Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
FC 7 Premium
13. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.17
Sterlingspund 174.71
Kanadadalur 100.8
Dönsk króna 19.9
Norsk króna 14.155
Sænsk króna 14.459
Svissn. franki 136.82
Japanskt jen 1.1414
SDR 179.15
Evra 148.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.4385
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fyrirtæki sem vinnur að þróun
lausnar til að flytja vetni í stórum
stíl á milli landa og félag sem
auðveldar ferðaþjónustufyrir-
tækjum að bóka hótelherbergi
eru á meðal þeirra aðila sem
kynna verkefni sín á fjárfestadegi
Icelandic Startups í hugmynda-
húsinu Grósku í Vatnsmýri í
Reykjavík í dag. Verkefnin eru
hluti af viðskiptahraðlinum Star-
tup SuperNova. Viðburðurinn
markar formleg endalok hraðals-
ins á þessu ári, en þetta er annað
árið í röð sem Icelandic Startups
keyrir viðskiptahraðalinn í sam-
starfi við Grósku og símafyrir-
tækið Nova.
Stærðarhagkvæmni í vetni
Auður Nanna Baldvinsdóttir,
framkvæmdastjóri vetnisfyrir-
tækisins Iðunnar H2, segir að fé-
lagið stefni að framleiðslu vetnis í
miklu magni með útflutning í
huga. Útflutningur er að sögn
Auðar nauðsynlegur til að ná
verði vörunnar niður. „Það er
mikil stærðarhagkvæmni í vetn-
isvinnslu. Við teljum að forsenda
fyrir vetnisvæðingu á Íslandi sé
að ná verðinu niður og því þurfum
við að fá a.m.k. einn stóran við-
skiptavin og hann er ekki að finna
á Íslandi. Hér á Íslandi erum við
á besta stað í heimi til að vinna
grænt vetni til að berjast gegn
loftslagsbreytingum í heiminum,“
segir Auður.
Framleiðsla vetnis krefst að-
gengis að rafmagni og vatni.
Vatnið er rafgreint sem skilur að
vetni og súrefni úr vatnssameind-
unum.
„Rafgreining er ekki nýjung en
það er ný tækni að vökvagera
vetnið, setja það á skip og flytja
svo á milli landa. Í dag er það
stundað í einhverjum mæli víða í
heiminum en ekki í því magni sem
við erum að stefna að.“
Sverrir Steinn Sverrisson, for-
stöðumaður sölu- og markaðssviðs
Godo, hugbúnaðarhússins sem
þróar bókunarkerfið Travia, segir
að lausnin sem fyrirtækið kynnir í
dag færi bókanir ferðaskrifstofa á
hótelum inn í 21. öldina. „Þetta er
nútímamarkaðstorg fyrir ferða-
skrifstofur og gististaði. Ferða-
skrifstofur geta bókað beint inn á
gististaði í rauntíma, á raunfram-
boði og á bestu mögulegu verð-
unum. Í þessu felst mikið hag-
ræði. Áður fóru samskipti oftast í
gegnum tölvupóst og fólk þurfti
að bíða í einn til tvo daga eftir
svari,“ segir Sverrir og bætir við
að áhætta hafi falist í því fyrir
ferðaskrifstofur að vita ekki hvort
herbergi sé laust áður en það er
bókað. Nú sé sú áhætta úr sög-
unni.
Travia er nú þegar orðið fimmta
mest notaða bókunarsíða á Íslandi
að sögn Sverris, en margir þekkja
til dæmis Booking.com sem er
einn af samkeppnisaðilum Travia.
Smíði kerfisins hófst árið 2019
en skömmu síðar skall veirufar-
aldurinn á og tafði verkið. „Það
komst ekki mikil reynsla á kerfið í
fyrstu, en í ár hefur notkunin auk-
ist gríðarlega hratt. 95% af ferða-
skrifstofum á Íslandi nota kerfið
og um 12% allra bókana sem gerð-
ar hafa verið á Íslandi í ár eru
gerðar í gegnum Travia.“
Markmiðið með kynningunni í
dag er að sögn Sverris að kynna
fyrirtækið fyrir fjárfestum, en
stefnan hefur verið sett á útrás.
Hingað til hefur starfsemin verið
fjármögnuð með tekjum. Útlit er
fyrir 500 milljóna króna tekjur á
þessu ári en fyrirtækið stefnir á
að tekjur vaxi upp í 800 milljónir
króna á næsta ári og 1,5 milljarð
árið 2023.
Vilja flytja mikið magn af vetni
Nýsköpun Hópurinn sem tekur þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova.
Þátttakendur
» FOMO er stafrænt kredit-
kort.
» Travia er bókunarlausn.
» Procura færir fasteigna-
viðskipti í símann.
» Wildness er umhverfisvænt
fatamerki.
» Saunabus er rúta með inn-
byggðri sánu.
» Swapp Agency er mann-
auðslausn.
» vVenue er miðasala.
» Iðunn H2 þróar sjálfbær
vetnisvistkerfi.
» PLAIO skipuleggur lyfja-
framleiðslu.
» PetFitHealth er gælu-
dýraapp.
- Tíu frumkvöðlar kynna verkefni sín á fjárfestadegi í Grósku í dag - Lokin á viðskiptahraðlinum
Startup SuperNova - 12% allra hótelbókana á Íslandi fóru í gegnum bókunarlausnina Travia
Auður Nanna
Baldvinsdóttir
Sverrir Steinn
Sverrisson
Carbfix og Orka náttúrunnar, dótt-
urfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa
hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði
Evrópusambandsins í verkefnið Silf-
urberg. Styrkurinn er einn sá hæsti
sem veittur hefur verið til loftslags-
verkefnis hér á landi og nemur um
3,9 milljónum evra, sem svara til
tæplega 600 milljóna króna. Þetta er
jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt
verkefni er styrkt af sjóðnum að því
er segir í fréttatilkynningu frá Orku-
veitunni.
Byggja nýja hreinsistöð
Þar segir einnig að markmið Silf-
urbergs-verkefnisins sé að byggja
nýja hreinsistöð við Hellisheiðar-
virkjun sem fanga muni nær allt kol-
díoxíð og brennisteinsvetni úr út-
blæstri virkjunarinnar sem síðan
verður dælt niður í nálæg basalt-
berglög til varanlegrar steinrenning-
ar með Carbfix-tækninni. Þar með
muni Orka náttúrunnar skipa sér í
fremsta flokk grænnar jarðvarma-
nýtingar með sporlausri framleiðslu
rafmagns og varma.
Mikil viðurkenning
Edda Sif Pind Aradóttir, fram-
kvæmdastýra Carbfix, segir í tilkynn-
ingunni að það sé mikil viðurkenning
fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og
Carbfix að fá svo veglegan styrk úr
nýsköpunarsjóðnum. Hún sé til
merkis um að kolefnisförgun með
Carbfix-tækninni sé í senn hagkvæm
og umhverfisvæn loftslagslausn sem
geti haft áhrif langt út fyrir landstein-
anna.
Umhverfi Tæknin bindur koldíox-
íðið í steindum í berggrunninum.
ON og Carbfix fá
600 m. kr. styrk
- Einn hæsti
styrkur til lofts-
lagsverkefnis