Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Höfum opnað á Selfossi
komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar
GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ
www.tengi.is
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
Alls eru 1.328 með virkt kórónu-
veirusmit og fækkar þeim því um
55 á milli daga. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir sagði á upplýs-
ingafundi í gær að faraldurinn hér
á landi sé ekki lengur í veldisvexti,
nú sé hann kominn í línulegan
vöxt. Þó er ekki útlit fyrir að hann
sé á niðurleið. Sjúklingum á Land-
spítala sem eru í öndunarvél á
gjörgæslu fjölgaði um tvo í gær en
alls eru fimm á gjörgæslu og fjórir
þeirra eru í öndunarvél. „Samhliða
þessum línulega vexti hefur inn-
lögnum á Landspítala fjölgað
hratt,“ sagði Þórólfur en alls liggja
nú 30 á spítala.
Koma ógreindir inn á spítala
Frá því að fjórða bylgja farald-
ursins hófst hafa 68 sjúklingar
lagst inn á Landspítala en um 60%
eru fullbólusett. Níu hafa þurft að
leggjast inn á gjörgæslu og sex
þeirra eru fullbólusettir. Í máli
Páls Matthíassonar, forstjóra
Landspítala, á upplýsingafundinum
kom fram að þrír af þeim níu sem
þarfnast hafa meðferðar á gjör-
gæslu vegna Covid-19 komu beint
inn á spítalann veikir af veirunni
og höfðu því ekki verið greindir
með kórónuveirusmit fyrir komu.
„Það er, það hefur verið úti í sam-
félaginu án þess að vera greint og
kemur ekki fyrr en veikindin eru
orðin mjög alvarleg,“ sagði Páll.
Hann sagði stöðuna nú heilmikla
áskorun en fyrirhuguð er opnun
þriðju bráðalegudeildarinnar fyrir
þá sem veikir eru af veirunni og
hefur starfsfólk verið kallað inn úr
sumarleyfum til að manna stöð-
urnar.
„Ef spítalinn metur sem svo að
neyð sé yfirvofandi sé ég ekki ann-
að í stöðunni en að leggja til hertar
aðgerðir. Hvenær að því kemur er
ekki ljóst á þessari stundu en það
gæti hugsanlega gerst fyrr en síð-
ar og þess vegna erum við í nánu
samtali við Landspítala,“ sagði
Þórólfur.
Óbólusettir líklegri á spítala
Þórólfur sagði eðlilegt að spyrja
hvort útbreidd bólusetning hér á
landi hafi ekki skilað meiru eða
hvort yfirvöld séu að gera nóg til
að stemma stigu við útbreiðslu
veirunnar. „Vissulega hafa bólu-
setningar komið í veg fyrir smit og
sérstaklega komið í veg fyrir alvar-
leg veikindi. Þetta sést glöggt þeg-
ar hlutfall veikinda hjá bólusettum
er borið saman við hlutfall veikinda
hjá óbólusettum. Þá kemur í ljós
að greining smita er um þrisvar
sinnum líklegri hjá óbólusettum en
bólusettum einstaklingum. Líkur á
innlögnum á sjúkrahús eru um
fjórum sinnum meiri hjá óbólusett-
um en bólusettum, líkur á gjör-
gæsluinnlögnum eru um fimm
sinnum algengari hjá óbólusettum
en bólusettum,“ sagði Þórólfur.
Framtíðarráðstafanir
Hann gerir ráð fyrir því að kór-
ónuveiran verði til staðar í sam-
félaginu næstu mánuði, ef ekki
næstu ár. Því er hann farinn að
huga að framtíðarráðstöfunum og
hefur skilað hugmyndum um þær
til heilbrigðisráðherra. „Staðan í
dag er þannig ekkert sérstaklega
skemmtileg og mér er þannig ljóst
að allir eru búnir að fá meira en
nóg af aðgerðum gegn Covid-19.
Það verður hins vegar ekki umflúið
að grípa til aðgerða ef þess gerist
þörf, til að vernda heilbrigðiskerfið
og aðra nauðsynlega innviði.“
Ekki útlit fyrir niðurleið á faraldrinum
- Faraldurinn í línulegum vexti - Fjórir í öndunarvél á gjörgæslu - Opna þriðju bráðalegudeildina
2
2
5 3
0
0
4
2
6
6
2
5
72
5
93
7 9
92
1.
0
87
1.
2
0
5
1.
2
16
1.
2
3
2
1.
2
93 1.
3
5
1
1.
4
13
1.
4
34
1.
4
47
1.
3
8
5
1.
3
8
6
1.
4
3
5
1.
3
8
3
1.
3
2
8
2 5
10 7 13 10 11
38
56
78 82
95 88
71
123 123
129
124
154
86
68
109
116
151
107
119
57
105
141
84
119
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
Heimild: LSH
119 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
894 einstaklingar eru
í skimunarsóttkví
1.731 einstaklingar
eru í sóttkví
2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær
Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
150
125
100
75
50
25
0
9.246 staðfest
smit alls
Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020
106 100
21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí*
*Engar tölur fyrir 24.-25. júlí
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni
12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
eftir stöðu bólusetningar
1.328 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
48 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir
30 sjúklingar eru
inniliggjandi á
LSHmeð Covid-19
68 hafa alls lagst inn á
LSHmeð Covid-19
í fjórðu bylgju faraldursins
Um 40% þeirra
eru óbólusettir
Um 60% bólusettir
5 einstaklingar
eru á gjörgæslu
og fjórir í öndunarvél
3 sem
rauðir
Alls hafa 9 sjúklingar lagst á gjörgæslu með Covid-19 og þar af 6 fullbólusettir
30. júlí 2021
154 smit
Þórólfur
Guðnason
Páll
Matthíasson
Landspítalinn hefur ákveðið að
umbuna starfsmönnum vegna mik-
ils álags á spítalanum, en sjúkra-
húsið er nú á hættustigi vegna
Covid-19. Þetta kemur fram í minn-
isblaði sem kjaradeild spítalans
sendi frá sér í gær. Umbunin er í
formi aukatímagreiðslna í yfir-
vinnu. Um er að ræða heimild til
stjórnenda til að umbuna starfs-
fólki sem tekur aukavaktir tímabil-
ið 6. ágúst til 1. september 2021.
„Þetta var hálfgert klúður seinast
en vonandi gera þau þetta öðruvísi
núna. Ég held að þau hafi ábyggi-
lega lært af reynslunni,“ segir
Theódór Skúli Sigurðsson, formað-
ur Félags sjúkrahúslækna. „Þannig
að það eru kannski þeir sem eru í
framlínunni sem raunverulega
njóta ávaxta.“
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélags Íslands,
segir nauðsynlegt að takast á við
mönnunarvanda spítalans og að
umbun af þessu tagi geti verið liður
í því. Hins vegar séu sjúkraliðar
óhressir með að Páll Matthíasson
hafi ekki minnst sérstaklega á
stéttina í umfjöllun um mönnunar-
vandann á gjörgæslunni.
rebekka@mbl.is
Umbuna starfs-
fólki vegna álags
Morgunblaðið/Eggert
Hættustig Mikið álag er á spítalanum vegna þessarar bylgju Covid-19.
- Vonar að framlínufólk fái að njóta