Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 31
TÓKÝÓ 2021
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sundkonan Thelma Björg Björns-
dóttir úr Íþróttafélagi fatlaðra í
Reykjavík tekur þátt á sínu öðru Ól-
ympíumóti fatlaðra þegar hún
keppir í 100 metra bringusundi og
400 metra skriðsundi í S6 flokki
hreyfihamlaðra á mótinu í Tókýó.
Thelma Björg er eini íslenski kepp-
andinn af ólympíuförunum sex í ár
sem hefur áður keppt á Ólympíu-
móti fatlaðra, en hún tók þátt í alls
fimm sundgreinum á mótinu í Rio de
Janeiro í Brasilíu árið 2016.
Thelma Björg sagði spenning
sannarlega vera farinn að gera vart
við sig yfir því að vera að fara að
keppa á sínu öðru Ólympíumóti.
„Þetta leggst bara mjög vel í mig.
Ég er spennt,“ sagði hún í samtali
við Morgunblaðið.
Undirbúningur Thelmu Bjargar
fyrir mótið hefur verið með besta
móti. „Þetta hafa bara verið stífar
æfingar. Ég æfi sex sinnum í viku,“
sagði hún. Spurð hvort kór-
ónuveirufaraldurinn hafi sett eitt-
hvert strik í reikninginn sagði
Thelma Björg einfaldlega: „Nei, ég
hef náð að halda mínu striki.“
En hver eru markmið hennar á
mótinu? „Þau eru að komast í úrslit.
Ég ætla að reyna að vinna til verð-
launa.“ Hún hefur enda fulla trú á
sjálfri sér. „Ég tel möguleikana bara
góða, ég er bjartsýn,“ sagði Thelma
Björg að lokum í samtali við Morg-
unblaðið.
„Ætla að reyna að
vinna til verðlauna“
Morgunblaðið/Unnur Karen
2 Thelma Björg keppir í 100 metra
bringusundi og 400 metra skriðsundi.
17. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Beitir Ólafsson
KR
Sigurður Egill
Lárusson
Valur
Kjartan Henry Finnbogason
KR
Pablo Punyed
Víkingur R.Viktor Karl
Einarsson
Breiðablik
Kristall Máni
Ingason
Víkingur R.
Matthías
Vilhjálmsson
FH
Finnur Tómas
Pálmason
KR
Mikkel Qvist
KA
Árni Vilhjálmsson
Breiðablik
Pétur Viðarsson
FH
2
2 2
3
3
3 2
4
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
_ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er
gengin til liðs við körfuknattleikslið
Fjölnis í Grafarvogi en hún kemur til
félagsins frá Skallagrími þar sem hún
hefur leikið frá árinu 2016. Leikmað-
urinn hefur áður leikið með KR, Hamri
og Grindavík hér á landi og þá lék hún
um tíma sem atvinnumaður í Frakk-
landi og Svíþjóð. Sigrún á 57 leiki að
baki fyrir A-landsliðið. Fjölnir hafnaði í
fjórða sæti deildarkeppninnar á síð-
ustu leiktíð en tapaði fyrir verðandi
meisturum Vals í undanúrslitum Ís-
landsmótsins.
_ Bandaríski körfuknattleikskappinn
Sakir Smith er genginn til liðs við ÍR í
úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni,
og mun hann leika með liðinu á kom-
andi keppnistímabili. Smith kemur til
félagsins frá Sporting í Portúgal þar
sem hann lék á síðustu leiktíð. ÍR
hafnaði í tíunda sæti úrvalsdeild-
arinnar á síðustu leiktíð og rétt slapp
við fall úr deildinni.
_ Körfuknattleikskonan Sóllilja
Bjarnadóttir hefur gert samning við
Umeå í Svíþjóð og mun hún leika með
liðinu á komandi leiktíð. Þetta stað-
festi hún í samtali við netmiðilinn
Karfan.is. Umeå hafnaði í níunda sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu
leiktíð og leikur í Evrópukeppni á kom-
andi leiktíð. Sóllilja, sem er 26 ára
gömul, skoraði átta stig, tók fjögur
fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að
meðaltali með Breiðabliki í efstu deild
á síðustu leiktíð en hún hefur einnig
leikið með Stjörnunni, Val og KR á ferl-
inum.
_ Hólmfríður Magnúsdóttir, leik-
maður Selfoss í sumar og fyrrverandi
landsliðskona í knattspyrnu, tilkynnti
á Facebook í gærkvöldi að hún hefði
ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Hólmfríður er barnshafandi og hefur
að eigin sögn leikið sinn síðasta leik.
Hólmfríður hugðist hætta fyrir þetta
keppnistímabil en snerist þá hugur.
Hólmfríður lék 113 A-landsleiki og
skoraði 37 mörk, þar af fyrsta mark Ís-
lands í lokakeppni stórmóts.
_ Ekki blæs byrlega hjá Rúnari Má
Sigurjónssyni og samherjum hans í
CFR Cluj í umspilinu fyrir riðlakeppni
Evrópudeildarinnar eftir fyrri leikinn
gegn Rauðu stjörnunni í gær. Cluj
mætti gamla stórveldinu í Belgrað og
Rauða stjarnan vann 4:0. Rúnar lék
allan leikinn með rúmenska liðinu sem
þarf á stórleik að halda í síðari leikn-
um til að eiga von um að komast
áfram.
_ Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile
er genginn til liðs við Njarðvík og mun
leika með liðinu í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Dominos-deildinni, á
komandi keppnistímabili. Basile, sem
er bakvörður, lék með Þór frá Akureyri
á síðustu leiktíð og skoraði 19 stig og
gaf átta stoðsendingar að meðaltali í
25 leikjum. Þórsarar höfnuðu í sjö-
unda sæti úrvals-
deildarinnar á síð-
ustu leiktíð og
féllu úr leik í
átta liða úrslit-
um Íslands-
mótsins eftir
3:1-tap
gegn Ís-
lands-
meist-
urum
Þórs
frá Þorláks-
höfn.
Eitt
ogannað
Landsliðskonan Berglind Björg
Þorvaldsdóttir skrifaði í gær undir
eins árs samning við sænska knatt-
spyrnufélagið Hammarby en hún
lék með Le Havre í frönsku 1. deild-
inni á síðustu leiktíð. Berglind, sem
er 29 ára gömul, á að baki 52 lands-
leiki þar sem hún hefur skorað sjö
mörk en hún hefur síðustu ár leikið
með PSV í Hollandi, AC Milan á
Ítalíu og Le Havre. Hún lék með
Breiðabliki áður en hún hélt út í at-
vinnumennsku en Hammarby er í
þriðja sæti sænsku úrvalsdeild-
arinnar með 21 stig eftir tólf leiki.
Frá Frakklandi
til Svíþjóðar
Ljósmynd/Hammarby
Svíþjóð Berglind Björg skrifaði
undir árs samning við Hammarby.
FORKEPPNI HM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland tryggði sér keppnisrétt í und-
ankeppni HM karla í körfuknattleik
með tveimur sigrum á Dönum í for-
keppni HM. Síðari leikurinn gegn
Dönum, og sá fjórði hjá íslenska lið-
inu í riðlinum, fór fram í gær, og
vann Ísland sannfærandi sigur
89:73. Eins og fram hefur komið var
riðillinn spilaður á nokkrum dögum í
Podgorica í Svartfjallalandi. Fyrir
liggur að Svartfjallaland og Ísland
fara áfram og Danmörk sé úr leik
þótt Svartfjallaland og Danmörk
eigi eftir að mætast.
Markmiðið hjá íslenska liðinu var
vitaskuld að komast áfram í und-
ankeppnina. Segja má að það hafi
verið vel gert hjá íslenska liðinu að
ná því örugglega þegar liðið var án
Martins Hermannssonar, Hauks
Helga Pálssonar og Jóns Axels Guð-
mundssonar. Á hinn bóginn var af-
skaplega dýrmætt að Tryggvi Snær
Hlinason gat verið með. Ekki er sér-
stök ástæða til bjartsýni varðandi
þátttöku Martins þegar komið verð-
ur í undankeppnina því ólíklegt er að
Valencia gefi honum leyfi. Haukur
Helgi er hins vegar kominn heim og
orðinn leikmaður Njarðvíkur sem
eru í sjálfu sér fín tíðindi fyrir lands-
liðið til skemmri tíma.
Breiddin í íslenska landsliðinu er
orðin meiri en áður var en sér-
staklega í bakvarðastöðunum. Elvar
Már Friðriksson hefur nýtt dvölina
erlendis vel og er orðinn frábær leik-
maður. Ægir Þór Steinarsson hefur
með árunum náð betra valdi á þeirri
geysilegu snerpu sem í honum býr í
sókninni og er mun meira ógnandi í
landsleikjum en fyrir nokkrum ár-
um. Elvar, Ægir og Sigtryggur Arn-
ar Björnsson hafa allir gífurlega
mikla snerpu sem auðveldar þeim
stöðuna maður á móti manni bæði í
vörn og sókn.
Við svo bætist að leikmaður eins
og Kári Jónsson er mikil skytta og
Kristinn Pálsson getur einnig hitt
vel á góðum degi.
Takmarkinu
náð með sigr-
um á Dönum
Ljósmynd/FIBA Europe
Snöggur Galdramaðurinn Sigtryggur Arnar sækir að köfu Dana.
- Ísland fór áfram úr forkeppni HM
karla - Aukin breidd í landsliðshópnum
Kristall Máni Ingason úr Víkingi úr
Reykjavík var besti leikmaður 17.
umferðar úrvalsdeildar karla í fót-
bolta að mati Morgunblaðsins.
Kristall átti mjög góðan leik fyrir
Víking í 3:0-sigrinum gegn Fylki á
útivelli á mánudaginn var.
Kristall fékk tvö M fyrir frammi-
stöðu sína í leiknum, en hann gerði
tvö fyrstu mörk Víkinga. Víking-
urinn er í liði umferðarinnar í annað
skipti.
Finnur Tómas Pálmason, Mikkel
Qvist og Pétur Viðarsson í varn-
arlínunni eru í liði umferðarinnar í
fyrsta skipti. Matthías Vilhjálmsson
úr FH er í fjórða skipti í liði umferð-
arinnar. Aðeins Höskuldur Gunn-
laugsson hefur verið oftar í liði um-
ferðarinnar eða fimm sinnum.
Þeir Viktor Karl Einarsson úr
Breiðabliki og Pablo Punyed hjá
Víkingi eru í þriðja skipti í liði um-
ferðarinnar.
Kristall bestur í 17. umferð
Valur er úr leik í Meistaradeild
kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-tap
gegn Hoffenheim frá þýskalandi í
1. umferð keppninnar í Zürich í
gær. Hoffenheim var sterkari að-
ilinn í leiknum og fékk mun hættu-
legri færi en staðan í hálfleik var
markalaus, 0:0.
Nicola Bella, fyrirliði liðsins,
skoraði svo sigurmark leiksins á 57.
mínútu eftir laglegt samspil þýska
liðsins og þar við sat.
Valskonur eru því úr leik en liðið
mætir Zürich í leik um 3. sæti riðils-
ins hinn 20. ágúst í Zürich í Sviss.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Tap Valskonur töpuðu með minnsta
mun gegn Hoffenheim í Sviss.
Valskonur úr
leik í Zürich