Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Útboð Reykjavíkurborgar á upp-
festibúnaði fyrir lýsingu og viðburða-
búnað í Laugardalshöll hefur fjórum
sinnum farið í gegnum innkaupa- og
framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar.
Útboðið hefur verið kært þrisvar
sinnum og nú hefur Reykjavíkurborg
ákveðið að fara í nýtt útboð.
„Við verðum að læra af svona mis-
tökum, það gengur ekki að útboð fari
þrisvar í kæruferli og síðan er farið
aftur í útboð með þetta. Fyrir vikið
frestast að taka Laugardalshöllina í
notkun,“ segir Björn Gíslason, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og að-
almaður í innkaupa- og fram-
kvæmdaráði.
Fyrst var tekið tilboði Exton ehf. 6.
apríl sl. að upphæð 38.550.728 krónur
þar sem lægstbjóðandi í þessu tilfelli,
Metatron ehf., uppfyllti ekki kröfur í
útboðsgögnum en tilboðið þeirra
hljóðaði upp á 36.755.998 krónur.
„Útboðsgögnin voru greinilega
ekki nógu góð. Það er mikið verið að
kæra útboðsmál Reykjavíkur, stund-
um eru þetta kærur sem eiga engan
rétt á sér. En það kemur of oft fyrir
það sé kært vegna hnökra í útboðs-
ferlinu og því nauðsynlegt að vanda
sig,“ segir Björn.
Tæpum mánuði síðar, 4. maí, var
tilboð Exton fellt úr gildi þar sem við
nánari skoðun kom í ljós að tilboðið
stæðist einnig ekki kröfur útboðs-
gagnanna.
Síðan 25. maí ákveður nefndin að
samþykkja tilboð Metatron sem áður
var talið að uppfyllti ekki kröfur út-
boðsgagnanna. Rúmum mánuði síðar,
29. júní, kemst kærunefnd útboða-
mála að því að tilboð Metatron upp-
fyllti ekki skilyrði útboðsgagnanna.
Reykjavíkurborg fór líka í útboð á
uppsetningu lampabúnaðar og þar
munaði 10 milljónum á lægsta tilboði
og því sem var tekið. Það er vegna
þess að lægstbjóðanda skorti tilboð í
neyðarlýsingu. logis@mbl.is
Stefna á nýtt útboð
eftir þrjár kærur
- Útboðsgögnin ekki nægilega góð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útboðsmál Reykjavíkurborg hefur
ákveðið að fara í nýtt útboð.
Píratar hafa frest-
að aðalfundi, sem
vera átti um
helgina á Vogi á
Fellsströnd, um
viku. Ástæðan er
kórónuveirusmit
starfsmanns hjá
ferðaþjónustunni
á Vogi. Hluti
starfsfólks var
settur í sóttkví og
er því ekki hægt að halda stærri við-
burði á hótelinu vegna manneklu.
Þrátt fyrir þetta mun aðalfundur
Pírata fara fram á Fellsströnd, þótt
hann verði viku síðar.
„Fyrirtæki og stofnanir um allt
land hafa þurft að skella tímabundið
í lás þegar upp hafa komið smit en
halda að því loknu ótrauð áfram. Að
lifa með faraldrinum þýðir ekki að
öll starfsemi skuli stöðvuð endan-
lega heldur vera nógu sveigjanleg til
að bregðast við uppákomum sem
þessum,“ segir m.a. í tilkynningu frá
Pírötum. Fjöldi á aðalfundi flokksins
er takmarkaður við 100 manns þótt
200 manna bann sé í gildi.
Aðalfundi
frestað
vegna smits
- Píratar funda á
Vogi eftir viku
Píratar fresta
aðalfundi.
Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholts-
hrepps á Snæfellsnesi hefur þegið
boð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar
um að taka upp viðræður um sam-
einingu sveitarfélaganna. Tveir fá-
mennir grunnskólar eru á sunnan-
verðu Snæfellsnesi og líklegt að
óvissa um framtíð þeirra eigi þátt í
því að viðræður eru teknar upp.
„Við erum með stóran hluta okkar
sveitarfélags í dreifbýlinu á sunnan-
verðu nesinu. Það er leið til að
styrkja okkar samfélag og þeirra að
sameina sveitarfélögin. Með því má
horfa til þess að halda úti öflugu
skólahaldi í dreifbýlinu,“ segir Krist-
inn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells-
bæjar.
Í Snæfellsbæ búa 1.680 manns og
um 120 í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Síðarnefndi hreppurinn liggur að
Staðarsveit sem tilheyrir Snæfells-
bæ og Kolbeinsstaðahreppi sem er
hluti af Borgarbyggð. Hinum megin
við fjallið eru Helgafellssveit og
Stykkishólmur sem eru í viðræðum
um sameiningu við Dalabyggð.
Íbúarnir munu ráða
Eggert Kjartansson, oddviti Eyja-
og Miklaholtshrepps, segir Snæ-
fellsbæ hafa kannað afstöðu hrepps-
nefndar í vor og sent formlegt boð
um sameiningarviðræður nú í sum-
ar. Fjórir af fimm fulltrúum í
hreppsnefnd samþykktu að ganga til
viðræðnanna en einn var á móti.
Eggert tekur fram að ákvörðun um
sameiningu sé íbúanna.
Hann segir stjórnvöld vilja fækka
sveitarfélögum. Tekjur þeirra séu að
minnka og þurfi að leita hagræðing-
ar. Spurður um þjónustu við íbúana
segir Eggert að aðstæður séu
breyttar. Stjórnsýsla ríkis og sveit-
arfélaga sé rafræn og þannig leiti
íbúarnir til hennar í auknum mæli.
Afar fámennir skólar eru á Lýsu-
hóli í Staðarsveit og Laugargerði í
Eyja- og Miklaholtshreppi. Nem-
endum hefur verið að fækka og ein-
hverjum nemendum úr fyrrverandi
skólahverfi Laugargerðis er ekið í
stærri skóla. Miklar vegalendir yrðu
á milli jaðra sameinaðs sveitarfélags
og langur akstur með börnin. Lýsu-
hóll er nær miðju dreifbýlisins í
hugsanlegu sveitarfélagi. Ef samn-
ingar nást verða þeir lagðir fyrir
íbúa. helgi@mbl.is
Rætt um að sameinast Snæfellsbæ
- Styrking skólahalds í dreifbýlinu á sunnanverðu Snæfellsnesi í brennidepli í sameiningarviðræðum
Útför Gísla Alfreðssonar, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, var gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Barnabörn Gísla báru kistu hans úr
kirkju.
Í röðinni fjær á þessari mynd, fremst, Úlfar Páll Monsi Þórðarson,
Mariane Sól Úlfarsdóttir, Karl Axel Kristjánsson og aftast Einar Sveinn
Pálsson. Í röðinni nær, fremst, Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir, Sara
Elisabeth Úlfarsdóttir Hame (í hvarfi), Þórður Björn Úlfarsson og aftast
Þórður Páll Pálsson.
Séra Alfreð Örn Finnsson, prestur á Djúpavogi, jarðsöng. Hann er
systursonur Gísla.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gísli Alfreðsson borinn til grafar
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Allt að 3
mánaða
skammtur
í glasi.
Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni
og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik,
C-vítamíni og rósaldin.
C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir eðlilega starfsemi brjósks.
Í þínu liði fyrir þína liðheilsu!
Glucosamine
& Chondroitin Complex
„Ég lenti í bílslysi og fann til í öllum líkamanum,
það komu dagar sem voru rosalega erfiðir
þangað til ég kynntist Glucosamine og
Chondroitin frá Natures aid, ég er töluvert
betri og ég gæti ekki mælt meira með þessu
liðbætiefni.“ Petra Breiðfjörð