Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Ísland átti
aðeins fjóra
keppendur á
Ólympíu-
leikunum í Tók-
ýó. Bent hefur
verið á að til að
fjölga íslensk-
um keppendum
á stórmótum og
að þeir nái betri
árangri á alþjóðavettvangi
þurfi umhverfi okkar
fremstu íþróttamanna að
breytast verulega. Íþrótta-
fólkið og þjálfarar þess verði
t.d. að fá greidd mannsæm-
andi laun til að geta einbeitt
sér alfarið að æfingum og
keppnum í íþrótt sinni og
haft þannig íþróttina að at-
vinnu.
Þessi umræða er langt frá
því ný af nálinni og skýtur
jafnan upp kollinum í
tengslum við þátttöku okkar
besta fólks á stórum íþrótta-
mótum erlendis. Kallað er
eftir stefnu stjórnvalda í
málum afreksíþrótta, meiri
stuðningi, auknu fjármagni,
betri aðstöðu/mannvirkjum,
o.s.frv. Launasjóður afreks-
íþróttamanna hefur verið
nefndur í því sambandi og að
íþróttamiðstöð yrði sett á
laggirnar þar sem bæði af-
reksfólkið og ungir og efni-
legir íþróttamenn gætu feng-
ið aðstoð frá fagfólki á
ýmsum sviðum er tengjast
þjálfun í íþróttum.
Varla er hægt að ætlast til
þess af íþróttamönnum okk-
ar, sem eru flestir, fyrir utan
boltaíþróttirnar þrjár, ekki
atvinnumenn í íþróttinni, að
þeir nái sem mestu út úr
sinni getu á stærri sviðum
íþróttanna fái þeir ekki að
æfa við betri aðstæður.
Ósanngjarnt er að bera sam-
an árangur þeirra og er-
lendra íþróttamanna þar
sem þeir síðarnefndu búa við
mun betri umgjörð utan um
sportið í sínum heimalönd-
um.
Á síðustu árum hafa
breytingar til góðs átt sér
stað á afreksstarfinu hér-
lendis, afrekssjóðurinn gildn-
að talsvert, o.s.frv. En þrátt
fyrir það hefur uppskeran
verið rýr, að minnsta kosti
fram að þessu. Svo virðist
sem hægt miði áfram og að
nágrannalöndin séu komin
mun lengra en við í þessum
efnum. Undirritaður tekur
heilshugar undir það sjón-
armið að það verði að stór-
bæta umgjörðina í kringum
afreksíþróttirnar hér á landi
vilji menn sjá betri frammi-
stöðu okkar fremsta íþrótta-
fólks.
Þessir þættir sem nefndir
hafa verið snúa að þjálfun
íþróttamannanna. Sjaldan er
rætt um frammistöðu
íþróttaforystunnar varðandi
þessi mál, hver sé afreks-
stefnan og hvernig gangi að
innleiða hana. Það hlýtur að
vera hlutverk og skylda for-
ystunnar í samráði við sér-
samböndin að búa til um-
hverfið svo bestu
íþróttamennirnir okkar geti
blómstrað og
náð hámarks-
árangri í keppn-
um á erlendri
grundu.
Í Bandaríkj-
unum og flest-
um Evr-
ópulöndum er
iðulega gerð sú
krafa til stjórn-
enda í íþrótta-
tengdri starf-
semi að þeir
hafi lokið háskólanámi í
stjórnun á sviði íþrótta (e.
sports management), a.m.k.
á grunnstigi (bakkalár) en
helst meistaranámi. Þar er
lögð áhersla á að stjórn-
endur íþróttasambanda,
íþróttafélaga, íþróttamann-
virkja, íþróttaviðburða eða í
öðru íþróttastarfi búi yfir
sérfræðiþekkingu í íþrótta-
stjórnun.
Þeir sem útskrifast úr
slíku námi hafa vanalega
lært allt það sama og kennt
er í hefðbundnu stjórnenda-
og viðskiptanámi á meist-
arastigi, en að auki um flest-
allt sem viðkemur stjórnun í
íþróttum. Til dæmis um sér-
stöðu íþrótta eða þá fjöl-
mörgu mikilvægu þætti sem
aðgreina þær og íþrótta-
starfsemi frá öðrum vörum
og þjónustu og frá stjórnun
og rekstri venjulegra fyr-
irtækja. Við útskrift skilja
þeir því vel eðli og starfsum-
hverfi íþróttanna og eru vel
undirbúnir fyrir leiðtoga- og
stjórnunarstöður á þeim
vettvangi.
Venjulega þurfa íþrótta-
þjálfarar hér heima að hafa
tilskilda þjálfaramenntun til
að mega starfa við þjálfun
íþróttamanna. Óskandi væri
að stjórnendur í sambönd-
unum, félögunum, deildum
félaganna o.s.frv. þyrftu líka
að uppfylla sams konar skil-
yrði með því að hafa lokið
háskólaprófi í íþróttastjórn-
un – helst frá góðu námspró-
grammi á því sviði sem býð-
ur fyrrum nemendum að
halda þekkingu sinni við með
því að sækja námskeið,
„masterclasses“ og ráð-
stefnur á vegum skólans um
allt það nýjasta og um þau
mál sem eru efst á baugi í
faginu hverju sinni. Þannig
fengjum við meiri faglega
eða sérþekkingu og meiri
hæfni inn í stjórnendastörf
íþróttahreyfingarinnar hér á
landi.
Eftir
Hallstein
Arnarson
Hallsteinn Arnarson
» Óskandi væri að
stjórnendur í
íþróttahreyfingunni
hér á landi yrðu að
hafa lokið háskóla-
prófi í íþrótta-
stjórnun (e. sports
management).
Höfundur er með Executive
MBA-gráðu í sports manage-
ment frá Real Madrid
Graduate School-European
University og virkur félagi í
nokkrum leiðandi íþrótta-
fagsamtökum á heimsvísu.
Meiri faglega
þekkingu í
stjórnendastörf
íþróttahreyfing-
arinnar
✝
Ingibjörg Ýr
Pálmadóttir
fæddist 7. maí
1931 í Reykjavík.
Hún lést þar 23.
júlí 2021.
Foreldrar Ingi-
bjargar Ýrar voru
Ragnhildur Skúla-
dóttir Thorodd-
sen, f. 26.8. 1899,
d. 4.9. 1966, og
Pálmi Hannesson,
f. 3.1. 1898, d. 22.11. 1956.
Bræður Ingibjargar Ýrar eru
Jón Skúli, f. 1927, d. 1935,
Pétur Jökull, f. 1933, d. 1984,
Skúli Jón, f. 1938, og Pálmi
Ragnar, f. 1940. Hálfsystir
Ingibjargar Ýrar samfeðra er
Rannveig Torp Pálmadóttir
Böðvarsson, f. 1924, d. 2005.
Hinn 29.10. 1955 giftist
Ingibjörg Ýr Indriða Gíslasyni,
f. 27.7. 1926, d. 15.3. 2009.
Foreldrar hans voru Dagný
Pálsdóttir og Gísli Helgason,
bændur í Skógargerði á Fljóts-
dalshéraði. Börn þeirra eru: 1)
Ragnhildur Rós, f. 11.8. 1956.
Hennar maður er Skarphéðinn
G. Þórisson, f. 20.6. 1954, börn
þeirra eru a) Ingibjörg Ýr, f.
16.10. 1990, maki Þorfinnur
Hannesson, f. 26.10. 1990. Syn-
ur f. 13.6. 1967, í sambandi
með Jóhönnu Þyri Sveins-
dóttur, f. 19.10. 1969, hennar
börn eru Grétar, Steinar og
Björk. Sonur Ásmundar með
Njólu Jónsdóttur, f. 28.7. 1967,
er Jón Freyr, f. 3.9. 1997.
Dóttir Indriða er Erna, f.
25.12. 1952, hennar maður er
Andrés Svanbjörnsson, f.
20.10. 1939. Börn Ernu eru
Frosti, Reimar og Valva Pét-
ursbörn.
Ingibjörg Ýr ólst upp í
Reykjavík og varð stúdent frá
MR árið 1950. Hún fór til
náms í St. Paul, Minnesota í
Bandaríkjunum og lauk námi í
ensku og fjölmiðlafræði frá
Macalester College. Auk þess
ferðaðist hún og vann víða þar
í landi. Heim komin fór hún að
vinna á skrifstofu Ríkisféhirðis
þar til að fjölga tók í barna-
hópnum. Hún tók kennarapróf
frá stúdentadeild Kennara-
skóla Íslands árið 1969.
Kenndi fyrst við Hvassaleit-
isskóla í eitt ár en síðan við
Skóla Ísaks Jónssonar þar til
hún hætti störfum 72 ára.
Ingibjörg Ýr var víðlesin og
naut lífsins við ferðalög, börn
og barnabörn, náttúruskoðun
og var fastur gestur á nám-
skeiðum Endurmenntunar HÍ
um Íslendingasögur og bók-
menntir.
Ingibjörg Ýr verður jarð-
sungin frá Háteigskirkju í
dag, 13. ágúst 2021, klukkan
13.
ir þeirra eru
Hannes Indriði og
Skarphéðinn Kári,
b) Indriði, f. 18.8.
1992, í sambandi
með Kolbrúnu
Þóru Sverrisdótt-
ur, f. 6.2. 1996, c)
Þuríður, f. 18.8.
1992. Fyrir á
Skarphéðinn son-
inn Árna Val. 2)
Pálmi, f. 2.6. 1958,
hans kona er Anna Guðný
Halldórsdóttir, f. 12.2. 1953.
Hún á fyrir þau Sigvarð Örn,
Halldór Val, Hrafnhildi Unni,
Drífu Dröfn og Einar Má. 3)
Helgi, f. 12.11. 1959. Börn
hans eru Björn Þór, f. 1.10.
2003, og Birta Líf, f. 23.5.
2005. 4) Ólafur Skúli, f. 23.5.
1961, hans kona er Helga
Ágústsdóttir, f. 14.2. 1966,
dóttir þeirra er Katrín Helga,
f. 7.8. 1996. 5) Jón Skúli, f. 6.7.
1963, kona hans er Sigríður
Jóhannsdóttir, f. 28.10. 1963.
Börn þeirra: a) Jóhann Skúli,
f. 20.6. 1991, giftur Unni Elvu
Hallsteinsdóttur, f. 21.6. 1988.
Þeirra börn eru Eysteinn Skúli
og Glódís Anna. b) Kristín Ýr,
f. 26.7. 1998. 6) Dagný Berg-
þóra, f. 13.3. 1965. 7) Ásmund-
Elskuleg tengdamóðir mín,
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefur
kvatt okkur. Söknuðurinn er
mikill, en við yljum okkur við
minningar um stórbrotna konu
sem strax við fyrstu kynni heill-
aði mann með framkomu sinni.
Hún fór ekki í manngreinaálit,
heldur kom eins fram við alla.
Það var fyrir rúmlega þrjátíu
árum sem ég kom fyrst inn á
heimili þeirra yndislegu hjóna,
Ingibjargar og Indriða, fann ég
strax hversu velkomin ég var.
Það tók mig ekki langan tíma að
finna að við yrðum góðar vin-
konur og á það vinasamband
bar aldrei skugga. Við áttum
það sameiginlegt að hafa áhuga
á fólki og þó að Ingibjörg hafði
aldrei komið á mínar slóðir á
Melkrakkasléttu, á þessum
tíma, kannaðist hún við fólkið
mitt þar af afspurn. Þótti mér
vænt um að geta spjallað við
hana um fólkið mitt fyrir norð-
an, bæði þá sem höfðu kvatt og
þá sem þar bjuggu. Einnig vor-
um við báðar grunnskólakenn-
arar sem þótti vænt um starfið
sitt. Við sátum ekki ósjaldan við
borðstofuborðið í Barmahlíðinni
og ræddum uppeldis- og
kennslumál, og man ég aldrei
eftir öðru en að þar værum við
alltaf sammála. Oft leitaði ég til
Ingibjargar ef mig vantaði efni
fyrir kennslu eða upplýsingar
um eitthvað. Ég kom aldrei að
tómum kofunum hjá henni og
oft hafði ég á orði: „Ég spyr
Ingibjörgu.“
Ég get aldrei fullþakkað Ingi-
björgu og Indriða fyrir þeirra
þátt í uppeldi barnanna okkar.
Alveg frá fyrsta degi var
Barmahlíð 32 þeirra annað
heimili. Ég sagði þetta stundum
við Ingibjörgu en þá tjáði hún
mér að það hafi ekki síður verið
forréttindi fyrir þau að hafa
fengið að hafa þau hjá sér, alltaf
jafn yndisleg. Þegar börnin hófu
skólagöngu í Hlíðaskóla var gott
að hafa athvarf eftir skóla hjá
ömmu og afa í Barmahlíðinni.
Eftir kennslu á daginn fóru þau
alltaf heim til ömmu og afa sem
tóku á móti þeim. Fyrst var
fengin hressing og spjallað um
daginn og veginn og síðan var
tekið til við heimalærdóminn.
Það voru ekki bara amma og afi
sem hjálpuðu þeim við námið
heldur kennararnir amma og
afi. Ef ekki þurfti að drífa sig á
fótboltaæfingar eða í tónlistar-
skólann lásu amma og afi fyrir
þau eða spiluðu við þau. Þetta
var ómetanleg hjálp fyrir for-
eldrana og ekki síður ómetan-
legt fyrir börnin. Það heyrði til
undantekninga ef Ingibjörg
mætti ekki á leiksýningar eða
tónlistarviðburði barnanna í
skólanum. Þegar Jóhann og
Kristín útskrifuðust úr Hlíða-
skóla þá sagði Ingibjörg við mig
að hún saknaði þess að koma
ekki árlega í skólann á leiksýn-
ingar, hún var nefnilega bæði
amma og kennari.
18. júlí síðastliðinn fór ég til
Ingibjargar minnar til að kveðja
hana, því ég var að fara norður
á æskuslóðir með búslóð for-
eldra minna sálugu. Þegar ég
kvaddi hana sagði ég við hana
að við hefðum verið að passa
Eystein okkar Skúla og ég von-
aði að við yrðum jafn góð amma
og afi og hún og Indriði. Þá
sagði hún við mig: „Það verðið
þið örugglega.“ Þetta voru okk-
ar kveðjuorð og nú hafa dag-
heimar hennar þagnað. Blessuð
sé minning mætrar konu.
Sigríður Jóhannsdóttir.
Á yngri árum var ég vanur að
spígspora um íbúð ömmu minn-
ar og afa í Barmahlíðinni og
dást að þeim ýmsu munum sem
þau höfðu sankað að sér í gegn-
um lífsleiðina. „Amma, má ég
eiga þetta?“ Ég hafði svo sér-
stakt dálæti á safni ömmu minn-
ar af litlum fuglum sem hún
hafði ýmist fengið að gjöf eða
keypt á ferðalögum sínum og
gat hangið tímunum saman í
gluggakistunni í borðstofunni
við að skoða þá. „Jói minn pass-
aðu þig bara á því að brjóta ekki
fuglana.“ Ég braut tvo.
„Amma, þegar þú deyrð, má
ég þá eiga þetta?“ var yfirleitt
móttilboð mitt eftir að amma
mín neitaði mér blíðlega um að
eiga hluti á borð við gyllta
búddastyttu eða skattholið
hennar sem mér fannst með ein-
dæmum hentugt og skemmti-
legt. Ég taldi mig vera að gera
tímamótasamninga í hvert
skipti sem hún samþykkti lög-
gerninginn, en áttaði mig þó
með árunum á því að amma mín
var ekki að fara eitt né neitt.
Hún var grjóthörð, eldhress,
með eindæmum dugleg og fyr-
irmynd að öllu leyti. Það var
ekkert verkefni of stórt. Langt
inn á níræðisaldur labbaði hún
út í búð, keyrði vestur yfir læk í
sund og sagði skemmtilegustu
sögurnar í öllum matarboðum.
Það er ekki fyrr en nýlega að
ég áttaði mig á því hversu mik-
illa forréttinda ég nýt að hafa
farið í gegnum lífið með allar
mínar ömmur og afa mér við
hlið og að öll hafi þau kennt mér
jafn mikið á lífið og raun ber
vitni. Í þeim skóla bar Ingibjörg
amma mín þungann af öllum
leiðinlegu hlutunum eins og að
kenna mér að læra, segja mér
að drekka ekki of mikið kakó-
malt og fullt af öðrum lífs-
reglum sem ég hef náð að temja
mér á lífsleiðinni. Ég kann
henni fyrir það mínar allra
bestu þakkir en minningarnar
verða þó ávallt sterkastar af
þeim skiptum sem hún var mér
sem sönn amma, eins og þegar
ég lá í rúminu hennar í 5 daga
samfellt með flensu og hún
sinnti öllum mínum lífsins þörf-
um eins og að kveikja fyrir mig
á Minni skoðun með Valtý Birni,
eða í öll skiptin sem hún las fyr-
ir mig upp úr rússneskum æv-
intýrabókum, sem ég vitanlega
bað um að fá að eiga þegar tími
hennar á jörðinni væri liðinn.
Fjöður hauksins hugprúða
situr nú í bókahillu barnanna
minna sem ég verð ævinlega
þakklátur fyrir að þú hafir feng-
ið að hitta. Ég mun aldrei koma
því í orð hversu miklu máli þú
skiptir mig og hversu sárt ég
sakna þín á þessari stundu en
mikið er ég feginn að þú hafir
loksins fengið ósk þína uppfyllta
og sért komin austan við sól og
sunnan við mána þar sem afi
hefur beðið eftir þér.
Jóhann Skúli Jónsson.
Amma var ógeðslega
skemmtileg. Hún var ógeðslega
fyndin og að sjálfsögðu ógeðs-
lega falleg. Og hún myndi
skamma mig mjög mikið fyrir
að nota lýsingarorðið ógeðslega
svona oft eða bara yfirhöfuð.
Hefði kannski fengið flaut eða
lauflétt: „Þuríður, maður segir
ekki ógeðslega.“ Hún var festan
mín í Reykjavík þegar ég flutti
þangað fyrir næstum áratug.
Þar á undan hýsti hún mig og
vinkonur mínar þegar við kom-
um í gelgjuferðir suður og þar
þar á undan beið hún með heitt
kakó og ristað brauð þegar við
fjölskyldan komum keyrandi að
austan. Hún fór með okkur á
Klambratún og skolaði sárin eft-
ir að barnabarnið dróst eftir ap-
arólunni af einstökum klaufa-
skap. Klaufaskapinn erfði ég í
beinan kvenlegg frá gömlu og
ég hef sjaldan séð myndarlegri
horn en þau sem hafa myndast á
enni ömmu minnar eftir ein-
hverja byltuna í gegnum árin.
Hún var samt engin hornkerl-
ing, hún var t.d. kosin fyrst
kvenna forseti nemendafélags-
ins í Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1949, menntaði sig sem
kennari stuttu eftir að hafa
eignast sjöunda barnið, og var
alla tíð á undan sinni samtíð.
Hún var sú besta fyrirmynd
sem ung kona getur óskað sér
og ég á eftir að sakna hennar
svo lengi sem ég lifi. Ég vona
innilega að nú eigi sér stað end-
urfundir hennar og foreldra
hennar á bláu eyjunni en hún
talaði alltaf svo fallega um þau
og hélt minningu þeirra á lífi.
Mér finnst ég hafa þekkt lang-
afa minn og langömmu persónu-
lega, þrátt fyrir að þau hafi
kvatt jarðlífið löngu áður en ég
fæddist. Ég ætla að gera hið
sama og tala um ömmu við
börnin mín og barnabörnin mín.
Því amma var snillingur. En nú
verður væmnin að víkja þar sem
amma var ekkert sérstaklega
gefin fyrir þannig lagað. Ég
man þegar ég ætlaði einhvern
tímann að gera vel við gömlu og
lesa fyrir hana ljóð úr Svörtum
fjöðrum Davíðs Stef. Ég las
nokkur og gerði svo stutt hlé og
spurði hana hvort þetta væri
ekki yndisleg lesning. Þá fussaði
í gömlu og hún sagði: „Æ hann
Davíð er alltaf svo væminn.“ Ég
ætla því hér eftir aðeins að
fagna minningu elsku ömmu
minnar og hlakka til að hitta
hana aftur þegar að því kemur.
Fagna minningu konunnar sem
kom með mér í Ikea og lagðist
niður á fjórar mismunandi dýn-
ur til þess að finna þá réttu.
Fagna minningu konunnar sem
bullaði í öðru hverju orði og stóð
á öðrum fæti og söng hæ gam-
an. Fagna því að ég fékk að vera
Þöllin hennar í næstum 29 ár.
Takk fyrir allt elsku besta
amma mín, þúsund kossar alla
leið niður í tær.
Þuríður Skarphéðinsdóttir.
Nú er svo komið að af fimm
alsystkinum, börnum þeirra
Ragnhildar Thoroddsen og
Pálma Hannessonar, erum við
Skúli Jón einir á lífi; Jón Skúli,
Ingibjörg Ýr og Pétur Jökull öll
látin.
Ekki verður sagt að dauðinn
hafi sótt Ingibjörgu heim fyrr
en vonir hennar stóðu til. Hún
var rúmlega níræð og pakksödd
lífdaga, enda hafði hún verið háð
umönnun annarra um árabil
vegna heilablóðfalls. „Það er illt
að vera upp á mennina komin,“
hafði amma okkar, Theodóra
Thoroddsen, gjarnan á orði og
þótt vel hafi farið um Ingibjörgu
síðustu árin í ljúfri umsjón
hennar allra nánustu var hún
ekki svipur hjá sjón samanborið
við fyrri afburði á ótal sviðum.
Með systur minni hverfur
býsna margt, einkum tenging
við fyrri tíð, en hún var hafsjór
af fróðleik, ekki síst um ættir
okkar og sögu.
Ingibjörg var órofa hluti af
lífi mínu frá fyrstu tíð. Eðli máls
samkvæmt var vægið mismikið
eftir aðstæðum okkar hvors um
sig á hverjum tíma. Ég fetaði í
félagsleg fótspor hennar í
menntaskóla, fyrst sem scriba
scolaris og síðar forseti mál-
fundafélagsins Framtíðarinnar,
þótt líklega næði ég aldrei sama
ágæti og hún á þeim vettvangi.
Hún var fyrst kvenna kosin til
umræddra embætta.
Faðir okkar brautskráði Ingi-
björgu stúdent vorið 1950. Hún
fékk 10 í náttúrufræði sem
gladdi hann mjög. Þá var hún
nýorðin 19 ára og flestir vegir
færir. Hún fór ekki þá fremur
en síðar á ævinni troðna slóð,
heldur valdi að læra til blaða-
manns við háskóla í St. Paul í
Minnesotaríki í Bandaríkjunum.
Um námsárangur þar veit ég
Ingibjörg Ýr
Pálmadóttir