Ragnars hafa notið mik- illa vinsælda en þær hafa nú selst í yfir tveimur og hálfri milljón ein- taka og komið út í yfir 33 löndum. Á síðasta ári voru þrjár af bókum Ragnars vikum saman meðal tíu mest seldu á metsölulista Der Spiegel í Þýskalandi. Þá náði bók hans Þorpið (The Girl Who Died) nýverið inn á topp tíu lista Sunday Times, fyrst íslenskra bóka. Siglufjarðarsögur Ragnars í sjónvarp Vinsæll Bækur Ragnars Jón- assonar njóta vinsælda víða. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 96% „Eyrnakonfekt“ er yfirskrift tón- leika þar sem söngverk eftir Þór- unni Guðmundsdóttur munu hljóma í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morg- un, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 16. Flestir söngtextarnir eru einnig eftir Þórunni. Flytj- endur á tónleikunum, sem eru á dagskrá sumartónleikararaðar Hallgrímskirkju í Saurbæ, er þraut- reynt tónlistarfólk sem komið hefur víða fram, þau Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzó- sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó. Tónleikarnir verða í kirkjuskipinu sjálfu. Að tónleikunum loknum munu veitingastaðir í nágrenninu bjóða upp á ýmis tilboð á mat og fleira fyrir tónleikagesti. Hallgrímskirkja í Saurbæ hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir Íslendinga en þar bjó Hall- grímur Pétursson og samdi þar Passíusálmana. Starfsemi hefur þó verið í lágmarki þar undanfarin ár og eru sumartónleikarnir til þess fallnir að halda staðnum lifandi og fjölbreyttum. Í kirkjunni er orgel og flygill og hljómburður þar ber vel ýmsa gerð tónlistar. Eyrnakonfekt með söngverkum Þórunnar Guðmundsdóttur í Saurbæ Flytjendur Listamennirnir sem koma fram og flytja verk eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.