Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 21
fjölskyldu. Við sendum Herði, Inga og fjölskyldu okkar dýpstu og inni- legustu samúðarkveðjur. Að lokum þökkum við Báru alla hlýjuna, gleðina og húmorinn. Minning hennar lifir. Kanarífuglarnir, Kristrún, Kristín, Guðlaug, Inga Dóra, Elínborg, Bryndís og Áslaug. Ég sit hér í glaðasólskini og hlýju veðri úti í garði og allt ætti að vera dásamlegt, en það er bara einn skuggi hér í hjarta mínu. Hún Bára Kemp er látin. Hún var ein af stelpunum á Hraunteignum eins og við köllum okkur. Við ólumst allar upp í sömu götu sem var alveg ógleymanlegur og dásamlegur tími sem við áttum þar saman. Laugarnesið var í mótun og mik- ið af ungu fólki að byggja sér og kaupa íbúðir og því fylgdi fullt af börnum. Við vorum frjáls og lékum okkur saman t.d. í gömlu sundlaug- unum og uppi í görðum eins og við kölluðum túnið sem var í Laugar- dalnum. Nú eru sundlaugarnar þar, íþróttaleikvangar og fleira í mjög fallegu umhverfi. Mikið hefur breyst frá þessum tíma. Það voru engar tölvur eða farsímar sem börn voru upptekin af, við lékum okkur bara saman og vorum mikið úti í ýmsum leikjum. Stundum á sumarkvöldum var stór hópur af strákum og stelpum saman í fallin spýta og álíka leikjum og alltaf var jafn gaman. Þetta voru frábærir tímar til að alast upp. Bára fór snemma að sýna á sér listræna hlið, þá á ég við hárgreiðsl- una. Hún var trúlega ekki nema 10 til 12 ára þegar hún var að greiða vinkonum sínum. Eitt man ég mjög vel, þegar hún greiddi sína fyrstu brúðargreiðslu fyrir bestu vinkonu mína, hana Bengtu, þegar Bára var 14 ára og brúðurin var nú bara 18 ára. Ég man enn í dag að ég stóð og horfði á þessa stelpu galdra fram einstaka greiðslu sem þótti það flottasta í þá daga. Þarna komu hæfileikar hennar strax í ljós á barnsaldri. Hún stundaði sína list alla tíð og var þekkt fyrir. Það kom- ust færri að hjá henni en vildu. Bára var ein af þessum konum sem tekið var eftir fyrir frumlegheit og fallegan klæðaburð, hún var alltaf svo smart hún Bára. Svona liðu áhyggjulaus ár en svo kom að því að við fórum hver í sína áttina en samt héldum við tengslum alla tíð, sumar í saumaklúbb og aðr- ar fóru í annað. Í mörg ár vorum við að tala um að fara saman til Skotlands þar sem ég átti ættir mínar að rekja þangað. Svo gerðist það í desember 2019 að við drifum okkur nokkrar af stelpunum til Edinborgar í fimm daga ferð, ég var (sjálfskipaður) fararstjóri og reyndi að gera þessa ferð ánægjulega og skemmtilega, og viti menn; aftur komu litlu stelp- urnar upp í okkur, galsinn og gleðin var á hverju strái. Við erum mjög þakklátar í dag að hafa upplifað þessa ferð með Báru og ég veit að hún skemmti sér vel með okkur, ferðin var bara of stutt. Við vildum gera svo mikið og sjá svo margt sem tími gafst ekki til. En þessi ferð verður aldrei endurtekin. Hún mun lifa í minn- ingunni hjá okkur. Nú í dag kveðjum við þig elsku Bára mín. Við þökkum þér sam- fylgdina. Við munum sakna þín og minnast þín. Við þökkum fyrir að hafa átt samleið með þér og ánægjustundir um langan tíma. Við sendum fjölskyldu Báru inni- legar samúðarkveðjur. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Fyrir hönd stelpnanna af Hraunteignum, Anne Helen Lindsay. Elsku vinkona okkar Bára er far- in frá okkur. Það rifjast upp ótal margar minningar eftir ævilangan vinskap. Við sitjum hér nú og hlæjum að öll- um uppátækjunum, því það var svo margt skemmtilegt brallað og hlát- urinn var aldrei langt undan. Ótelj- andi hittingar, matarboð, sumarbú- staðaferðir og utanlandsferðir, það var svo gaman hjá okkur. Bára var sú listræna í vinkvenn- ahópnum, við dáðumst að hæfileik- um hennar, það varð allt fallegt í höndunum á henni. Hæfileikar hennar í hárgreiðsl- unni komu fljótt í ljós, hún greiddi sína fyrstu brúðargreiðslu 14 ára gömul. Hún var snillingur með skærin og spurðist það hratt út; fljótlega eftir að hún opnaði sína eigin stofu var komin margra vikna bið eftir tíma hjá Báru í klippingu. Skemmtileg er sagan af því þegar kona nokkur fer í greiðslu hjá hár- greiðslukonu og biður um ákveðið útlit, hárgreiðslukonan hlustar vel, en segir svo í uppgjafartón: „Heldur þú að ég sé einhver Bára Kemp?“ Bára var meðlimur í alþjóðlegu hárgreiðslusamtökunum Inter Co- iffure og voru ófáar ferðirnar farnar til Parísar til að taka þátt í sýning- um og koma heim með nýjungar í hártísku. París var hennar borg, enda Mekka hátískunnar. Bára var ekki eingöngu hæfi- leikarík og skapandi í hárgreiðsl- unni heldur í öllu sem viðkom tísku og hönnun. Hópuðust vinkonurnar til Báru þegar mikið lá við, til að fá lánuð föt eða ráðgjöf við fataval og rétt útlit og aldrei stóð á svörum, Bára vissi hvert átti að fara að versla, en oftar en ekki fór hún og fann til úr eigin fataskáp nákvæm- lega það sem hentaði. Eins var hún listakokkur og bjó hún meðal ann- ars til allra bestu salöt sem við vin- konurnar höfum smakkað, enda lagði hún sig ávallt alla í það sem hún skapaði. Þegar hún var svo spurð hvað væri í salatinu var svar- ið alltaf það sama: „bara svona pu di pu“ og við vinkonurnar vissum hvað hún meinti. Fjölmargar utanlandsferðir eru sérstaklega minnisstæðar, alltaf mikið fjör, alltaf góður matur og alltaf var dágóðum tíma eytt í að þræða flottustu tískuvöruverslan- irnar undir dyggri stjórn Báru. Við minnumst Báru með sökn- uði og hlýjum okkur við yndislegar minningar um elsku Báru okkar. Traustari vinkonu er vart hægt að hugsa sér. Elsku Hörður, Ingi, Heiða, Logi og Jökull, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún (Gunna) og Bryn- dís (Biddý). Ég var 18 ára, árið var 1985 og Nýtt Líf var aðaltískublaðið. Fag- mennska hárgreiðsluiðnarinnar hafði þróast gríðarlega árin á und- an með nýju fólki. Bára Kemp var í viðtali hjá Nýju Lífi, hún var ein þeirra sem breyttu faginu. Í viðtal- inu biðlaði hún til sinna nemenda, sem skiptu tugum yfir árin, að lita á henni hárið þegar hún færi á heim- ili fyrir aldraða, sama í hvaða ástandi hún yrði: litið á mér hárið! Ég sat á biðstofunni á hárgreiðslu- stofu hennar og beið eftir viðtali við hana. Hún réð mig til starfa, sem var upphafið á miklum þroskaferli í mínu lífi og ævilangri vináttu okkar á milli. Bára var í senn ljúf og kröfu- hörð. Orkumikil og sjarmerandi. Fagleg og leiðbeinandi. Fagmaður fram í fingurgóma. Sannur lista- maður, enda átti hún erfitt með að halda tímaáætlun. Hún var alltaf að skapa meistaraverk. Það var ein- stök upplifun að setjast í stólinn hennar enda sinnti hún fólkinu sínu af einstakri alúð og natni og flýtti sér aldrei í þeim efnum. Ég man þegar hún greiddi bróð- urdóttur sinni fyrir brúðkaup og mikill viðbúnaður var á stofunni eins og alltaf þegar brúðkaup voru í vændum. Þá var alltaf sérstök stemming enda allt lagt undir. Bára skapaði stemmingu, horfði á heildina og gekk í öll verk enda reyndur stílisti sem vann fyrir tískublöð í áratugi. Þennan morgun hafði móðir Báru og amma brúð- arinnar látist. Bára bar harm sinn í hljóði og stemmingin var eins og alltaf. Allt snerist um dag brúðar- innar. Hún passaði það. Ég kynntist ógrynni af fólki sem kom reglulega til Báru. Það fylgdi henni í áratugi. Fyrirtækið hennar Hár og Snyrting var stórt á þeim tíma sem ég starfaði fyrir hana. Þar var líf og fjör, gleði og sorgir. Grátið í þvottahúsinu og hlegið á kaffistofunni. Mikil og náin sam- vinna okkar allra. Fyrir utan hár- greiðslu, lærði ég mikið um mann- leg samskipti og vinnusemi á námsárum mínum hjá Báru enda snýst hárgreiðslan um svo miklu meira en að klippa og lita hár. Bára elskaði lifandi umhverfi enda mikill fjörkálfur og einstak- lega skemmtileg. Henni var annt um okkur hvert og eitt og fylgdist með okkur áfram eftir að við flug- um úr hennar hreiðri. Við vorum nokkrar sem héldum sambandi, stundum var skellt í matarboð og svo í heimsókn til Jonnu í Dan- mörku fyrir nokkrum árum. Fyrir þá ferð og tímann með þeim þar er ég þakklát. Lífið æðir áfram og Bára var komin á staðinn sem hún talaði um í viðtalinu í Nýju Lífi árið 1985, alltof fljótt. Hún þurfti á okkur að halda að lita hárið. Hún bar aldurinn ein- staklega vel enda gátu fáir giskað rétt á aldur hennar. Bára mín var stórglæsileg kona og einstaklega elegant. Það breyttist aldrei. Elsku yndislega vinkona og mentor. Þú opnaðir nýja heima. Settir spor í líf okkar „nemanna“ þinna sem þú útskrifaðir. Fyrir þig er ég endalaust þakklát. Söknuður- inn eftir hlátri þínum og gleði- geislum svíður. En minningin um þig mun lifa. Elsku Ingi Makan, Heiða og synir og Hörður. Missir ykkar er mikill, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku vinkona. Þín, Sigríður Kristín Hrafnkels- dóttir (Sigga Stína). Í dag kveðjum við vinkonu mína, hina listrænu, áköfu og skemmti- legu Báru. Upphaflega var það fagmennsk- an sem tengdi okkur saman. Litlum hópi hárgreiðslumeistara bauðst að gerast aðilar að franska fagklúbbn- um Haute Coiffure Francaise. Að- ildinni fylgdi það skilyrði að fara tvisvar á ári til Parísar, vor og haust, og halda sýningu á Íslandi eftir heimkomu. Það eru ekki til orð til að lýsa þessu tímabili, þessari einstöku upplifun og þroska sem þessi þátttaka veitti okkur. Bára, sem var ávallt svo kúl og töff og hafði unnið sem módel, hafði brennandi áhuga á öllu því sem hafði með tísku að gera hvort sem það varðaði fatnað eða útlit og svo auðvitað hárgreiðslu. Bára elskaði starf sitt og vinnan hennar var hvort tveggja fagleg og falleg. Þessi hópur hágreiðslumeistara varð síðan grunnurinn að stofnun íslensku deildarinnar í hinum al- þjóðlegu samtökum Intercoiffure. Þátttöku okkar fylgdu alls kyns ævintýri. Fremstu fagmenn heimsins á þessu sviði voru félagar í samtökunum, forseti samtakanna á þessum tíma var Alexandre de Paris og verndari samtakanna var Grace Kelly Mónakóprinsessa. Við sóttum þing samtakanna sem voru ótrúlega glæsileg og haldin í mis- munandi álfum heimsins. En það besta við þátttöku okkar í ICD var vinskapurinn sem myndaðist inn- an íslenska hópsins. Þó að allir í hópnum starfræktu sínar eigin hárgreiðslustofur örlaði aldrei á samkeppni né ríg okkar á milli. Þvert á móti voru þessi ár farsæl og fagmennska og vinátta var ríkjandi. Við sem störfuðum með Báru hrifumst af listrænni hlið hennar og varð Bára listráðunautur ís- lensku deildarinnar. Þar var Bára á heimavelli og fljótlega varð Ís- land miðpunktur í hópi fagmanna sem tengdust ICD. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Báru og kveð hana með söknuði. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Ingi Magan, Heiða, Jökull, Logi og Hörður. Elsa Haraldsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Þórey Ketils- dóttir fæddist á Húsavík 17. janúar 1948. Foreldrar henn- ar voru hjónin María Kristjáns- dóttir frá Geir- bjarnarstöðum í Kaldakinn, f. 26. október 1917, d. 15. janúar 2006, og Ketill Tryggvason frá Halldórsstöðum í Bárðardal, f. 6. september 1901, d. 7. ágúst 1985. Systkini Þóreyjar eru María, f. 28. mars 1949, Kristín, f. 18. júní 1952, Sigrún, f. 17. júlí 1953, og Ingvar, f. 11. september 1955. Hinn 14. júlí 1971 giftist Þórey Sverri Thorstensen, f. 17. júní 1949. Sverrir er fæddur og upp- alinn í Reykjavík. Synir þeirra eru: 1) Ketill Þór, f. 28. desember 1971. Ketill var kvæntur Sigrúnu Fanneyju Sigmarsdóttur, f. 18. febrúar 1972. Börn þeirra eru Eyþór Hrafnar, Sigmar Ernir og Hrafney Arnhildur Rut. 2) Krist- ján Óli, f. 27. nóvember 1973. Kristján Óli er kvæntur Gunn- hildi Halldóru Georgsdóttur, f. 15. febrúar 1973. Börn þeirra eru Stórutjarnaskóli í Ljósavatns- skarði S-Þing. til starfa og þar varð fyrsta heimili þeirra Þór- eyjar og Sverris og vinnustaður. Sumarið 1993 fluttu þau til Ak- ureyrar og bjuggu síðan í Löngu- hlíð 9a. Þórey hóf þá störf í Vals- árskóla á Svalbarðsströnd og kenndi þar til vorsins 2009 er hún fór á eftirlaun. Áhugamál Þóreyjar voru mörg; söngur, dans, forn vinnu- brögð, plöntur, fuglar og ferðir um náttúru Íslands. Hún byrjaði að syngja í kirkjukór Lund- arbrekkukirkju fyrir fermingu og söng í kirkjukórum allt til þess er veikindi tóku í taumana. Hún var í Kvenfélagi Ljós- vetninga á Stórutjarnaárunum og í nokkur ár eftir að hún flutti til Akureyrar. Þórey var í Dans- félaginu Vefaranum á Akureyri frá stofnun og tók einnig þátt í starfsdögum Laufásshópsins. Plöntur og fuglar áttu hug henn- ar allt frá barnæsku og var hún vel að sér um náttúru landsins. Þórey fór víða um land með Sverri til að rannsaka og merkja fugla. Þórey lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 27. júlí 2021. Útför hennar fór fram í kyrr- þey frá Akureyrarkirkju 6. ágúst. Þórey var jarðsett í Lundar- brekkukirkjugarði í Bárðardal. Dagur Sverrir og María. Fyrir átti Gunnhildur Elínu Björk. Sambýlis- maður hennar er Bragi Lárusson og eiga þau eina dótt- ur, Halldóru Maísól. 3) Sigurður Reynir, f. 8. apríl 1978. Sambýliskona hans er Anna Maria Nils- son, f. 11. nóvember 1980. Hún á einn son, Valdemar. Þórey ólst upp á Halldórs- stöðum í Bárðardal við öll venju- leg störf í sveit. Hún vann á hót- eli á Akureyri og á Laugum í Reykjadal. Sumurin 1968 og 1969 var hún ráðskona breskra laxveiðimanna í Hofsá í Vopna- firði. Flest sumur var Þórey á Halldórsstöðum og tók þátt í bú- skapnum. Haustið 1966 hóf Þórey nám við Kennaraskóla Íslands og lauk kennaraprófi vorið 1970. Í Kennaraskólanum kynntust þau Þórey og Sverrir. Þórey lauk síð- ar prófi í sérkennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands Veturinn 1970-71 kenndi Þór- ey í heimavistarskólanum Ás- garði í Kjós. Haustið 1971 tók Elsku vinkona okkar, Þórey, er horfin á braut. Lífsglöð, kraftmikil, uppátækjasöm, glað- lynd og mikill og góður gest- gjafi. Það er svo margt hægt að segja um Þóreyju okkar, um kosti hennar og hæfileika. Hún hafði gaman af svo mörgu, svo sem að syngja, dansa, ferðast. Aldrei dauður punktur í at- hafnasömu lífi þessarar konu sem tók svo vel á móti okkur í Stórutjarnaskóla eftir að við Sverrir frændi höfðum náð að kynnast. Gestrisni var henni í blóð borin og það var lítið mál að hýsa fjögurra manna fjöl- skyldu, bara sí sona. Þau voru mörg sumrin sem við komum í heimsókn og nutum þess að vera með fjölskyldunni í alls kyns leik og störfum, til dæmis að elta fugla út um allar jarðir, merkja álftir við Skjálfta- vatn, tína ber í gjöfulum dæld- um sem Þórey vissi um og ganga um og njóta náttúrunnar. Sverrir, synirnir, systkini og foreldrar, meðan þeirra naut við, – þetta voru stærstu þætt- irnir í hennar lífi. Og alltaf var það toppurinn á tilverunni að dvelja á Halldórsstöðum í Bárð- ardal og taka þátt í bústörfum. Þóreyju þótti það lítið mál að taka við búinu að sumri til með- an húsráðendur sinntu öðru. Þá sá hún um sláttinn og allt annað sem þurfti að gera. Þórey of- urkona. Og nú eiga margir um sárt að binda, allir þeir sem stóðu henni næst syrgja dásamlega konu sem var þeim svo mikils virði. Við þökkum henni samfylgdina af alhug og vonum að ferðin inn í hið margrómaða Sumarland gangi vel – þar verða margir til að taka vel á móti Þóreyju okk- ar. Megi almættið umvefja hana mildi sinni og kærleika. Inni- legar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Brynja og Kristján. Þórey var bekkjarsystir okk- ar í E-bekk í Kennaraskóla Ís- lands árin 1966 til 1970. Hún var bjarta norðanstúlkan úr Bárð- ardalnum, þroskaðri en við, fannst okkur, rík að reynslu við dýr og náttúru; einörð í fram- göngu; hlý og lífsglöð. Hún hafði sólina í sér og yfir sér. Þegar Þórey tók til máls var hlustað. Hún var fróð um ótalmargt og málfar hennar kjarnyrt og tært. Unun var að hlusta á hana og heyra hljómsterka norðlenska framburðinn undirstrika hvert orð. Við E-bekkingar búum víða um heim, víða um landið og nokkrir hafa þegar kvatt – Þór- ey nú. Í gegnum árin vitum við hvert af öðru og margs er að minnast þegar við rifjum upp dýrmætar stundir með Þóreyju. Skólaárin virðast, þegar litið er til baka, hafa verið ein samfelld fjögurra ára skemmtun með til- þrifum og Þórey þá þegar gleði- gjafi. Saumaklúbbar okkar E- bekkjarsystra í rúm fjörutíu ár geyma dýrmætar minningar. Þórey var stundum leynigestur í saumaklúbbi en eftirvænting lá alltaf í loftinu þegar von var á leynigesti og fagnaðarfundur í hvert sinn. Við munum ferðina til Ak- ureyrar til Þóreyjar og höfðing- legu matarveisluna hjá henni og Sverri manni hennar, en hann er jafnframt kær skólafélagi okkar. Við munum gönguferðina snörpu um gil og brekkur og pelann góða sem Þórey lumaði á og bauð snafs úr í hverju stoppi. Við munum stundina við Ís- landsklukkuna við Háskólann á Akureyri og Akureyrarkirkju sem var opnuð sérstaklega fyrir okkur. Og við munum sam- veruna í Kjarnaskógi þar sem við vöktum saman fram á nótt. Þórey þekkti Kaupmannahöfn og naut sín í jólaferðinni þangað. Fleiri úr bekknum þekkja borg- ina vel svo ekkert vantaði upp á fjörlega leiðsögn um götur Kaupmannahafnar. En við urð- um sárfættar eftir þramm dag- anna og munum að Þórey átti ráð við því; fótanuddkonan flinka. Á hátíðarstund munum við okkur alsælar á efstu svölum í Det Kongelige Teater að horfa á Hnetubrjótinn. Julefrukost E-bekkjar er ár- leg hátíð og við munum þegar Þórey og Sverrir gerðu laufa- brauð með upphafsstöfum okkar allra og færðu okkur. Einnig þegar Þórey sagði kankvís frá starfslokum sínum og hvað hún hlakkaði til að starfa að nýjum óskaverkum. Hún gerði það frísk, starfsöm og bjartsýn í nokkur ár eða þar til grimmur sjúkdómurinn tók völd og her- tók hug hennar og þrek. Undir lok í saumaklúbbi fannst Þór- eyju notalegt að fá að liggja fyr- ir og bara hlusta á okkur masa og hlæja. En það var ástúðlega Þórey okkar sem vafði hlýjum örmum sínum um okkur þegar við settumst hjá henni hver og ein og augnablikið varðveitist. Við þökkum Þóreyju einlæg- lega fyrir samfylgdina og allar kærar stundir. Innilegar samúðarkveðjur sendum við til Sverris, sona og fjölskyldna. Fyrir hönd E-bekkjarsystk- ina úr Kennaraskóla Íslands, Elsa Benjamínsdóttir Rannveig Jóhannsdóttir Elsku Þórey. Við settumst á skólabekk í stofu 101 Kennara- skóla Íslands haustið 1966 og sátum þar saman í fjóra vetur. Margt var brallað eins og geng- ur og við studdum hvor aðra við að fóta okkur í tilverunni. Þú sveitastúlkan úr Bárðardal, ég dóttir kommans í kjallaranum, önnur ljóshærð, hin dökkhærð. Aldrei hefur fallið skuggi á okk- ar vináttu, hún var frá fyrstu stundu svo sjálfsögð. Síðan tókst þú á við að mennta ungviðið, lengst af á Stórutjörnum ásamt honum Sverri þínum og þar uxu líka úr grasi glókollarnir ykkar þrír. Myndarbúkonan Þórey að tína ber og sveppi. Náttúrubarnið Þórey sem réð við svani, sem ekki eru auðveldir að merkja. Fjörkálfurinn Þórey sem gat dansað alla nóttina hvort sem var tjútt eða þjóðdansar. Söngfuglinn Þórey sem hóf lagviss upp raust sína í kórum. Ferðalangurinn Þórey sem að vísu komst aldrei til Galapagos- eyja þótt hugurinn stæði til þess. Fjölhæf og fróð. Röggsöm, traust og hlý í viðmóti, glettin og broshýr stóðstu þína plikt í lífinu, þar til heilsan gaf sig fyrir nokkrum árum. Fólkið þitt er í sárum, en minningin um þig mun ylja okk- ur á ókomnum árum og ég gleðst yfir að hafa orðið þér samferða. Þakka þér alla þína væntum- þykju í minn garð. Far vel, þú máttarstólpi. Þín vinkona, Móeiður (Móa). Þórey Ketilsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.