Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 40
Djass- og blús- sveitin Sálgæslan kemur fram á tón- leikum veitinga- hússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu í dag, laugardag, kl. 15. Sérstakir gestir í hluta dagskrár- innar verða söngv- ararnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar Hjörleifssson. Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son leiðir hljómsveitina og er höfundur tónlistar og texta. Þórir Baldursson leikur á hammondorgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á tromm- ur. Tónleikarnir taka mið af yfirstandandi Hinsegin dög- um, meðal annars með flutningi á „Ég hitt’ann fyrst á Jómfrúnni“ – ástardúetti sem var hljóðritaður af Frið- riki, Jógvan og Sálgæslunni. Aðgangur er ókeypis. Friðrik Ómar og Jógvan koma fram með Sálgæslunni á Jómfrúnni í dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í ferðaþjónustu er lykilatriði að þykja vænt um fólk. Mikilvægt er að skapa jákvætt andrúmsloft með- al starfsfólks, sem skilar sér alltaf til gesta,“ segir Jóhann Guðni Reynisson á Blue Hotel Fagralundi í Reykholti í Biskupstungum. Hót- elið var opnað 15. júlí sl., aðeins 80 dögum frá því byrjað var að reisa og setja saman einingar svo úr varð 1.500 fermetra bygging. Alls eru 40 herbergi á hótelinu, sem er í skógarlundi við Biskupstungn- abraut og í miðju Gullna hringsins. Gaman að spjalla við gesti „Ég veit fátt skemmtilegra en að spjalla við gestina sem eru í fríi og hafa fært sig niður um gír í hrað- ferð tilverunnar,“ segir Jóhann Guðni. „Íslendingar eru áberandi í hópi gesta hér og margir dvelja í nokkra daga. Margir nýta sér að í 30 kílómetra radíus héðan frá Reyk- holti eru margir golfvellir; í Öndverðarnesi og Kiðjabergi í Grímsnesi, í Úthlíð, í Miðdal við Laugarvatn, á Geysi og á Flúðum.“ Eigendur hótelsins nýja eru þrenn hjón; Jóhann Guðni og El- ínborg Birna Benediktsdóttir, Katr- ín Helgadóttir og Bjarni Kristján Þorvarðarson og í Bandaríkjunum eru Claudia og Ken Peterson maður hennar, sá er stóð að byggingu ál- versins á Grundartanga. Samstilltur hópur „Við Elínborg stöndum vaktina hér núna til að byrja með og höfum starfað við ferðaþjónustu í nokkur ár ásamt Bjarna og Katrínu; byggð- um og leigjum út tólf sumarhús ein- mitt hér í Biskupstungum. Við vild- um róa áfram á sömu mið og fundum fína lóð í Reykholti sem var föl. Gistiheimili sem þar var fyrir er í dag nýtt sem gestamóttaka og morgunverðarsalur nýja hótelsins, en framkvæmdir við byggingu þess hófust síðasta haust. Þá voru sökkl- arnir steyptir og snemma í vor var byrjað að raða saman einingunum, sem fengnar eru frá Noregi,“ segir Jóhann Guðni og bætir við: „Í stórri framkvæmd, eins og byggingu Blue Hótels Fagralundar, þurfti allt að ganga greitt fyrir sig. Þá er mik- ilvægast að hafa með sér gott fólk í samstilltum hópi – og svo borð fyrir báru svo hægt sé að bregðast skjótt við því sem er ófyrirséð. Fyrstu gestirnir hér bókstaflega mættu iðnaðarmönnum í dyrunum svo kap- allinn gekk upp. Fjölskyldur og vin- ir unnu hér um helgar við að gera herbergin klár og skapa notalegan blæ en á öllum þeirra eru málverk sem Katrín Helgadóttir, einn eig- enda hótelsins, málaði. Allt þetta gefur hótelinu hlýlegt yfirbragð sem skiptir miklu svo gestum líði vel – en til þess er leikurinn gerð- ur.“ Nýtt hlýlegt hótel við miðju Gullna hringsins - Reist á mettíma - 40 herbergi - Gestunum líði vel Morgunblaðið/Björn Jóhann Samrýnd Hjónin Elínborg Benediktsdóttir og Jóhann Guðni Reynisson hafa staðið í ströngu í Reykholti eftir að nýja hótelið var opnað nýverið. Slökun Heitir pottar eru við hótelið þar sem gestir geta slakað á. Anddyri Á veggjum hótelsins eru málverk eftir Katrínu Helgadóttur. LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Efstu liðin í Pepsí-deild kvenna í knattspyrnu unnu bæði leiki sína í gær en þá voru fjórir leikir á dagskrá. Topplið Vals þurfti að hafa verulega fyrir því að landa öllum stigunum gegn ÍBV á Hlíðarenda. En það hafðist þó og Breiðablik sótti þrjú stig í Skagafjörðinn þrátt fyrir að Tindastóll fengi óskabyrjun. Keflavík og Fylkir mættust í mikilvægum leik í bar- áttunni um að halda sæti sínu í deildinni og þar hafði Fylkir betur. Fyrir vikið fór Árbæjarliðið upp fyrir Tinda- stól og upp í 8. sæti. » 32 Óbreytt staða á toppnum eftir sigra hjá Val og Breiðabliki í gær ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.