Morgunblaðið - 18.08.2021, Page 20

Morgunblaðið - 18.08.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Bára Kemp fæddist í Reykjavík 27. nóv- ember 1949 og ólst upp á Hraunteigi 19 í Reykjavík. Hún lést 1. ágúst 2021 á hjúkrunarheimilinu Mörk. Foreldrar Báru voru Júlíus Kemp, f. 5. febrúar 1913, d. 19. febrúar 1969, og Þóra Kemp, f. 8. febrúar 1913, d. 30. júní 1991. Systkini á lífi eru Elsa Kemp og Lúðvík Kemp. Fyrrverandi eiginmaður Báru var Magnús Axelsson, f. 15. sept- Strax eftir sveinspróf fór Bára til New York og vann þar í eitt ár. Eftir heimkomu frá New York árið 1976 stofnaði Bára hár- snyrtistofuna Hár og snyrtingu og rak stofuna til ársins 2019. Bára var einn af stofnendum Haute Coiffure Francaise og Intercoiffure. Hún var listráðu- nautur deildarinnar frá upphafi þar sem hún ferðaðist um allan heim með sýningar á vegum Intercoiffure. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 18. ágúst 2021, klukkan 15 og verður streymt frá athöfninni á: http://sonik.is/bara Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat ember 1945, d. 1. apr- íl 2020, og eignuðust þau saman soninn Inga Makan. Unnusta Inga er Heiða Kristín Víðisdóttir og eiga þau saman tvo stráka, þá Loga Makan og Jökul Makan. Unnusti Báru er Hörður Harðarson, þau bjuggu saman á Kristnibraut 33. Hörður á tvö börn, Oddgeir og Guðrúnu. Bára lærði hárgreiðslu í Iðn- skólanum í Reykjavík og var meist- ari hennar Dúa á stofunni Lótus. Þetta verður erfiður dagur. Já, það verður erfitt að kveðja elsku Báru systur, ég man fyrst eftir henni þegar kona kom heim til mömmu og var að vigta Báru inni í bleyju, það fannst mér skrýtið. Síð- an stækkaði Bára og varð að fal- legri prinsessu og hefur verið það síðan í mínum augum. Við höfum alltaf verið samrýnd og góð hvort við annað. Strax sem lítil stelpa eignaðist hún yndislega vinkonu hana Gunnu Emils, sem hefur verið Báru svo góð, setið ófáar stundir hjá henni á spítalanum. Það hefur verið erfitt fyrir Gunnu að horfa upp á Báru sína fara svona. Guð varðveiti Gunnu. Snemma ákvað Bára að fara í hárgreiðslu og vann við það hér heima og fór svo til Bandaríkjanna og var þar að vinna á flottri stofu og þegar hún ákvað að fara heim vildu þeir ekki missa hana, þeir eigendur hafa séð hvað hún var klár í þessu fagi, en heim kom Bára og opnaði stofuna sína Hár og snyrtingu og ég hef heyrt að hún þar hafi hún verið með marga kúnna svo áratugum skipti. Hún klippti mig oft og sagði stundum: „Lúlli bró, svona á hárið á þér að vera. Þetta er tískan núna“ og ég sagði bara já við meistarann. Lúlli bró hlýddi bara, hún kallaði mig alltaf Lúlli bró. Bára giftist Magnúsi Axelssyni og þá fljótlega eignaðist Bára drenginn sinn Inga Makan, hann var henni allt, hann var gullmolinn hennar. Bára og Magnús skildu og eftir það var hún að hlúa að Inga sínum. Hún var stolt mamma þegar hann kláraðu málaranámið og varð málarameistari. Hún fékk líka frá- bæra tengdadóttur og færðu þau elsku Báru tvo yndislega ömmust- ráka, Loga Makan og Jökul Makan. Eitt árið vorum við Svava hjá Báru á aðfangadag svo hún yrði ekki ein, Ingi var ekki heima þegar við komum og þá segir Svava: „Það verða ábyggilega fleiri, sjáðu alla jólapakkana“, nei, við vorum bara þrjú. Flestir pakkarnir voru frá kúnnunum hennar. Þetta segir allt um meistarann Báru Kemp. Við Svava vorum svo heppin að verða þess aðnjótandi þegar Bára kynntist Herði, það var mikið gæfu- spor fyrir hana að kynnast honum. Þau voru flott saman og æðislega ástfangin. Hörður hugsaði alltaf vel um Báru sína og þau komu oft til okkar Svövu upp í bústað og það var alltaf gleði og rómantík með í ferðinni til okkar. Það var grillað alls konar kjöt hjá okkur sem við nutum með rauðvíni eða bjór. Jæja, síðan fór Bára að tala um Kemp- ættina, en hún var mjög ættrækin, og ég hafði gaman af, Hörður og Svava horfðu bara hvort á annað því þau vissu að þetta yrði ekki stoppað nema setja Tinu Turner í sjónvarpið. Þetta voru skemmtileg- ir tímar sem ég mun eiga góða minningu um. Við Svava vorum svo heppin að Bára kom með í bústað- inn skatthol sem hún vildi að yrði hjá okkur, sem hún hafði gert upp og málað og græjað á meðan mamma okkar lá banaleguna. Það er svo vel gert, enda var Bára meistari í öllu handverki. Núna fær þetta meira gildi hjá okkur. Næst þegar Hörður kemur í bú- staðinn þá verður örugglega talað eitthvað um Kempættina, enda Svava og Hörður orðin vel að sér í henni. Það munum við gera Báru til heiðurs. Að lokum vottum við Svava ykk- ur, elsku Ingi, Heiða og drengirnir, Hörður, Oddgeir og Guðrún, okkar dýpstu samúð. Lúðvík Kemp (Lúlli bró). Elsku Bára frænka er látin eftir erfið veikindi. Ég minnist Báru sem mikils töffara og var hún mín fyr- irmynd í mörgu af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hún var sterkur karakter og ekki stóð á svörum frá henni þegar leitað var til hennar eftir áliti eða ákvörðunum. Bára var frumkvöðull í sínu fagi og var í fremstu röð meðal hár- greiðslufólks. Hún hafði einstak- lega fallegan fatasmekk, var mikil tískudrottning og hvar sem hún kom vakti hún eftirtekt fyrir glæsi- leik. Á mínum yngri árum bauð Bára mér oftsinnis í leikhús sem varð til þess að kveikja áhuga minn á listgreininni og þeirri upplifun og töfrum sem leikhúsið færir manni. Önnur minning um Báru er þegar við sátum hjá ömmu Þóru um helg- ar og spjölluðum um heima og geima meðan Bára var að snyrta á sér neglurnar fyrir komandi vinnu- viku. Ekki má gleyma gamlárs- kvöldunum þar sem Bára var höfð- ingi heim að sækja og maturinn alltaf upp á tíu. Þetta eru bara nokkur af þeim minningabrotum sem koma upp í hugann við það að Bára skuli vera farin frá okkur. Við frænkurnar átt- um margar góðar stundir saman og eitt af því sem hún kenndi mér var að lifa lífinu í núinu. Megi minningin um Báru lifa áfram í huga okkar sem hana þekktum. Ég votta Inga Makan, Heiðu Kristínu, Herði og barnabörnum mína innilegustu samúð. Þóra Kemp. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um Báru frænku okk- ar sem nú er til moldar borin. Í æsku vorum við tíðir gestir á heim- ili Þóru föðursystur okkar og Júl- íusar Kemp, skipstjóra á farskip- um. Þær systur, Lára og Þóra, bjuggu nálægt hvor annarri; Þóra á Hraunteignum og Lára á Sigríðar- stöðum þar sem nú er sundlaug. Það var ekki fyrr en við vorum komin á fullorðinsár að pabbi sagði okkur að Þóra væri uppeldissystir sín. Afi hafði, komandi af sýslu- nefndarfundi á ferð um Fáskrúðs- fjörð, óvænt hitt þar konu. Hún bað hann í angist sinni að taka að sér hvítvoðung og skýrði ástæðurnar. Afi setti barnið á hnakknefið og reið heim í Hafranes með barnið og sagði ömmu að þau hefðu tekið að sér barn. Á þeim tíma voru konur minna spurðar um ákvarðanir en nú er. Þau systkinin á Hafranesi urðu alls níu, þar af tvær uppeld- isdætur. Heimsóknir voru ein helsta upp- lyftingin þegar við vorum að alast upp. Á Hraunteiginn og Sigríðar- staði var gaman fyrir börn og ung- linga að koma. Þar var spjallað við börnin og þeim sýnd virðing og áhugi líkt og fullorðin væru. Börn Þóru og Júlíusar voru Elsa, Lúðvík og yngst Bára. Báru höfðum við yngri systkinin í miklum metum. Það var heiður hjá okkur frænkum, mér og Birnu, að fá að uppvarta í afmælinu henn- ar þegar hún var ung og við tán- ingar. Hún var snemma mikil drottning. Það fannst okkur a.m.k. Fór í iðnskóla, lærði hárgreiðslu og varð strax afburða fagmaður. Áður en Bára lærði hárgreiðslu var hún farin að greiða stúlkum og konum við mikilvæg tækifæri. Ég á t.d. fermingarmyndir af mér þar sem Bára greiddi mér, en var enn ekki farin að læra. Við brúðkaup var það hárgreiðsla sem aldrei eldist og lifir í ljósmynd eins og listaverkið sem hún var. Þeir sem hafa dansað við Báru fundu flestir vanmátt sinn. Þar líkt og víðar var hún einstök. Fagnaðarfundir urðu að hitta Báru á förnum vegi. Faðmlögin hafa líkast til vakið undrun í versl- unum og víðar. Þannig var Bára. Hlý, góðgjörn og innileg. Bára var mikill dýravinur. Fyrir mörgum ár- um kom hún í heimsókn til mín og hafði kisan hennar fært henni lítinn kanínuunga áður en hún lagði af stað. Allt var gert til að reyna að halda lífi í unganum. – Bára hefur verið alvarlega veik um nokkurt skeið. Þegar þannig háttar er dauð- inn líkn. Almáttugur guð blessi minningu frænku okkar og vaki yf- ir fjölskyldu hennar. Guðrún V. Hálfdánardóttir. Elsku Bára mín er fallin frá. Upphaf okkar kynna má rekja til ársins 1976 þegar við Jónsi fórum í okkar fyrstu utanlandsferð saman, til Kanaríeyja, ásamt vinafólki okk- ar Madda og Strúnu. Hittum þar Báru og Magga, eðalfólk og mikið fjör í kringum þau. Vorum við sam- an þar öllum stundum og héldum vinatengslunum áfram eftir að heim var komið. Eyjarnar koma svo aftur við sögu, því fyrir sextán árum fórum við Bára og Strúna á námskeið hjá Eddu Björgvins til Kanarí og þar kynnumst við nokkr- um frábærum konum sem smullu saman og er þessi ferð ógleyman- leg. Eftir heimkomu bauð Ella, ein úr hópnum, okkur svo norður að Hrauni ásamt mökum og var það mikil hátíð og náði hópurinn vel saman. Síðan höfum við hist reglu- lega í sumarbústöðum og við af- mæli og önnur skemmtileg tæki- færi hver heima hjá annarri, mikið sprellað og alltaf jafn gaman hjá okkur. Við hjálpumst iðulega að við eldamennskuna og einhverju sinni vorum við Bára settar í salatdeild- ina. Henni fannst ég eitthvað brussuleg við þetta, hún var alltaf svo nákvæm og smart í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og var sal- atgerð engin undantekning. Hún gaf sér líka góðan tíma í þetta og þar sem ég hafði ekki þessa þol- inmæði sem einkenndi hana sagði ég mig úr deildinni – en hún töfraði fram tvær tegundir af flottum sal- ötum og var kölluð pudípu-salat- konan eftir það. Kanarífuglarnir hafa líka flogið til Brighton, Alicante, Tenerife og í siglingar. Yndislegar konur og Bára svo mikilvægur hluti af þess- um félagsskap. Eigum eftir að sakna hennar mikið, hún var svo skemmtileg og gat komið svo inni- lega af fjöllum stundum – þið vitið hvað ég meina! Elsku Hörður, Ingi og fjöl- skylda, þið eigið alla okkar samúð. Guðlaug Steingrímsdóttir (Gulla). Í dag kveð ég með miklum sökn- uði elsku Báru mína. Ég lít til baka; sá auglýst eftir hárgreiðslusveini hjá þér árið 1977, sótti um en nefndi það samt við þig að ég ætlaði ekki að starfa lengi við þetta fag, væri ekki ákveðin hvort ég færi í annað nám eða annað starf, en árin urðu yfir tuttugu sem ég starfaði hjá þér. Við hlógum oft að þessum ráðningarsamningi. Eft- ir að ég lét af störfum hjá þér varð vinskapurinn enn dýrmætari. Þú lærðir hjá Dúu í Lótus, fórst síðan til Ameríku og varst þar í eitt ár, komst heim og opnaðir þína eig- in stofu sem þú rakst í yfir fjörutíu ár. Á þessum árum bættust snyrti- stofa og fótaaðgerðastofa líka við, en voru reknar sjálfstætt. Það var alltaf líf og fjör kringum starfið og mikill fjöldi nema sem þú útskrif- aðir. Hárgreiðslan var þitt líf, því- líkur fagmaður, ekki aðeins í hárinu, heldur svo mörgu öðru, þú varst fæddur listamaður og naust þess af lífi og sál. Hver einasti kúnni fékk toppþjónustu, ekki bara með hárið heldur fatnað, snyrtivörur og margt annað. Mikið er ég fegin að hafa skipu- lagt heimsóknir til Jonnu okkar í Árósum í Danmörku. Fyrra skiptið fórum við tvær, en í seinni ferðina árið 2018 bættust Sigga Stína og Hafdís við. Þetta eru ógleymanleg- ar ferðir. Ég gleymi seint símhringing- unni í lok janúar 2020, þar sem ör- lög þín voru ráðin. Ferðin sem þið Hörður voruð búin að hlakka svo til, sigling um fjarlæg höf og borgir, breyttist mjög snögglega í sjúkra- húsvist hjá þér. Þetta er búinn að vera erfiður tíma hjá þínum nán- ustu, ég fékk að heimsækja þig oft á sjúkrahúsið og er þakklát fyrir það. Minningarnar eru margar og góðar, þótt nú felli maður sorgar- tár. Ég kveð þig í hinsta sinn, hafðu þökk fyrir samstarfið, vináttuna og kærleikann. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Elsku Ingi Makan, Heiða, Logi, Jökull og Hörður. Missir ykkar er mikill, minningin lifir, Guð styrki ykkur í sorginni. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (H.F.) Þín Margrét (Magga) Sigurleifs. Mig langar að skrifa nokkur orð og minnast kærrar vinkonu og meistara, Báru Kemp. Ég byrjaði á samningi hjá Báru árið 1985 og vann hjá henni í sex ár en átti hana sem vinkonu í 37 ár. Við vorum vinnufélagar og vinkon- ur, stelpurnar og Ari á Hári og snyrtingu, og erum enn. Bára var límið sem hélt okkur saman, hún leiðbeindi okkur í vinnunni og kenndi okkur svo ótal margt. Það var oft fjör hjá okkur í vinnunni, við vorum ung og kannski eins gott að einhver passaði okkur. Þetta var stundum erfitt en samt líka mjög skemmtilegur tími. Bára var hárgreiðslumeistari fram í fing- urgóma og vildi kenna okkur það líka. Hún gat verið ákveðin við okk- ur en samt réttlát. Hún stjórnaði hárgreiðslustofunni með miklum sóma og það hef ég tekið til mín og nota mikið af því sem hún kenndi mér í mínum rekstri. Bára var alltaf vel tilhöfð og þeg- ar við fórum út á lífið sá hún til þess að við værum allar með allt á hreinu, klæðnað, andlitsfarða og að sjálfsögðu hárið, allt 100%! Eftir að ég flutti til Danmerkur hittumst við næstum í hvert skipti þegar ég kom heim til Íslands. Við Magga sáum til þess að hópurinn hittist þegar ég var á landinu og er ég mjög þakklát fyrir það. Þið kom- uð líka til Danmerkur til mín, Bára og Magga, og í seinna skiptið voru Hafdís og Sigga með í för. Það var mikið hlegið og rifjaðar upp margar góðar minningar og sömuleiðis gamlir taktar. Þetta eru ómetanlegar og góðar minningar sem ég mun alltaf geyma í mínu hjarta. Elsku Bára mín þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt kæra vinkona. Ingi, Heiða, strákarnir, Hörður og aðrir aðstandendur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Jonna. Bára vinkona mín til 48 ára hefur nú kvatt okkur, það er mikil eftirsjá að góðri vinkonu, en síðasta eina og hálfa árið, árið sem hún ætlaði að njóta svo ríkulega, fékk snöggan endi. Við Bára kynntumst í New York þegar ég fékk starf sem flugfreyja og Bára var með manni sínum í NY þar sem hann var við nám og hún vann við hárgreiðslu. Það varð úr að þegar ég var í NY hringdum við okkur saman, settumst á kaffihús og kíktum í stórverslanirnar. Oftar en ekki hafði Bára verið beðin að versla eitthvað fyrir vini og vanda- menn á klakanum, sem ég svo flaug með heim og kom til skila. Ég hafði fengið ýmsar ráðlegg- ingar frá samstarfsfólki hjá Ice- landair til að tryggja öryggi mitt, t.d. að hafa alltaf lásinn á veskinu að líkamanum en eitthvað höfðum við Bára gleymt okkur í gleðinni og á leið yfir breiðgötu ásamt mörgum öðrum finn ég að einhver fer ofan í veskið mitt. Ég lét sem ekkert væri, en þegar komið var yfir götuna sný ég mér við, fyrir aftan mig er ungur sakleysislegur maður með LP- hljómplötu í fanginu. Ég hrifsa í plötuna og sjá, þar er seðlaveskið mitt með aleigu minni þann daginn. Ég næ seðlaveskinu og við Bára tókum á rás inn í næstu stórversl- un. Ég ofsa glöð að hafa náð seðla- veskinu, en Bára ekki eins glöð, „svona gerum við ekki, hann hefði getað ráðist á þig“. Við vorum þó fljótar að taka gleði okkar á ný eftir að ég hafði lofað að vera varkárari framvegis. Eftir þessa uppákomu gátum við hlegið okkur máttlausar yfir einfeldni okkar og sakleysi. Svo lauk þessu dýrðarsumri í NY, ég fór aftur í bankann, en ekki leið á löngu þar til Bára og Maggi fluttu heim. Eftir heimkomuna opn- aði Bára hárgreiðslustofu á Lauf- ásvegi, það varð strax nóg að gera hjá henni því hún þótti mikill fag- maður og ekki leið á löngu þar til stofan þurfti á stærra húsnæði að halda. Svo heppilega vildi til að stærra húsnæði hinum megin við götuna losnaði 1979. Úr varð að hárgreiðslustofan varð snyrti- og hágreiðslustofa þegar Ólöf systir mín, snyrti- og förðunarfræðingur, tók á leigu aðstöðu hjá Báru. Þær voru báðar frábærir fagmenn og virtar í sinni grein og nóg að gera alla daga. Bára var alla tíð mjög heppin með starfsfólk og þar var alltaf líf og fjör. Bára treysti starfsmönnum sínum og treysti þeim til stórra verka. T.d. sá ég viðtal við Ara Al- exander þar sem hann sagði frá því að eitt af hans fyrstu verkefnum hefði verið að greiða Önnu Mar- gréti, ungfrú Ísland, sem var ekki svo lítill heiður. Í sama viðtali segir Ari að hann hafi litið á Báru sem sína aðra móður, þannig var Bára, alltaf umhyggjusöm um allt sitt starfsfólk. Bára eignaðist einkason sinn, Inga Makan, í apríl 1979. Ingi er giftur Heiðu Kristínu og eiga þau tvo syni, Loga, fæddan 2009, og Jökul, fæddan 2013. Voru þeir augasteinar Báru ömmu. Bára lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnu- daginn 1. ágúst sl. Ég þakka Báru samfylgdina frá árinu 1974 og sakna góðrar vinkonu sem hafði svo góða nærveru. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Inga og fjölskyldu og Harðar. Birna Ingólfsdóttir. Elsku Bára okkar. Þökkum yndislega vináttu og tryggð. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt Sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt Hverju orði fylgir þögn Og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund Skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt Aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, Sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag Enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr Enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Hörður, Ingi og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þínir vinir Helga og Garðar Jökulsson. Í dag kveðjum við elsku Báru sem var tekin frá okkur allt of snemma. Kynni okkar og Báru hóf- ust fyrir 16 árum þegar hópur kvenna á besta aldri fór til Kanarí- eyja á námskeið. Þar myndaðist vinskapur sem hefur bætt og glatt líf okkar Kanarífuglanna alla tíð síðan. Oft rifjuðum við upp þessa fyrstu ferð okkar og þá er mikið hlegið að makalausum uppákomum og atburðum sem er eftir atvikum ekki birtingarhæft. Saman höfum við ýmislegt skemmtilegt brallað bæði innanlands og erlendis. Eitt árið fór allur hópurinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fastur liður hjá okkur er að hittast í byrjun júlí. Undirbúningur þessara ferða er í föstum skorðum og hver okkar hef- ur sitt sérsvið, sérsvið Báru var sal- atið. Hún Bára okkar var einstak- lega vandvirk og nákvæm í vinnubrögðum og kristallaðist það í sérlega fíngerðu og vönduðu salati; svo vönduðu að það tók hálfan dag- inn að útbúa það. Því allir bitar af grænmetinu skyldu vera nákvæm- lega jafn stórir, sumir voru óþol- inmóðir í þessu dundi hjá Báru, en svona skal það vera, „ekki reyna að breyta þessu“ sagði hún. Bára var vel gerð og gott að eiga hana sem vin, hún vildi alltaf allt fyrir alla gera og ef hún tók að sér verkefni þá voru þau gerð af heil- indum og fagmennsku. Bára var mikill fagurkeri og vildi hafa fínt í kringum sig, hún keypti sér vönduð föt, við vinkonurnar höfðum gaman af því að aldrei komst raki í fata- skápinn hjá Báru því hún passaði í fötin sem hún var búin að eiga í yfir 20 ár og voru enn sígild. Í fyrstu sumarferðinni okkar kom Bára með hvít rúmföt með handsaumuðu milliverki, og við höfðum flestar orð á því að þetta væri nú of fínt fyrir svona ferðalög. „Nei,“ sagði hún, „það á að nota þetta, til þess er það.“ Við áttum eftir að kynnast henni betur og það kom okkur ekkert á óvart eftir þetta. Síðasta ferðin var sigling með hópnum sem hún fékk því miður ekki að njóta. Bára mun vera með okkur um ókomna tíð, alltaf eigum við eftir að hafa eitthvað svona pu dí pu í hverj- um hittingi og skála fyrir Báru og hennar lífi. Bára kynntist Herði eftir að hóp- urinn hafði myndast og duldist okk- ur ekki að Bára hafði nælt sér í mann sem veitti henni hamingju. „Hann hugsar svo vel um mig,“ sagði hún alltaf. Bára var alltaf ein- staklega vel tilhöfð og glæsileg kona og hafði næmt auga fyrir því sem var sérstakt og fallegt. Augu Báru ljómuðu alltaf upp þegar hún talaði um Inga, Heiðu og ömmustrákana sína Loga og Jökul, og duldist engri okkar hversu stolt og montin hún var af arfleifðinni. Elsku Bára okkar er farin í sum- arlandið fagra og það er þungbært að sjá á bak henni þar sem hennar bestu ár hefðu átt að vera þau sem fram undan voru. Hún var nýbúin að selja hárgreiðslustofuna og ætl- aði njóta lífsins með Herði sínum og Bára Kemp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.