Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
✝
Guðmundur
Aðalsteinsson
fæddist í Reykjavík
30. mars 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum 31. júlí
2021.
Foreldrar hans
voru Aðalsteinn
Guðmundsson, f. 8.
ágúst 1903, d. 13.
júní 1994, og Vil-
borg Jónsdóttir, f.
24. febrúar 1908, d. 27. nóvember
1997. Systkini Guðmundar: Pál-
ína, f. 29. ágúst 1925, d. 4. febr-
úar 2013, Halldóra, f. 16. júní
1927, og Agnes, f. 16. mars 1935,
d. 25. september 2016.
Guðmundur kvæntist Stein-
unni Sigurlaugu Aðalsteins-
dóttur, f. 9. maí 1941, hinn 4. júní
1960. Foreldrar Steinunnar voru
Aðalsteinn Guðjónsson, f. 16. des-
ember 1899, d. 29. desember
1982, og María Björg Björns-
dóttir, f. 7. febrúar 1916, d. 10.
júlí 2007. Börn Guðmundar og
Hann stundaði íþróttir af kappi á
sínum yngri árum og spilaði m.a.
körfubolta með ÍR. Hann var
virkur í félagsstarfi í Versl-
unarskólanum og var formaður
nemendamótsnefndar skólans á
lokaári sínu.
Guðmundur vann ýmis sum-
arstörf á skólaárum sínum, m.a.
sem kaupamaður á bænum Lax-
árdal í Hreppum.
Að námi loknu hóf Guð-
mundur skrifstofustörf hjá Stáls-
miðjunni í Reykjavík og var það
honum góður skóli fyrir áfram-
haldandi störf tengd rekstri fyr-
irtækja. Árið 1970 tók Guð-
mundur við starfi
framkvæmdastjóra hjá flutninga-
fyrirtækinu GG hf. þar sem hann
starfaði næstu 15 árin. Árið 1985
keyptu Guðmundur og Steinunn
hreinsivörufyrirtækið Tandur
sem þau byggðu upp og ráku um
árabil ásamt tveimur sona sinna.
Guðmundur var félagi í Odd-
fellowreglunni frá árinu 1986.
Útför Guðmundar verður frá
Bústaðakirkju í dag, 18. ágúst
2021, og hefst athöfnin klukkan
15. Athöfninni verður streymt í
gegnum hlekkinn:
https://youtu.be/EKeP7EGkubQ
Einnig má nálgast hlekk á:
https://mbl.is/andlat
Steinunnar eru: 1)
Aðalsteinn, f. 21.
mars 1960, kvæntur
Ástu S. Aðalsteins-
dóttur. Börn: Guð-
mundur Freyr,
Berglind Hlín og Al-
freð. Barnabarn:
Kamilla Sól Davíðs-
dóttir. 2) Birgir
Örn, f. 18. febrúar
1964, kvæntur
Gunnlaugu Guð-
mundsdóttur. Börn: Ásta Bergr-
ún og Snorri Örn. 3) Guðmundur
Gylfi, f. 17. mars 1968, kvæntur
Helgu Aspelund. Börn: María
Rannveig, Steinunn Hlíf, Snædís
Guðrún og Kristín Erla. Barna-
börn: Móey Helga og óskírð
stúlka Magnúsdætur; Haraldur
Hugi Logason.
Guðmundur var fæddur og
uppalinn við Hofsvallagötu í
Vesturbænum í Reykjavík. Hann
gekk í Melaskólann og síðar í
Verslunarskólann þaðan sem
hann útskrifaðist árið 1960.
Elsku hjartans Mummi minn.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin, mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima,
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Þín
Steinunn.
Með djúpri virðingu og sökn-
uði kveð ég tengdaföður minn
Mumma, eins og hann var ávallt
kallaður. Við fráfall hans mynd-
aðist stórt tómarúm. Þá er ómet-
anlegt að eiga fjársjóð minninga
til að ylja sér við.
Mummi var glæsilegur heið-
ursmaður, með stórt hjarta og
einstaklega hlýja og góða nær-
veru. Hann var spaugsamur og
einstaklega orðheppinn. „Algjör
brandarakall hann afi“, var við-
kvæðið á mínu heimili.
Á heimili tengdaforeldra
minna, Steinunnar og Mumma,
ríkti samheldni, líf og gleði. Þau
áttu samleið og farsælt líf í 63 ár
og eiga sextán afkomendur. Ég
man eins og gerst hafi í gær þeg-
ar ég kom fyrst inn á þeirra fal-
lega heimili í Brautarlandi, ung
að árum. Hlýtt viðmót og léttleiki
mættu mér og var mér strax tek-
ið opnum örmum.
Steinunn og Mummi áttu sér
sælureit í sveit, Hálsakotið góða.
„Það var algjör bylting þegar við
keyptum Hálsakot“, hafði
tengdapabbi á orði eitt sinn. Það
hafði verið draumur þeirra um
árabil að rækta sitt eigið land og
þeim varð svo sannarlega að ósk
sinni. Í Hálsakoti undu þau sér í
öllum sínum frístundum: rækt-
uðu sinn skóg, lögðu stíga, út-
bjuggu tjarnir og fossa. Þetta var
sannkallaður ævintýraheimur
fyrir börn og fullorðna. Við áttum
þar ógleymanlegar gleðistundir
með fjölskyldu og vinum.
Í heimsókn í Hálsakot var
jafnan tekinn góður túr um lóð-
ina. Staldrað var við tré, runna
og hvers kyns plöntur og náttúr-
an tekin inn. Fljótlega varð
manni ljóst hve gefandi það getur
verið að þekkja nöfn á trjám,
plöntum, fuglum og fjöllum í fjar-
lægð. Tengdó kunnu svo sannar-
lega að „sá fræjum“ og við smit-
uðumst af þessari ástríðu þeirra.
Nú eigum við hjónakornin okkar
eigin „Augastein“ og sveitaróm-
antík.
Á sama máta unnu tengdó nótt
sem nýtan dag við fyrirtækið sitt
sem þau eignuðust rétt fyrir
miðjan aldur og byggðu upp af
miklum dugnaði. Hugarfarið
hafði mikið að segja: „Ég hlakk-
aði alltaf til að vinna vinnuna
mína, það er mikil gæfa að vakna
á morgnana og hlakka til“, sagði
tengdapabbi fyrir nokkrum árum
í samtali i við eitt barnabarnið.
Það var erfitt að horfa upp á
veikindi tengdapabba í lokin sem
bar svo brátt að. Þrátt fyrir
þverrandi þrek og minnisskerð-
ingu síðustu árin hafði hann
óþrjótandi viljastyrk og löngun
til lífsins. Honum var efst í huga
að njóta samverustunda með fjöl-
skyldunni, núið var í fyrirrúmi.
Tengdamamma var kletturinn í
lífi hans sem auðveldaði honum
hans daglega líf og gerði honum
kleift að njóta líðandi stundar.
Nú er það okkar fjölskyldunn-
ar að heiðra og halda minningu
elsku tengdapabba á lofti. Það er
gott veganesti út í lífið fyrir okk-
ur öll að temja sér jákvæðni hans
og bjartsýni. Megi Guð gefa
tengdamömmu og fjölskyldunni
styrk í sorginni.
Gunnlaug Guðmundsdóttir.
Elsku Mummi afi, það er
margs að minnast og þakka fyrir
þegar ég hugsa um þær dýrmætu
minningar sem ég á um þig. Þú
varst einstaklega hlýr og góður
og áttir auðvelt með að láta fólki
líða vel í návist þinni.
Húmorinn var aldrei langt
undan og gerðir þú að gamni þínu
við hvert tækifæri sem gafst. Þú
varst afinn sem gast opnað og
lokað bílskúrsdyrum og dyrum
með hugarorkunni einni saman,
dregið peninga út úr eyrum okk-
ar barnabarnanna og tekið og
sett nef af og á ef svo óheppilega
vildi til að við hefðum týnt því.
Auk þess passaðir þú ávallt upp á
að við hefðum tíu tær og tíu fing-
ur. Þú sagðir okkur sögur fyrir
svefninn um dúkkuna Lúllu sem
hékk sofandi uppi á vegg í sum-
arbústaðnum og hafði sofið þar
alla sína ævi.
Þú varst einnig vanur að segja
sögur frá æsku þinni og uppvaxt-
arárum. Eftirminnilegar eru sög-
urnar úr sveitinni þinni í Laxár-
dal þar sem þú vannst hin ýmsu
störf. Þú varst stór eftir aldri og
því látinn keyra vörubíl aðeins 15
ára gamall. Kýrnar voru hand-
mjólkaðar og þú aðstoðaðir líka
við barnapössun þar sem nýtt
barn fæddist þar ár hvert.
Fjölskyldan var þér mjög kær.
Þau voru ófá fjölskylduboðin og
samverustundirnar í bænum og í
sumarbústaðnum ykkar ömmu,
Hálsakoti. Þar byggðuð þið
amma upp einn fallegasta sælu-
reit sem ég hef komið á, umlukt-
an háum skógi, stígum, lækjanið
og fuglasöng. Páskarnir voru ár
hvert mikið tilhlökkunarefni. Þá
hengdir þú upp páskaegg um all-
an skóg fyrir okkur barnabörnin
og amma var dugleg við að safna
saman öllum málsháttum á eftir í
gestabókina.
Ég minnist þess að einn kald-
an og blautan rigningardag fór-
um við barnabörnin í göngutúr
niður að Álftavatni. Í minning-
unni var okkur orðið mjög kalt
þegar þangað var komið. Þá birt-
ist þú á hvíta stóra bílnum þínum,
sem rúmaði okkur öll, með teppi
og heitt kakó. Það var þér líkt að
hugsa vel um fólkið þitt.
Undir lokin, á spítalanum, tal-
aðir þú um að Mæja amma,
tengdamóðir þín, væri hér á með-
al okkar og nú færi að styttast í
ferðina með skipinu. Það á vel við
eftirfarandi vísu sem þú last eitt
sinn fyrir hana og skrifaðir svo í
minningargrein hennar árið
2007:
Svo bý ég mig á ströndinni og bíð þar
eftir fari
og byr sem greiði förina yfir hafið
þvert.
Ég ber fram eina spurningu, býst ekki
við svari.
Báturinn mun koma og flytja mig, en
hvert?
(Hjörl. Jónsson)
Hjartans þakkir fyrir allt
elsku afi minn. Ég mun hafa orð-
in þín að leiðarljósi sem þú
kvaddir okkur systkinin með
einn daginn á spítalanum: „Njót-
ið lífsins og munið að hlæja mik-
ið.“
Ásta Bergrún.
Elsku, afi. Þú varst alveg ein-
stakur og mikil fyrirmynd. Það
verður skrýtið að heyra ekki
lengur alla góðu fimmaurabrand-
arana sem fengu mann alltaf til
að hlæja sama hversu oft maður
heyrði þá. Í Ólafsgeisla eða
Hálsakoti þá tókstu alltaf á móti
manni með einhverju smá gríni
sem kom manni strax í gott skap.
Nærvera þín var góð og það var
alltaf þægilegt að ræða við þig
um lífið og tilveruna. Ég á eftir að
sakna þess að heyra allar sögurn-
ar úr sveitinni, frá körfuboltan-
um og frá uppbyggingu Tandurs
svo dæmi séu nefnd. Eitt af því
sem þú hefur kennt manni er það
að taka lífið ekki of alvarlega.
Nokkrum dögum áður en þú
kvaddir þennan heim sagðir þú
við mig og Ástu systur: „Njótið
lífsins og munið að hlæja eins
mikið og þið getið.“ Þetta eru góð
orð sem ég mun ávallt muna.
Ég mun sakna þess að syngja
með þér og spila á gítarinn. Þú
tókst alltaf vel undir og naust þín
alveg í botn.
Þér leið alltaf best þegar þú
varst kominn í vinnugallann í
Hálsakoti og það var gaman að fá
að hjálpa þér við störfin í bú-
staðnum. Ég á mikið af góðum
minningum með þér og ömmu og
ég er þakklátur fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum sam-
an elsku afi.
Takk fyrir að vera alltaf svona
hlýr og skemmtilegur og gefa
svona mikið af þér.
Bless afi minn,
Snorri Örn.
Elsku frábæri og hjartahlýi afi
okkar. Söknuðurinn er svo mikill
og erfitt og óraunverulegt að
kveðja þig.
Afi var einstakur maður á all-
an hátt. Hann var mikill vinur
okkar barnabarnanna og mætti
okkur alltaf með hlýjum faðmi og
góðu gríni. Hann var og verður
alltaf ein af okkar helstu fyrir-
myndum í lífinu enda einstaklega
lífsglaður, duglegur og glæsileg-
ur maður. Hann var vinsæll og
áberandi hvert sem hann fór,
kom vel fram við alla og erum við
svo stoltar af því að vera barna-
börn hans. Samband ömmu og
afa var alveg sérstakt og ástin
skein af þeim. Við systur höfum
alla tíð litið mikið upp til þeirra
og þeirra sambands. Frá því við
munum eftir okkur hafa þau tal-
að svo vel hvort til annars og
hvort um annað. Samband þeirra
sýndi okkur hversu ómetanlegt
það er að eiga góðan lífsförunaut.
Afi talaði alltaf svo fallega um
ömmu og voru síðustu orð hans
við Steinunni Hlíf þessi: „Þegar
ég hitti ömmu þína fyrst fyrir
mörgum árum þá varð ég svo yfir
mig ástfanginn að mér fannst
Steinunn vera fallegasta nafn
sem til var, og veistu hvað, mér
finnst það enn.“
Hann var einstaklega orð-
heppinn og fyndinn maður. Hann
gat snúið öllu upp í grín og við
gátum hlegið endalaust með hon-
um og að honum. Í 60 ára brúð-
kaupsafmæli þeirra fyrir ári varð
smá óhapp sem leiddi til þess að
amma datt í gólfið. Allir viðstadd-
ir voru mjög áhyggjufullir en þá
sagði afi þessi háfleygu orð, sem
kom öllum til að brosa: „Steinunn
mín, svo í framtíðinni reyndu
frekar að detta í það en detta á
gólfið.“
Við eigum endalausar minn-
ingar um elsku afa okkar sem
einkennast af gleði, hlátri og
hlýju, allar góðu stundirnar í
Hálsakoti, afagrauturinn, svarti
Pétur, páskaeggjaleitin og músa-
hræðslan svo eitthvað sé nefnt.
Eins erfitt og það er að kveðja
elsku besta afa okkar eru minn-
ingarnar svo dýrmætar og hlýja
okkur á þessum erfiðu tímum.
Elsku afi kenndi okkur margt
sem mun fylgja okkur alla tíð.
Það voru forréttindi að kynnast
honum svona vel og að hafa átt
svona einstakan afa okkar æsku-
ár.
Eins og litla langafastelpan
þín sagði svo fallega þá ertu núna
í skýjunum þar sem er svo nota-
legt. Við trúum því að þú hafir
það gott elsku afi okkar.
Við söknum þín og elskum.
Þínar afastelpur,
María Rannveig, Steinunn
Hlíf, Snædís Guðrún og
Kristín Erla.
Ein fyrsta minning mín af
Mumma afa var þegar hann og
amma Steinunn heimsóttu okkur
fjölskylduna til Madison í Wis-
consin-fylki Bandaríkjanna þeg-
ar ég var fimm ára gamall.
Þá kynntist ég fyrst húmorn-
um hans og hversu barngóður
hann var. Hann var mikið fyrir að
leika við okkur, stal af okkur
fingrum, nefi og tám eins og eng-
inn væri morgundagurinn en
skilaði þeim alltaf aftur. Þegar ég
var tíu ára fór ég minn fyrsta
golfhring í Öndverðarnesi með
afa og ömmu. Mörg góð ráð komu
frá þeim í kjölfarið, þá helst að
halda ró minni, sveifla ekki of
hratt og horfa allan tímann á
boltann. Þau studdu mig áfram
með kennslu í golfi, því næst á
golfnámskeið og loks var ég orð-
inn meðlimur í golfklúbbi.
Afi lagði mikið upp úr mikil-
vægi menntunar. Hvatningarorð
hans áttu stóran þátt í því að ég
hélt námsferli áfram eftir stúd-
entspróf, til þess að ég lyki bæði
bachelor- og meistaragráðu í
efnafræði.
Afi gaf manni mörg góð og gild
ráð sem eflaust komu honum
sjálfum vel áfram í lífinu. Honum
var tíðrætt um mikilvægi heiðar-
leikans.
Ég sakna afa sárt og á honum
mikið að þakka. Blessuð sé minn-
ing Mumma afa.
Alfreð Aðalsteinsson.
Elsku besti afi minn.
Það verður erfitt að koma fyrir
á blaði öllum þeim góðu minning-
um sem við höfum átt saman. Það
er skrítið að þú sért farinn frá
okkur. Alveg einstaklega dugleg-
ur, glaðlyndur, jákvæður, fynd-
inn og alltaf með húmorinn á
réttum stað. Sem barn man ég
vel eftir því hvað afi var barngóð-
ur og alltaf með skemmtilegt
grín og gaf sér alltaf tíma í að
leika og stjana við mann þegar
hann kom að heimsækja okkur
fjölskylduna til Madison í Wis-
consin því þá fékk hann loksins
að hitta barnabörn sín sem
bjuggu í órafjarlægð frá heima-
landi sínu. Þú varst góð fyrir-
mynd og stoltur af öllum afkom-
endum þínum og hvetjandi og
áhugasamur um allt það sem
fólkið þitt hafði fyrir stafni. Þú
varst heimsins besti afi. Takk afi
fyrir allar þær ánægjulegu
stundir sem við höfum átt saman.
Minning þín mun lifa og þú munt
alltaf eiga stað í huga og hjarta
mínu.
Hér er ljóð sem ég samdi fyrir
þig:
Elsku afi,
að spjalla við þig var alltaf svo gaman,
því margar góðar stundir áttum við
saman,
afi var alltaf svo góður,
og margra sögu fróður,
duglegur var hann í öllu því sem hann
tók sig fyrir hendi,
og vildi öllum vel og kenndi,
þér skal ég aldrei gleyma,
guð mun þig geyma.
Þín
Berglind Hlín
Aðalsteinsdóttir.
Guðmundur Aðalsteinsson var
góður leiðtogi. Hann bjó yfir
framúrskarandi samskiptahæfni,
mikilli félagsfærni og hafði ein-
stakt lag á því að ná fram því
besta hjá samferðafólki sínu. Gaf
sér ávallt tíma til þess að hlusta
og var einstaklega lausnamiðað-
ur. Það var notalegt að setjast
niður með honum og ræða um
hitt og þetta. Oftast snerist nú
umræðuefnið um gróðurinn og
ræktun, því Mummi bjó yfir
góðri þekkingu á því sviði. Trén
og gróðurinn sem Mummi og
Steinunn frænka eru búin að
gróðursetja telja eflaust nokkur
þúsund. Það var alltaf eitthvað
nýtt og spennandi að sjá við sum-
arbústaðinn þar sem þau gróður-
settu flest trén. Yndislegur stað-
ur þar sem fuglar fengu dekstur
frá þeim hjónum og við mann-
fólkið líka. Það að fá að stíga inni í
þennan ævintýraheim gaf mér
mikinn innblástur. Að ganga um í
fallegum skóginum þeirra og
upplifa gleðina með þeim er ég
afar þakklát fyrir. Takk fyrir
dásamlegar minningar og allar
þær dýrmætu ráðleggingar um
lífið og tilveruna. Við vottum
Steinunni og fjölskyldu samúð
okkar,
María Birna Jónsdóttir og
Baldur Þór Sveinsson.
Því fylgir bæði tregi og sorg,
að kveðja góðan og grandvaran
vin til margra ára og á þann veg
þykir undirrituðum nú, þegar við
öll, sem þekktum Guðmund Að-
alsteinsson framkvæmdastjóra
og athafnamann, sjáum á eftir
honum yfir móðuna miklu.
Hann var maður athafna og
skapaði sér og sínum grundvöll
til verks og umsvifa. Einn þeirra
sönnu Íslendinga sem glöddust
aldrei meir en þegar nóg verkefni
voru fyrir stafni og frelsið til
framgangs, að taka til hendinni,
eins og sagt er á móðurmálinu.
Kynni mín af Guðmundi hófust
þegar eiginkona mín Hjörleif
kynnti mig fyrir Mumma, eins og
hann var oftast kallaður, og
Steinunni hans Mumma, fyrrver-
andi skólasystur sinni úr
Kvennó. Það voru mér ánægju-
leg kynni sem lyftu brúninni á
mér. Samkomulag okkar og sam-
skipti voru alltaf með ágætum.
Hann hafði um margt líkar
skoðanir, var jafnlyndur svo
kynnin voru, sem og allt annað
samneyti, yfirleitt innihaldsrík
og skemmtileg, enda var maður-
inn áhugamaður um margt, m.a.
ættfræði, sem er nú ekki óal-
gengt umræðuefni meðal land-
ans. Að ekki sé minnst á ræktun
Guðmundur
Aðalsteinsson
Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir
og barnabarn,
GÍSLI REGINN PÉTURSSON,
lést á heimili sínu laugardaginn 7. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 23. ágúst
klukkan 13.
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Hannes Lárusson
Pétur Sigurðsson Matthildur Edda Pétursdóttir
Björk Gísladóttir Ingirafn Steinarsson
Ragnar Stefánsson Ingibjörg Hjartardóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
EDDU S. SKAGFIELD
frá Páfastöðum.
Lovísa Baldursdóttir
Albert Baldursson Birna G. Flygenring
Helga Baldursdóttir Jón Gunnar Valgarðsson
Sólveig Baldursdóttir
Sigurður Baldursson Guðrún Kristín Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn