Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
„MÉR FERST SVO SEM AÐ DÆMA.“
„ÞÚ VISSIR ÓSKÖP VEL ÞEGAR ÞÚ
KEYPTIR ÞAÐ AÐ VIÐ ERUM BARA MEÐ
EITT TRÉ Í GARÐINUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast þið hafa
þekkst áður í öðru lífi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVERS
VEGNA DRÝGIR HUNDURINN MINN
ALDREI NEINA HETJUDÁÐ?“
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
ÞAÐ ER ÞÉR AÐ KENNA AÐ HAFA
EKKI DOTTIÐ NIÐUR Í BRUNN.
HEFURÐU HEYRT AÐ STUNDUM
KVIKNAR Í FÓLKI UPP ÚR ÞURRU?
JÁ…
… EN ÞAÐ ER AFSKAPLEGA SJALDGÆFT!
EKKI Í MINNI
FJÖLSKYLDU!
sem var helber klaufaskapur alveg
hreint.“
Gylfi er mikill fjölskyldumaður
en hann kynntist eiginkonunni
snemma. „Við vorum svolítið lengi
í tilhugalífinu, en erum búin að
vera gift í 21 ár en verið saman
miklu lengur. Núna eigum við eitt
barnabarn, en það er annað á leið-
inni.“
Fjölskylda
Eiginkona Gylfa er Fríða Björk
Pálsdóttir viðskiptafræðingur, f.
2.7. 1957. Foreldrar hennar eru
hjónin Páll Guðbjörnsson, f. 23.2.
1929, d. 28.4. 1990, og Stefanía
Anna Jónasdóttir, f. 20.10. 1934.
Börn Gylfa og Fríðu eru: 1) Harpa
Dögg Fríðudóttir, var í háskóla og
menntaskóla í Kolding í Dan-
mörku, f. 27.4. 1988 gift Má Við-
arssyni verkstjóra, f. 28.8. 1987,
og eiga þau dótturina Maríu
Björk, f. 18.3. 2019. 2) Aron Páll
Gylfason, rekstrarstjóri hjá MI Ís-
land, f. 23.9. 1994. Systkini Gylfa
eru Ólafur Valdemar, f. 24.3. 1943;
Aðalsteinn Ísfjörð, f. 13.2. 1947;
Árni Arnar, f. 28.2. 1955; Hólm-
fríður Ása, f. 17.7. 1958 og Símon
Sigurður, f. 4.1. 1961.
Foreldrar Gylfa voru hjónin
Sigurpáll Aðalsteinn Ísfjörð, klæð-
skeri og síðar múrarameistari, f.
6.4. 1922, d. 17.12. 2005, og Anna
Hulda Símonadóttir, saumakona
og húsfreyja, f. 17.8. 1923, d. 10.8.
1984. Þau bjuggu á Húsavík og í
Kópavogi.
Gylfi Þór
Sigurpálsson
Margrét Anna Svanfríður Sigurðardóttir
húsfreyja á Stóru-Reykjum í Flókadal, Skag.
Jósef Björnsson
bóndi á Stóru-Reykjum
í Flókadal, Skag.
Sigríður Guðný Jósepsdóttir
húsfreyja á Siglufirði, síðast búsett í Kelduneshreppi
Símon Márusson
verkamaður og kyndari á Siglufirði,
síðast búsettur í Hafnarfirði
Anna Hulda Símonardóttir
húsfreyja og saumakona á
Húsavík og síðar í Kópavogi
Anna Jóhannsdóttir
Anna og Márus trúlofuðust
en giftust ekki því hún veiktist
af holdsveiki og fór suður á
Laugarnesspítala og dó þar
Márus Ari Símonarson
bóndi á Fyrirbarði í Fljótum, Skag.
Hólmfríður Sigurpálsdóttir
ráðskona við kolanám íslenska ríkisins í
Tungunámu á Tjörnesi, síðast búsett á Húsavík
Jón Eyjólfsson
bóndi á Ytrafjalli í Aðaldal og
Skógum í Reykjahverfi, síðast
trésmiður á Húsavík
Arnína Kristín Jónsdóttir
talsímavörður og húsfreyja á Húsavík
Aðalsteinn Ferndínand Jónsson Ísfjörð
skósmiður og söðlasmiður á Akureyri og Húsavík
Sigurborg Kristbjörnsdóttir
skósmiðsfrú á Akureyri
Jón Ísfjörð Guðmundsson
skósmiður á Akureyri og síðar á Siglufirði
Úr frændgarði Gylfa Þórs Sigurpálssonar
Sigurpáll Aðalsteinn Ísfjörð
klæðskeri og múrarameistari á Húsavík
og síðar í Kópavogi. Frístundamálari og
hélt fjölda sýninga
Fyrir viku birtist hér í Vísnahorni
vísa úr óbirtri rímu eftir Ingólf
Ómar og lét ég þess þá getið, að ég
vildi gjarna fá meira að heyra. Ing-
ólfur Ómar brást vel við og hefur nú
gaukað að mér einni vísu til viðbótar
úr þessari sömu rímu:
Gasprar mest en grundar fátt
glópur dyggðasnauður.
Oftast nær sér hreykir hátt
heimskur bjöllusauður.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði og kallar „Umbreyt-
ingar“:
Ævitími tæmist,
treina þó menn reyni
æskuglóð í æðum,
ástarhóta njóta.
Snjóafeldinn foldin
færist í og værum
svefni sofna hlýtur,
síðan blóma skrýðist.
Tryggvi Jónsson rekur „neftób-
aksraunir miðaldra karlaula“:
„Neftóbakið á sófann sest,“
segir konan reið.
„Eingöngu þar sandur sést,“
segi ég í neyð.
Við þennan lestur kom upp í hug-
ann gömul staka:
Taktu í nefið, tvinna hrund,
til er baukur hlaðinn.
Komdu svo með káta lund
og kysstu mig í staðinn.
Kári Erik Halldórsson rekur
„Raunasögu“:
Lúsmýið nú þjakar þjóð
en þrautin mesta er,
að þær girnast gæðablóð
úr greyjum eins og mér.
Ég bitinn er í báða krika,
bakhlutann og punginn líka.
Það ei verður þrautalaust
ef þrotinn varir fram á haust.
Friðrik Steingrímsson sendir
þessa stöku suður yfir heiðar:
Lögfræðinga gírug gnótt
gjarnan þykjast snjallir,
þó málum tapi títt og ótt
Trumpliðarnir allir.
Magnús Halldórsson vísar í viðtal
við Dorrit, þar sem hún segir að
ódýrara sé að klóna hund en að eiga
börn:
Hundur kemur hunds í stað,
er hinn að fullu þagnar.
En kostar held ég kássu að,
klóna Ólaf Ragnar.
„Efinn er faðir viskunnar“ segir
Hrólfur Sveinsson:
Hann Bersi sem barnaði Pálu
bruðlaði því, sem þau stálu,
með ölkum og hórum.
Það efa ég stórum
að hann sé höfundur Njálu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Umbreytingar, neftóbak og lúsmý