Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Páll Vilhjálmsson bendir á stað-
reyndir:
- - -
Í næstu viku verður eldgosið í
Fagradalsfjalli 5 mánaða.
- - -
Á degi hverj-
um losar
gosið 10-11
þúsund tonn af
koltvísýringi,
CO2, út í and-
rúmsloftið, samkvæmt Jarðvís-
indastofnun.
- - -
Fimm mánuðir eru 150 dagar.
- - -
Það þýðir að eldgosið hefur los-
að rúmlega 1,5 milljónir tonna
af koltvísýringi, CO2.
- - -
Samkvæmt Umhverfisstofnun er
árleg losun allra bíla á Íslandi
1 milljón tonna CO2, já ein milljón.
- - -
Á aðeins fimm mánuðum hefur
eldgosið losað álíka mikið af
koltvísýringi og öll bílaumferð á Ís-
landi í eitt og hálft ár.
- - -
Gosið í Fagradalsfjalli þykir lít-
ið.
- - -
En reynt er að telja okkur trú
um að fjölskyldubíllinn valdi
hamfarahlýnun. Jamm.“
- - -
En það sem Páll nefnir ekki af
tillitssemi, að þeir sem komu
sér upp kenningu um að menn
handstýri veðri á jörðinni í fyrsta
sinn í milljónir ára, þegar hlýskeið
og kuldi komu og fóru með margra
alda bili, og var kuldinn þá jörðinni
verstur, að óþægilegar staðreyndir
eru illa séðar í umræðunni. „Víst“
skal duga.
„Víst“ eru rökin
STAKSTEINAR
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Tillögu Flokks fólksins um að Kol-
brún Baldursdóttir, fulltrúi minni-
hlutans í borgarstjórn, fái sæti í
neyðarstjórn Reykjavíkur var vísað
frá á fundi borgarráðs í gær, að því
er greint frá í tilkynningu frá
Flokki fólksins. Í tillögunni segir að
neyðarstjórn hafi fundað fimm sinn-
um í sumar vegna versnandi
ástands í smit-
málum og að
borgarfulltrúar
minnihlutans hafi
engar upplýsing-
ar fengið um
hvað fór fram á
þessum fundum.
Samt séu þeir
kosnir til ábyrgð-
ar, þótt þeir sitji
í minnihluta.
Flokkur fólksins telur almennt
mega „snarbæta“ upplýsingaflæði
frá neyðarstjórn til borgarfulltrúa
og lagði hann því til að í neyð-
arstjórn sitji einnig fulltrúi minni-
hlutans í borgarstjórn. Þá hafnaði
fulltrúi Flokks fólksins frávísuninni.
„Minnihlutinn er kjörinn til ábyrgð-
ar en fær aldrei neina aðkomu að
stórum og mikilvægum málum.
Fólkið í borginni leitar mikið til
minnihlutafulltrúa eins og gengur
og það er sárt að þurfa einfaldlega
að segja að minnihlutinn hafi ekki
sæti við borð í neyðarstjórn,“ segir í
bókun flokksins vegna frávísunar-
innar. Þá segir Kolbrún „biturt“ að
vera kjörin fulltrúi í borgarstjórn
og að þurfa að frétta af alvarlegum
málum úr fjölmiðlum.
Í bókun meirihlutans er hlutverki
neyðarstjórnarinnar lýst en ekki
gerð grein fyrir því hvers vegna
Kolbrún fær ekki sæti í stjórninni.
Fær ekki sæti í neyðarstjórninni
Kolbrún
Baldursdóttir
- Tillögu um að borgarfulltrúi Flokks fólksins fái sæti í neyðarstjórn var vísað frá
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Miklar sviptingar hafa orðið í ráð-
stefnuhaldi í faraldrinum hér á
landi og hefur fjöldi ráðstefna ver-
ið fluttur yfir á rafrænt form með-
an öðrum hefur verið frestað eða
einfaldlega aflýst. Stór fjöldi
ferðamanna kom hingað til lands í
þeim tilgangi að sækja ráðstefnur
en samhliða þeim breytingum sem
hafa orðið á ráðstefnuhaldi vegna
faraldursins hefur þeim ferða-
mönnum farið fækkandi.
Sigurður Valur Sigurðsson,
markaðsstjóri Meet in Reykjavík
og verkefnastjóri Íslandsstofu,
segir skýrslu sem samtökin
Strategic Alliance of the National
Convention Bureaux of Europe
gáfu út þó gefa tilefni til hóflegrar
bjartsýni á það hvernig þróunin
verður í þessum málum hér á
landi. „Þar er talað um að við get-
um vænst þess að árið 2025 verð-
um við komin í svipaðan fjölda
ráðstefnugesta og ferðamanna og
var hér árið 2019. Þeir nefna það
líka að við unnum okkur hraðar
upp úr efnahagshruninu en búist
var við og að það vinni hugsanlega
með okkur. Þá virðist almennt
hafa gengið betur að lifa með kór-
ónuveirunni hér heldur en víða
annars staðar.“
Þá segir hann nýlegar niður-
stöður úr könnunum benda til
þess að 96% viðskiptaferðamanna
telji sig þurfa að ferðast aftur
vegna vinnu næstu 12 mánuði og
að 89% þeirra hyggist nýta vinnu-
ferðirnar í frí líka.
Miklar sviptingar
í ráðstefnuhaldi
- Gæti tekið fjögur
ár að ná fjölda ráð-
stefnugesta upp á ný
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Harpa Ráðstefnuhald hefur orðið
fyrir áhrifum af faraldrinum.
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
615.000 kr.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/