Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 23
jarðarinnar og útivist. Hann var opinn og fljótur að kynnast fólki og ósjaldan sem hann setti ekki fyrir sig að kasta fram limrum og kveðskap. Og mikið var þá hleg- ið. Unga fólkinu okkar kom vel saman, þá sjaldan það hittist, þrjá stúlkur og þrír drengir, og ég man ekki annað en hittingur varði þætti öllum bæði skemmti- legt og fræðandi og svo var mikið hlegið. Guðmundi þótti þetta ekki síst til upplyftingar og skemmtunar, hafði af því góða skemmtun. Að endingu verður okkur hjónum hugsað til Steinunnar Aðalsteins og drengjanna þeirra og barnabarnahópsins sem syrgja nú sem vænta má skemmtilegan pabba, afa og langafa. Minning um Guðmund Aðal- steinsson mun lifa með okkur því margs er að minnast. Hvíli hann í Guðsfriði. Hjörleif, Þorsteinn Sigurður og dætur. Ég sit hérna á svölunum mín- um í Hlíðunum beint á móti Sig- valdablokk við Bólstaðarhlíð þar sem Guðmundur Aðalsteinsson bjó með fjölskyldu sinni í nokkur ár. En ég og konan mín, Sif, litla systir Steinunnar, bjuggum á sama tímabili í blokk við hliðina á þeirri fjölskyldu. Við Guðmund- ur vorum reyndar ekki Aust- urbæingar en við vorum sannir Vesturbæingar báðir aldir upp á Hringbrautinni. Við vorum sam- skipa í Melaskóla og Gagnfræða- skólann við Hringbraut. En Guð- mundur hvarf úr þeim skóla yfir í Verslunarskólann sem lagði lín- ur hans að viðskiptum. Guð- mundur var aldrei ekta KR-ing- ur en var í frægu körfuboltaliði ÍR. En hann forgangsraðaði rétt og sagði mér að einu sinni kom hann heim af kappleik þar sem ÍR hafði sigrað og setti íþrótta- töskuna til hliðar fyrir fullt og allt. Hann setti fjölskylduna í forgang. Þegar árin liðu bjuggu fjölskyldur okkar beggja í Foss- voginum en í því hverfi hefur ávallt verð góð samstaða. Fjöl- skyldusumarbústaður í Mos- fellssveit var sælureitur en Guð- mundur og Steinunn höfðu sannarlega frumkvæði á þeim slóðum. Trúlega var það upphaf- ið að ræktunaráhuga þeirra hjóna sem blómstraði í sumarbú- staði þeirra í Þrastarskógi. Á þeim stað féll Guðmundi aldrei verk úr hendi. Ekki veit ég hve oft við Guðmundur vorum sam- mála um speki Hákonar Bjarna- sonar, skógræktarstjóra, en hann sagði að íslendingar kunni ekki að grisja skóg. En Guð- mundur leitað oft til Hákonar um góð ráð. Aðalsteinn faðir Guðmundar var gæða maður. Hann vann alla tíð hjá Olís og var í góðum tengslum við Héðinn Valdimars- son, verkalýðsforingja. Héðinn hafði frumkvæði að byggingu verkamannabústaða í Reykjavík þar sem Guðmundur átti heima í bernsku. Á sínum skólaárum vann Guðmundur svo hjá Olís og var meðal annars aðstoðarmaður á olíubílum. Guðmundur minnt- ist þess oft að fyrir jólin voru starfsmenn sem afgreiddu olíuna iðulega að bæta aukalega í olíu- tankinn í tilefni jólanna. Og öll- um þótti það sjálfsagt. Guð- mundur lagði góðan grunn að starfsferli sínum og var bókstaf- lega handvalinn í Stálsmiðjuna eftir verslunarpróf. Síðan átti hann góðan starfsferil hjá Gunn- ari, frænda sínum, í öflugu flutn- ingafyrirtæki. Á árunum í starfi hjá því fyrirtæki stóð hann fyrir því ásamt frænda sínum að reisa verkstæðisbyggingu í Vogunum með frumkvæði að skreytingu listakonunnar Gerðar Helga- dóttur. Engum dirfist að brjóta niður það hús vegna byggingar- sögu. Guðmundur og Steinunn áttu svo eftir að koma á laggirn- ar fyrirtæki í hreinlætisiðnaðin- um með góðum árangri. Þær systur voru nánar í samskiptum sínum alla tíð, þannig að okkar fjölskylda minnist Guðmundar með hlýjum hug. Heill og hamingja helgar minninguna. Jón B. Stefánsson. ,,Til góðs vinar liggja gagn- vegir, þótt hann sé firr farinn.“ Úr Hávamálum. Árið var 1986 þegar leiðir okk- ar Guðmundar Aðalsteinssonar lágu fyrst saman er við gengum á svipuðum tíma til liðs við góðan félagsskap, Oddfellowregluna á Íslandi. Fyrst í stúku nr. 3, Hall- veigu og síðar í stúku nr. 20, Baldur þar sem við störfuðum saman í 35 ár. Guðmundur var einstakur maður, félagslyndur, úrræðagóð- ur og mikill leiðtogi, frábær á öll- um sviðum og eiginlega alveg þrælmagnaður hvort heldur var í starfi eða leik. Hann hvatti til góðra verka og var öðrum góð fyrirmynd sem borin var virðing fyrir. Fljótlega lentum við saman í nefnd og síðar í hinum ýmsu störfum sem tilheyrðu á vett- vangi okkar góða félagsskapar. Það var afskaplega skemmti- legt og lærdómsríkt að starfa með Guðmundi hvort heldur var í nefnd eða stjórn. Hann þurfti alltaf að fá svör við öllu sem lagt var fram til að vera viss og spurði spurninga með þeim hætti að svörin lágu yfirleitt fyrir eftir spurninguna. Hann var laginn við að ná góðri niðurstöðu í öllum málum, það er góður hæfileiki. Hann átti líka auðvelt með að ná til annarra og byggja upp traust milli sín og félaganna, virkja þá til góðra verka. Hann gaf félagsstörfunum alltaf góðan tíma þótt hann væri önnum kafinn við rekstur fyrir- tækis og lét sig aldrei vanta þeg- ar eftir var kallað. Hann var mik- ið náttúrubarn, undi sér vel í Grímsnesinu í sumarbústaðnum þar sem hann ásamt Steinunni sinni, sem hann kallað stundum ,,Frú Steinunn“ þegar mikið lá við, ræktuðu garðinn sinn og jörðina þar í kring. Það var alltaf gott og notalegt að koma í heim- sókn og setjast á pallinn í kvöld- kyrrðinni og taka spjallið. Þá kom fram á sviðið maður bókar- innar, Guðmundur Aðalsteins- son, og spurði gjarnan: ,,Hvaða bók ertu að lesa núna, Júlíus minn? Ég er núna að lesa Brekkukotsannál í þriðja sinn held ég,“ bætti hann svo við. Síð- an var farið yfir alla flóruna, ljóð og stökur flugu á milli og hug- urinn fylltist gleði og fögnuði meðan kvöldið leið og stundum var farið aðeins inn í nóttina, því kvöldið leið hratt: Svo gleypir tíminn gömul vinakynni, og gamlan drykkjuskap og stefnumót. Því menn eru bara ungir einu sinni, og ýmsir harla stutt, í þokkabót. (Tómas Guðmundsson.) Datt þá út úr Guðmundi : Er þetta nú ekki orðið gott hjá okkur í kvöld, Júlíus minn, ætlum við ekki að fara í golf í fyrramál- ið? Það var í byrjun júlí þessa árs að við fórum á golfvöllinn og gerðum plan um að taka nú vel á því í sumar. En þetta varð síðasti hringurinn og vinurinn spilaði ótrúlegt golf þennan dag, lék á als oddi, fór á kostum og sparaði ekki gamanyrðin eins og þegar hann var upp á sitt besta á góðri stund. Dagur sem ekki gleymist. Þegar við erum ung er heil ei- lífð til ferðaloka. Svo allt í einu renna þau upp og við skynjum að samfylgdin varir aðeins skamma stund. Magnast þá gleðin yfir góðum samferðamönnum eins Guðmundi Aðalsteinssyni, sem við kveðjum í dag. Blessuð sé minning hans. Sendi Steinunni, börnum, barnabörnum og systurinni Hall- dóru innilegar samúðarkveðjur. Meira á www.mbl.is/andlat Júlíus Thorarensen. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Kristín Gísla- dóttir fæddist í Litla-Lambhaga í Skilmannahreppi (nú Hvalfjarðar- sveit) 19. júní 1921. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 7. ágúst 2021. Foreldrar Krist- ínar voru þau Þóra Sigurðardóttir, f. 1880, d. 1956, og Gísli Gíslason bóndi í Litla-Lambhaga, f. 1874, d. 1946. Kristín var yngst í hópi átta systkina, en þau eru í aldursröð: Sigurður, f. 1907, d. 1993, Mar- syni pípulagningamanni, f. 3. júní 1924, d. 21. ágúst 1992. Foreldrar hans voru hjónin Júlíana Sigurð- ardóttir frá Deild á Álftanesi, f. 1881, d. 1935, og Páll Jónsson sjó- maður frá Tröð í sömu sveit, f. 1890, d. 1968. Kristín og Matthías bjuggu öll sín hjúskaparár á Hað- arstíg 16 í Reykjavík. Þeim varð ekki barna auðið en börn skyld- menna nutu ástríkis þeirra. Krist- ín var eiginmanni sínum mikil stoð í veikindum sem lögðu hann að velli alltof fljótt. Eftir fráfall Matthíasar árið 1992 flutti hún í Bólstaðarhlíð 41 og bjó þar allt til ársins 2019 er hún flutti á hjúkr- unarheimilið Sóltún. Kristín verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 18. ágúst 2021, og hefst athöfnin klukkan 11. grét, f. 1909, d. 1969, Gísli, f. 1910, d. 1969, Jórunn, f. 1911, d. 1926, Þórður, f. 1914, d. 2012, Elísa, f. 1917, d. 2013, og Snæbjörn, f. 1918. Kristín ólst upp í Litla-Lambhaga í samheldnum systk- inahópi. Sem ung kona lá leið hennar til Reykjavíkur og hóf hún þar vinnu við saumaskap og starfaði sem saumakona nánast alla sína starfsævi, lengst af hjá Parísartískunni. Kristín giftist Matthíasi Páls- Ég á margar hlýjar minningar um Ínu frænku. Hún var glæsileg, yndisleg og jákvæð kona. Þegar ég var lítil var spennandi að keyra upp í Lambhaga til Ínu og Matta. Í litla bústaðnum var alltaf tekið vel á móti gestum, hellt upp á könnuna og veitingar lagðar á borð. Við krakkarnir vorum send með ketil- inn að uppsprettulindinni neðan við bústaðinn þar sem við náðum í vatn í kaffið. Ína og Matti höfðu gróð- ursett fjöldann allan af trjám í kringum bústaðinn svo að þar var algjört ævintýraland fyrir unga krakka sem ólust upp í trjálausu sjávarþorpi. Ína vissi að foreldrar mínir, Sig- urjón og Adda, voru að leita sér að heppilegu landi fyrir sumarbústað og þegar Matti féll frá ákvað hún að foreldrar mínir skyldu eignast bú- staðinn. Þau voru Ínu alltaf mjög þakklát fyrir hugulsemina og höf- um við fjölskyldan átt ótal gleði- stundir í Lambhaganum. Seinna fór ég í Kennaraháskól- ann og þá bjuggum við Pálmi, son- ur minn, í Hlíðunum. Skammt frá, í Bólstaðarhlíðinni, bjó Ína. Ella systir hennar bjó hinum megin við Miklubrautina í Stigahlíð. Við Pálmi áttum góða að í þeim systr- um og heimsóttum þær oft. Þegar við heimsóttum Ínu hringdi hún alltaf í Ellu sem kom yfir. Þá var hellt upp á kaffi og spjallað um heima og geima. Þegar ég heim- sótti Ellu hringdi hún líka alltaf í Ínu. Þær systur fylgdust vel með þjóðmálum og voru áhugasamar og duglegar að spyrja hvernig ungu frænkunni gengi í náminu og Pálma á leikskólanum. Nú er Ína frænka látin, 100 ára að aldri. Eftir stendur minningin um heilsteypta konu sem studdi fólkið í kringum sig í orðum og verki. Ég og foreldrar mínir viljum koma innilegum þökkum til þeirra ættingja sem stóðu sem þéttast við bakið á Ínu þegar hún eltist og þurfti meiri félagsskap og stuðning, ekki síst til Þóru Gísladóttur. Elsku Ína, kærar þakkir fyrir allt. Jónella Sigurjónsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega föð- ursystur okkar, Ínu, sem fæddist inn í sumar fyrir 100 árum. Ína var okkur systkinunum afar kær. Hún hafði einstaklega ljúfa lund, var mild og hógvær, glæsileg kona og bar sig fallega. Á sumrin blómstruðu freknurnar í andlitinu og fóru þær henni ljómandi vel þó svo hún hefði viljað vera án þeirra. Ína eignaðist góðan mann, hann Matta sem var glaðsinna og kátur. Þau voru samstiga hjón og sam- band þeirra fallegt. Þau byggðu sér lítinn bústað á bernskustöðvum Ínu sem voru henni einkar kærar. Þar undu þau sér vel við gróðursetn- ingu og ræktun. Ína ræktaði ekki einungis blóm og tré heldur lagði hún sig fram við að rækta sambandið við sína nán- ustu og kom því svo fyrir að fólkið hennar hittist reglulega. Ína var góður gestgjafi því hún var næm á tilfinningar og líðan þeirra sem hún umgekkst og reyndi ætíð að haga því þannig að allir gætu notið sín. Hún skildi vel barnssálina og tók afar vel á móti smáfólkinu sem sótti oft fast að fá að gista hjá Ínu frænku og til hennar voru þau ætíð velkomin. Hún var líka einstakur dýravinur og sagði okkur oft frá dýrum bernsku sinnar. Frá kett- inum Roosevelt sem var fegurstur katta og náði háum aldri og sögur af hundinum Surti sem kom frá Litla-Lambhaga og mætti fyrir ut- an skólann í Stóra-Lambhaga, ef veður voru vond, til að fylgja henni heim eftir skóladaginn. Lengst af vann Ína við sauma- skap og hafði gott auga fyrir fal- legum og vönduðum fötum. Henni fannst gaman að fara í verslanir og skoða fatnað, spá í efnin og taka út saumaskapinn. Hún var nýtin eins og margt fólk af hennar kynslóð, gamlir kjólar breyttust í pils eða blússur og mörgum flíkum mátti breyta og bæta í samræmi við tískustrauma. Þótt Ína færi vel með sitt var hún um leið einstakleg gjafmild og umhyggja hennar fyrir fólkinu sínu og velferð þess var ein- stök og nutum við þess alla tíð. Þeg- ar Ína leit inn í heimsókn kom hún oft færandi hendi, það gátu verið pönnukökur á bakka, smákökur í boxi, bók sem hún hafði gripið úr bókaskápnum eða fallegir hlutir úr hillu eða skúffu. Það var alltaf gott og gefandi að vera samvistum við Ínu. Hvort sem samverustundirnar voru stuttar eða langar, á ferðalögum, viðburð- um af ýmsu tagi eða bara í notalegu spjalli yfir kaffibolla. Seinustu árin veitti það Ínu mikla ánægju að fara í góðu veðri í bíltúr fyrir Hvalfjörð- inn. Á leiðinni var dáðst að lands- laginu og rifjuð upp örnefnin í sveit- inni hennar og gott þótti henni að geta litið í heimsókn til Snæbjarnar bróður síns, en hann var henni of- arlega í huga, enda þau tvö ein eftir úr stórum systkinahópi. Eftir að þrekið minnkaði og hún átti erfið- ara með að bregða sér af bæ var hún svo innilega þakklát fyrir heimsóknir og kveðjur sem henni voru bornar. Það að geta spjallað við ættingja, rifjað upp liðna tíma og kallað fram það sem var að falla í gleymsku var henni afar mikils virði. „Að fá gest í heimsókn er eins og að fá dag með sól,“ sagði hún eitt sinn. Að heimsókn lokinni þakkaði hún alltaf svo fallega fyrir komuna og bað líka svo vel að heilsa fólkinu sínu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gast þú öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Ína, það er okkar lán að hafa átt þig að. Árin okkar saman skilja eftir sig dýrmætar minning- ar. Takk fyrir allt. Þín Þóra, Gísli og Ómar. Það er hálfundarlegt að hugsa til þess að nú sé komið að því að kveðja Kristínu, eða Ínu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var hluti af okkar lífi svo lengi sem við getum munað þótt þar sé aðeins um henn- ar efri ár að ræða. Hún verður seint sökuð um að hafa tranað sér fram. Samt þróað- ist það þannig að ósjaldan var það hjá henni sem fjölskyldan í Reykja- vík kom saman. Eflaust vegna þess hve góður gestgjafi hún var, það var alltaf notalegt að koma í heim- sókn. Sunnudagskaffi með vöfflum úr mínútugrillinu var fastur liður hjá okkur í langan tíma. Á okkar yngri árum þá virtist það vera fátt sem hún og Ella, syst- ir hennar, vildu ekki gera fyrir okk- ur. Það að ganga ekki á lagið í þeim efnum var ekki alltaf auðvelt en þykjumst við þó hafa komist þokkalega hjá því. Heimsóknirnar voru örlítið æv- intýr þar sem hægt var að komast í önnur leikföng, sem haldið var til haga sérstaklega fyrir unga gesti, eða grípa í spil. Eins er gaman að hugsa til þess að síðar fengu sum börn okkar bræðra einnig að upp- lifa þetta. Ína var okkur alltaf þolinmóð, tilbúin að taka þátt í leikjum eða þá hlusta á hinar og þessar fullyrðing- ar um málefni líðandi stundar, oft frekar studdar frjóu hugmynda- flugi en fenginni reynslu. Þó svo að í flestum umræðum hafi Ína verið einstaklega góður hlustandi þá fengu þeir sem á hana hlýddu að njóta þess að kynnast þessari hlýju og góðu konu. Konu sem þótti gaman að deila sínum minningum úr sveitinni, hafði mikið yndi af dýrum og dálæti á börnum. Því fylgir ákveðinn tómleiki þeg- ar ljóst er að samverustundunum er nú lokið í þessu lífi. Þá er rétt að muna að á sinni ævi mátti Ína horfa á eftir ófáum ástvinum líkt og flest- ir þeir sem ná álíka aldri, þar á meðal manni sínum, systkinum og vinum. Nú þegar hún er farin á vit þeirra þá fer okkur sem eftir stönd- um best að minnast hennar með hlýhug og þakka fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Sá tími sem hún gaf okkur af sér hefur ef- laust gert okkur að betri mönnum. Gísli, Björn og Axel Gunnarssynir. Kristín Gísladóttir ✝ Páll Hlöðver Kristjánsson fæddist á Blönduósi 5. janúar 1973. Hann lést á Ak- ureyri 11. ágúst 2021. Foreldrar hans; Anna Kristinsdóttir, f. 26.9. 1947, og Kristján Jósefsson, f. 26.10. 1947. Systkini Páls; Jósef Guðbjartur Kristjánsson, f. 28.11. 1967, d. 22.10. 2020, Kristín Kristjáns- dóttir, f. 15.2. 1969, og Kristján Víðir Kristjánsson, f. 23.2. 1982. Börn Páls; Sig- mar Pálsson, f. 6.6. 1998, og Inga Rakel Pálsdóttir, f. 10.8. 2001. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. ágúst 2021, kl. 13. Þegar ég hóf störf sem matráður hjá Vegagerðinni, fyrir óskaplega mörgum árum, varð okkur Palla strax vel til vina. Hann kom hljóð- látur til vinnu í öllum veðrum á eld- gamalli Corollu, mosavaxinni að hluta. Bílstjórarúðan var skrúfuð niður til hálfs og út um hana lagði vindlastrókinn. Palli var maður fárra orða og nægjusamasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Það voru ótal klukkutímarnir sem Palli sat sem fastast við ráðskonuborðið án þess að segja annað en jæja og núnú, en svo fór nú að losna um málbeinið og ég fékk að kynnast þeim tilfinningaríka og viðkvæma manni sem Palli var. Oft þegar ég lét móðan mása með allri minni dramatík var það eina sem kom frá honum, fallegt stórt bros sem lýsti upp heiminn og: „Jæja, varla svona slæmt?“ Alltaf var hann sultuslak- ur, eins og hann orðaði það. Vinátta okkar var gagnkvæm og á undan- förnum árum náðum við saman að vinna úr mörgum verkefnum. Missirinn af Palla er mikill og ekk- ert sem ég vildi heldur en að geta hringt eitt símtal í viðbót í hann og heyra hann segja, vertu róleg. Í mörg ár reyndi ég að breyta Palla, að sjálfsögðu taldi ég mig vita best hvernig lífi hann ætti að lifa og ráð- lagði honum, óumbeðin, í einu og öllu varðandi mataræði og lifnaðar- hætti. Hann hafði alltaf jafn gaman af þessum tilraunum og gerði stans- laust grín að því. Hann vildi helst sinn mat beint upp úr tunnum og nautatungu og lagerbjór þurfti hann alltaf að eiga. Það er erfitt fyrir okk- ur í lífskapphlaupinu að skilja að sumum líður best einum og þurfa ekkert veraldlegt dót til að vera sátt- ir í sínu. Vinátta hans hefur svo sannarlega kennt mér að við erum alls konar. Snyrtimennskan og vanafestan var honum í blóð borin að það var mannbætandi að fylgjast með hans æðrulausa lífi. Öllum verk- efnum sínum tók hann með stakri yfirvegun og vann þau hljóðlega og án fyrirferðar. Vinnan skipti hann miklu máli, hann gat flest, ef ekki allt, og best leið honum einum úti í jarðgöngum. Palla var tíðrætt um börnin sín og hversu stoltur hann væri af þeim í leik og starfi. Þegar ég spurði af hverju hann segði það ekki við þau, sagði hann að það væri óþarfi að endurtaka sífellt það sem þau vissu. Okkur fjölskyldunni þótti vænt um að eignast Palla, Elvu og börn sem vini og minningarnar margar. Þó ég hætti að sitja við ráðskonuborðið hættu aldrei sam- skiptin okkar um daglegt amstur að kveldi. Palli var bóngóður og umtalað góðmenni. Í dag fylgi ég Palla mínum síðasta spölinn. Það verður ekki fyllt í það skarð sem hann skilur eftir sig í hjarta mínu og annarra sem þekktu öðlinginn og lærðu að elska. Takk fyrir allt, elsku Palli, og megi skagfirska sólin ávallt skína á þig. Þakklætið fyrir að eiga vin í þér er ómælanlegt. Elsku Inga Rakel, Sigmar, Elva og fjölskylda. Megi almættið veita ykkur huggun í þessum mikla missi. Tvær greinar á tré sami stofn en gjör ólíkar vöfðu sig um hvor aðra veittu styrk í lok dags Vildi horfa á geislana á laufum sínum en alltaf úr skugganum með kærleik í æðum Greinin hefur brotnað skilur eftir laufblöðin greinina og lífið skógurinn grætur (Gösp) Þinn vinur Guðrún Ösp. Páll Hlöðver Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.