Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 25
vináttuna og að hafa reynst mér vel. Lilja og fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu sam- úð. Oddgeir Harðarson. Of fljótt. Sorg, tregi, söknuður sárt er að missa. Gleði, hamingju, gæfu gaf þó fylgdin. „Guð“ ég er hissa. (P. Stef.) Aldrei á minni ævi hef ég fengið annan eins kökk í háls- inn og sorgartrega á svo stutt- um tíma eins og miðvikudags- kvöldið 4. ágúst sl. þegar ég fékk fregnir af andláti míns besta vinar, Einars Helga. Ekki Einar, það er útilokað. Heilbrigðari, kraftmeiri orku- bolta hef ég ekki þekkt á minni lífsleið. Orðið heilbrigði þegar litið er til atgervis og útlits er greinilega afstætt. Hjá Einari gefur sig eitt aðallíffærið, hjartað. Primus motor líkam- ans. Geymsla góðmennskunnar, vinskaparins, tryggðarinnar, fæða viskunnar, barnanna, fjöl- skyldunnar og alls. Það var svo mikið á það lagt að það brast. Barnsleg einföldun og kannski hlægileg en ekkert verri en hver önnur. Allavega ætla ég að sleppa allri læknisfræði í þetta sinn. Hjartað í mínum besta vini gaf sig vegna þess að það hafði ekki meira rými fyrir hans mannlegu kosti. Einari á Urriðafossi kynntist ég sem lærlingur í dýralækn- ingum sumarið 1984. Hann var þá nýlega tekinn við arfleifð föður síns og fékk mig sendan, nema á þriðja ári í fjósið til sín til að meðhöndla langt leidda doðakú. Eitthvað gekk mér illa, reynslulitlum og lítt þjálfuðum nemanum, að finna æðina á kúnni en tókst þó að lokum. Eftir þessa meðhöndlun kýr- innar sem spratt upp frá dauð- um á fáeinum mínútum tókst með okkur vinskapur sem aldr- ei varð slitinn og styrktist með hverju ári sem leið. Það er gaman frá því að segja að nú í sumar kom ég með lærling í fjósið á Urriðafossi og lét hann einmitt setja í æð á kú. Eitt- hvað gekk það brösuglega til að byrja með og sagði Einar þá við lærlinginn að það væri mælikvarði á hversu góður dýralæknir yrði hversu vel gengi að koma í æðina, og glotti til mín. Mér fannst sneið- in yndisleg og verður mér steypt í minni. Vinskapur okkar Einars þró- aðist ekki bara á milli okkar tveggja heldur urðu konur okk- ar og börn vinir. Fjölskyldu- bönd voru hnýtt í vinskap og virðingu. Í huganum þakka ég mínum góða vini fyrir fylgdina og trú- mennskuna sem eðaldrengur. Eins og í vinsælum dægurlaga- texta segir „traustur vinur get- ur gert, kraftaverk“. Með orð- unum segjum við aftur við þig, Lilja okkar; „hún er ljós mitt og von mín og yndi, þessi Lilja er mín lifandi trú“. Slíka trú hafði Einar á þér Lilja. Elsku Lilja og börn. Megi minning Einars okkar lifa. Páll (Palli) og Edda, Stuðlum. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. (Oddný Kristjánsdóttir) Við Einar Helgi kynntumst í MS og vorum saman í bekk alla menntaskólagönguna. Vinahóp- urinn brallaði margt skemmti- legt saman og Einar jafnan hrókur alls fagnaðar. Hann var sveitastrákurinn í hópnum og kenndi okkur borgarbörnunum ýmislegt. Hann sagði okkur jafnvel til syndanna á mildan og fallegan máta. Einar kunni sannarlega að vinna og var ein- staklega greiðvikinn og góður drengur. Á þessum árum var ég svo lánsöm, ásamt bekkj- arbróður mínum, að fá heimboð í sauðburð að Urriðafossi. Frá- bær upplifun fyrir mig sem hafði aldrei séð lamb fæðast eða verið í sveit. Þar var Einar sannarlega á heimavelli, snar í snúningum og kunni vel til verka. Mér fannst mikið til hans koma og lærði heilan hell- ing af heimsókninni. Einar var mikill íþróttamaður og lágu leiðir okkar aftur saman í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Þar áttum við frá- bær ár með yndislegum skóla- félögum sem halda hópinn og rifja reglulega upp góðar minn- ingar. Eftir útskrift úr ÍKÍ 1984 sendum við hvort öðru jólakort sem þróuðust út í margra síðna gamaldags sendi- bréf. Þar skrifuðum við um lífið og tilveruna, börnin okkar sem áttu samleið í gegnum íþrótt- irnar. Einar var frábær penni og við Nonni biðum alltaf spennt að lesa jólapóstinn hans. Hann skrifaði að mig minnir fyrir tveimur árum að nú væru þau Lilja hætt að senda jólakort. Svo sagði hann: „Veistu Metta, þetta er eina jólakortið sem ég sendi, ekki ímynda þér að ég hætti því“. Af skrifum hans var ljóst að hann elskaði fjölskyldu sína óendan- lega mikið og sagði stoltur frá afrekum barna þeirra hjóna, inn á milli komu svo gamansög- ur og hrakfarir. Við Einar hitt- umst seinast í Viðey með skóla- félögum okkar úr MS. Einar var hress og kátur að venju. Við göntuðumst með það að nú þyrftum við ekki að senda eins langt jólabréf það árið. Skóla- félagar mínir úr MS og ÍKÍ eru harmi slegnir og senda fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Lilja, Haraldur, Hanna, Arnar, Dagur Fannar, Daði Kolviður og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk til að tak- ast á við sorgina og sendi ljós á erfiðum stundum. Þú getur grátið yfir því að hann er farinn eða þú getur brosað yfir því að hann lifði. Þú getur lokað augunum og óskað þess að hann komi aftur eða þú getur opnað augu þín og séð hverju hann hefur áorkað. Hjarta þitt getur verið tómt vegna þess þú sérð hann ekki eða hjarta þitt getur verið fullt af ást sem þið hafið deilt. Þú getur snúið baki við morgundeginum og lifað gær- daginn eða þú getur glaðst yfir morgundeginum vegna gær- dagsins. Þú getur einungis munað að hann sé farinn eða þú getur varðveitt minningu hans og haft hana í heiðri. Þú getur grátið og snúið baki við veruleikanum eða þú gætir gert það sem hann ósk- aði; brosað, horft í kringum þig, elskað og haldið áfram að njóta lífsins. Blessuð sé minning elsku vinar míns, Einars Helga Har- aldssonar. (Minningarorðin voru skrifuð í hlýjum jólasokkum) Metta Helgadóttir. Kveðja frá Karlakór Hreppamanna Það er erfitt að kveðja jafn lífsglaðan mann og hann Einar á Urriðafossi og það mann á besta aldri. Fregnir af andláti hans komu því mjög flatt upp á okkur félaga hans í Karlakór Hreppamanna. Þótt starf KKH hafi legið í láginni undanfarin misseri þá sungum við í sumar við þrjú tilefni, tvö afmæli og svo í reiðtúr KKH. Einar var þar með okkur í öll skiptin, glaður og reifur eins og alltaf. Skapferli Einars var einmitt þannig að hann var ávallt létt- ur í lundu og brosandi. Einar kunni þá list öðrum fremur að segja sögur og náði þá athygli viðstaddra strax því oftast end- uðu þær með hlátrasköllum viðstaddra. Einar var fastur fyrir í skoð- unum og nokkuð pólitískur. Hann lá ekkert á skoðunum sínum um landsmálin, kæmu þau til tals, og leiddu þær oftar en ekki til fjörugra skoðana- skipta á æfingum. Einar var góður söngmaður og því mikill fengur kórnum þegar hann hóf að æfa með honum. Hann taldi það ekki eftir sér að aka alla leið frá Urriðafossi og svo síð- ar frá Selfossi á æfingarnar á Flúðum. Félagar Einars í sömu rödd sóttust eftir að vera nálægt honum því svo lagviss var hann. Karlakór Hreppamanna hef- ur misst góðan og dyggan liðs- mann. Við munum ylja okkur við minningarnar af æfingum og fjölmörgum söngferðum, innanlands sem utan, þar sem Einar var oftar en ekki í stóru hlutverki. Fjölskyldu Einars sendum við félagar hans úr Karlakór Hreppamanna einlægar sam- úðarkveðjur. F.h. KKH, Þorleifur Jóhannesson. Að fá fregnir af ótímabæru fráfalli Einars Helga var mikið högg, Einar Helgi sem var svo hraustur og snar, Einar Helgi sem vildi hafa mikið að gera og alltaf var líf og fjör þar sem hann var. Þó að sorgin taki yfir og söknuður vegna yndislegs vinar, finnur maður einnig fyr- ir þakklæti í hjartanu, þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast Einari Helga og hafa verið honum samferða á lífsins vegi. Frá því að Elli kynntist Einari varð mjög fljótlega gott og einlægt samband þeirra á milli, samband sem einkennd- ist af gagnkvæmri virðingu, trausti, einlægni og gleði. Elli varð hálfgerður heimalningur á Urriðafossi og hjálpaði Einari við byggingu á nýju fjósi og einbýlishúsi þeirra hjóna Ein- ars og Lilju og barnanna þeirra. Elli og Einar náðu vel saman enda líkir að því leyti að vilja hafa mikið að gera, einnig áttu þeir það sameiginlegt að vera heiðarlegir, samviskusam- ir og ekki fannst þeim leið- inlegt að fá sér smá koníaks- lögg eftir langan vinnudag og voru þeir búnir að reikna út að ef þeir drykkju saman einn pela þá liði þeim vel eftir gott dagsverk en voru samt vel vinnuhæfir daginn eftir. Þegar Erna kom inn í mynd- ina var henni tekið af mikilli hlýju af Urriða- fossfjölskyldunni, að koma á Urriðafoss var alltaf gott, mað- ur hlakkaði til að koma þangað og leið alltaf vel þegar maður fór þaðan. Sama var þegar við heimsóttum þau á nýjan stað á Selfossi. Manni var alltaf tekið vel, mikið spjallað, alltaf kræs- ingar á borðum og alltaf sýnd- ur einlægur áhugi á því sem maður var að gera hverju sinni. Einar Helgi var ótrúlega hvetjandi og okkur er minni- stætt þegar Sigurbjörg okkar var að æfa frjálsar hvað hann sýndi því mikinn áhuga. Hann fylgdist með árangri hennar, hvatti hana áfram og hrósaði henni við hvert tækifæri. Þannig var Einar Helgi, hann var einlægur og tók eftir því sem vel var gert og hafði þá orð á því. Einar var afskaplega skemmtilegur maður og léttur í lund, það var gaman að spjalla við hann um allt og ekkert. Þegar við vorum að byggja í sveitinni þá vorum við svo heppin að fá að búa í gamla húsinu á Urriðafossi, við hugs- um alltaf hlýlega til þess tíma því að þar leið okkur mjög vel. Húsið hafði mikla sál og alltaf var maður velkominn í kaffi og spjall yfir til Lilju og Einars. Við erum ótrúlega þakklát í dag fyrir að hafa átt þennan tíma á Urriðafossi, þessi tími var okk- ur mjög dýrmætur. Það er skrítið að hugsa til þess að Einar Helgi sé farinn frá okkur og ef satt skal segja trúir maður því varla. Einar Helgi sem var svo lífsglaður maður, maður sem sýndi sam- ferðafólki sínu alltaf hlýju og velvild, maður sem átti yndis- legan barna- og barnabarnahóp og tók þátt í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, studdi við þau og sýndi öllu sem þau gerðu áhuga. Það er stórt skarð sem Einar Helgi skilur eftir sig sem erfitt verður að fylla. Elsku hjartans Lilja, Harald- ur, Hanna, Arnar, Dagur Fann- ar, Daði Kolviður og fjölskyld- ur, við munum alltaf minnast Einars Helga með hlýju og kærleik í hjarta. Hann var ein- stakur maður og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Erna, Elías, Þráinn, Sigurbjörg Eva, Eyrún Sif og Óðinn Darri. Við kynntumst Einari fyrst þegar sú hugmynd kviknaði að bjóða upp á stangveiði í Urr- iðafossi. Þá bankaði Stefán upp á á bænum og spurði hvort hann mætti prófa að veiða á stöng í fossinum. Einar sagði að það væri ekkert hægt, en bætti svo við að hann yrði að hætta þegar hann væri búinn að ná 5 löxum. Klukkutíma síðar kemur Stefán aftur upp að bænum með laxana og eftir viðræður við Einar og aðra landeigendur, er ákveðið að fara af stað með að selja í stangveiði í fossinum. Þetta átti upphaflega að vera tilraunaverkefni sem átti að þróast á næstu 5 árum en það tók Urriðafoss ekki nema nokkrar vikur að stimpla sig rækilega inn sem einn aflahæsti veiðistaður landsins fyrr og síð- ar. Þessi breyting, frá netaveiði í stangveiði í Urriðafossi, er stórmerkileg og tilkomin vegna framsýni Einars sem var tilbú- inn að sleppa og breyta þeirri arfleið forfeðra sinna sem hann tók við og skapa nýja fyrir kom- andi kynslóðir. Einar elskaði að leggja net, sinna ánni og sínum viðskiptavinum en þegar stang- veiðin tók við, sinnti hann veiði- mönnum og veiðivörslu af sama krafti og myndarskap og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Það leynist ekki nokkrum manni sem kemur niður að Urr- iðafossi að þar er gott bú, fal- legt og rekið af myndarskap. Við dáðumst að þeim hjónum frá fyrstu kynnum, heiðarleg, innileg, miklir dugnaðarforkar og með forgangsröðina á hreinu. Fjölskyldan var ávallt í fyrirrúmi og var Einar virkilega stoltur af börnunum sínum og ástfanginn af Lilju og deildi með okkur hvað þau væru að taka sér fyrir hendur og hlakk- aði til framtíðarinnar og alls sem þau áttu eftir að gera sam- an. Einari féll aldrei verk úr hendi en gaf sér þó alltaf tíma til að setjast niður og spjalla og eiga góða stund. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur og öll okkar samskipti hafa verið virkilega ánægjuleg og góð. Elsku hjartans Lilja og fjöl- skylda, missir ykkar er mikill en minning Einars, þess mæta og mikla manns, mun lifa í ykk- ur og þeim verkum sem hann skildi eftir sig. Samheldni fjöl- skyldu ykkar er einstök og til fyrirmyndar fyrir okkur öll. Innilegar samúðarkveðjur, Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurður Gunn- arsson fæddist í Hafnarfirði 2. september 1953. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 2. ágúst 2021. Móðir hans var Ásthildur Lilja Magnúsdóttir versl- unarkona, f. 8.1. 1924, d. 6.7. 2021, og Gunnar E. Magnússon húsgagnasmiður, f. 6.9. 1921, d. 1.4. 1994. Systkini Sigurðar eru Ragn- heiður, f. 10.10. 1945, maki Ás- geir Bjarnason, Magnús, f. 29.10. 1950, maki Elísabet Karls- dóttir, og Elín Marta, f.1.1. 1955, d. 5.5. 1955. Sigurður stund- aði nám við Flens- borgarskóla og lauk þar námi sem gagnfræðingur. Hann vann um nokkurra ára skeið hjá Bólstrun Ragn- ars Björnssonar, en starfaði síðan hjá Pósti og síma um 25 ára skeið. Sigurður var ókvæntur og barn- laus. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2021, klukkan 15. Minningarnar hrannast upp nú þegar ég kveð Sigga, minn kæra bróður, sem lést á Hrafnistu annan dag ágústmánaðar. Það er sér- stakt, en þó ekki svo fjarri, að hann hafi látist aðeins um mánuði eftir að mamma lést. Þau höfðu alla tíð fylgst að, haldið heimili með pabba þar til hans lést árið 1994, og síðan þau tvö þar til yfir lauk. Ævi míns kæra bróður var mörkuð strax við fimm ára aldur, en þá greindist hann með góðkynja æxli í höfði og þurfti að gangast undir mikla að- gerð sem framkvæmd var í Kaup- mannahöfn af dr. Buch, þekktum lækni þeirra Dana á þeim tíma. Af- leiðingar þessara veikinda fylgdu Sigga mínum alla tíð. Veikindi hans komu upp skömmu eftir að mamma og pabbi misstu yngsta barn sitt, Elínu Mörtu, sem lést í svefni aðeins fjögurra mánaða gömul. Siggi bróðir var einstaklega vel gerður einstaklingur, rólyndur, hafði yndi af tónlist, bókhneigður, mikill áhugamaður um íþróttir, minnugur með afbrigðum og hvers manns hugljúfi. Siggi stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan sem gagnfræðingur. Að námi loknu starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Bólstrun Ragnars Björnssonar og mér er í minni hversu vel Ragnar heitinn og hans starfsfólk kom fram við Sigga. Hann starfaði síðan um 25 ára skeið hjá Pósti og síma í Reykja- vík. Samband Sigga við mömmu og pabba var einstakt. Meðan mamma var í félagastússi sátu þeir feðgarnir gjarnan saman yfir sjón- varpinu, þá gjarnan íþróttum, en þeir voru miklir áhugamenn um íþróttir, báðir dyggir stuðnings- menn FH og glöddust mjög við gott gengi sinna manna, mér Haukamanninum stundum til ar- mæðu. Það skjól sem Siggi minn fékk hjá foreldrum okkar var hon- um og þeim afar mikils virði. Hlýja, væntumþykja og stuðningur við Sigga fór ekki fram hjá neinum sem til þeirra þekktu. Þau fóru gjarnan saman í ferðalög, bæði innanlands og utan. Sólin var Sigga mínum alltaf kær og Spánn var þar í miklu uppáhaldi. Þá minnist ég sérstaklega þegar mamma hringdi í mig, þá komin á níræðisaldur, og bað mig að skutla sér og Sigga á Umferðarmiðstöð- ina því þau ætluðu að skella sér í Þórsmörk. Ég kvaddi þau, kom tjaldi og öðru tilheyrandi í rútuna og sagði um leið við mömmu „þið eruð ekki í lagi“, en brosti og var stoltur af þessu áræði konu á ní- ræðisaldri með fatlaðan son á leið í útilegu. En allt gekk þetta vel. Mamma og Siggi fengu skjól á Hrafnistu í Hafnarfirði síðustu ár- in og sem fyrr var mömmu umhug- að um að Sigga sínum liði vel. Þau fengu góða umönnun á Hrafnistu og fyrir það vill fjölskyldan þakka af alhug. Siggi og mamma kvöddu þetta jarðlíf, nánast hönd í hönd, eins og þau leiddust svo fallega í gegnum lífið. Nú hittast þau fjögur á ný í sumarlandinu. Það er mér falleg tilhugsun. Blessuð sé minn- ing míns kæra bróður. Magnús Gunnarsson. Þegar við fengum fréttirnar að Siggi frændi okkar væri dáinn tæpum mánuði eftir að amma kvaddi kom það ekki sérstaklega mikið á óvart, þau voru svo sam- rýnd alla tíð. Eftir að afi dó höfðu þau amma hvort annað og hún hugsaði alltaf svo vel um Sigga sinn, jafnvel þegar hún var komin á háan aldur. Það fór ekki mikið fyrir Sigga frænda, hann var rólyndismaður með mikið jafnaðargeð. Hann var ótrúlega ljúfur og góður frændi, hafði gaman af börnum og brosti og hló að prakkarastrikum þeirra. Hann sýndi okkur unga fólkinu líka þolinmæði þegar við vorum á táningsaldri og grömsuðum í plötu- og geisladiskasafninu hans og hlustuðum á heilu plöturnar, sitjandi á stofugólfinu með stóru flottu heyrnartólin hans yfir eyr- unum. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og var með góðan tónlist- arsmekk, hlustaði á Queen, Bruce Springsteen og Sting ásamt ís- lenskri tónlist. Siggi elskaði sólina og oft mátti finna hann ásamt ömmu og afa í sólbaði fyrir utan húsið á Álfa- skeiðinu. Hann ferðaðist líka til Spánar með þeim og kom alltaf sól- brúnn og sætur til baka, með nýja derhúfu á kollinum. Hann las tölu- vert, átti fullt af bókum og var áskrifandi að mörgum helstu tíma- ritunum. Oft sá maður hann inni í eldhúsi með London Docks-vindil og kaffi með mjólk í vatnsglasi, leggjandi kapal eða að leysa kross- gátur. Hann hafði mjög gaman af því að horfa á íþróttir í sjónvarp- inu, sérstaklega fótbolta, hann missti aldrei af fréttunum, hafði gaman af umræðum um pólitík og var heill hafsjór af þekkingu um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við eigum eftir að sakna þín, elsku Siggi. Ásta Lilja, Elín Marta og Bjarni Gunnar. Sigurður Gunnarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.