Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 19
✝
Ingvar Þórð-
arson fæddist í
Reykjavík 28. jan-
úar 1941. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut þann 3.
ágúst 2021. For-
eldrar hans voru
hjónin Ingibjörg
Ingvarsdóttir hús-
freyja f. 23. júní
1920, d. 11. febr-
úar 1995, og Þórður Guð-
mundsson verslunarmaður, f.
10. júlí 1919, d. 24. maí 1972.
Bræður Ingvars voru þrír;
Guðmundur, f. 26. desember
1939, d. 3. október 2017, Stefán
Ragnar, f. 19. nóvember 1948,
og Símon Johnsen, f. 9. júní
1951.
Ingvar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðnýju Hafdísi
Svavarsdóttur, þann 25. maí
1988, í sambúð með Fannari
Erni Karlssyni, f. 27. apríl
1985.
Ingvar ólst upp í Reykjavík,
en fluttist til Hafnar í Horna-
firði 1971 og bjó þar til dauða-
dags, hann stundaði sjó-
mennsku þaðan fyrstu árin en
fór svo að vinna við húsbygg-
ingar og lærði húsasmíði og
vann við það ásamt mörgu
öðru. Áhugamál hans voru
bridds og knattspyrna, en svo
fékk hann leiklistarbakteríuna
og lék í fjöldamörg ár með
Leikfélagi Hornafjarðar bæði í
aðal- og aukahlutverkum og
einnig söng hann með Gleði-
gjöfum, kór eldri borgara á
Höfn. Hann vann við Sundlaug
Hornafjarðar allmörg ár, eitt
sumar var hann bryti hjá
Landhelgisgæslunni og einnig
var hann kokkur til sjós.
Útför Ingvars fer fram frá
Hafnarkirkju 13. ágúst 2021 kl.
11.
Streymi frá útför:
https://youtu.be/Llz-BtrdR6g
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
1972 og eignuðust
þau 6 börn; a.
Svavar Þór, f. 9.
desember 1971,
hann á soninn Xav-
ier, f. 4. nóvember
1997, b. Hálfdan, f.
2. nóvember 1974,
kvæntur Jill Ingv-
arsson og eiga þau
2 börn, Alexander
Ara, f. 6. júní 2007,
og Zoe Patriciu, f.
24. mars 2010, c. Þórður, f. 25.
september 1979, d. Ingvar
Árni, f. 27. september 1983, í
sambúð með Becky Taylor, þau
eiga 4 dætur, Kaitlyn Björg, f.
3. maí 2004, Lenu Örnu, f. 23.
mars 2010, Cerys Taylor, f. 25.
júlí 2003, Bethiu Taylor, f. 12.
maí 2005, e. Ingibjörg, f. 21.
ágúst 1987, gift Atla Sigurjóns-
syni, f. 25. febrúar 1984, og f.
Alexandra, f. 25. nóvember
Elsku kallinn minn!
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
En það er margt um manninn á svona
stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys og
læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að
koma sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru sumir, sem láta sér lynda það
að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennirnir
leita að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
En mörgum finnst finnst hún dýr þessi
hóteldvöl,
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni
græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei annars
völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma í
bæinn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst
um sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast
burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá
oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst
–
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson)
Ástarþakkir fyrir yndislega
tímann okkar saman. Þín
Guðný.
Hann faðir minn, Ingvar Þórð-
arson, kvaddi þennan heim 3.
ágúst klukkan 11.00. Hans verð-
ur sárt saknað af allri fjölskyld-
unni. Persónulega hef ég misst
besta mann í þessum heimi. Ég
get ekki ímyndað mér betri fyr-
irmynd, sem maður, sem faðir og
sem manneskja.
Eftir að ég fullorðnaðist hef ég
reynt að móta hegðun mína eftir
hans hvað varðar samskipti við
aðra. Hann var einstaklega góður
maður og vildi alltaf bæta sig.
Honum þótti réttlæti skipta
mestu máli og kom fram við alla
eins og jafningja. Hann var ekki
mikið fyrir spjallið, en hann
kunni að gera þögnina þægilega.
En það var líka auðvelt að ræða
við hann um allt og alla, og hann
átti ekki erfitt með að vera heið-
arlegur í því sem hann sagði.
Hann var líka svo góður að skipta
um skoðun og viðurkenna þegar
hann hafði rangt fyrir sér, og
fannst engin skömm að því.
Sem faðir til sonar setti hann
aldrei neina pressu á mig. En
hann var alltaf ánægður með mig
og studdi ákvarðanir mínar og ég
fann alltaf fyrir stolti hans. Þetta
stolt var augljóst þegar ég út-
skrifaðist sem hjúkrunarfræð-
ingur og síðar þegar ég gerðist
háskólakennari.
Sem afi var hann alveg eins,
nema kannski 150% meira af öllu.
Hann var einstaklega ljúfur og
góður við barnabörnin sín. Hann
gat aldrei gert nógu mikið fyrir
þær, ef þær báðu um eitthvað þá
gat hann aldrei gert nóg. Þeim
þótti öllum svo undurvænt um
hann, og þær munu sakna hans
óendanlega mikið.
Hans verður saknað af okkur
öllum í Bretlandi og það verður
ekki eins að heimsækja klakann
aftur.
Ingvar Árni Ingvarsson,
Becky Taylor, Cerys Taylor,
Kaitlyn Björg Ingvarsdóttir,
Bethia Taylor, Lena Arna
Schulz-Ingvarsdóttir.
Nú hefur Ingvar bróðir minn
kvatt okkur. Við byrjuðum
snemma að umgangast, þrátt fyr-
ir átta ára aldursmun. Ein fyrsta
endurminning mín af Ingvari var
þegar hann bjargaði mér úr
óvinahöndum. Ég hafði hætt mér
einn míns liðs inn á óvinasvæði í
Langagerði. Í þá daga var smá-
íbúðahverfið í uppbyggingu og
mikil stríð milli hverfa, í það
minnsta utan skólatíma og æf-
inga með Víkingi en þar voru allir
vinir. Ég var tekinn fastur og
bundinn við fánastöng og fékk að
dúsa þar að mér fannst í óratíma.
Það var því mikil gleði og tárin
streymdu niður þegar Ingvar
birtist og leysti mig úr fjötrum.
Hetjan mín. Ingvar var duglegur
að koma á viðburði og jafnvel í
foreldrasamtöl því foreldrar okk-
ur voru upptekin við annað. Sjálf-
ur gekk Ingvar í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Ég þroskaðist
snemma og ekki á sem bestan
hátt. En fljótlega fórum við að
skemmta okkur saman þrátt fyr-
ir aldurmuninn. Við leigðum okk-
ur íbúð saman á Sogaveginum.
Ingvar vann þá sem tengingar-
maður hjá Landssímanum og
vann mikið úti á landi yfir vikuna
en kom heim um helgar, en ég
var í Iðnskólanum á þessum tíma.
Við brölluðum mikið saman á
þessum tíma og ekki hefur allt
fest í minninu, kannski sem betur
fer.
Ingvar kynntist konu sinni
Guðnýju Svavarsdóttir á Höfn
1971 og giftust þau 24. maí 1972
og eiga sex mannvænleg börn.
Þau eru Svavar Þór 1971, Hálf-
dán 1974, Þórður 1979, Ingvar
Árni 1983, Ingibjörg 1987 og
Alexandra 1988. Barnabörnin
eru þrjú. Þau eru mörg búsett er-
lendis og hafa Ingvar og Guðný
verið dugleg að heimsækja þau.
Þegar ég byrjaði að vinna á
Hornafirði við byggingu frost-
geymslunnar í Óslandi fékk ég að
í búa hjá þeim í risíbúðinni við
Miðtún 8. Ingvar stundaði sjó-
mennsku á þessum tíma oftast
sem matsveinn og var hann mjög
eftirsóttur í það.
Um fertugt tók hann upp á því
að læra húsasmíði og gerði það
með láði. Ingvar var mjög vand-
virkur og góður smiður. Við
störfuðum saman við smíðar og
gekk það samstarf upp og niður.
Við vorum mjög ólíkir, Ingvar
ljúfur og góður og kunni best við
sig að dunda sér einn og helst í
friði frá öðrum. Ég var frekja og
brussa sem oft fylgir í þessum
bransa. Því miður lauk samstarfi
okkar ekki eins og við hefðum
viljað og á ég sannarlega minn
þátt í því.
Ingvar var mjög listrænn í sér
og var góður leikari, hann starf-
aði í áratugi með Leikfélagi
Hornafjarðar og ekki bara sem
leikari heldur sem leikmynda-
gerðarmaður og fleira sem féll til.
Hann hlaut fyrir skömmu heið-
ursverðlaun fyrir störf sín á þess-
um vettvangi. Veit ég að honum
þótti vænt um þessa viðurkenn-
ingu. Hann byggði hús fjölskyld-
unnar mest sjálfur spýtu fyrir
spýtu af mikilli vandvirkni. Minn-
ingar um Ingvar bróður minn
hrannast upp á þessum tímamót-
um og á sjötíu árum eru þær
margar. Væntumþykjan er alls-
ráðandi í þessum minningum en
margt hefði mátt fara betur.
Maður á að vanda sig við um-
gengni við alla menn. Hvíl í friði
kæri bróðir og takk fyrir allt og
allt.
Stefán.
Hér utan við gluggann er úr-
helli. Kannski úrhellið haldist í
hendur við það sem er að gerast
innra með mér. Enn einn vinur
og frændi farinn, snögglega.
Leikari af guðs náð, en amatör.
Það skipti þó aldrei máli, Ingv-
ar Þórðarson var leikari af nautn,
krafti og túlkun í þeim hlutverk-
um sem hann tókst á við.
Undir minni handleiðslu hjá
Leikfélagi Hornafjarðar túlkaði
hann meðal annars Tómas í
Djöflaeyju Einars Kárasonar,
Jerry í Stræti Jims Cartwrights,
Anton (pabba Emils) í Emil í
Kattholti, sem og ömmuna í Átta
konum. Þar brá hann sér í gervi
konu, og bæjarfélagið velti mikið
fyrir sér hvaða kona þetta væri
eiginlega sem væri að leika á
sviðinu; áttaði sig ekki á að þetta
væri karlmaður sem túlkaði
þessa ömmu. Fín túlkun, fín tján-
ing, flottur leikari. Er allur. Miss-
ir.
Konu hans, börnum og barna-
börnum sendi ég mínar hjart-
næmustu samúðarkveðjur.
Guðjón Sigvaldason
leikstjóri.
Ingvar mágur og vinur er ekki
lengur meðal vor. Lífshlaupi
hans er lokið fyrr en maður ætl-
aði.
Ingvar var Reykjavíkurdreng-
ur og ólst upp í höfuðborginni.
Á sjöunda áratugnum lá leið
hans austur á Höfn í Hornafirði
en þá var hann að vinna hjá Sím-
anum við að auðvelda fólki að
komast enn betur í samband
hvert við annað. Ánægjuleg
kynni okkar Ingvars hófust um
þetta leyti en hvorugur sá þó það
fyrir, að við yrðum svilar innan
skamms tíma.
Ásamt því að bæta talsam-
bandið tókst honum sjálfum að ná
verulega góðu sambandi við
hornfirska yngismær. Þróaðist
náið samband þeirra markvisst
og endaði í ást, sambúð barneign-
um og búamstri.
Þessi unga kona sem heillaði
Ingvar var Guðný Svavarsdóttir
af þekktum horn- og vopnfirsk-
um ættum. Völdu þau að setjast
að á Höfn og byggðu sér hús og
heimili að Smárabraut 7. Þar
ríkti fljótlega ys og þys, enda fjöl-
skyldan orðin á skömmum tíma
hjón með sex mannvænleg börn.
Ingvar lærði trésmíði og vann
jafnan við þá iðn ásamt því að
stunda sjóinn sem kokkur á bát-
um frá Höfn. Ingvar vann einnig
um árabil hjá sveitarfélaginu við
húsvörslu og sundlaugagæslu og
fórst það vel úr hendi eins og allt
annað sem hann tók sér fyrir
hendur.
Ingvar var þekktur í samfélag-
inu af félagslegum áhuga sínum
og sér yndi var þátttaka hans
leiklist og öllu því sem henni
fylgdi. Hann var sterkur hlekkur
í starfi Leikfélags Hornafjarðar.
Þar tókst hann á við hvert stór-
hlutverkið á fætur öðru, s.s. Jón-
atan í Hart í bak, í Kaj Munk,
Strætinu, Djöflaeyjunni, Máfin-
um, Músagildrunni o.fl. Þá hann-
aði hann og smíðaði marga leik-
myndina. Hann lét sér sviðið ekki
nægja heldur lék hann í nokkrum
kvikmyndum, sem teknar voru á
Hornafirði.
Ingvar stundaði badminton af
krafti í mörg ár. Hin síðari ár
söng hann í Gleðigjöfum, kór
eldri Hornfirðinga.
Ingvar og Guðný voru mjög
samheldin og í sambúð þeirra var
lítið um skoðanaágreining. Þau
voru dugleg að ferðast og kom
það sér vel þar sem börn þeirra
hafa búið og dvalið erlendis um
lengri og skemmri tíma. Þær
voru kærkomnar heimsóknirnar
til þess hitta börn og tengdabörn
og knúsa barnabörnin.
Guðný, kona Ingvars starfað í
áraraðir, sem bókavörður á söfn-
um Hornafjarðar. Þau hjónin
voru með eindæmum bókelsk, vel
lesin og fróð. Tungumál lágu vel
fyrir þeim og kom sér vel m.a. á
ferðalögum erlendis.
Á síðasta ári voru Ingvari veitt
Menningarverðlaun Hornafjarð-
ar og með því þökkuð marghátt-
uð félagsleg þátttaka. Leiklistina
bar hæst og ósérhlífin störf henni
tengd.
Fjölskylda mín þakkar Ingvari
innilega fyrir dýrmæt og gefandi
kynni.
Ég, synir mínir og fjölskyldur
þeirra, vottum Guðnýju, börnum
og barnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Ég veit, að hvar sem Ingvar
ber að garði handan móðunnar
miklu verður honum ávallt tekið
sem aufúsugesti.
Far þú heill og hafðu þökk
heiðursvinur sanni.
Mín er kveðjan ætluð klökk
kærum, sönnum manni.
Haukur Helgi Þorvaldsson
og fjölskylda.
Við kveðjum í dag Ingvar
Þórðarson, stórleikara, listakokk
og smið. Líf hans og Guðnýjar
Svavars, frænku minnar og vin-
konu, var samofið í áratugi, enda
ætluðu þau að halda upp á gull-
brúðkaup á næsta ári með stæl
og settu stefnuna á Japan. Gerðu
yfirleitt allt með stæl og hafa
ferðast um lönd og álfur á seinni
árum til að hitta fólkið sitt og
skoða heiminn.
Ingvar var prúðmenni. Lagði
metnað í það sem hann gerði,
hvort sem það var í smíðavinnu,
við bridds- og snókerborðin eða
eldamennskuna sem lék í hönd-
um hans. Það voru ekkert venju-
legar veislur á Smárabrautinni
þegar maður kom í heimsókn,
Ingvar og Guðný samtaka á því
sviði sem öðru, hann með aðal-
réttinn, hún eftirréttinn og svo
var heimilishúmorinn sem krydd
á kræsingarnar.
Kannski naut Ingvar sín þó
hvergi betur en á leiksviðinu.
Með Leikfélagi Hornafjarðar
skilaði hann hverju hlutverkinu
á fætur öðru af list og innsæi,
auk þess að eiga drjúgan þátt í
leikmyndum. Hann hlaut Menn-
ingarverðlaun Hornafjarðar
fyrr á þessu ári fyrir það fram-
lag sitt gegnum tíðina og fór vel
á því.
En Ingvari þótti líka gott að
taka lífinu með ró heima, lesa, og
fylgjast með málefnum líðandi
stundar, meðal annars á íþrótta-
sviðinu. Með fjarstýringuna í
hendi héldu Ólympíuleikarnir í
Tókýó honum við efnið fram und-
ir síðasta dag. Það varð ansi brátt
um hann. Þegar hann lyfti lóðum
í morgunleikfimi heima fann
hann fyrir verk í handlegg og
læknir sendi hann suður. Ellefu
dögum síðar var hann allur. Þó
ekki fyrr en nánasta fjölskylda
hafði náð að kveðja hann, þar á
meðal synirnir þrír sem búa í
fjarlægum löndum og flugu í
snatri heim þegar sýnt var að
hverju dró. Þá gat hann fært sig
yfir á annað svið.
Guðnýju, börnum þeirra Ingv-
ars, tengdabörnum og barna-
börnum votta ég einlæga samúð,
þau eiga góðs að minnast og góðs
að sakna.
Gunnþóra.
Ingvar
Þórðarson
in að fá að eyða töluverðum tíma
með Jobbu og fjölskyldu, sérstak-
lega hér á árum áður en mamma
og pabbi og Jobba og Jón voru
miklir og góðir vinir og því mikill
samgangur alla tíð. Það voru því
ófáar heimsóknirnar á fallega
heimilið þeirra Jóns hér áður á
Sunnuflötina og fjölmargar góðar
stundir í sumarbústaðnum við
Laugarvatn þar sem ýmislegt var
brallað. Jobba var rösk og dreif í
hlutunum sem er almennt hinn
mesti kostur, en sem barni fannst
mér það afar óheppilegt þegar
kom að því að smyrja brauð og
sjóða grjónagraut. Brauð með
smjöri í miðjunni og ekkert út á
kantana og grjónagrautur með
hálfsoðnum grjónum þótti mér al-
veg ótækt. En það var Jobba,
drífa í þessu og ekkert ves.
Það hefur verið gaman að
fylgjast með hversu samheldin
og góð fjölskyldan hefur alla tíð
verið. Ég man þegar Jobba var
að tala um að vinkona hennar
hafði verið að vorkenna henni að
eiga bara stráka því hún fengi
ekki að vera eins mikill þátttak-
andi í lífi þeirra eins og mæður
eru oft miklir þátttakendur í lífi
dætra sinna. Það varð þó ekki
raunin enda Jobba einstaklega
skemmtileg og ræktaði vel sam-
bandið við strákana og síðar
tengdadæturnar, barnabörnin og
barnabarnabörnin sem nú hafa
misst mikið en eiga dásamlegar
minningar um yndislega
mömmu, ömmu og langömmu.
Elsku Jón, Gauti, Benni, Unnur
og fjölskylda, Villi, Agga og fjöl-
skylda, missir ykkar er mikill.
Við Finnur og strákarnir sendum
ykkur öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði elsku frænka.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Sigríður Þorgeirsdóttir
(Sigga Þorgeirs).
Elsku Jódís. Ég hreinlega veit
bara ekki hvar skal byrja. Ég kom
inn í líf ykkar þegar ég hitti son
þinn, hann Benna. Allt frá fyrsta
degi fannst mér ég tilheyra ykkar
fjölskyldu, við Jón töluðum um
Selfoss og þú pikkaðir á einhverja
takka í veggnum sem ég svo
seinna áttaði mig á að voru takk-
arnir fyrir eldavélina. Ég bjó hjá
ykkur þar til við Benni fluttum
saman þar sem von var á barna-
barni. Síðar keyptum við íbúðina á
Öldugötunni sem var æskuheim-
ilið þitt og okkur leið alltaf svo vel
þar.
Flestar minningar mínar eru
samt frá Laugarvatni, þar sem
alltaf var svo gott að vera saman.
Þar var ýmislegt brallað, þú eð-
alkokkurinn hafðir mjög gaman af
að elda góðan mat fyrir fjölskyld-
una. Það var snilld að fylgjast með
hvernig þér tókst að finna allt
mögulegt smart: mat, fatnað og
allt til heimilisins. Hafðir sérstakt
auga enda fagurkeri. Myndirnar
af strákunum þínum í sardínudós-
unum í sveitinni hefur mér alltaf
þótt mjög vænt um, skoða þær
alltaf þegar ég er í Stóru-Skógum.
Ég á eftir að sakna þess að fara
með þér í dagsferðir í sveitinni og
eiga stundir saman. Þú hafðir svo
mikinn áhuga á öllu því sem við og
krakkarnir vorum að gera. Spurð-
ir mig hvað ég væri að prjóna,
Benna hvernig framkvæmdir hjá
honum gengju og varst alltaf með
á hreinu hvað krakkarnir voru að
bralla. Allir ægilega duglegir eins
og þú sagðir svo oft.
Þú ert sú jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Þú
fékkst alveg raunir sem tóku á en
alltaf var hugarfarið jákvætt,
brosmilt og svo var hnefinn gefinn
með bros á vör.
Við eigum öll eftir að sakna þín
mjög mikið og erum heppin að
eiga allar þessar fallegu minning-
ar.
Þín
Unnur Eva.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Ástkær dóttir, móðir, tengdamóðir, systir
og amma,
ÁSTRÍÐUR Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrafnhólum,
var bráðkvödd á heimili sínu.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 15.
Alla B. Albertsdóttir
Sara Dögg Guðnadóttir Sigfús Jónsson
Berglind Amy Guðnadóttir Bjarki Hólmgeir Halldórsson
systkini og barnabörn