Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 17
Okkar yndislega vinkona Ingi-
björg lést 6. ágúst sl. á 85 ára af-
mælisdegi sínum, á Líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Hún
kvaddi umkringd sínum stóra
hópi sem var hjá henni um morg-
uninn og lásu þau fyrir hana þær
kveðjur sem höfðu borist og
sungu fyrir hana afmælissöng-
inn. Að því loknu lokaði hetjan
okkar augunum sínum og tók síð-
asta andvarpið. Hvíldin var kom-
in, yndislegur friður ríkti yfir
henni. Hún var farin til Magn-
úsar síns sem beið hennar og
saman leiddust þau hönd í hönd
inn í Sumarlandið.
Kynni okkar hófust árið 1967
er við fluttumst í sömu raðhúsa-
lengju að Móaflötinni í Garðabæ.
Með okkur tókst sterk og dýr-
mæt vinátta sem aldrei slitnaði,
og þar áttum við saman margar
góðar og skemmtilegar gleði-
stundir.
Yndislega vinkona mín, mikið
á ég eftir að sakna þín og símtal-
anna okkar, það sem við gátum
oft hlegið saman, svo var líka ein-
staklega gaman að heyra þig
segja frá. Elsku Ingibjörg mín,
þú varst alveg einstök, þvílíkt
æðruleysi og hugrekki sem þú
sýndir. Þegar þú sagði mér frá
útkomunni hjá lækninum, þá
hélstu ró þinni, þú varst einstök.
Síðan bættir þú við, að á meðan
þú gætir, þá ætlaðir þú að gera
það sem þig langaði til. Ekki stóð
á því, þú fórst með þínum ynd-
islegu börnum í þyrluflug á gos-
stöðvarnar. Svo ætlaðir þú að
halda jólin í Jacksonville hjá
Stínu þinni og Tim. Ég veit að þið
Magnús bregðið ykkur þangað
og labbið um ströndina.
Ég er henni Stínu þinni svo
þakklát fyrir að hringja til mín,
rétt áður en þú hættir að geta
talað í síma og við buðum hvor
annarri góða nótt og ljúfa
drauma. Ég felli alltaf tár þegar
ég hugsa um þetta síðasta samtal
okkar.
Elsku vinkona okkar, við
Garðar þökkum þér ómetanlega
vináttu og tryggð frá fyrstu
kynnum.
Þinni stóru og dásamlegu fjöl-
skyldu sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning okkar ynd-
islegu Ingibjargar Björnsdóttur.
Helga og Garðar.
Kær vinkona og samstarfs-
kona er látin eftir langa og far-
sæla ævi. Við, sem áttum samleið
með henni um nærri 50 ára skeið,
kveðjum og þökkum.
Við kynntumst allar snemma á
8. áratugnum í Arnarhvoli í starfi
hjá fjármálaráðuneytinu. Það
voru glaðir og bjartir dagar.
Ráðuneytinu var stýrt af traust-
um embættismönnum og starfs-
hópurinn samtaka. Í Arnarhvoli
á þeim tíma voru flestöll ráðu-
neytin til húsa, að undanskildum
forsætis-, menntamála- og utan-
ríkisráðuneytinu, og þeir margir
sem áttu erindi í húsið. Og í
mötuneytinu í kjallaranum, sem
önnur Ingibjörg stjórnaði af
myndarskap, borðuðu allir sam-
an og var oft glatt á hjalla. En
eitt af öðru fluttust önnur ráðu-
neyti út og að lokum varð fjár-
málaráðuneytið eitt eftir.
Ingibjörg hóf störf hjá fjár-
laga- og hagsýsludeild en tók við
starfi ritara ráðherra og ráðu-
neytisstjóra í lok 8. áratugarins.
Síðar var svo starfinu skipt og
annar ritari ráðinn fyrir ráðu-
neytisstjóra. Ingibjörg var afar
farsæl í starfi og vinsæl meðal
samstarfsmanna. Hún var ákveð-
in þó og hélt öllu í röð og reglu.
Starfið var mjög annasamt og oft
ekki bundið við venjulegan skrif-
stofutíma en öllu tók hún af mik-
illi þolinmæði.
Ekki má gleyma hennar góða
manni, Magnúsi Ingimarssyni,
sem annaðist tónlistarhliðina
þegar starfshópurinn kom saman
utan vinnutíma. Höskuldur Jóns-
son, skrifstofustjóri og síðar
ráðuneytisstjóri, var ötull við að
drífa hópinn í ferðalög og oftast
með börn og buru líka. Magnús
tók þá nikkuna með og við áttum
ógleymanlegar stundir saman,
hvort sem var við varðeld í fjör-
unni á Selatöngum, í gróðursetn-
ingarferð austur í sveitir eða
annað. Magnús kom líka upp kór,
Stjórnarráðskórnum, sem söng á
árshátíðum og við fleiri tækifæri.
Ingibjörg var að sjálfsögðu í
kórnum og margir aðrir góðir
liðsmenn.
Eftir að Ingibjörg lét af störf-
um, þá sjötug að aldri, tókum við,
ásamt Margréti heitinni Ingólfs-
dóttur, að hittast reglulega og
borða saman á Jómfrúnni í Lækj-
argötu. Var okkar síðasti fundur
nú í byrjun júní eftir langt covid-
hlé. Ingibjörg hafði þá skömmu
áður verið greind með illvígan
sjúkdóm en kom samt og var með
okkur, glöð og hress að vanda og
kjarkurinn óbilaður.
Að leiðarlokum þökkum við
samfylgdina og sendum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Ingi-
bjargar Björnsdóttur.
Ásta Lára, Sigrún,
Sigurbjörg og Vilborg.
Ingibjörg Björnsdóttir lést á
afmælisdegi sínum í faðmi fjöl-
skyldu sinnar. Það var við hæfi
því í hennar faðmi átti allt hennar
fólk ætíð athvarf. Þannig mun
það hafa verið svo lengi sem hver
og einn hafði minni til.
Og við börn Guðrúnar og Jón-
asar B., föðurbróður hennar, vor-
um hennar fólk. Sú var okkar til-
finning. Hún hafði passað okkur
á unga aldri, eins konar stóra
systir og á lífsleiðinni áttum við
margar gefandi stundir í návist
hennar. Alltaf stafaði frá henni
hlýju. Það er ekki öllum gefið að
vera sá sem allir reiða sig á, öllu
heldur saman, sjálft límið. Þann-
ig var Ingibjörg frænka okkar.
Öllum leið vel í návist hennar.
Þetta átti ekki aðeins við um
heimilið heldur einnig vinnustað-
inn. Á yngri árum starfaði Ingi-
björg um skeið á fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur þar sem faðir
okkar var verkstjórinn. Hann
hefði verið ákveðinn stjórnandi,
ekki síst gagnvart henni, sagði
hún okkur, en alltaf af væntum-
þykju og umhyggju. Hún sagði
að hann hefði viljað að frænka sín
yrði afbragð allra annarra.
Það varð hún svo sannarlega
af sínum verðleikum. Um árabil
var Ingibjörg lykilmanneskja á
skrifstofu fjármálaráðherra. Það
held ég að hafi verið nákvæm
starfslýsing. Það heyrði ég frá
fleiri en einum fjármálaráðherra.
Í æsku komum við systkinin,
Jón Torfi, Ingibjörg og Björn, oft
á Mánagötuna til foreldra Ingi-
bjargar, þeirra Björns L. Jóns-
sonar og Halldóru Guðmunds-
dóttur, og síðar á heimili þeirra
við Rauðalæk. Mikill vinskapur
var með þeim hjónum og foreldr-
um okkar. Sá vinskapur hefur
aldrei slokknað.
Við kveðjum Ingibjörgu
Björnsdóttur með miklum sökn-
uði og færum hennar stóru fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Ögmundur Jónasson.
Tölvur og farsímar hafa á und-
anförnum áratugum gjörbreytt
starfsháttum og samskiptum
fólks. Ein skýrasta birtingar-
myndin er þegar sýnt er frá
störfum alþingismanna, sem lesa
skilaboð af farsímum og svara
þeim jafnskjótt og hafa tölvur
sínar með í ræðustól til halds og
trausts. Samskiptin eru þannig á
margan hátt einfaldari og hrað-
ari en áður.
Sú var tíðin að ráðherraritarar
önnuðust milligöngu um nær öll
samskipti við ráðherra, sem eðli
starfsins samkvæmt þurfa að
sinna miklum hluta vinnu sinnar
utan skrifstofunnar. Ritararnir
sáu ekki eingöngu um milli-
göngu. Þeir voru dagskrárstjór-
ar, tímastjórnendur og vernd-
arenglar. Góðir ráðherraritarar
voru þess vegna gulls ígildi.
Ingibjörg Björnsdóttir kom til
starfa í fjármálaráðuneytinu árið
1972 og vann þar í 34 ár með 11
ráðherrum, sem höfðu viðkomu í
ráðuneytinu í mislangan tíma.
Hún byrjaði sem ráðherraritari
hjá Matthíasi Á. Mathiesen og
lauk ferlinum með Árna syni
hans. Sá, sem þessi orð ritar, var
fjármálaráðherra frá 1991 til
1998. Þá hafði Ingibjörg starfað í
17 ár með átta ráðherrum og bjó
yfir mikilli og verðmætri reynslu.
Ingibjörg var afar fær í sínu
starfi og næm á þau atriði, sem
skiptu máli. Hún var trú sínum
samstarfsmönnum og sýndi þeim
hollustu. Ráðherraskrifstofan í
fjármálaráðuneytinu minnti
stundum á brautarstöð. Þangað
og þaðan lágu margir þræðir.
Ingibjörg var eins og útsjónar-
samur stöðvarstjóri og leysti öll
umferðarvandamál af lipurð. Ég
á afar góðar minningar frá þeim
sjö árum, sem ég starfaði í fjár-
málaráðuneytinu. Þar var valinn
maður í hverju rúmi og starfs-
andinn frábær enda var þetta
tími ýmissa nýjunga á starfssviði
ráðuneytisins.
Ingibjörgu þakka ég sérstak-
lega samstarf og vináttu, þótt
samskiptin hafi verið strjál und-
anfarin ár. Við Sigríður Dúna
sendum fjölskyldu hennar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Friðrik Sophusson.
Fjármálaráðuneytið er í vit-
und þjóðar líkt og virki. Lokað,
afgirt, múrað inni. Völundarhús
valdsins. Skortir sál og hjarta-
hlýju. Flestir fylgja slíkri sýn.
Fengu lítt fréttir af Ingibjörgu.
Hún var í áratugi ritari ráð-
herrans. Stjórnaði aðgangi að
skrifstofunni í horninu. Þar voru
á dagskrá mikilvægar ákvarðan-
ir. Titillinn ritari í raun dular-
klæði þessarar valdakonu hins
virðulega ráðuneytis. Villir nokk-
uð sýn. Í fræðunum er rætt um
hliðverði. Þá sem stjórna inn-
göngu í valdsins vé. Í raun ráða-
menn í æðra veldi.
Ingibjörg var í áratugi í slíkri
stöðu. Stýrði nánast allri vinnu
ráðherrans. Tók á móti gestum
með brosi. Þegar hafnað var
fundi með ráðherranum beitti
hún sínum einstaka sjarma. Allir
fóru glaðir burt. Höfðu alla vega
hitt Ingibjörgu.
Hún var gædd einstökum
mannkostum. Klár, öguð, skipu-
lögð; ávallt kát og létt í lundu.
Hjartað og sálin í hinu háa ráðu-
neyti. Elskuð af öllum. Sumir
sögðu að ráðherrann væri í raun
bara í vinnu hjá Ingibjörgu.
Ég kom þangað fyrir röskum
þrjátíu árum og hitti hana fyrsta
allra. Fyrirvarinn fáeinir dagar.
Óvæntur ráðherra mættur á
staðinn. Ingibjörg tók mér fagn-
andi eins og gömlum vini. Gerði
það sama við mína eftirmenn og
reyndar líka Þorstein, Jón Bald-
vin og aðra fyrirrennara. Sama
úr hvaða flokki ráðherrarnir
komu. Staðan í stjórnmálum
skipti litlu. Þjónustan við lýð-
veldið boðorð dagsins.
Samvinna okkar var einstök. Í
raun gleðigjafi. Tilhlökkun að
hitta Ingibjörgu á hverjum
morgni. Á kveðjustund koma
ljúfar minningar í hugann; þakk-
ir fyrir liðna tíð. Samúðarkveðjur
sendar til hennar góðu fjöl-
skyldu.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Snemma árs árið 2000 buðu
Ingibjörg Björnsdóttir og Magn-
ús Ingimarsson, maður hennar,
nokkrum þáverandi og fyrrver-
andi samstarfsmönnum heim á
Hjarðarhaga til að njóta sam-
vista eina kvöldstund. Í raun vor-
um við að kveðja Magnús og
skála við þennan frábæra tónlist-
armann í hinsta sinn. Hann var
með erfitt krabbamein og lést
nokkrum vikum síðar en æðru-
leysi hans var aðdáunarvert sem
m.a. kom vel fram þetta eftir-
minnilega kvöld.
Þannig tókst Ingibjörg einnig
á við sín veikindi síðustu vikurn-
ar og sagði í tilskrifi til mín að
hún ætlaði sér að glíma við þau
eins og Magnús gerði. „Mér líður
vel og er sátt og þakka fyrir gott
og gjöfult líf,“ skrifaði hún í ein-
um síðasta póstinum til mín í vor.
Ingibjörg og Magnús voru bæði
einstaklega vandaðar manneskj-
ur og við Inga Jóna munum ekki
gleyma þeim fjölmörgu ánægju-
stundum sem við áttum með
þeim, einkum á samkomum á
vegum fjármálaráðuneytisins
þar sem Magnús var alltaf til í að
spila og bregða á leik.
Ingibjörg Björns var máttar-
stólpi í fjármálaráðuneytinu öll
þau ár sem ég þekkti þar til. Hún
var ritari tólf ráðherra á árunum
1972 til 2006 og ráðuneytisstjór-
arnir voru sex. Við störfuðum
saman í rúm fjögur ár þegar ég
var aðstoðarmaður ráðherra
1983-87 og síðan aftur í rúm sjö á
fjármálaráðherraárum mínum
1998-2005. Ingibjörg var einstök
í samstarfi, ómetanleg hjálpar-
hella, fljótvirk en jafnframt þol-
inmóð, ákveðin en lipur gagnvart
þeim fjölmörgu sem áttu erindi
við ráðherraskrifstofuna. Hún
var einkar úrræðagóð m.a. vegna
þess að hún þekkti vel til í sam-
félaginu, var vel upplýst og hafði
kynnst mörgum á starfsævinni.
Þannig var hún aldrei í vandræð-
um með að ná sambandi við fólk.
Þess utan var hún glaðsinna sem
auðveldaði öll samskipti okkar
sem oft voru á léttum nótum. Því
var oft glatt á hjalla á „gangin-
um“ eins og við kölluðum vinnu-
svæði okkar á fyrstu hæð í Arn-
arhvoli þar sem skrifstofa
ráðherra, ráðuneytisstjóra, að-
stoðarmanns og ritara þeirra
voru á þeim tíma. Aldrei vílaði
Ingibjörg fyrir sér þótt vinnu-
dagarnir gætu verið erfiðir og
langir eins og oft var á þessum
árum. Ég man enn vel þegar hún
hringdi í mig í fyrsta sinn vorið
1983: „Þetta er á skrifstofu fjár-
málaráðherra. Það er samtal við
ráðherra.“ Það samtal markaði
upphaf minna starfa í ráðuneyt-
inu og vináttu okkar Ingibjargar
sem enst hefur í 38 ár.
Eftir að formlegu samstarfi
okkar lauk haustið 2005 héldum
við áfram góðu sambandi, eink-
um í tengslum við afmæli og
stórhátíðir. Tryggð hennar var
einstök og í mörg ár kom hún
heim til okkar Ingu á aðfangadag
og færði okkur heimatilbúinn
jólaglaðning.
Ingibjörg lauk gjarnan póst-
um og orðsendingum til mín með
orðunum „Þín einlæg“ og vil ég
nú nota þessi sömu orð til að
kveðja hana hinstu kveðju um
leið og við Inga Jóna vottum öll-
um hennar mörgu aðstandendum
okkar dýpstu samúð. Þinn ein-
lægur, kæra Ingibjörg.
Geir H. Haarde.
Ég hafði ekki áður reynt að
hringja í ráðherra þegar ég átti
erindi við fjármálaráðherra
haustið 1998 vegna starfa minna
hjá Útflutningsráði. Ég fékk
samband við ritarann hans sem
svaraði með vingjarnlegri röddu:
„Hjá fjármálaráðherra!“ Ég
kynnti mig og spurði hvernig
þetta virkaði, hvort það væri ein-
hver möguleiki að fá að tala ör-
stutt við ráðherrann, þetta væri
aðeins áríðandi. „Augnablik,“
sagði vingjarnlega röddin og gaf
mér umsvifalaust samband.
Þetta gekk vel, hugsaði ég, bar
upp erindið við ráðherrann sem
tók mér vel og leysti hratt og
örugglega úr erindi mínu. Þetta
voru fyrstu kynni mín af Ingi-
björgu Björnsdóttur vinkonu
minni. Nokkrum vikum síðar hóf
ég störf í fjármálaráðuneytinu
sem aðstoðarmaður ráðherra, og
það má alveg halda því fram að
hún hafi verið þó nokkur örlaga-
valdur í þeirri atburðarás með
því hvernig hún leiddi okkur Geir
H. Haarde saman þennan dag.
Ingibjörg var búin að vera
lengi í pólitík, eins og hún orðaði
það, þegar ég kynntist henni í
fjármálaráðuneytinu. Hún vann
þar í 34 ár sem deildarstjóri og
ritari fjölmargra fjármálaráð-
herra úr öllum flokkum, sem allir
sem einn áttu trúnað hennar og
traust. Það var gott að vinna með
henni, hún hélt vel utan um ráð-
herraganginn sinn og allt sitt
fólk.
Ingibjörg var mér svo miklu
meira en samstarfskona, hún var
kær vinkona allt frá þessu fyrsta
símtali. Hún hafði stórt hjarta og
svo stóran faðm sem umvafði alla
í kringum hana. Stóru fjölskyld-
una hennar og Magnúsar sem
hún var svo stolt af – hennar eig-
in börn, stjúpbörnin og afkom-
endurna alla. Ég kynntist börn-
unum hennar og barnabörnum
og fjölskyldunni allri í gegnum
frásagnir hennar; „Stína mín,
Bjössi minn, Dóra mín“ nafna
hennar, Ingibjörg Björnsdóttir,
„Bergur minn“, og öll hin sem
henni þótti svo vænt um og sinnti
svo vel og sagði mér frá. Og hún
með alla sína stóru fjölskyldu tók
sér svo það sjálfskipaða hlutverk
að verða ráðuneytismamman mín
þegar móðir mín veiktist og lést,
og svo varð hún auðvitað ráðu-
neytisamma drengjanna minna
þegar þeir fæddust og sinnti því
hlutverki vel. Mér þykir óend-
anlega vænt um Ingibjörgu og
minnist hennar nú með mikilli
hlýju. Við heyrðumst og sáumst
reglulega og í seinni tíð spjöll-
uðum við þess utan mikið saman
á netinu. Hvort sem skilaboðin
fjölluðu um pólitík eða persónu-
lega hluti byrjuðu þau alltaf eins:
„Halló elsku stelpan mín.“
Þorláksmessuheimsókn til
Ingibjargar með lítinn jólaglaðn-
ing var fastur liður í jólaundir-
búningnum mínum. Um síðustu
jól kom Covid í veg fyrir innlitið
og litli pakkinn sem ég hafði
keypt beið á hillunni þar til í vor.
Það reyndist síðasta heimsóknin
mín til Ingibjargar, notaleg
stund og dýrmæt. Ég kveð mína
kæru vinkonu með mikilli virð-
ingu og enn meira þakklæti fyrir
árin okkar öll og sendi stóru fal-
legu fjölskyldunni hennar mínar
allra kærustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þessarar
heiðurskonu.
Stelpan þín,
Ragnheiður Elín.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
VALSTEINN VÍÐIR GUÐJÓNSSON,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 6. ágúst. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hægt er að nálgast streymi frá athöfninni á
https://youtu.be/tHQ7Fz4JvWk.
Þóra Björk Valsteinsdóttir Asimakis Tsoukalas
Valsteinn Konstantín Tsoukalas
Kristín Chrysoula Tsoukala
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
tengdaamma og langamma,
INGA INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
landfræðingur og leiðsögumaður,
Skúlagötu 20,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn
14. ágúst. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. ágúst klukkan 10.
Athöfninni verður streymt, tengil má nálgast á mbl.is/andlat.
Páll Gunnlaugsson
Logi Pálsson
Edda Pálsdóttir
Iðunn Pálsdóttir
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir
Inga Hlíf Melvinsdóttir
Jóhanna Gunnlaugsdóttir Colm Martin McGinley
Marín Ingibjörg McGinley
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA FANNEY SNORRADÓTTIR,
lést á Skjóli fimmtudaginn 12. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir.
Bárður Ólafsson Phatcharida Ólafsson
Snorri Leifsson
Guðjón Leifsson Berglind Lóa Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar