Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 5. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 181. tölublað . 109. árgangur . ÍSLANDSMÓTIÐ HALDIÐ Á AKUR- EYRI Í 18. SINN 30 ÁR FRÁ VALDARÁNS- TILRAUNINNI HARMUR VALINN INN Á ÞRJÁR ERLENDAR HÁTÍÐIR ÓLAFUR EGILSSON 18 AFREK FJÖGURRA VINA 56GOLFBLAÐ 24 SÍÐUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rannsóknarboranir vegna gullleitar eru að hefjast í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Þar mun Bergborun bora 21 rannsóknarholu og sækja borkjarna. Dýpsta holan verður um 500 metra djúp. Þar er kvartsgangur sem geymir gull en tilgangur rannsóknanna er að sjá hvort þar finnist gull í vinnanlegu magni. „Við gerum okkur vonir um að gullvinnsla hér geti reynst arðbær,“ sagði Herb Duerr, jarðfræðingur og starfandi forstjóri kanadíska náma- og endurvinnslufélagsins St-Georges Eco-Mining Corp. Það er móðurfélag Iceland Resources ehf. Félagið leggur áherslu á að námavinnsla þess sé sjálfbær og umhverfis- væn. Auk gullleitar á Íslandi er St-Georges Eco-Mining að þróa umhverfisvæna aðferð til að endurvinna rafhlöður m.a. úr rafbílum. Iceland Resources ehf. hefur aflað sér rann- sóknargagna og sýna frá gullleit fyrri tíma hér á landi. Búið er að rýna þessi gögn á ný og rannsaka sum sýnin aftur. Þórdís Björk Sigur- björnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, sagði að gerð verði formleg skýrsla unnin sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum um rannsókn- irnar í sumar. Í kjölfarið verða ákvarðanir um framhaldið teknar á grundvelli niðurstöðu skýrslunnar. Slík skýrsla hefur ekki verið gerð áður um gullleit á Íslandi. Stefnt er að því að ljúka gerð skýrslunnar síðar á þessu ári og verður hún þá birt opinberlega. Gullnámur í jarðhitakerfum Duerr kvaðst sjá fyrir sér að fullvinnsla gullsins geti farið fram hér á landi. Það fer þó eftir hreinleika efnisins hvort það verður raun- hæft. Þórdís sér fyrir sér að íslenska gullið verði upprunamerkt og rekjanlegt. „Menn uppgötvuðu á Nýja-Sjálandi um 1980 að jarðhitakerfi eru óaðskiljanlegur hluti af vissum gerðum af gullnámum. Síðan þá höfum við af og til leitað að gulli á Íslandi. Ég hef lengi tekið þátt í því og verið á flestum svæð- um þar sem gull hefur fundist. Við höfum bara rétt skannað þetta en eigum eftir að leita miklu víðar,“ sagði dr. Hjalti Franzson, jarð- fræðingur og ráðgjafi hjá Iceland Resources ehf. „Íslensk jarðskorpa og íslensk jarðhitakerfi geta alveg eins búið til vinnanlegt gull eins og jarðhitakerfi annars staðar. Gull getur fundist þar sem hafa verið gömul og langær jarð- hitakerfi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gullleit F.v.: Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, og jarðfræðingarnir James Rollason og dr. Helen Salmon í Þormóðsdal. Rannsóknarboranir eftir gulli eru að hefjast í Þormóðsdal - Vona að gullvinnsla hér geti reynst arðbær - Áhersla á umhverfisvernd MBora eftir gulli... »26 Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir fólk geta átt von á hækkunum á verði bíla á komandi mánuðum. Hrávöruverð hafi hækkað mikið, til dæmis bæði stál og ál, en einnig rafhlöður í rafbíla. „Við vorum til dæmis að kaupa iðnaðarhurðir á 20% hærra verði en í fyrra. Framleiðandinn sagði mér að hann hefði rekið fyrirtæki sitt í þrjátíu ár og hrávöruverðið til framleiðslunnar hefði á þessu eina ári hækkað meira en öll þrjátíu árin þar á undan,“ segir Benedikt. Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir að bíla- salan gangi vel um þessar mundir. „Við hefð- um viljað eiga fleiri bíla á lager, en það hlýtur að komast í lag á næstu mánuðum.“ Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, telur að tregða í alþjóðlegri bílaframleiðslu vegna faraldursins muni ekki hafa mikil áhrif hér á landi í haust. »30 Verðhækkun í kortunum - Hrávöruverð gæti haft áhrif á bílasölu hérlendis Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, seg- ir að mönnun yfir sumarið sé helsta orsök þess að mikið álag sé á Landspítalanum um þessar mundir. Starfsfólk spítalans hefur verið beðið um að stytta sumarleyfi sín og mæta aftur til vinnu vegna manneklu. Tíu gjörgæslurými eru í notkun yfir sumartímann en almennt eru tólf í notk- un. Páll segir að raunar sé pláss fyrir allt upp í 20 gjör- gæslurými en mönnun leyfi ekki slíkan fjölda. Kemur þetta álag til vegna faraldursins eða er þetta almennt álag? „Þetta er almennt álag en Covid hjálpar ekki, fyrst og fremst er þetta álag af almenn- um veikindum. En síðan er fólk að leita til okk- ar t.d. með hita af óljósum ástæðum, sem þarf að taka alvarlega þegar tíðni Covid er jafnhá og raun ber vitni,“ segir Páll. Stjórnvöld reikna með að nýtt minnisblað um aðgerðir gegn kórónuveirunni berist fyrir 13. ágúst. »2, 4, 10 og 34 Glíma við mönnun Páll Matthíasson - Álagið á Landspítala ekki vegna kórónuveiru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.