Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Fundarboð Kviku banka hf. Hluthafafundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn þriðjudaginn 7. september 2021 kl. 16:00, á starfsstöð félagsins að Katrínartúni 2, 9. hæð, 105 Reykjavík. Ádagskrá fundarins verða eftirfarandimál. 1. Kosning eins aðalmanns og eins varamanns í stjórn félagsins. 2. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku. Sé misræmi milli fundargagna á íslensku og ensku, gildir íslenska útgáfan. Fundargögn eru aðgengileg á vefslóðinni https://www.kvika.is/fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/ og skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Hvorki verður hægt að taka þátt á fundinum né greiða atkvæði með rafrænum hætti. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæða- greiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 2. september 2021. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt frá einhverjum atkvæðisbærra fundarmanna og að gengnum úrskurði fundarstjóra um slíkt fyrirkomulag. Þó verður kjör stjórnar- manna skriflegt ef fleiri einstaklingar eru í framboði en kjósa skal. Hluthafafundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn þriðjudaginn 7. september 2021, kl. 16:00, á starfsstöð félagsins að Katrínartúni 2, 9. hæð, 105 Reykjavík. Stjórn Kviku banka hf. til hluthafafundar 7. september 2021 Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is. Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu dögum fyrir boðaðan hluthafafund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 þann 28. ágúst 2021. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir hluthafafund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á fundinum sjálfum. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf hluthafafundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 2. september 2021. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir fundinn þ.e. fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 2. september 2021. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins sem og á heima- síðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995. Framboðsform til stjórnarsetu er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Hluthafafundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Aðilar sem eru skráðir hluthafar í hlutaskrá félagsins þegar hluthafafundur fer fram geta beitt réttindum sínum á hluthafafundinum.Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðs- maður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á framangreint netfang fyrir fundinn. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Tannbrotum vegna slysa á raf- hlaupahjólum hefur fjölgað verulega að sögn Karls Guðlaugssonar tann- læknis. Hafa útköll tannlækna vegna þessara slysa orðið talsvert áberandi síðastliðna mánuði og segir hann ástandið alvarlegt. „Þetta er bara blákaldur veruleik- inn. Nánast allir tannlæknar sem ég hef talað við þekkja dæmi þess að það hafa komið svona tilvik inn á þeirra stofu. Ég er ekki með ná- kvæma tölfræði en maður sér þetta í mun meiri mæli en áður, og bara al- varleg tannbrot.“ Karl segir skemmdirnar og brotin vera misalvarleg en engu að síður séu þau aldrei minni háttar fyrir ein- staklinginn. Getur það tekið tann- lækna allt frá hálftíma í að gera við einstaka brot og allt upp í marga mánuði ef skemmdirnar eru alvar- legar. Ef tönn springur eða eyði- leggst, eða ef rótin er ónýt, þarf að draga tönnina út, setja bráðabirgða- part í bilið og síðar nýja tönn. Vekur Karl einnig athygli á því að minni brotin geti reynst afar hvimleið til lengri tíma litið og jafnvel valdið meiri truflun heldur en stærri brot- in. „Alvarlegu brotin eru miklu stærri mál í upphafi en svo er gerð varanleg viðgerð. En þótt brotið sé minna getur það orðið þrálátt verk- efni að laga tönnina vegna þess að fyllingar brotna úr aftur og aftur. Ef það brotnar til að mynda framan af bitkanti á fólk það til að gleyma sér og kannski daginn eftir, eða eftir nokkrar vikur, bítur það eitthvað hart í sundur og fyllingin brotnar. Fólk þarf þá sífellt að koma í heim- sóknir.“ Sorglegt að horfa upp á þetta Að sögn Karls eru slysin mest áberandi meðal ungs fólks á tvítugs- og þrítugsaldri. Má í langflestum til- vikum tengja þau við áfengisneyslu um helgar en flest útköllin berast snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum. Segir Karl sorglegt að horfa upp á ungt fólk með heil- brigðar tennur lenda í þessum óhöppum. Sé þessi þróun mikil synd, sérstaklega í ljósi þess að tannheilsa fólks sé nú mun betri nú en hún var fyrir nokkrum árum. „Tanntjónin og alvarleiki þeirra eru svo sérstaklega ömurleg því þú ert með þessa ungu einstaklinga sem eru með allar tennurnar sínar strá- heilar. Tannheilsan er orðin svo góð að það eru nánast engar skemmdir hjá þessum krökkum. Bara fallegar hvítar framtennur og svo lenda þau beint á andlitinu og brjóta þær. Það er grátlegt að fylgjast með þessu,“ segir Karl. Ekki bara fjárhagslegt tjón Er ekki síður verra fyrir ungt fólk að lenda í þessum óhöppum vegna fjárhagslegu hliðarinnar en tjón af þessu tagi getur hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum og farið vel yfir milljón að sögn Karls. Getur ver- ið erfitt fyrir ungt fólk að standa straum af slíkum kostnaði, sérstak- lega ef ekkert fæst greitt út úr tryggingum. Karl vekur þó athygli á því að oft eru það ekki bara peningar sem skipta hér máli heldur einnig skað- inn sem fylgir því að lenda í slysi og missa tennurnar sínar. Getur þetta einnig verið átakanlegt fyrir andlegu hliðina, svo ekki sé minnst á heilsu- farslegan skaða. „Tilfinningatjónið er meira en fjárhagslega tjónið því þú getur í rauninni aldrei bætt fyrir það. Það er það sem er svo hræðilegt. Þótt þú náir að brúa peningalegu hliðina þá er það skaðinn sem verður á fullheil- brigðum tönnum sem er svo grátleg- ur. Þótt maður nái að laga tennurnar þá verður þetta aldrei jafn fallegt og sköpunarverkið.“ Karl kveðst ekki vita til þess að nein tölfræðileg úttekt hafi verið gerð á þessum tjónum hérlendis. Hvetur hann til þess að ráðist verði í það verkefni sem fyrst og telur hann líklegt að tannlæknar taki því fram- taki fegins hendi. Útköllum vegna tannbrota fjölgar - Tannlæknar hafa áhyggjur af auknum skemmdum á tönnum vegna slysa á rafhlaupahjólum - Erfitt fyrir ungt fólk að standa straum af kostnaðinum - Hvetur til þess að tölfræðileg úttekt verði gerð Morgunblaðið/Eggert Rafskútur Skemmdir á tönnum vegna slysa á rafhlaupahjólum geta kostað einstaklinga mörg hundruð þúsund. Karl Guðlaugsson tannlæknir segir ástandið alvarlegt og geti valdið miklu tilfinningalegu og heilsufarslegu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.