Morgunblaðið - 18.08.2021, Page 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Ég treysti vísind-
unum og „sérfræðing-
unum okkar“ segir
fólk gjarnan. Það er
þó þekkt í sögunni að
„sérfræðingar“ geta
brugðist, háskóla-
gráður og gáfur eru
engin trygging fyrir
réttum og siðlegum
ráðum. Hagn-
aðarvonin villir mönn-
um stundum sýn og
hlutlægum aðferðum og ráðum er
þá varpað fyrir róða. Dæmi um
þessa hættu sjáum við glöggt nú
um stundir. Það er verið er að
selja okkur þá hugmynd að það sé
bráðnauðsynlegt að bólusetja 12-
15 ára börn gegn Covid-19-
sjúkdómi. Þetta er að mati fjöl-
margra vísindamanna og lækna
óráð. Covid-19 veldur þessum ald-
urshópi nánast engri hættu, og er
„vægari en inflúensa“ og Delta-
afbrigðið er hættuminna en fyrri
afbrigði í öllum aldurshópum.[1]
Fólk þarf ekki að vera andstæð-
ingar allra bólusetninga þó það
meti hvort hér sé áhættan meiri
en ávinningurinn.
Aðvörunarorð lækna
Læknirinn og vísindamaðurinn
Martin Kulldorf, prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla, og
félagi hans, prófessor Jay Bhatta-
charya við Háskólann við Stan-
ford, hafa blandað sér í umræðuna
um Covid-bólusetningar. Þeir eru
sérfræðingar á sviði lyflækninga
og bóluefna og faraldursfræða og
ekki hægt að afgreiða þá sem and-
stæðinga bóluefna. Þeir skrifuðu í
sameiningu grein og vöruðu við of-
forsi Covid-19-bóluefnapáfa á sín-
um heimaslóðum. Þannig komast
þeir að orði um bólusetningar
ungmenna:
„Jafnvel lítils háttar hætta á al-
varlegum skaðlegum aukaverk-
unum gæti toppað ávinninginn.
Við höfum þegar tekið eftir sjald-
gæfum vandamálum blóðappa og
gollurshússbólgu (bólgu í hjarta-
vöðva) í kjölfar bólusetninga með
Pfizer og Moderna, og að auki
gætu álíka alvarlegar aukaverk-
anir enn komið fram. Við svo
mikla óvissu er boð eða krafa um
bólusetningar ósiðleg.“[2] Ég
nefni þessa tvo til þess að fólk átti
sig á að því að vísindamenn og
læknar eru engan veginn sam-
hljóða véfrétt sem við eigum að
fylgja í blindni. Þetta viðhorf um
að „hættan á alvar-
lega skaðlegum auka-
verkunum toppi
mögulegan ávinning“
er þó sameiginlegt
stef hjá óháðum lækn-
um og vísindamönn-
um um heim allan.[3]
Sölumennska
og úthugsuð
markaðssetning
Það er ekki sam-
særiskenning eins og
sumir virðast álíta að
gera ráð fyrir því að
lyfjaiðnaðurinn vilji hámarka
gróða sinn. Markmiðið er leynt og
ljóst að selja Covid-19-bólusetn-
ingar alveg niður í 6 mánaða börn
og svo aukaskammta nokkrum
sinnum á ári ef miðað er við
fréttatilkynningar frá lyfjafyr-
irtækjum. Það er ljóst að oflækn-
ingar og oflyfjun hefur verið við-
varandi vandamál í hinum vest-
ræna heimi undanfarna áratugi.
Þar hefur harðskeytt og ósiðleg
markaðsherferð lyfjaiðnaðarins
ráðið ferð. Kynt hefur verið undir
heilsuótta og kvíða og óvissu al-
mennings.[4] Nú er enn reynt að
vekja ótta í þeim tilgangi að bólu-
setja þurfi börnin. Hér er verið að
fylgja langtímaplani því það hefur
verið gert ráð fyrir slíkum bólu-
setningum barna í
hagnaðarskýrslum lyfjafyrirtækj-
anna um langa hríð. „Það kemur
að börnunum“ sagði einhver
fulltrúi sölumannanna í blöðunum
í vor. Við heyrum jafnvel auglýs-
ingaslagorð með hálfgerðum
trúarkeim hljóma eins og „Enginn
er hólpinn fyrr en allir eru hólpn-
ir“ og „hjálpræðið“ mikla þá vænt-
anlega innan seilingar í sprautu-
formi. Fyrirtæki gera iðulega
svokallaða markaðskönnun á því
hversu vel neytendur taka vörunni
og hversu vel þurfi að standa að
markaðssetningu. Slíkar kannanir
voru gerðar hér á landi í febrúar
og mars á viðhorfi foreldra til Co-
vid-bólusetninga barna. Annars
vegar voru viðhorf foreldra barna
á aldrinum 12-15 ára á Covid-
bólusetningu rannsökuð og svo
hins vegar foreldra barna undir
fjögurra ára aldri. Skýrsluhöf-
undar létu í ljós ánægju með al-
menn jákvæð viðhorf íslenskra
foreldra til Covid-bólusetninga og
töldu þetta uppörvandi niðurstöð-
ur þar sem á þeim tíma var ekkert
farið að kynna bólusetningar
barna í fjölmiðlum.[5] Hér er því
ekki við vísindamenn að eiga held-
ur fyrst og fremst peningamenn
sem vilja selja okkur meira og
meira. Það er líka greinilegt að
þessi ágenga söluherferð mun
halda áfram næstu misserin og
það er nú þegar farið að minnast á
yngri hópa. Hættum að láta
stjórna okkur með upplýsinga-
óreiðu, misvísandi skilaboðum og
hræðsluáróðri fulltrúa lyfjafyr-
irtækjanna. Covid-19 er ekki lífs-
ógnandi faraldur hraustu fólki,
Delta-afbrigðið smitar meira en er
hættuminna. Við ættum því fyrst
og fremst að íhuga hættuna á
skaðlegum aukaverkunum bólu-
efnanna og afþakka óþarfa bólu-
setningar.
[1] Sjá t.d. lækninn Sebastian
Rushworth sem sérhæft hefur sig
í Covid-19. Hann birtir á blogg-
síðu sinni grein „Is Covid a dan-
ger to children?“ https://sebast-
ianrushworth.com. Enn fremur viðtal
við lækninn Martin Kuldorff:
Delta variant ‘not a game chan-
ger’: Harvard professor – Sky
News Australia
[2] Kuldorff Martin, Bhatta-
charya Jay, „The ill-advised push
to vaccinate the young.“ The Hill
The ill-advised push to vaccinate
the young – TheHill
[3] Hér getur fólk t.d. kynnt sér
afstöðu heimilislæknisins Guð-
mundar Karls Snæbjörnssonar og
læknaprófessorsins Jóns Ívars
Einarssonar. Hægt er að hlusta á
viðtal við þá á Útvarpi Sögu: Bólu-
efnin valda meiri skaða en Co-
vid-19 gerir – Eigum ekki að bólu-
setja börn með efnum sem ekkert
gagn er að og eru skaðleg – Út-
varp Saga (utvarpsaga.is), eða
Þættir – Útvarp Saga (utvarp-
saga.is)
[4] Peter C. Göetzche Deadly
Medicines and Organised Crime:
How Big Pharma Has Corrupted
Healthcare 2013.
[5] Ásgeir Haraldsson, Þorvarð-
ur J. Löve og Valtýr Stefánsson
Thors: No One Will be Safe Until
Our Children are Safe: Parent’s
Attitude Towards COVID-19
Childhood Immunization – Pub-
Med (nih.gov)
Áhætta eða ávinningur?
Covid-bólusetningar barna
Eftir Auði
Ingvarsdóttur » Það er ekki samsær-
iskenning eins og
sumir virðast álíta að
gera ráð fyrir því að
lyfjaiðnaðurinn vilji há-
marka gróða sinn.
Auður
Ingvarsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur.
Á Íslandi er staða
heilbrigðismála þannig
í dag, rétt rúmum mán-
uði fyrir kosningar, að
þeir sem eru heil-
brigðir og hraustir eru
meðhöndlaðir eins og
þeir séu með alvarleg
sjúkdómseinkenni.
Sjúkdómseinkennin
lýsa sér helst þannig að
ef þú hefur ekki orðið
veikur og ekki þegið veiruna í vinstri
handlegg sem gjöf frá íslenska heil-
brigðis- og réttarríkinu á nokkurs
konar Benny Hinn-kraftaverka-
samkomum í Laugardalshöll þá sýnir
þú ekki rétta hjarðhegðun!
Heilbrigðir og hraustir eru litnir
hornauga, ef upp um þá kemst, og er
þeim gert að greiða fyrir þrjár skim-
anir og dvelja fimm daga í sóttkví
kjósi þeir að nýta stjórnarskrárvarið
ferðafrelsi sitt.
Þeir heilbrigðu mega helst ekki
ferðast því þeir gætu sýkt hina sjúku!
Skíthræddir bólusettir uppvakningar
hafa nú allan forgang í þjóðfélagi
okkar.
Ég og dóttir mín skruppum til
Spánar (Tenerife) í nokkurra daga
sumarfrí um miðjan júlí. Ég fór svo
einn til Svíþjóðar í fimm daga vinnu-
ferð núna í byrjun ágúst.
Þar sem við vorum svo ólánsöm að
vera með gott ónæmiskerfi, heilbrigð
og hraust og því óbólusett var okkur
gert að fylgja ströngum fyrirmælum
frá heilbrigðisráðherra:
Á útleið áttum við að skipuleggja,
undirgangast og greiða fyrir sýna-
töku sem sýndi neikvætt PCR-próf
áður en við fengjum leyfi til að
ferðast frá Íslandi. Kostnaðurinn var
kr. 7.000 pr. sýnatöku x 3 eða samtals
kr. 21.000.
Á heimleið bar okkur að endurtaka
leikinn. Kostnaður vegna PCR-prófa
var kr. 37.000 (Spánn) og kr. 23.000
(Svíþjóð) eða samtals kr. 60.000.
Samtals var því beinn kostnaður
vegna PCR-prófa kr. 81.000 auk
tímakostnaðar.
Á vefsíðunni https://travel.covid.is/
is/ er öllum ferðamönnum til Íslands
gert að forskrá sig fyrir komuna til
landsins, líka okkur sem erum Ís-
lendingar og búum hér.
Eru PCR-próf fölsk hugarró?
Á þessu ferðalagi mínu þurfti ég í
raun aldrei að sýna eða sanna nið-
urstöðu PCR-prófanna! Ég var ann-
aðhvort spurður hvort ég hefði með-
ferðis niðurstöðu um neikvætt
PCR-próf eða ég sýndi PCR-
strikamerki í símanum
mínum sem hvorki var
skannað né því kannað!
Í hálfgerðri stríðni og
til að rannsaka gæði
PCR-eftirlitsins sýndi
ég alltaf sama PCR-
strikamerkið sem ég
hafði fengið upphaflega
og mér til furðu fór ég
ávallt athugasemdalaust
í gegnum „eftirlitið“.
Það virðist því nóg að
vera með ljósmynd af
PCR-strikamerki í símanum og spara
sér þannig fúlgur fjár!
Í bæði skiptin þegar ég lenti á
Keflavíkurflugvelli fór ég í gegnum
verslun Fríhafnarinnar sem ætti auð-
vitað að vera harðlæst vegna smit-
hættu ef eitthvað á að marka ógn-
arsögur af veirufaraldrinum. Þar
hittast bólusettir jafnt sem óbólusett-
ir og blandast hundruðum og þús-
undum saman oft á dag úr tugum
flugvéla sem koma víðs vegar að úr
heiminum.
Ekki er mannmergðin minni við
töskufæriböndin og þegar komið er
út úr tollinum taka við langar bið-
raðir þar sem fólk er flokkað eftir
persónuupplýsingum. Þeir sjúku,
sem hafa fengið veiruna með einum
eða öðrum hætti, komast nokkuð
fljótlega í gegnum eftirlitið í faðm
ástvina sinna eftir að hafa gert grein
fyrir sjúkdómssögu sinni en þeim
hraustu og heilbrigðu er kippt til hlið-
ar þar sem þeir eru skikkaðir til að
undirgangast PCR-próf ellegar sæta
meðferð lögreglu.
Að prófi loknu er þeim heilbrigðu
skipað að hypja sig út úr flugstöðv-
arbyggingunni og bannað að njóta
hlýju eða faðmlaga ástvina sinna hafi
þeir á annað borð álpast í Leifsstöð til
að fagna heimkomu þeirra. Hinir
heilbrigðu skulu annaðhvort taka
leigubíl eða halda félagsskap við
sjálfa sig einir í bíl. Það er stranglega
bannað að þiggja far með bólusett-
um, bólusettum til verndar!
Þegar heim er komið tekur svo við
fimm daga biðtími í lögskipaðri ein-
angrun, líklega til að afstýra út-
breiðslu heilbrigðis og hreysti!
Er sjúkt að vera
heilbrigður?
Eftir Kristján
Örn Elíasson
Kristján Örn Elíasson
» Á þessu ferðalagi
mínu þurfti ég í raun
aldrei að sýna eða sanna
niðurstöðu PCR-próf-
anna!
Höfundur undirbýr formanns-
framboð í Sjálfstæðisflokknum.
kristjan@kristjan.is
Unga miðflokks-
konan Fjóla Hrund
Björnsdóttir skrifar
áhugaverðan pistil í
Mbl. 31. júlí sl. Þessi
33 ára gamla kona,
sem er lýst sem
gegnheilli og heil-
steyptri (meira en
hægt er að segja um
margar konur sem á
Alþingi sitja nú),
mun skipa 1. sæti á lista Mið-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður í nk. alþingiskosningum.
Pistil sinn byrjar Fjóla Hrund
á eftirfarandi: „Það er stór áfangi
að eldast, það á að vera gott að
eldast og við eigum að geta hugs-
að til eldri áranna sem áhyggju-
lauss lífs, en sú er ekki raunin
fyrir marga. Eldri borgurum hafa
verið veitt fyrirheit síðustu árin
um bætt kjör og leiðréttingu
vegna ósanngjarnra
skerðinga en ekkert
hefur verið gert. Það
er margt sem þarf að
gera betur í mál-
efnum eldri borgara.“
Það er málið, því ná-
kvæmlega ekkert hef-
ur verið gert í því að
bæta kjör eldri borg-
ara og ellilífeyrisþega
í þúsundatali sem lifa
langt undir fátækt-
armörkum og lifa oft
og tíðum ekki af mán-
uðinn. Þessu fólki gefur Bjarni
fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins bara fing-
urinn.
Þá kemur unga miðflokkskonan
inn á fjölbreyttara búsetuúrræði
fyrir eldri einstaklinga, sem hent-
ar ekki vist á hjúkrunarheimili en
getur ekki búið lengur heima.
Þetta kemur einmitt heim og
saman við vangaveltur Helga Pét-
urssonar, formanns LEB, sem
hann setti fram fyrir stuttu; ein-
mitt millibilsástand í búsetuúr-
ræðum eldra fólks, og fara þarna
sjónarmið þeirra mjög vel saman
og e.t.v. á fleiri sviðum. Það er
mjög eftirtektarvert þegar svo
ung kona, sem Fjóla Hrund fram-
bjóðandi Miðflokksins er, lætur
sig svo mjög varða framtíð eldri
borgara og ellilífeyrisþega. Það
er ekki vafi á að þessi kona á svo
sannanlega erindi á Alþingi Ís-
lendinga.
Ólíkt hafast þau að
Það er ekki langt síðan ég
fjallaði um grein eftir Bjarna
Benediktsson fjármálaráðherra
sem bar yfirskriftina „Fólkið sem
ól okkur upp“. Þar blasti við
sama þvælan og ómerkilegheitin
og við er að búast og venja er frá
þeim manni. Þegar eldri borgarar
og ellilífeyrisþegar eiga í hlut er
þeim bara sýndur fingurinn.
Þetta er einmitt fólkið sem lagði
sig fram við að byggja þetta land
og gera það að því sem það er í
dag og þetta eru þakkirnar. Fá-
tækt og jafnvel örbirgð.
Sjálfstæðismenn eru samir við
sig, sem lýsir sér vel í grein eftir
Óla Björn Kárason í Mbl. 4. ágúst
sl. er hann talar um að ef Sam-
fylkingin fengi að ráða væri lof-
orð um að leggja að nýju á eigna-
skatt, sem leggjast myndi einna
þyngst á eldri borgara. En Óli
Björn, nú er ég ekki að mæla
með skattpíningu, en væru það
ekki þeir sem eiga rándýru eign-
irnar sem yrðu fyrir barðinu á
skattinum en ekki eignalausu fá-
tæklingarnir með 260 þús. kr. á
mánuði frá Tryggingastofnun?
Bara svona rétt til sam-
anburðar.
Það er ólíkur tónn í pistli mið-
flokkskonunnar Fjólu Hrundar,
sem ber yfirskriftina „Framtíð
okkar allra“ eins og skýrt er frá
að nokkru leyti hér að framan
en sú ágæta kona veit hvar
skórinn kreppir hjá eldri borg-
urum og ellilífeyrisþegum og er
tilbúin að berjast fyrir þetta
fólk á Alþingi. Trúlega á hún
foreldra og jafnvel ömmu og afa
sem eiga eftir að lifa það að
verða eldri borgarar.
Að lokum: Þar sem skoð-
anakannanir sýna að vafasamt
er að Flokkur fólksins komi
manni á þing skora ég á fólkið
sem hefur stutt þann flokk að
leggja lið Miðflokknum, Fjólu
Hrund, Sigmundi Davíð og fé-
lögum þeirra.
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
» Ólíkt hafast þeir að í
málefnum eldri
borgara og ellilífeyr-
isþega Miðflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
hallgrims@simnet.is
Góður pistill miðflokkskonu