Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Esther Hallsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Útlit er fyrir að Ísland taki á sig rauðan lit í litakóðunarkerfi Sótt- varnastofnunar Evrópu í dag. Það hefur einnig verið fært á rauðan lista í Ísrael og Sóttvarnastofnun Banda- ríkjanna, CDC, hefur hækkað hættu- mat vegna ferða til Íslands yfir á þriðja stig af fjórum mögulegum. Upplýsingafulltrúi Icelandair seg- ir of snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta kann að hafa. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að litakóð- unarkerfi Sóttvarnastofnunar Evr- ópu sé að missa marks með auknu hlutfalli bólusettra. Meirihluti ferða- manna á Íslandi í dag eru Banda- ríkjamenn. Tilmæli CDC geta því haft töluverð áhrif. Hækkað hættu- mat felur þó helst í sér að óbólusett- um Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands. Bjarn- heiður bendir á að flestir Bandaríkja- menn sem komi hingað séu bólusett- ir. Ísraelar gera þá kröfu að allir sem komi frá rauðum löndum, óháð bólu- setningu, þurfi að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæð- um PCR-prófum frá þeim. Bjarn- heiður telur þetta ekki þurfa að leggjast þungt á ferðaþjónustuna þar sem Ísraelar séu ekki stór hluti ferðamanna hér á landi. Víða í Evrópu hafa lönd tekið upp sína eigin áhættuflokkun. Í Bretlandi og Frakklandi virðist Ísland enn vera á grænum lista en hefur færst yfir á gulan lista í Danmörku. Í Þýskalandi var gefið út nýtt kort 1. ágúst þar sem Ísland er grænt, þótt það kunni að breytast, en á rauðum lista eru að- eins þau svæði þar sem ný afbrigði af veirunni gætu komið fram, að sögn Bjarnheiðar. Miðað við þetta ættu bólusettir Ís- lendingar enn að vera nokkuð frjálsir ferða sinna, framvísi þeir bólusetn- ingarvottorði og neikvæðum nið- urstöðum úr PCR-prófi eða hraðprófi á heimleið. Á þetta við um ferðir til allra helstu áfangastaða innan Evr- ópu, Bretland, Ítalíu, Spán, Danmörk og Þýskaland. 116 smit og sextán á spítala Innanlands greindust 116 smit á þriðjudag, þar af 103 við einkenna- sýnatöku og þrettán við sóttkvíar og handahófsskimanir. Tæplega 64% greindust utan sóttkvíar. Fjögur virk smit greindust á landamærunum, einn þeirra var bólusettur. Á hádegi í gær voru sextán sjúklingar inniliggj- andi á Landspítala vegna Covid-19. Fimmtán voru á legudeild og einn á gjörgæslu. Fjórir voru aftur á móti útskrifaðir af spítalanum frá deg- inum áður. 1.351 er í eftirliti á Covid- göngudeild, þar af 229 börn. Einn hefur sýnt rauð einkenni en sautján flokkast gulir. Tuttugu starfsmenn eru í einangun, 20 aðrir í sóttkví og 114 í vinnusóttkví. Mikið álag er á Landspítalanum, sérstaklega á bráðamóttökunni og má fólk sem leitar þangað vegna vægari slysa og veikinda, búast við lengri bið en ella. Forstjóri spítalans biðlar til starfsfólks í sumarorlofi að stytta orlof sitt ef kostur er og mæta aftur til starfa. Langhlaup, ekki spretthlaup Ákvörðun heilsugæslunnar að taka sér mánaðarfrí frá bólusetningum í miðjum heimsfaraldri hefur verið gagnrýnd. Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, segir að þegar ákvörðun um sumarfrí var tekin hafi allt önnur staða verið uppi. Búið sé að kalla fólk til baka úr sumarfríi. „Það er jafn- vægislist að halda fólki á tánum án þess að keyra það alveg í þrot. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta er langhlaup, en ekki sprett- hlaup.“ Á þriðjudaginn var byrjað að gefa kennurum örvunarskammt af Pfizer, en sóttvarnalæknir óskaði eftir að sá hópur yrði settur í forgang í ljósi þess að skólastarf fer að hefjast á ný. Vik- una 16. til 19. ágúst er svo stefnt að hópbólusetningu fyrir alla þá sem fengu Janssen. Losna úr einangrun Tveir smitaðir heimilismenn á Grund losna úr einangrun við lok vik- unnar. Þeir hafa verið einkennalausir allan tímann. Á Minni-Grund greind- ust tveir fyrr í vikunni, annar með nokkur einkenni. Heimsóknarbann er í gildi fram yfir helgi og allnokkrir starfsmenn eru í sóttkví. Lengri biðtími á bráðamóttöku - Ísland líklega rautt á Evrópukorti - Bandaríkin hækka hættumat gagnvart Íslandi - Biðla til starfsfólks að koma úr fríi - Janssen-þegar bólusettir 16.-19. ágúst - Heimsóknarbann á Grund 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 116 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring 1.166 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.941 einstaklingar eru í sóttkví Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3.2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 8.353 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febúar 2020 Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar 106 100 154 1.351 einstaklingur er undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 17 af þeim sem eru undir eftirliti flokkast sem gulir 1 einstaklingur flokkast sem rauður 229 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 16 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 1 einstaklingur er á gjörgæslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Leifsstöð Erlendir og innlendir ferðamenn streyma í gegnum flugstöðina á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Viðburðum menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst en Reykjavíkurmaraþoninu er frestað um mánuð. Menningarnótt hefur farið fram ár hvert fyrsta laugardag eftir afmæli borgarinnar, 18. ágúst, frá árinu 1966, þar til í fyrra. Ákvörðunin var tekin á fundi neyð- arstjórnar borgarinnar í gær. Menn- ingarnótt er fjölskylduhátíð og var einhugur hjá stjórninni um að aflýsa hátíðinni vegna útbreiðslu Covid-19- smita og óvissu um áhrif Delta- afbrigðisins á börn og viðkvæma hópa. Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, for- manni borgarráðs og staðgengli borgarstjóra, þykir leitt að þurfa að aflýsa hátíðinni. Það sé þó nauðsyn- legt til að stuðla að eðlilegu lífi og órofinni þjónustu í borginni, vernda skólastarf og þjónustu við viðkvæma hópa. Á menningarnótt hefur farið fram Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka í samvinnu við Íþrótta- bandalag Reykjavíkur, ÍBR. Í fyrra var því aflýst en nú verður því frest- að til 18. september. „Við vonum að þá verði ástandið orðið betra,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, og bætir við: „Það verður ræst í hollum og á öðrum stað en hlaup- arar koma í mark.“ Frímann segir ómögulegt að segja til um hvort skráningar hald- ist þótt hlaupinu sé seinkað. „Við þurfum að sjá hvort það sé stemning fyrir fjöldahlaupi á þessum tíma.“ Tæplega 2.000 útlendingar eru skráðir í hlaupið og Frímann segir mikilvægt að þessir einstaklingar geti gert ráðstafanir enda séu flestir búnir að kaupa sér flugmiða og gera skuldbindingar gagnvart hótelum. thorab@mbl.is Hátíð aflýst og hlaupi frestað - Menningarnótt aflýst annað árið í röð - Reykjavíkur- maraþon fært til 18. september - 2.000 útlendingar skráðir Morgunblaðið/Eggert Maraþon Ræst verður í hollum og ekki á sama stað og hlaupið endar. STÖKKTU TIL TENERIFE 10. - 18. ÁGÚST FLUG & GISTING VERÐ FRÁ: 72.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG BÁÐAR LEIÐIR VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.